Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 68
68
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991
Guðrún M. Þorbergs-
dóttir - Kveðjuorð
Nú er lokið nokkurra ára baráttu
Guðrúnar við krabbameinið. Hún
barðist af krafti og miklum lífsvilja
og leit svo út um tíma að hún hefði
betur. Ég naut þeirrar ánægju að
starfa með Guðrúnu í nokkur ár
og var um tíma með henni í stjórn
Starfsmannafélags Orkustofnunar.
Þar lagði hún sig alla fram og hlífði
sér hvergi þrátt fyrir að hún væri
orðin mjög hrjáð af veikindum í
lokin. Hún var mikil félagsvera og
tók af áhuga þátt í öllu sem fram
fór á stofnuninni og tók það að sér
um tíma að kenna okkur hinum
hvernig við ættum að fóta okkur á
dansgólfinu. Hún gerði það af ein-
lægum áhuga, en dansinn var henni
alla tíð mikilvægur. Við sem döns-
uðum undir hennar handleiðslu er-
um henni afar þakklát.
Ég votta aðstandendum samúð
mína.
Helga Tulinius
í dag fer fram útför Guðrúnar
Margrétar Þorbergsdóttur, starfs-
systur minnar á Orkustofnun. Mig
langar til að votta henni einlæga
virðingu mína með nokkrum orðum.
Guðrún vann á Orkustofnun um
nokkurra ára skeið. Hún var mikil
félagsvera, tók virkan þátt í félags-
málum starfsmanna og var í stjórn
starfsmannafélagsins um tíma.
Starf sitt stundaði hún fram á síð-
ustu daga.
Fyrir þremur árum varð ljóst að
hún gekk með þann sjúkdóm, sem
nú bar hana ofurliði. Hún hóf bar-
áttuna af þvílíkum kjarki og æðru-
leysi að það lætur engan ósnortinn
sem kynntist því. Það er vissulega
erfið lífsreynsla að sjá unga tveggja
barna móður heyja svo harða og
að lokum vonlausa lífsbaráttu, en
sú lífsreynsla hlýtur að vera okkur
öllum dýrmæt. Alltaf var bjartsýnin
í fyrirrúmi og mitt í baráttu sinni
hafði hún aflögu hughreystingarorð
til annarra, sem áttu um sárt að
binda. „Það er ekki erfitt fyrir mig
að fara, það er erfítt fyrir fólkið
mitt,“ sagði hún eitt sinn og ber
það vott um æðruleysi hennar en
um leið umhyggjuna fyrir fjölskyldu
sinni.
Ég votta börnum hennar, Páli,
móður hennar og öðrum aðstand-
endum mína dýpstu samúð. Megi
björt minning.um hugrakka konu
lifa með ykkur.
Ragna Karlsdóttir
Kveðja frá samstarfsfólki
Andlát Guðrúnar Þorbergsdóttur
barst okkur samstarfsfólki hennar
á Orkustofnun eins og óvænt
harmafrétt. Þó áttum við ekki að
þurfa að vera óviðbúin. Baráttuþrek
hennar, kjarkur og æðruleysi
blekkti okkur og kom okkur til að
halda að hún risi alltaf upp á ný
hversu óvæginn sem sjúkdómurinn
væri. Þegar svo allt er yfirstaðið
stöndum við hálf ringluð og skiljum
ekki þau öfl sem skammta mönnum
ævi og örlög.
Guðrún réðst til Orkustofnunar
árið 1984. Strax var eftir henni
tekið. Það var ekki bara eldrautt
hár og fjörlegt fas sem vöktu á
henni athygli, menn fundu strax
að þarna var komiri stúlka sem
kraftur var í og sem gustaði af.
Það kom líka fljótt í ljós að henni
dugði ekki það eitt að sinna skyldu-
störfum sínum fyrir stofnunina
heldur lét hún strax að sér kveða
í félagsmálum. Hún varð ömissandi
hvort sem um var að ræða sam-
kvæmislíf eða baráttu fyrir hags-
munamálum vinnufélaganna. Hún
tók þátt í að skipuleggja ferðir,
árshátíðir, jólaböll fyrir börnin og
skrifaði pistla í innanhúsblaðið okk-
ar. Guðrún var dansari og listakona
á því sviði. Sama máli gegndi ekki
um okkur hin á stofnuninni, fót-
menntir voru ekki okkar sterka hlið.
Guðrún sá að við svo búið mátti
ekki standa og hratt af stað nám-
skeiðum þannig að Orkustofnunar-
menn urðu fljótlega dansmenn
miklir og góðir undir leiðsögn henn-
ar. Guðrún lét aldrei sitja við orðin
tóm, í kring um hana ríkti aldrei
lognmolla heldur glaðværð og at-
hafnasemi. Hún framkvæmdi það
sem henni datt í hug og kom hlutun-
um í kring.
Fyrir nokkrum árum knúði sjúk-
dómurinn dyra og langar sjúkrahús-
legur tóku við. Þær þolraunir sem
hún gekk í gegnum hefðu brotið
margan manninn niður. En þótt lík-
aminn léti á sjá bugaðist hugurinn
Guðrún H. Theódórs
dóttir - Minning
Fædd 9. maí 1907
Dáin 14. desember 1991
Elsku amma, Guðrún Helga
Theodórsdóttir, er dáin. Hún sem
öllum var svo góð.
Mikið tóm hefur myndast í hjört-
um okkar, sem erfitt verður að
sætta sig við. Engin Gunna amma
sem hægt verður að hlaupa til. Hún
hafði alltaf nógan tíma fyrir okkur,
gaf okkur holl og góð ráð, sem
verða okkur ávallt dýrmætt vega-
nesti.
Amma vafði okkur miklum kær-
leika, ást og hlýju með sínu blíða
viðmóti og hennar fallega bros situr
í minningu okkar allra. Amma var
okkar stolta ættmóðir sem batt fjöl-
skylduna sterkum böndum. Hún var
ávallt miðpunktur alls.
Nú er hlutverki ömmu Iokið með-
al okkar og þrautir hennar á enda.
Megi elsku afi vefja hana örmum
sínum á ný. Með söknuði kveðjum
við elsku ömmu okkar og þökkum
henni allar þær stundir sem við
áttum með henni.
Eg minnist þin um dag, og dimmar nætur
mig dreymir þig svo lengi hjartað slær,
og þegar húmið hylur allt sem' grætur
min hugar-rós á leiði þínu grær.
Þín kærleiksbros mér aldrei, aldrei gleymast
þitt allt — þitt bænamái og hvarms þíns tár.
Hvert ráð, hvert orð, hvert armtak þitt skal geymast
Þín ástarminning græðir lífs míns sár.
(Ásmundur Jónsson frá Skúmsstöðum)
Ljúfar minningar lifá. Megi guð
geyma elsku bestu ömmu.
Barnabörnin
í dag verður til moldar borin
sæmdarkonan Guðrún Helga Theó-
dórsdóttir húsmóðir, til heimilis í
Þykkvabæ 17, Reykjavík. Guðrún
Helga var fædd í Skálmholtshrauni
í Amesþingi 9. maí 1907. Foreldrar
hennar voru hjónin Steinunn Þórð-
ardóttir frá Mýrum í Villingaholts-
hreppi, f. 7. júlí 1871, d. 25. októ-
ber 1953. Foreldrar Steinunnar
voru hjónin Þórður Eiríksson, Mýr-
um, f. 12. júní 1831, d. 11. desem-
ber 1908 og Helga Sveinsdóttir frá
Ferjunesi, f. 13. ágúst 1828, d. 6.
desember 1908.
Faðir Guðrúnar var Theodór
Jónsson frá Álfsstöðum á Skeiðum.
Foreldrar Theodórs voru hjónin Jón
Magnússon frá Miðfelli, f. 26. maí
1828, d. 18. mars 1907 og Margrét
Dórótea Einarsdóttír, Álfsstöðum,
f. 4. októbér 1828, d. 5. mars 1925.
Þessi upptalning á uppruna Guð-
rúnar sýnir að hún er komin af
traustum sunnlenskum ættum.
Guðrún ólst upp hjá foreldmm sín-
um, sem fyrst bjuggu á Skálmholts-
hrauni, og þaðan fluttu þau að
Stokkseyri og voru þar í nokkur
ár, en lengst af áttu þau heima á
Seltjarnarnesi.
Guðrún giftist Marinó Guðjóns-
syni frá Geitagili í Örlygshöfn 6.
janúar 1932. Þau bjuggu alla sína
búskapartíð í Reykjavík. Fyrst við
Bergþórugötu, lengst á Bergþóru-
götu 59, og síðustu árin í Þykkvabæ
17 í Árbæjarhverfi. En Marinó lést
6. júlí 1979. Hjónabarid þeirra Guð-
rúnar og Marinós var einstaklega
gott, byggt á ást, vináttu og virð-
ingu fyrir makanum og aldrei
heyrði ég styggðaryrði falla þeirra
á milli og engan veit ég sem það
heyrði. Þeim hjónum varð fimm
bama auðið sem öll lifa foreldra
sína, sómafólk hið mesta. Það var
mikið áfall fyrir Guðrúnu þegar hún
missti mann sinn, en harm sinn bar
hún í hljóði og sýndi það hennar
mikla sálarstyrk.
Árið 1980 veiktist Guðrún mikið
oggekk aldrei eftir það heil til skóg-
ar og það í orðsins fyllstu merkingu
því jafnvægisskyn skertist og þurfti
hún fyrst á eftir að notast við staf
og hafa stuðning, en síðari árin
gekk hún um í hjólagrind. Þrátt
fyrir þessi líkamlegu veikindi hélt
Guðrún sinni andlegu heilsu
óskertri fram á síðustu stund.
Frá því Guðrún veiktist 1980
þurfti hún alloft að dvelja á sjúkra-
húsum um lengri og skemmri tíma.
Allt starfsfólk sjúkrahúsanna gerði
mikið fyrir Guðrúnu og var hún
ákaflega þakklát öllu þessu ágæta
fólki hvað það gerði fyrir hana og
þess góða viðmóts sem hún átti þar
að mæta. Það var undravert hvað
það gerði og gat gert fyrir hana
og hún með sínu mikla viljaþreki
hjálpaði til, því alltaf kom hún heim
til sín og það var reynt að láta
henni líða eins vel og aðstæður og
heilsa leyfðu. Aðstandendur Guð-
rúnar færa starfsfólki sjúkrahúsa
er hún dvaldi á alúðarþakkir fyrir
aðhlynningu og það viðmót sem það
auðsýndi henni.
Kynni mín af Guðrúnu hófust
skömmu eftir að ég kynntist dóttur
hennar, Kristínu sem er eiginkona
mín. Það er svo sjálfsagt um fleiri
en mig að mikil eftirvænting er hjá
ungu fólki þegar það kemur fyrst
á heimili og er kynnt fyrir væntan-
legum tengdaforeldrum, alla vega
var svo rrieð mig. Þessi fyrstu kynni
mín af Guðrúnu voru ákaflega ljúf
og fann ég hlýju og velvild strax í
minn í garð sem alltaf hefur haldist
síðan án þess að skuggi hafi fallið
þar á.
Það sem mér finnst að hafi verið
sérkenni Guðrúnar var góðvild í
garð samferðafólks hennar og alltaf
lagði hún góð orð til fólks og ekki
heyrði ég falla af hennar munni
hnjóðsyrði um nokkurn mann. Það
er margs að minnast frá löngum
kynnum mínum af Guðrúnu.
Starfsvettvangur minn var úti á
landi þar til fyrir ári síðan að við
hjón fluttumst til Reykjavíkur, þá
kom ekki til greina annað en flytja
heim til Guðrúnar í Þykkvabæ 17,
hvorki af okkar hálfu né hennar. Á
meðan við bjuggum úti á landi lá
leið okkar oft til Reykjavíkur og
aldrei kom annað til álita en að búa
hjá þeim hjónum Guðrúnu og Mar-
inó meðan bæði lifðu og eftir lát
hans hjá Guðrúnu. Kristrún var að
sjálfsögðu alltaf komin heim í for-
eldrahús og ég var líka kominn
heim því þannig var allt viðmót.
Fyrir þetta og allt annað gott,
færi ég Guðrúnu mínar alúðar
þákkir. Blessuð sé Ég vil hér taka
tvö erindi úr því ljóði sem við að-
standendur Guðrúnar viljum gera
að okkar.
Hvað getur lifað lengst í minni
sem lífið helgar anda manns?
Sú móðir, sem af mildi sinni
ber morgungeisla kærleikans,
með himinsól í húsið inn
og hlýjar mildast barnsins kinn.
Sá hópur, nú sem héðan gengur
þau hinstu spor, sem fylgja þér.
Þín mun í.hrósi minnast lengur
en meðan gröf þín lokuð er.
Svo vertu sæl og sofðu rótt,
þér síðast bjóðum „góða nótt".
(Jón Þórðarson, Fljótshlíðarskáld)
Ingi Garðar Sigurðsson
Hún umgekkst mig eins og við-
kvæma fjólu sem hún hafði lagt
metnað sinn í að nyti sín og næði
þroska.
Ég vona að ég hafi getað sýnt
henni allt mitt þakklæti og endur-
goldið eitthvað af því sem hún gaf.
■ Hvíli hún í friði.
Katrln Káradóttir
Nú hefur elskuleg tengdamóðir
mín, Guðrún Helga Theódórsdóttir,
fengið hvíld eftir erfið veikindi í 11
ár. Guðrún var einstök kona.
Gleymi ég aldrei þeirri stund þá er
ég fyrst steig fæti inn á heimili
tengdaforeldra minna. Elska og
virðing fyrir sínum nánustu var
þeirra aðalsmerki og leið mér strax
sem væri ég ein af þeirra dætrum.
Ef aðstoðar var þörf vegna veik-
inda, eða gæta þyrfti barnanna var
slík aðstoð ávallt veitt af opnum
huga. Heimilið var ekki síður skjól
barna og barnabarna.
Tengdamóðir min var fædd að
Skálmholtshrauni í Flóa 9. maí árið
1907. Síðan var flutt til Stokkseyr-
ar, en lengst af bernskuáranna átti
Guðrún sitt heimili á Seltjarnarnesi.
Þann 6. janúar 1932 giftist Guð-
rún unnusta sínum, Marinó Guð-
jónssyni semlátinn er fyrir nokkrum
árum. Giftingardagur þeirra hefur
orðið sem ættardagur hjá fjölskyld-
unni. Þennan dag hefur fjölskyldan
komið saman og sungið út jólin, en
þau hjónin voru bæði sérlega söng-
elsk og hljómlist í hávegurri höfð á
heimilinu, með íslensku ættjarðar-
söngvana fresmta í flokki.
Það er ihugunarefni nú til dags
að leiða hugann að því, að þá er
tengdamóðir mín hóf búskap fluttu
fljótlega til þeirra ungu'hjónanna
foreldrar húsbóndans og einnig
móðir Guðrúnar. Reyndist það síð-
asta heimili þeirra allra. Guðrún og
Marinó eignuðust fímm börin: Theó-
dór Steinar, kvæntur Magdalenu
S. Elíasdóttur; Kristrún, gift’ Inga
Garðari Sigurðssyni; Ástu Mp.ríu,
gift Bjarna Ágústssyni; Önnu Lóu,
gift Pálma Sigurðssyni; Gunnbjörn,
kvæntur Sigrúnu Baldursdóttur.
Nú eru barnabömiri orðin 13 og
barnabarnabörnin 8. Öll hafa börn
Guðrúnar-orðið henni til hamingju
og blessunar. Og eftir að hennar
ástkæri eiginmaður féll frá hefur
ávallt einhver af hennar niðjum
búið hjá henni, oftast barnabörnin
um lengri eða skemmri tíma. Nú
síðasta árið bjó elsta dóttir hennar,
aldrei, kjarkleysi og sjálfsvorkunn
átti hún ekki til en aftur á móti
nóg af baráttuþreki. Þessi lífsvilji
og innri orka gerðu flesta smáa við
hlið hennar. Um tíma héldum við
að hún ætti ekki afturkvæmt en
hún kom samt og við fylgdumst
með því hvernig hún byggði sig upp
og aftur fórum við að njóta góðs
af lífskraftinum sem stafaði frá
henni. Þá kom næsta áfall, reyndar
af öðrum toga, slys, og aftur sjúkra-
húslega. Mannanna láni er misjafnt
skipt en hún lét það ekkert á sig
fá, gerði bara grín og enn á ný
birtist hún á sínum gamla vinnu-
stað, fyrst með hækjur en brátt
voru danshreyfingarnar aftur
komnar í sporin.
í vor hélt hún upp á þrítugsaf-
mælið. Þeim degi gleymum við
seint. Vinir og vandamenn hittust
í Skagfirðingabúð. Allir mættu og
voru í hátíðarskapi og allt tókst
frábærlega vel. Veðrið var milt en
þó skiptust á skin og skúrir. Guðrún
var nýkomin af sólarströndum
Spánar þar sem hún hafði verið
ásamt dóttur sinni. Hún var brún
og hraustleg og kannski aldrei eins
glæsileg og einmitt þá. Djúpt í und-
irvitundinni grunaði þó flesta að
hún hefði ekki gert svona mikið úr
deginum, haldið slíka rausnarveislu
nema af því að hún var ekki örugg
um að eiga feiri stórafmæli. Hún
vildi hafa líf og hátíðarstemmningu
í kringum sig.
„Sjá Róm og dey“, segir í gömlu
Kristrún, og hennar maður, Ingi
Garðar, hjá Guðrúnu, eftir að þau
fluttu frá Reykhólum.
Líf Guðrúnar snerist um að veita
öðrum gleði. Þá leið henni best er
hún hafði sína stóru fjölskyldu í
nálægð. Aðeins þremur klukku-
stundum áður en hún kvaddi þenn-
an héim hafði hún lokið við að
pakka inn jólagjöfum — börnin öll
skyldu fá sinn pakka. Stuttu síðar
var hún öll. Stórt og göfugt hjarta
var hætt að slá. Megi tengdamóður
minni verða hvíldin vær. Ég bið
báðum tengdaforeldrum mínum
Guðs blessunar á eilífðarbrautum.
Sjálf verð ég ævilangt þakklát fyrir
þær samverustundir allar, sem ég
fékk notið í nærveru þeirra.
Minning Guðrúnar tengdamóður
minnar mun lifa með mér svo lengi
sem ég lífsandann dreg.
Magdalena S. Elíasdóttir
Það er sárt að kveðja þann sem
manni þykir vænt um. Er leiðir
skiljast, renna í gegnum huga minn
ótal minningar, sem erfitt er að
henda reiður á og koma niður á
blað.
Guðrún var höfuð fjölskyldunnar.
Hún vildi hafa fólkið sitt sem mest
hjá sér. Þannig hélt hún þessari
stóru fjölskyldu saman. Heimili
hennar var sá staður þar sem allir
hittust. Hún var mikil félagsvera,
sem naut þess að hafa fólk í kring
um sig.
Ég fyllist tómleika, það er svo
margt sem breytist og hverfur við
fráfall tengdamóður minnar. Hvers-
dagslegir hlutir eins og símhring-
ingar hennar, því oftast var hún
fyrri til að hringja og spyija frétta
og bera fréttir frá öðrum í fjölskyld-
unni. Heimsóknir tjl hennar með
börnin, þar sem hún las, söng og
spilaði við þau. Heitir sumardagar,
en þá var vaninn að fara til ömmu,
liggja í sólbaði og drekka með henni
kaffi úti á palli. Jólin, þrettándinn
sem nú er á næsta leiti verða ekki
söm án hennar.
Guðrún var mjög sérstök per-
sóna. Það tók okkur smá tíma að
ná saman, en þegar það gerðist
átti hún í mér hvert bein. Hún var
mjög hreinskiptin, sagði alltaf það
sem henni fannst. Ég hef lært að
meta það og fínnst það nú frekar
kostur en galli. Þannig persónur
veit maður alltaf hvar maður hef-
ur. Hún var mjög skapgóð, alltaf
stutt í brosið og glettnina, en reidd-
ist aldrei. Ég kveð tengdamóður
mína með þakklæti fyrir allt. Henn-
ar er sárt saknað á þessu heimili,
ekki síst af börnunum. Þeim veitti
hún ómetanlega blíðu, kærleika og
fróðleik.
Sigrún Baldursdóttir