Morgunblaðið - 05.06.1999, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forsætisráðherra um hækkanir
tryggingafélaganna
Hefur efasemdir
um forsendurnar
Davíð sagði einnig að trygginga-
félögin hefðu verið að byggja upp
sjóði sína sem væru orðnir gríðai'-
lega öflugir. Þau miði við árið 1993,
en hafí samt sem áður talið sig hafa
efni á að lækka gjöld sín mjög
verulega þegar þau hafi lent í
óvæntri samkeppni að þeirra eigin
áliti, þannig að þetta séu ekki mjög
sannfærandi tölur. „Og það var
skaði að þegar alþingismenn ósk-
uðu eindregið eftir því við laga-
setninguna að fá forsendur trygg-
ingafélaganna þá fengust þær ekki
hvemig sem eftir því var leitað. Og
það var mikill galli í öllu málinu,"
sagði Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra einnig.
Eignarhald
og veðsetn-
ingar flækja
málið
„ÞRÁTT fyrir spurningar um eign-
arhald og veðsetningu, töldu menn
skynsamlegast að Kaupfélag Eyfirð-
inga yfirtæki mjólkursamlagið, því
það tryggði viðunandi stöðu fram-
leiðanda til lengri tíma og væri við-
unandi fyrir þróun mála í héraði,
sagði Ari Teitsson, formaður
Bændasamtaka íslands, í samtali
við Morgunblaðið.
„Það sem flækir málið er tvennt. I
fyrsta lagi liggur fyrir lögfræðiálit
Þorgeirs Órlygssonar, þar sem hann
kemst að þeirri niðurstöðu að bænd-
ur eigi samlagið en ekki kaupfélagið.
í öðru lagi er ágreiningur um veð-
setningar, en lögfræðingur Búnað-
arsambandsins, Ástráður Haralds-
son, kemst að þeirri niðurstöðu að
kannski hafi samlagið ekki verið
veðsett nema að hluta fyrir eignum,
þ.e.a.s. að það hafi alls ekki verið
veðsett í botn og þá skiptir máli
hvort mjólkursamlagið er eign
bænda eða hluti af eigum kaupfé-
lagsins, þar sem eigur kaupfélagsins
eru í uppnámi," sagði Ari.
Hann sagði að á Norðurlandi
hefðu verið í gangi umræður um
sameiningu í mjólkuriðnaðinum og
að til að tryggja framtíð iðnaðarins á
Norðurlandi hefði verið samið við
KEA. Að sögn Ara þá stendur sam-
lag af þeirri stærðargráðu, sem
mjólkursamlag KÞ er, mjög veikt,
einfaldlega vegna þess að rekstrar-
kostnaðurinn er of hár. Hann sagði
að ef selja ætti samlagið eitt og sér
væri það væntanlega ávísun á seinni
tíma vandræði.
„Það er skoðun mjólkurframleið-
enda, ekki bara á Islandi, heldur
einnig í löndunum í kringum okkur,
sérstaklega í Noregi og Danmörku,
að rekstri á svona afurðastöðum
eins og mjólkurbúum sé best fyrir
komið hjá framleiðendasamvinnufé-
lögum.“
Starfsmenn í ferðaþjónustu
á Mallorca boða verkföll
STARFSMENN í ferðaþjónustu á
Balear-eyjum við Spán, meðal annars
Mallorca, hafa boðað verkföll á há-
annatíma í sumar. Um 2.500 íslend-
ingar hafa bókað far til Mallorca frá
25. júní til 3. ágúst sem er það tímabil
sem verkfallsaðgerðimar eiga að ná
til.
Samkvæmt frétt AP-fréttastofunn-
ar ætla barþjónar, þjónustustúlkur á
hótelum og þjónar á veitingastöðum
að leggja niður vinnu fjórum sinnum,
þrjá daga í senn, til að fá launakröf-
um sínum framgengt. Talið er að að-
gerðir þeirra geti haft áhrif á 2.000
hótel, veitingastaði og krár á eyjun-
um.
Guðrún Sigurgeirsdóttir, fram-
leiðslustjóri hjá Örvali-Útsýn, segir
að Boeing 747-þota frá Air Atlanta
muni fljúga vikulega í sumar til Mall-
orca fyrir ferðaskrifstofumar Úrval-
Útsýn og Samvinnuferðir-Landsýn.
Samtals megi búast við að um 2.500
Islendingar muni halda þangað í
sumarleyfi á ofangreindu tímabili.
Búa sjálfir um rúmin
„Við verðum að sannreyna þetta
og ræða við okkar umboðsaðila,"
segir Guðrún. „Þetta myndi þýða að
menn yrðu að búa um rúmin sín
sjálfir, kaupa bjórinn í matvöruversl-
unum og drekka hann á svölunum.
Okkar fólk er yfirleitt aldrei á hótel-
um með fæði heldur með íbúðir þar
sem það getur eldað sjálft, þannig að
enginn myndi svelta."
Guðrún segist halda að íslenskir
Mallorca-farar muni ekki láta það á
sig fá þótt þeir þurfi að búa um rúm-
in sjálfir í þrjá daga. „Lífið snýst
ekki um það, heldur að komast út í
sólina og fríið.“
Starfsfólkið sem ætlar í verkfall
krefst 10% launahækkunar á tveim-
ur árum en vinnuveitendur hafa boð-
ið 3%. Samningafundur hefur verið
boðaður í næstu viku. Allt að 400
þúsund ferðamenn eru á Balear-eyj-
um í einu á háannatíma.
Flamencó
í Reykja-
víkurhöfn
GRÍSKA skemmtiferðaskipið
Flamenco Iagðist að bryggju í
Reykjavíkurhöfn í fyrrakvöld.
Þetta er annað skemmtiferða-
skipið sem kemur til Reykjavíkur
á þessu sumri. Flamenco hafði
stutta viðdvöl í Reykjavíkurhöfn
og hélt áleiðis til Ákureyrar upp
úr kl. 21 í gærkvöldi.
Morgunblaðið/Kristinn
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
sagðist í fréttum Ríkissjónvarpsins
í gærkvöldi hafa efasemdir um for-
sendur fyrir hækkunum trygginga-
félaganna á iðgjöldum bifreiða-
trygginga og sagði að fara þyrfti
betur ofan í þær.
Forsendurnar
fengust ekki
„Tryggingafélögin hafa hækkað
og segjast gera það vegna breyt-
inga á lögum og taka útreikninga
frá 1993 sem sínar forsendur, sem
maður hefúr vissar efasemdir um
reyndar, og þarf að fara betur ofan
í,“ sagði Davíð í símaviðtali frá
Portúgal.
Olfklegt að sildin gangi í íslenska lögsögu
„Sfldin hefur alltaf
verið brellin“
VEIÐAR í Síldarsmugunni hafa
gengið upp og ofan undanfarnar vik-
ur en síldarskipin eru nú öll í höfn
vegna sjómannadagsins. Nú hafa
veiðst hátt í 90 þúsund tonn af 202
þúsund tonna kvóta íslendinga úr
norsk-íslenska sfldarstofninum. Vík-
ingur AK landaði um 1000 tonnum
af sfld á Akranesi í gær og segir
Sveinn Isaksson skipstjóri ólíklegt
úr þessu að sfldin gangi inn í ís-
lenska lögsögu.
Sveinn segir erfitt að eiga við síld-
ina nú, hún sé stygg og haldi sig
jafnan á miklu dýpi. „Við höfum
fengið góðan afla einn og einn dag en
síðan er nánast engin veiði þess á
milli. Við sjáum mikið af sfld en það
er erfitt að ná henni. En svona er
sfldin bara. Hún hefur alltaf verið
brellin, blessunin.“
Heimsækir okkur ekki í ár
Sveinn segir skipin hafa verið
komin nokkuð norðarlega í Sfld-
arsmuguna og sér virtist sfldin ekki
á leið í átt að íslandi. „í síðasta túr
vorum við að veiða sfld aðeins um 10
mflur frá landhelgislínunni en í þess-
um túr voru um 70 mflur í línuna þar
sem við veiddum. Sfldin fór mjög
hratt í vesturátt fyrst í stað en tók
síðan krappa beygju norður og virð-
ist ætla að halda áfram í átt að Jan
Mayen. Ég tel því ólíklegt að sfldin
heimsæki okkur í ár, nema kannski
ef hún kemur sunnan megin frá.“
Hann segir að auk íslensku skip-
anna séu færeysk og norsk skip á
miðunum. Þá séu einnig nokkrir tog-
arar á miðunum sem sé mjög illa séð
meðal nótaskipstjóra. Sjálfur segist
hann þeirrar skoðunar að nótaveiðar
og trollveiðar fari illa saman enda
bendi margt til þess að troll dreifi
sfldinni og styggi.
„Við gátum veitt alveg fram í júlí á
síðasta ári en það var reyndar dálítið
sérstakt. Árin þar á undan gátum við
aðeins veitt fram í miðjan júní. Menn
eru því orðnir hræddir um að veiðin
hætti alveg á næstu vikum en ég hef
nú trú á að við náum að minnsta
kosti einni veiðiferð eftir helgi. Von-
andi verða þær fleiri en eins og alltaf
í fiskveiðum getur brugðið til beggja
vona,“ segir Sveinn skiþstjóri.
Drengirnir frá
Eyrarbakka
Báðir
komnir af
gjörgæslu
BÁÐIR drengimir frá Eyrar-
bakka, sem brenndust á mið-
vikudag er þeir voru að fikta
með bensín og eldfæri, hafa
nú verið útskrifaðir af gjör-
gæslu Landspítalans, sam-
kvæmt upplýsingum Þor-
steins Svarfaðar Stefánssonar
og eru þeir nú á barnadeild.
í frétt hér í Morgunblaðinu
í gær var sagt að annar
drengjanna væri kominn
heim. Það er ekki rétt og
byggðist frásögnin á misskiln-
ingi. Hann var hins vegar út-
skrifaður af gjörgæslu í fyrra-
dag og hinn drengurinn var
útskrifaður þaðan í gær. Þeir
liggja nú báðir á Bamaspítala
Hringsins. Er beðist velvirð-
ingar á þessari ónákvæmni í
frásögninni.
AKUUviU
SSmM
í ¥
■—4 B n MOIK.IMII AIISINS
4
Mikilvægasti landsleikur Is-
lands í háa herrans tíð/B1
Guðjón óhress með fram-
komu Eiðs Smára/B3
.
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is