Morgunblaðið - 05.06.1999, Page 6
6 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Brunavarnaæfing hjá borgarverkfræðingi
SLÖKKVILIÐIÐ var með bruna-
varnaæfingu í húsnæði borgar-
verkfræðings að Skúlatúni 2 f
gærmorgun í tengslum við
brunavarnanámskeið sem haldið
hefur verið fyrir starfsfólk að
undanfbrnu. Eitt af því sem er
æft á námskeiðinu er það hvern-
ig húsið er rýmt ef um eld er að
ræða, en þá eiga allir að yfirgefa
húsið eftir ákveðnu skipulagi og
þeir sem eru á efstu hæðinni fara
út á svalir. Slökkviliðið kom með
körfubíl á svæðið og flutti þá sem
voru á svölunum niður í körfu.
„Þetta gekk allt ljómandi vel og
fólkið hafði bæði gagn og gaman
af,“ sagði Björn Gíslason, varð-
stjóri hjá slökkviliðinu, í samtali
við Morgunblaðið um æfinguna.
Gáfu Qórar
milljónir
króna
SYSTURNAR Guðborg og Ing-
veldur Einarsdætur hafa gefið
Styrktarfélagi krabbameinssjúkra
barna 4.000.000 króna eða megnið
af andvirði íbúðar sem þær áttu í
Reykjavík.
I fréttatilkynningu frá styrktar-
félaginu segir: „Hið rausnarlega
framlag þeirra systra er gefið í
trausti þess að fénu verði varið til
að styrkja þá sem hjálpar eru þurfi
vegna þess að þeir eiga krabba-
meinssjúk börn eða börnin sjálf
sem hafa fengið sjúkdóminn.
Þess ber að geta að Ingveldur
lést að morgni 4. júní síðastliðins
og vilja forsvarsmenn SKB af þeim
sökum koma á framfæri við að-
standendur hennar innilegum sam-
úðarkveðjum."
Deila innan samstarfshóps um fjölmiðlakannanir
Ekki gekk sam-
an á fundi í gær
EKKI gekk saman með mönnum á
fundi samstarfshóps um fjöl-
miðlakannanir og framkvæmd könn-
unarinnar sem.SÍA og fjölmiðlamir
eiga aðild að í gær.
Halldór Gúðmundsson, formaður
SÍA, viidi lítið láta hafa eftir sér um
málið, „en það lítur ekki nægilega
vel út á þessari stundu. Það náðist
ekki samkomulag um framkvæmd
könnunarinnar eins og að var
stefnt“, sagði hann. Hins vegar sagði
Halldór að þótt slitnað hefði upp úr í
gærmorgun bjmdi hann enn vonir
við að samkomulag tækist þannig að
allir yrðu með í samstarfinu eins og
verið hefur.
Halldór segir að Frjáls fjölmiðlun
hafi deilt við aðra í samstarfshópn-
um um hvort afla eigi upplýsinga um
hlutfall dagblaðalestrar á hvem ein-
stakling og hve löngum tíma einstak-
lingurinn ver til dagblaðalestrar á
hverjum degi.
Samkomulag um mælistokk
Aðspurður hvers vegna samkomu-
lag væri mikilvægt fyrir framkvæmd
könnunar um notkun fjölmiðla í
landinu sagði Halldór: ,Á undan-
fömum ámm hafa menn komið sér
saman um mælistokk sem allir nota.
Sá er fyrst og fremst ávinningurinn
af þessu. Það hefur þann kost að þá
em menn að nota sömu mælingu og
þá myndast ákveðin hefð um viðmið.
Það er lakara ef það leysist upp og
hver fer að veifa sínum könnunum
vegna þess að þá geta legið ólíkar
forsendur til gmndvallar."
Halldór sagði að allir aðrir en
Fijáls fjölmiðlun vildu fá þessum
spumingum svarað.
,Auðvitað hlýtur vilji auglýsenda
og auglýsingastofa að ráða talsverðu
en það er með þetta eins og annað að
menn verða að koma sér saman um
hlutina," sagði hann.
Marteinn Jónasson, framkvæmda-
stjóri Dagsprents, útgáfufélags dag-
blaðsins Dags, sagði að málið snerist
um könnun, sem gerð hefur verið
með ákveðnum hætti um langt ára-
bil. „Það em komnar fram tillögur
um að gera á henni breytingar og út
frá faglegu sjónarmiði teljum við að
þær breytingar skili engu og séu
mjög villandi. Það hefur verið góð
samstaða í mörg ár milli allra þess-
ara miðla og samstarfs- og sam-
keppnisaðila um könnunina. Út frá
faglegum sjónarmiðum em þessar
breytingar ekki góðar, að okkar
mati,“ sagði Marteinn.
Raunveruleg eftirtekt
„Markmið okkar með þátttöku í
könnuninni er að veita auglýsendum
greinargóðar upplýsingar sem nýt-
ast þeim við áætlanir um auglýsinga-
birtingar. Það, hvað einhver maður
úti í bæ er lengi að lesa leiðara Dags
eða minningargreinarnar í Moggan-
um, segir auglýsandanum ekkert um
gildi auglýsingarinnar. Markmiðið
hlýtur að vera að mæla raunverulega
eftirtekt á þeim auglýsingum, sem
birtast í miðlunum, og hjálpa þannig
auglýsendum að meta auglýsinga-
gildi viðkomandi miðils," sagði Mar-
teinn.
Hann sagði aðspurður að hann ótt-
aðist ekki að þessar upplýsingar
gætu rýrt auglýsingagildi miðla en
að þær hjálpuðu ekki nokkram
manni; ekki heldur auglýsendum.
„Við emm allir af vilja gerðir að
finna mælingar sem hjálpa aug-
lýsendum en mælingar, sem era vill-
andi, em ekki til bóta,“ sagði Mar-
teinn. Hann sagði að á þeim erlendu
blöðum, þar sem hann þekkir til,
væm mælingar af þessu tagi ekki
gerðar. „Menn em að mæla gæði
lestrarins, hvað er mikið tekið eftir
auglýsingunum. Við vildum gera
það.“
Marteinn sagði að Frjáls fjölmiðl-
un og tengdir aðilar greiddu fyrir
meira en 70% af dagblaðahluta
könnunarinnar og yfir 50% af prent-
hluta hennar. „Ef auglýsingastofurn-
ar telja sína viðskiptavini þurfa þess-
ar upplýsingar verða þeir að afla
þeirra. Við teljum að þetta muni ekki
gagnast þeim,“ sagði Marteinn.
Leikhússtjóri LR boðar
til starfsmannafundar
Tengist ekki
uppsögnum
STARFSMANNAFUNDUR var
haldinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur
í fyrradag, en Þórhildur Þorleifs-
dóttir leikhússtjóri sagði að fund-
urinn hefði ekki á neinn hátt tengst
uppsögnum starfsmanna undan-
fama sjö mánuði, en á þeim tíma
hafa nokkiir starfsmenn ýmist lát-
ið af störfum eða em að hætta hjá
Leikfélaginu.
„Tilefni fundarins var það að ég
þurfti aðeins að tala við starfsfólk-
ið,“ sagði Þórhiidur. „Svona fundir
era haldnir alltaf öðra hvora og
það em svo sem engar sérstakar
fréttir af fundinum."
Umsóknarfrestur um stöðu
framkvæmdastjóra LR er ranninn
út og sagði Þórhildur að líklega
yrði ráðið í stöðuna um miðjan
mánuðinn.
Morgunblaðið/Þorkell
AUÐUR niðurlút á meðan kærasti hennar, Broddi Sadó tannlæknir, þjarmar að Baldri Snæ sem ann henni
hugástum: Þórunn Lámsdóttir, Valur Freyr Einarsson og Stefán Karl Stefánsson í hlutverkum sínum.
Stj ar na
fæðist
LEIKLIST
Leikfélag
Reykja vfkur
LITLA HRYLLINGSBÚÐIN
Höfundur: Howard Ashman. Tónlist:
Alan Menken. Þýðing: Gísli Rúnar
Jónsson. Þýðing söngtexta: Magnús
Þór Jónsson. Leikstjóri: Kenn Old-
field. Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson.
Búningar: Una Collins. Leikmynd:
Stígur Steinþórsson. Lýsing: Ög-
mundur Þór Jóhannesson. Hljóð:
Gunnar Árnason og Jakob Tryggva-
son. Leikarar: Ari Matthíasson, Ás-
björn Morthens, Eggert Þorleifsson,
Hera Björk Þórhallsdóttir, Regína
Ósk Óskarsdóttir, Selma Bjömsdótt-
ir, Stefán Karl Stefánsson, Valur
Freyr Einarsson og Þómnn Lárus-
dóttir. Tónlistarmenn: Friðrik Sturlu-
son, Jóhaim Rjörleifsson, Jón Elvar
Hafsteinsson, Jón Ólafsson og Karl
Olgeirsson. Föstudagur 4. júní.
Á STÓRA sviðinu í Borgarleikhús-
inu birtist íslenskum áhorfendum ný
stjama, fullsköpuð eins og Aþena úr
höfði Seifs, og áhorfendur hljóta að
spyrja sjálfa hvar þessi stúlka hefur
alið manninn til þessa og af hverju við
höfúm ekki fengið að sjá hana fyrr.
Þómnn Lárasdóttir fer með hlut-
verk Auðar í söngleiknum, einfaldrar,
brjóstgóðrar stúlku sem lífið hefur
leikið illa enda þjáist hún ákaft af
sjálfsmyndarskorti. Þórunn leikur
sér að með einlægni, gífurlegri út-
geislun, úthugsuðu látbragði og hnit-
miðaðri tímasetningu að gera þessa
heimsku ljósku að miðpunkti sýning-
arinnar; persónu sem öðlast eiplæga
samúð áhorfenda á meðan þeir hlæja
innilega að hrakföram hennar. Söng-
ur hennar er punkturinn yfir i-ið.
Hún hefur háa og tæra rödd sem hún
beitir af öryggi við að túlka vonir og
þrár þessarar ógæfusömu stúlku.
En fleiri hafa lagt hönd á plóginn
til að koma persónu Auðar til skila til
áhorfendanna. Má þar nefna fremsta
í flokki Unu Collins búningahönnuð
sem hannar á hana hvert glæsidress-
ið á fætur öðm, hárgreiðslu- og föðr-
unarfólk og svo leikstjórann Kenn
Oldfield sem gerir Þómnni kleyft að
sýna hvað í henni býr. Útlitið ér svo
stílfært að það minnir á karl-
skemmtikraft í kvenmannsklæðum.
Að lokum má telja hér upp Jón Ólafs-
son og Karl Olgeirsson sem leika
snilidarlega á hljómborð undir
ljúfsáram söng Þómnnar um framtíð-
ardrauma Auðar.
Stefán Karl Stefánsson er annar
nýliði sem fær aldeilis að láta ljós sitt
skína á þessari sýningu. Hann leikur
af miklum krafti hlutverk Brodda
tannlæknis sem finnur kvalalosta sín-
um útrás í „ástar“sambandi við Auði.
Hér er ekkert til sparað, enda tann-
læknirinn afar ýkt persóna. Auk þess
bregður Stefán sér í fjölmörg önnur
gervi af mikilli snilld og útsjónarsemi.
Valur Freyr Einarsson leikur hinn
lánlausa Baldur Snæ, sem ann Auði
hugástum en lendir í slæmum félags-
skap plöntu nokkurrar sem ættuð er
utan úr geimi. Valur er eiginlega ein-
um of vel af guði gerður til að falla inn
í hlutverkið en með gleraugum og
púkalegum fötum er reynt að gera
hann trúverðugri. Hann leikur vel og
hefur tekið miklum framfömm í söng
á síðustu ámm en röddin liggur lágt
og sýndi þreytumerki áður en yfir
lauk.
Hera Björk Þórhallsdóttir, Regína
Ósk Óskarsdóttir og Selma Bjöms-
dóttir krydduðu verkið skemmtilega
sem götustelpumar. Þar var vel að
verki staðið bæði hvað söng og hi-eyf-
ingar varðaði - og ekki skemmdu
búningamir fyrir. Ásbjöm Morthens
ljáði kjötætuplöntunni kröftuga rödd
sína og eins og við mátti búast var
túlkun hans sterkari í söng en tali.
Ari Matthíasson gaf limi lyfjagrassins
líf og vann þar auðsjáanlega þrek-
virki. Eggert Þorleifsson lék Markús
hryllingsbúðareiganda og vantaði
töluvert upp á einbeitinguna í leikn-
um og beinskeytnina í annars oft frá-
bæram tilsvömm Gísla Rúnars þýð-
anda. Söngtextar Magnúsar Þórs
Jónssonar era auðvitað hrein snilld.
Leikmynd Stígs Steinþórssonar er
mjög skemmtilega teiknimyndaleg
útfærsla á götumynd í fátækrahverfi í
stórborg þar sem sjá má skýjakljúf-
ana í baksýn. En fyrst textinn var
staðfærður mátti þá ekki ganga alla
leið og sýna okkur skuggahverfi
Reykjavíkurborgar? Sýninguna
skreytir stórfenglegt ljósles þai- sem
reynt er að skapa stemmningu hryll-
ingsmynda með fjölbreyttum skugg-
um og vísa til söngleikjauppfærslna
fyrri ára með því að beina þröngu
kastíjósi að því sem hæst ber á svið-
inu hverju sinni. Það tekst vel að
koma stemmningunni til skila en það
verður þreytandi til lengdar að horfa
einungis á efri hluta einsöngvaranna í
helstu tónlistaratriðunum.
Kenn Oldfield hefur í samvinnu við
tónlistarstjóra og útlitshönnuði skap-
að skemmtilega sýningu með
sérkennilega ýktan stfl. En sýning-
arinnar verður lengi minnst fyrir hve
skært hinir nýútskrifuðu leikarar
Þómnn Lámsdóttir og Stefán Karl
Stefánsson skinu frá upphafi.
Sveinn Haraldsson