Morgunblaðið - 05.06.1999, Page 14

Morgunblaðið - 05.06.1999, Page 14
14 LAUGARDAGUR 5. JIJNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján Kraftganga HRESSAR eyfirskar konur og rakst á kraftgönguhóp Sigrúnar nokkrir karlmenn hittast reglulega Jónsdóttur á fullri ferð eitt kvöldið í til að hreyfa sig, en ljósmyndari vikunni og festi á filmu. STÓRSÝNING Bfla- og búvélasýningar Ingvars Helgasonar og Bflheima um landið Laugardaginn 5. júní Ásbyrgi................. 10-12 Þórshöfn................. 15-17 Vopnafjöróur............. 19-21 Sunnudaginn 6. júní Egilsstaðir (bílasýning). 9-12 Egilsstaðir (búvélasýning)... 9-16 Neskaupstaður (bílasýning) 14-17 Breiðdalsvík..............19-21 Bílheimar ehf. ScrvorMfOa 2a ■ Síml S2S 9000 www.bHheknar.it Viðurkenn- ing fyrir 25 ára starf FIMMTÁN starfsmenn Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri fengu við- urkenningu fyrir 25 ára starf við sjúkrahúsið. Viðurkenningarnar voru afhyntar á ársfundi FSA á dögunum. Á myndinni eru frá vinstri: Sól- veig Guðmundsdóttir, sjúkraliði, Heiða Hrönn Jóhannsdóttir, sjúkra- liði, Helga Tómasdóttir, sjúkraliði, Kristjana Svavarsdóttir, gjaldkeri, Svala Steinþórsdóttir, sjúkraliði, Magnús Stefánsson, yfirlæknir, Val- garður Stefánsson, innkaupafulltrúi, Hildur Gunnarsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, Ásta Þorsteinsdóttir, starfsstúlka, Eyrún Þórsdóttir, sjúkraliði og Brynjólfur Ingvarsson, læknir. Á myndina vantar þær Mar- gréti Skúladóttur, meinatækni, Mar- gréti Björgvinsdóttur, röntgen- tækni, Sigríði Bemharðsdóttur, sjúkraliða og Sigrúnu Kristjánsdótt- ur, sjúkraliða. Óskum ykkur til hamingju með nýju tölvustýrðu vinnslustöðina. £0 M WÉS&M M Einkaumboðsaðili C scm á íslandi. AKUREYRI EIN BESTA STAFRÆNA MYNDAVÉLIN! FUJIFILM MX-700 STAFRÆN MYNDAVÉL 1.5 Mílljón Pixela CCÐ 1280 x 1024 Plxela upplausn 2" TFT sklðr Endurtilaðanleg Uthium lon rafhlaða Straumbreytlr Snúrur oo hugbúnaður lyrlr PC og Mac SmartMadla mf nnlskort lylglr Frábærtverð kr. 69.900 Sklpholtl 31, Síml 568 0450 Kaupvangsstræti 1, s. 4612850 Morgunblaðið/Kristján Skipin streyma til hafnar ÍSLENSKI fiskiskipaflotinn hef- ur verið að streyma til hafnar vegna sjómannadagsins og hafa starfsmenn Krossaness ekki far- ið varhluta af því. í gær og fyrradag lönduðu 5 nótaskip sfld úr Sfldarsmugunni í Krossanesi, samtals um 4.200 tonnum. Skipin eru öll í eigu ísfélags Vestmannaeyja. Guðmundur VE og Antares VE lönduðu bæði 800 tonnum í gær en í fyrradag lönd- uðu Sigurður VE 1500 tonnum, Gígja VE 700 tonnum og Heima- ey VE 400 tonnum. Jóhann Pétur Anderson, fram- kvæmdastjóri Krossaness, sagði að sfldin væri góð en full af átu og færi öll til bræðslu. Tæplega 8.000 tonnum af sfld hefur verið landað í Krossanesi á vertíðinni, sem er heldur meira magn en á sama tíma í fyrra. Fyrsta skemmtiferðaskipið Fyrsta skemmtiferðaskip sum- arsins, Ocean Majesty frá Grikk- landi, kom til Akureyrar í gær. Um borð voru um 490 farþegar frá Bretlandi og 255 manna áhöfn. Skipið hélt frá Akureyri í gærkvöld áleiðis til Færeyja. Skipstjórinn á Ocean Majesty, Ioannis Ventooras, var að koma í fyrsta skipti til Akureyrar og tók Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri á móti honum ásamt fríðu föruneyti og færði mynd af Akureyri að gjöf. Samlagið Kynning á verkum Elsu Maríu KYNNING á nýjum verkum eftir Elsu Maríu Guðmundsdóttur verð- ur opnuð í Samlaginu, Kaupvangs- stræti 12 á Akureyri, í dag, laugardaginn 5. júní. Elsa María er fædd árið 1973. Hún útskrifað- ist frá fagur- listadeild Myndlistarskól- ans á Akureyri árið 1998 og hefur starfað síðan sem leiðbeinandi við Verkmenntaskólann á Akureyri. Alls eru 13 verk á kynningunni, einþrykk, öll unnin á þessu ári. Kynningin stendur út júmmánuð og eru bæjarbúar og ferðamenn velkomnir. Samlagið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18. Háskolahátíð í Glerárkirkju 100 kandí- datar braut- skráðir HÁSKÓLAHÁTÍÐ verður haldin í Glerárkirkju á Akur- eyri í dag, laugardaginn 5. júní, en þar verða 100 kandídatar brautskráðir. Úr heilbrigðisdeild verður brautskráður 21 með BS-próf úr hjúkrunarfræði, úr kenn- aradeild verða 16 brautskráðir með B.Ed.-próf í kennara- fræði, 16 með B.Ed-próf í leik- skólafræði og 28 með próf í kennslufræði til kennararétt- inda, úr rekstrardeild verða 14 brautskráðir með BS-próf í rekstrarfræði og einn með framhaldsnám í gæðastjórnun og í sjávarútvegsdeild verða 4 brautskráðir með BS-próf í sjávarútvegsfræði. Háskólaárið 1998-1999 voru sem fyrr fjórar deildir starf- ræktar í Háskólanum á Akur- eyri: Heilbrigðisdeild með 146 nemendur, kennaradeild með 197 nemendur, rekstrardeild með 119 nemendur og sjávar- útvegsdeild með 41 nemanda. Samtals stunduðu því nám við Háskólann 503 nemendur og hafa þeir aldrei verið fleiri. Háskólinn á Akureyri brautskráir nú í fyrsta sinn leikskólakennara, 16 alls. Nám fyrir leikskólakennara á háskólastigi hófst fyrst hér á landi við Háskólann á Akur- eyri haustið 1996. Námið tek- ur þrjú ár og því lýkur með B.Ed.-gráðu. Mikill skortur er á leikskólakennurum víða um land og er því ljóst að mikil þörf er á þessu námi. vg> mbl.is _ALL.7y\f= e/TTH\/a£) NÝTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.