Morgunblaðið - 05.06.1999, Page 22
22 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTi
Sturla Böðvarsson samgönffliráðherra á morfflmverðarfundi Verslunarráðs
Einkavæðing Lands-
símans þarf að ganga
hratt fyrir sig
Morgunblaðið/Jim Smart
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra: Til að ná markmiði öruggra og hag-
kvæmra fjarskipta fyrir alla landsmenn á hagkvæmum kjörum þarf að
skapa aðstæður raunhæfrar samkeppni.
AÐ var sett inn í stjómar-
sáttmálann að sala Lands-
símans skyldi undirbúin, og
við verðum svo að sjá
hversu hratt það gengur. En ég hef
þá trú að sala Landssímans þurfí að
ganga hratt, og þá verða menn að
leggja þann skilning í þau orð sem
hentar hverjum og einum,“ sagði St-
urla Böðvarsson, samgönguráðherra
í svari við fyrirspum Vilhjálms
EgUssonar, alþingismanns og for-
manns Verslunarráðs, í panelum-
ræðum á morgunverðarfundi Versl-
unarráðs sem fram fór í gær undir
yfirskriftinni „Samkeppni og einka-
væðing á fjarskiptamarkaði“.
í framsöguerindi sínu á fundinum
sagði samgönguráðherra m.a. að
hlutverk samgönguráðuneytisins
hefði gerbreyst í nýju umhverfi, og
vægi stefnumótunar innan þess auk-
ist. Hlutverk þess væri nú fyrst og
fremst að setja almennar leikreglur,
með því markmiði að tryggja öragg
og hagkvæm fjarskipti fyrir alla
landsmenn á sambærilegum kjöram.
Hann sagði annars varðandi einka-
væðingu Landssímans, að áður en til
sölu fyrirtæksins gæti komið þyrfti
að tryggja lagalegt umhverfi. „Það
getur ekki verið ásættanlegt að selja
án þess að áður hafi verið skýrt skil-
greint það umhverfi sem hin stærri
og srnærri símafyrirtæki eiga að
vinna í,“ sagði Sturla Böðvarsson.
Bjarki Jóhannesson, forstöðumað-
ur þróunarsviðs Byggðastofnunar á
Sauðárkróki lagði fyrirspurn fyrir
samgönguráðherra, og sagðist hann
m.a. hafa heyrt því fleygt að sam-
keppni í símamálum myndi ekki
endilega verða landsbyggðinni hag-
stæð þar sem ný símafyrirtæki
myndu einblína á markaðinn á höf-
uðborgarsvæðinu, þar sem stærstur
markaður væri, en landsbyggðin
myndi sitja eftir. Bað hann um álit
ráðherrans á þessu.
í svari Sturla Böðvarssonar kom
fram að hann vænti þess að á næst-
unni, þegar samkeppnin væri komin
á fullt skrið, að þá keppist menn um
að koma þjónustu til landsmanna á
sanngjömu verði. „Við getum ekki
ríkisstýrt verðlagningunni, heldur
eigum við að búa svo um hnútana að
fyrirtækin geti keppt, og þá einnig
úti á landi,“ sagði Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra.
Samkeppni skapar störf
í hugbúnaðariðnaði
Þórólfur Ámason, forstjóri Tals
hf., sagði m.a. í framsöguerindi sínu
að þegar rætt sé um samkeppnismál
á símamarkaði eigi hagsmunir neyt-
enda að vega þyngst, en ekki vald-
boð eða vald ríkisins, og það að verja
markaðshlutdeild ríkisfyrirtækis né
önnur sjónarmið.
„Samkeppni í fjarskiptum hefur
að sjálfsögðu í för með sér ávinning
til fyrirtækja og almennings, og
fleiri störf í hugbúnaðariðnaðinum.
Staðreynd sem litið hefur verið fram
GJALDEYRISFORÐI Seðlabanka
fslands, sem er heildareign Seðla-
bankans á erlendum gjaldeyri,
minnkaði um 2,3 milljarða króna
í maí og nam í lok mánaðarins
31,9 milljörðum króna. Frá árs-
byijun til Ioka maí styrktist forð-
inn hins vegar um 2,2 milljarða.
Gengi íslensku krónunnar,
mælt með vísitölu gengisskrán-
ingar, lækkaði um 0,4% f maí og
Seðlabankinn seldi á millibanka-
markaði með gjaldeyri, 1,2 millj-
arða króna af gjaldeyri umfram
það sem hann keypti.
Heildareign Seðlabankans í
markaðsskráðum verðbréfum
nam 9,3 milljörðum króna í maí-
lok miðað við markaðsverð og
lækkaði um 1,9 milljarða í mán-
uðinum. Breytingin fólst nær öll í
hjá í umræðunni um frelsi í fjar-
skiptum," sagði Þórólfur.
Þórólfur nefndi sem dæmi að
þessa dagana væri verið að setja upp
fjarskiptakerfi á Haiti, og verkefnis-
stjóm væri í höndum Tals hf. þar
sem Þorleifur Jónasson stjómaði.
„Þetta hefði þótt sérkennilegt fyrir
ekki mörgum mánuðum eða hvað þá
áram.“
„Ríkið hefur miklu meiri hags-
muni og fleiri heldur en þá að vemda
ákveðnar bundnar og takmarkaðar
arðgreiðslur úr ríkisrekstri, og í
sölu ríkisvíxla bankans.
Kröfur Seðlabankans á innláns-
stofnanir lækkuðu um 0,5 millj-
arða króna í maí og námu 11,6
milljörðum í lok mánaðarins.
Kröfur á aðrar fjármálastofnanir
lækkuðu einnig litillega í mánuð-
inum og voru 5,4 milljarðar
króna í lok hans.
Kröfur á ríkissjóð og ríkis-
stofnanir hækkuðu hins vegar um
4,2 milljarða króna í mánuðinum
og voru neikvæðar um 1,9 millj-
arða króna í lok maí.
Grunnfé bankans, sem sam-
anstendur af seðlum og mynt í
umferð ásamt innstæðum innláns-
stofnana í Seðlabankanum, lækk-
aði um 0,7 milljarða króna í mán-
uðinum og nam 21,1 milljarði
króna í lok hans.
þessu tilviki er hollt að staldra við.
Ég held að fáir myndu í dag mæla
með ríkisrekstri til dæmis í matvöra-
sölu, olíudreifingu og sölu, flug-
rekstri, ferðaskrifstofurekstri eða
strandflutningum. Ég held það væra
fáir sem vildu endurreisa Ríkisskip
eða Ferðaskrifstofu ríkisins," sagði
Þórólfur Arnason.
„Aðgangur að grunnneti
torveldur“
í panelumræðum á eftir tóku þátt
auk frammælenda þeir Eyþór Am-
EIMSKIP hefur fjárfest í nýrri teg-
und frystigáma, svonefndum hágám-
um (higheube) en þeir gámar era um
30 cm hærri en venjulegir gámar og
unnt er að flytja í þeim 12% meira
magn.
„Þessir nýju gámar era teknir í
notkun til að mæta breyttum þörfum
á flutningamarkaði," segir í fréttatil-
kynningu frá Eimskipi. „Með frekari
fullvinnslu sjávarafurða hérlendis,
og pökkun í neytendaumbúðir, er
þörf fyrir gáma sem lesta rúmfrek-
ari vörur en verið hefur. Eimskip
hefur áætlað að allt að fjórðungur af
heildarútflutningi frystivöru hæfi
þessari nýju tegund frystigáma. I
innflutningi henta hágámar einnig
alds, framkvæmdastjóri íslands-
síma, Olafur Þ. Stephensen, for-
stöðumaður kynningar- og upplýs-
ingamála hjá Landssíma Islands, og
Rögnvaldur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Element-Skynjara-
tækni hf.
Eyþór Arnalds sagði m.a. að frelsi
í símamálum væri markmið sem ekki
næðist á einum degi. Eyþór taldi að
væri e.t.v. ekki eðlilegt að einn og
sami aðilinn eða samgönguráðheira
fari með hlutabréf í Landssíma ís-
lands og yfirstjóm fjarskiptamála.
„Þama fara kannski ekki sömu hags-
munir sarnan." Eyþór sagði einnig
að aðgangur að grannneti Landssím-
ans væri torveldur, og væra sam-
keppnisaðilar í dag að byggja upp
sitt eigið kerfí, og varpaði Eyþór
fram þeirri spumingu hvort það
væri þjóðhagslega hagkvæmara að
nota þær „þjóðbrautir“ sem væri að
finna hjá Landssímanum. Taldi Ey-
þór að framtíð Landssímans lægi í
góðum samskiptum við samkeppnis-
aðilana.
Rögnvaldur Guðmundsson gerði
að umtalsefni þann veralega kostn-
aðarmun sem er á milli höfuðborgar-
svæðis og landsbyggðar hvað varðar
fastar leigulínur, þar sem munað
gæti fleiri milljónum á ári hverju.
„Það gerir fyrirtækjum á landsbygð-
inni nánast ókleift að nálgast stærsta
markaðssvæði landsins," sagði
Rögnvaldur og benti á að það virkaði
einnig í hina áttina. Hann sagðist
telja að allir ættu að sitja við sama
borð á því sviði eins og raunin væri
með venjuleg símtöl.
Ólafur Þ. Stephensen sagði að
Landssíminn fagnaði samkeppni í
símamálum, ekki síst til þess að hafa
samanburð við innlendan aðila, en
fyrirtækinu hefði tekist að bjóða upp
á símaþjónustu hérlendis sem væri á
einhverju lægsta verði sem þekktist.
Hann kvaðst vera ósammála því að
aðgangur að grannneti Landssímans
væri torveldur, en það hlyti ávallt að
verða erfitt að ná samkomulagi um
verð fyrir aðganginn og væri það
ekkert einsdæmi hérlendis.
vel fyrir grænmeti, ávexti og aðra
kælivöra sem flutt er til landsins,“
segir í tilkynningunni.
Nýju gámamir, sem era 40 feta,
eru smíðaðir í verksmiðju Hyundai í
Kóreu, en vélbúnaðurinn er fram-
leiddur hjá Thermo King í Dan-
mörku. Kælivélarnar uppfylla
ströngustu staðla um umhverfis-
væna kælimiðla. Eimskip kaupir alls
150 slíka gáma og er kaupverð
þeirra riflega 200 milljónir króna. Að
auki fjárfestir Eimskip í 630
þurrgámaeiningum og 140 einingum
af opnum gámum á árinu.
Nýju frystigámamir verða tU sýn-
is á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn
um helgina, í tilefni af Hátíð hafsins.
Gjaldeyrisforðinn
minnkaði um 2,3
milljarða í maí
Eimskip kaupir nýja tegund frystigáma
fyrir 200 milljónir króna
Ætlað að mæta
breyttum þörfum
WF'jjt. > '
Kjalarneslaub
Virka daga
HeLgar
6:45-8:30* 17:00-21:00*
11:00-15:00*
Sölu
6:45-8:30*
15:00-21:00*
11:00-17:00*
■
SaKÍ
UppLýsingasírm' sundstaða í Reykjavik er 570-7711