Morgunblaðið - 05.06.1999, Side 23

Morgunblaðið - 05.06.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 23 VIÐSKIPTI Útboði á þjónustu fyrir íbúðalánasjéð lokið Helmings verðlækkun ÚTBOÐI vegna sölu fasteigna í eigu íbúðalánasjóðs er lokið. Alls bárust 73 tilboð frá 41 fasteigna- sala og buðu sumir í fleiri en eitt svæði á landinu. Alls var tekið 45 tilboðum frá 21 aðila. Útboðið var í umsjá Ríkiskaupa. Þjónustan sem boðin var upp felst í sölumeðferð á íbúðum í eigu Ibúðalánasjóðs, verðmati á eignum fyrir uppboð og því að taka til sölu- meðferðar íbúðir úr félagslega kerfínu á hinum ýmsu stöðum landsins. Einnig var boðin út hags- munagæsla í uppboðsrétti fyrir sjóðinn. Hún felst í því að mæta fyrir hönd sjóðsins við fyrirtöku og byrjun uppboðs ásamt því, ef sjóð- urinn óskar, að sjá um framhald sölu í samráði við lögfræðinga Ibúðalánasjóðs. „Þar sem samkeppnin var hörð- ust náðist helmings verðlækkun á þóknun fyrir fasteignasölu, sam- fara því að val á þjónustuaðilum er komið í skýrari farveg en verið hef- ur,“ segir í fréttatilkynningu frá Ríkiskaupum. „Ofangreind tilboð eru til marks um að hægt er að ná mikb um árangri í þjónustuútboðum. I ljósi yfirlýsinga ríkisstjórnar er það stefna að bjóða alla þjónustu- þætti út sem fýsilegt er. Þannig er víst að þjónustuútboðum sem þessUm mun fjölga mikið hjá op- inberum stofnunum og fyrirtækj- um á næstunni," segir í tilkynn- ingunni. í tilefni sjómannadagsins verður Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar opið laugardag og sunnudag frá kl. 13.00 til 17.00. 1HINRIKSSON ehf. Súðarvogi 4 - Reykjavík - sími 588 66 77 EIÐA OG MasterCard — sundurliðun ferðaútgjalda — allar tryggingar vegna viðskiptaferða — bílaleigutrygging — betri aðstaða í viðskiptaferðum EUROPAY ísland og Flugleiðir bjóða fyrirtækjum nýtt kreditkort, Fyrirtækjakort. Notkun kortsins hefur í för með sér aukið hagræði hjá fyrirtækjum, sparnað og skilvirkara eftirlit með ferðaútgjöldum. Handhafi kortsins nýtur betri aðstöðu í viðskiptaferðum og korthafi, sem er íVildarklúbbi Flugleiða, fær að auki ferðapunkta samkvæmt reglum Vildarklúbbsins. Láttu Fyrirtækjakortið auðvelda þár að halda utan um reksturinn. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá Europay íslandi í síma 550 1555 og hjá söluskrifstofum Flugleiða í sfma 5050 100. ICELANDAIR (orporate

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.