Morgunblaðið - 05.06.1999, Page 28
28 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Tíu ár frá blóðbaðinu í Peking
Spennuþrungin
kyrrð yfir torginu
Peking, Hong Kong, Taipei. Reuters, AFP, AP.
_ Reuters
KINVERSKUR námsmaður kastar dreifiriti upp í loftið á Torgi hins himneska friðar í Peking í gær. Hann
mótmælti spillingu í kínverska stjórnkerfinu og bandarískri heimsvaldastefnu og var handtekinn.
GÆRDAGURINN markaði tíu ár
frá því að kínverski herinn braut
á bak aftur friðsamieg náms-
mannamótmæli á Torgi hins
himneska friðar með þeim afleið-
ingum að hundruð ef ekki þús-
undir manna iétu lífið í blóðbaði
sem vakti óhug um allan heim.
Oryggisráðstafanir kínverskra
yfirvalda í Peking voru með
mesta móti í gær og eftir viðvar-
anir við því að fólk safnaðist
saman til að mótmæla hélt fólk
sig að mestu í litlum hópum og
syrgði ættingja sem létu lífið í
átökunum 3. og 4. júní 1989.
Lítið var um að vera við torgið
í gær sem lokað hefur verið sl.
hálft ár vegna endurbóta. Orygg-
isverðir, flestir klæddir einkenn-
isbúningum, umkringdu torgið
sem lokað hefur verið af með öfl-
ugum járnvegg, til að koma í veg
fyrir fjöldamótmæli eða minning-
arathöfn í tilefni dagsins.
Höfðu yfirvöld handtekið tugi
andófsmanna sl. vikur til að
koma í veg fyrir mótmæli.
Hver sá sem láta myndi andúð
sína á kúgun yfirvalda eða minn-
ingu um atburðinn í Ijós átti von
á að vera tekinn höndum og því
hélt fólk sig að mestu út af fyrir
sig er það minntist blóðbaðsins.
Líta mátti íjölskyldur sem
Iögðu blóm og hrísgrjónavín að
leiðum hinna látnu undir vökul-
um augum lögregluvarða í
kirkjugörðum víðsvegar í Kína.
Rfkisfjölmiðlar minntust
hvergi á atburðinn, en fyrsta
frétt hádegisfrétta í ríkissjón-
varpinu var um endurbætur á
torginu, sem hugur flestra reikar
til þessa dagana, en þó í tengsl-
um við aðra og átakanlegri at-
burði.
Laganna verðir stöðvuðu tvo
karlmenn á torginu sem hvor í
sínu lagi reyndu að vekja athygli
á atburðinum fyrir tíu árum. Sá
eldri opnaði regnhlíf þakta víg-
orðum sem tengjast lýðræðisbar-
áttu námsmannanna er hann
gekk yfir hvíta steinbrú fyrir
neðan andlitsmynd af Maó
Tsetung, fyrrverandi kommún-
istaleiðtoga, en hún hangir yfir
hliðinu að torginu.
„Munið eftir tíu ára afmæli
námsmannahreyfingarinnar, “
stóð á regnhlíf hans, sem einnig
geymdi slagorðið; „Lýðræðis-
flokkurinn."
Yngri karlmaðurinn, sem
klæddist stuttermabol með áletr-
uninni: „niður með spillingu",
kastaði dreifiritum upp í loftið
undir fyrrnefndri mynd af Maó.
Hann reyndi að flýja átta lög-
regluverði sem höfðu hendur í
hári hans við Götu eih'fs friðar.
Þaðan var hann keyrður á brott,
klæddur í annan skóinn því hinn
hafði orðið eftir á torginu.
Lögregla reyndi að koma í veg
fyrir að fólk tæki upp dreifiritin
sem höfðu að geyma harða gagn-
rýni á spillingu meðal ráða-
manna, nokkuð sem var helsta
umkvörtunarefni námsmanna-
mótmælanna.
Þingmenn minnast blóðbaðsins
f Hong Kong var öðruvísi um
að líta en á meginlandi Kína, því
þar var skrifað um atburðina í
blöð, fólk vakti athygli á honum
á götum úti og allt að 50.000
manns tóku þátt í kertavöku í
Victoria Park í gærkvöldi til
minningar um þá sem létu h'fið í
mótmælunum.
Einnig var fyrirhuguð kerta-
vaka í Macau í gær og í Mongólíu
brenndu mótmælendur kínverska
fánann við kínverska sendiráðið.
Á Taívan, sem átt hefur í harð-
vítugum deilum við kínversk
stjómvöld þar sem eyjan krefst
sjálfstæðis frá meginlandinu,
minntust þingmenn blóðbaðsins
með einnar mínútu þögn í upp-
hafi þingfundar í gærmorgun.
Tiltölulega lítill áhugi virtist
þó almennt vera meðal Taívana
um atburðinn. Þó héldu stuðn-
ingsmenn lýðræðishreyfingar í
Kína og boðskapar námsmanna-
mótmælanna í mótmælagöngu að
minnisvarða Chiang kai-shek,
þar sem þúsundir taívanskra
námsmanna höfðu haldið kerta-
vöku fyrir tíu árum til minningar
um þá sem féllu fyrir höndum
hermanna á Torginu.
Friðartillögur í Kosovo-deilunni sagðar til marks um áhrifaleysi Rússa
Frammistaða Tsjernómyrdíns
harðlega gagnrýnd í Moskvu
Moskvu. Reuters, AFP, The Daily Telegraph.
RÚSSNESKIR fjölmiðlar sögðu í
gær að friðartillögumar í Kosovo-
deilunni, sem Serbar samþykktu á
fimmtudag, undirstrikuðu almennt
áhrifaleysi Rússlands á vettvangi al-
þjóðlegra stjómmála. Ljóst væri að
niðurstaðan væri mjög í samræmi
við kröfur vesturveldanna og að
Rússum hefði ekki tekist að fá sínu
framgengt nema að mjög litlu leyti.
Er þetta erfiður biti að kyngja fyrir
Rússa enda túlkað sem enn ein stað-
festing þess að Rússland sé ekki
lengur pólitískt stórveldi.
Þrátt fyrir að Borís Jeltsín Rúss-
landsforseti hafi hrósað Viktor
Tsjemómyrdín, samningamanni
Rússa í Kosovo-deilunni, fyrir vel
unnin störf, sem skapi grandvöll
fyrir því að loftárásum Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) á Júgóslavíu
verði hætt, vora rússnesk dagblöð
nánast samhljóða í gagnrýni sinni á
Tsjemómyrdín í gær og sökuðu
hann um að hafa ítrekað gefið eftir í
samningaviðræðum um tillögur um
lausn deilunnar.
„Belgrad gaf á endanum sam-
þykki sitt við tillögum sem vora að
flestu ef ekki öllu leyti í samræmi
við kröfur NATO, og sem settar
vora fram í nafni sérlegs sendi-
manns Rússa,“ sagði dagblaðið
Nezavisimaya Gazeta.
„Tsjemómyrdín mistókst að tryggja
áhrif Rússlands, ekld aðeins á
Balkanskaganum heldur í heim-
spólitískum skilningi einnig," bætti
blaðið við.
Stjómarandstæðingar í neðri
deild rússneska þingsins, dúmunni,
tóku í sama streng og sökuðu
Tsjemómyrdín um að hafa svikið
hagsmuni Rússa. Bentu þeir á að
kröfu Rússa, um að loftárásum yrði
tafarlaust hætt, hefði ekki verið
hlýtt og að Tsjemómyrdín hefði
mistekist að koma í veg fyrir að
NATO spilaði veigamikla rallu í fyr-
irhuguðum friðargæslusveitum, sem
gert er ráð fyrir að fari inn í Kosovo
til að tryggja að flóttafólk komist
klakklaust tií síns heima.
„Ég er afar hræddur um að
Tsjemómyrdín hafi lagt granninn
að því að Júgóslavíu - sem er sögu-
legur og mjög traustur og trúr
bandamaður okkar - verði skipt
upp,“ sagði Gennadí Sjúganov, leið-
togi kommúnista.
Var Tsjemómyrdín jafnframt
sakaður um að vera samábyrgur
fyrir nýju „Munchen-samkomulagi",
og var þar vísað til friðþægingar-
stefnu vesturveldanna gagnvart Ad-
olf Hitler á áranum fyrir seinni
heimsstyrjöld. Sagði Nikolaj
Kharitonov, einn kommúnista í
dúmunni: ,Atburðirnir í Munchen
undir lok fjórða áratugar era okkur
enn mjög minnisstæðir.
Tsjernómyrdín er að endurtaka þau
mistök sem þar vora gerð en þau
era NATO mjög til hagsbóta. Við
þingmenn dúmunnar getum ekki
leyft einni manneskju, jafnvel þótt
fulltrúi forsetans sé, að taka af skar-
ið í svo mikilvægum málefnum fyrir
Rússland og Evrópu í heild sinni.“
Færir stjúrnarandstæðingum
vopn í hendumar
Tillögur vesturveldanna og Rússa
styrkja vart stöðu Tsjemómyrdíns
vegna forsetakosninganna, sem
fram eiga að fara í Rússlandi á
næsta ári, en hann hefur verið talinn
líklegur frambjóðandi þar. Þvert á
LYKILATRIÐI
ÁÆTLUNARINNAR
„Tafarlaus og staðfestur endir
bundinn á ofbeldi og kúgun í
Kosovo" og tryggja verður
hlutverk alþjóðlegs gæsluliðs
með virkri þátttöku NATO
undir sameignlegum
yfináðum og stjórn, með
heimild til að gæta öryggis
allra íbúa Kosovo.
Allar öryggissveitir skulu
hverfa á brott frá Kosovo
áður en alþjóðlegt gæslulið
heldur til héraðsins.
Umsaminn fjöldi „hundruða
ekki þúsunda" júgóslavneskra
og serbneskra gæsluliða fær
að snúa aftur til þess að gæta
„mikilvægustu landamæra-
stöðva" og „serbneskrar
arfleifðar" í Kosovo. , 8»
móti er því spáð að atburðir síðustu
daga færi stjórnarandstæðingum í
dúmunni frekari vopn upp í hend-
umar og að þeir muni vinna marga
sigra á næstunni á kostnað lýðræð-
isaflanna.
Mikil mótmælabylgja braust út í
Rússlandi þegar NATO hóf loftárás-
ir á Júgóslavíu og ljóst er að mikil
andúð er nú fyrir hendi hjá almenn-
ingi gagnvart vesturveldunum. Ekki
er líklegt að hún minnki þegar vest-
urveldunum hefur, að mati margra í
Rússlandi, tekist að gera Rússa að
eins konar „litlum aðstoðarmanni" í
yfirgangi sínum. Niðurlæging fyrr-
verandi stórveldisins í austri sé full-
komnuð þegar svo sé komið.
Misreiknaði Milosevic sig?
Tillögurnar sem Tsjernómyrdín
og Martti Ahtisaari, forseti Finn-
lands, færðu Slobodan Milosevic
Júgóslavíuforseta, sem hann síðan
samþykkti, era ekki nákvæmlega
útfærðar. Var þegar orðið ljóst í
gær að ósætti gæti orðið um það
hvert hlutverk rússneskra liðs-
manna verður í friðargæslusveitum
í Kosovo, og hvort þeir lúti yfir-
stjórn NATO, en í tillögunum er
tekið fram að NATO muni „gegna
lykilhlutverki" í starfi þeirra, jafn-
vel þótt þær verði formlega séð
starfræktar undir merkjum Sa-
meinuðu þjóðanna. Lýstu háttsett-
ir yfirmenn í Rússlai.dsher óá-
nægju sinni með það í gær, að
Tsjernómyrdín hefði skrifað undir
plagg er innihéldi þessar óljósu
hugmyndir.
I raun liggur fyrir að bæði Rúss-
ar og Serbar hafa látið undan kröfu
NATO hvað varðar friðargæslu-
sveitirnar, en ekki er langt síðan
Milosevic aftók með öllu að nokkrir
NATO-hermenn fengju að koma til
Kosovo. Fréttaskýrendur segja
þetta skýrast af því að Milosevic
hafi á endanum gert sér ljóst að
vonir hans um að klofningur kæmi
upp í röðum NATO myndu ekki
rætast.
-----3P----------------------
Arásir í
Kasmír
Nýju-Delhí. Reuters.
INDVERSKAR herþotur gerðu í
gær árásir á vopnaða skæraliða í
norðurhluta Kasmírhéraðs, níunda
daginn í röð. Segja Indverjar
skæraliðana vera á indversku yfir-
ráðasvæði.
Indverskur flugmaður, sem lenti
Pakistansmegin við línuna fyrir
viku og hafði verið í haldi, var látinn
laus og kom aftur til Indlands í gær.
Pakistanar segja vél hans og vél
annars flugmanns sem fórst, hafa
verið skotnar niður því þær hafi
flogið yfir pakistanskt yfirráða-
svæði.
Indverjar neita þessu og segja
flugmennina hafa verið Indlands-
megin við markalínuna í Kasmír.
Fréttaskýrendur segja þess
skammt að bíða að tilkynnt verði
hvenær væntanlegar friðarviðræð-
ur hefjist í Nýju-Delhí. Indverjar
hafa tekið tilboði Pakistana um að
utanríkisráðherra þeirra síðar-
nefndu fari til viðræðna í Indlandi.
Atökin í Kasmír era þau hörðustu
sem orðið hafa milli Indverja og
Pakistana í þrjá áratugi. Segja Ind-
verjar Pakistana veita skæruliðum í
héraðinu hernaðarlegan stuðning,
en Pakistanar neita því.
Áhyggjur af stigmögnun árása
Breskir hermálasérfræðingar
töldu í gær að markalínan sem skil-
ur ríkin tvö að gæti orðið eitt við-
sjárverðasta svæði veraldar - jafn-
vel þótt miðað sé við landamæri
Norður- og Suður-Kóreu. Endur-
teknar skærar og átök undanfar-
inna ára ýti undir stigmögnun átak-
anna sem sé einkar hættuleg þróun
í ljósi þess að bæði ríkin era talin
eiga nothæf kjamavopn í vopnabúr-
um sínum. Enn fremur er talið að
þótt Indland búi yfir mun öflugri
her sé Pakistan mjög vel í stakk bú-
ið að verjast.