Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 29 Reuters LIONEL Jospin, forsætisráð- herra Frakklands, og Jacques Chirac forseti á leiðinni á leið- togafund ESB í Köln. Yfirlýsing leiðtoga- fundar ESB Ekkert minnst á evruna Köln. AFP, AP. LEIÐTOGAR Evrópusambandsins sögðu við lok tveggja daga fundar síns í Köln í gær að þeir myndu leggja kapp á að efla hagvöxt og at- vinnusköpun með efnahagsstefnu þar sem stöðugleikinn yrði í fyrir- rúmi. Hækkaði gengi evrunnar lítil- lega í kjölfarið en fyrr um daginn náði hún sögulegu lágmarki á asísk- um peningamörkuðum. Athygli vakti að lögð höfðu verið fram drög þar sem sagði að leiðtog- arnir hefðu „alls engar áhyggjur" af bágri stöðu evrunnar en að setning- in var síðan máð út úr lokaályktun fundarins. Leiðtogar ESB hafa sætt vaxandi gagnrýni að undanfömu og verið sakaðir um að ýta undir geng- islækkun evrunnar gagnvart dollar með yfírlýsingum sínum. Embættis- menn sögðu að setningin um eyruna hefði verið tekin út að beiðni Itala. Þá voru Frakkar sagðir hafa orðið þess valdandi að setning var tekin út þar sem leiðtogamir hétu því að auka trú markaða á evranni með efnahags- og peningamálastefnu er byggðist á „stöðugleika og umbót- um“. Einn embættismaður sagði að ákveðið hefði verið að sleppa öllu tali um evruna af ótta við að slíkt myndi valda titringi á fjármála- mörkuðum. Hefðu leiðtogarnir haft áhyggjur af því að skrifleg yfirlýs- ing yrði túlkuð sem svo að evran ætti undir högg að sækja. Á fimmtudag náðu leiðtogarnir samkomulagi um að hraða þróun í þá átt að sambandið gæti staðið að hernaðaraðgerðum án aðstoðar Bandaríkjanna. í yfirlýsingu sagði að fyrir lok næsta árs skyldi vera búið að hrinda í framkvæmd umbót- um er myndu gera ESB kleift að standa að t.d. friðargæslu. Þá myndi ESB innlima Vestur-Evr- ópusambandið í lok ársins 2000, en tíu af fimmtán aðildarríkjum ESB eiga aðild að VES. Hlutlausu ESB- ríkin fjögur, írland, Svíþjóð, Aust- urríki og Finnland, náðu því hins vegar í gegn að innlimun VES í ESB myndi ekki ná til 5. greinar stofnsáttmála VES þar sem kveðið er á um gagnkvæmar vamarskuld- bindingar. Þar með er ESB ekki breytt í varnarbandalag. Einnig var í ályktuninni lögð áhersla á að með þessu væri ESB ekki að reyna að draga úr stöðu NATO sem helstu tryggingar öryggis í Evrópu. Kenneth Bacon, talsmaður banda- ríska vamarmálaráðuneytisins, fagnaði þessu skrefi og sagði Banda- ríkin hafa hvatt til þess um langt skeið að Evrópa gæti staðið að hern- aðaraðgerðum upp á eigin spýtur. Slíkt væri „viðeigandi og æskilegt11. Skotið að mótmæl- endum í Jakarta Jakarta. AFP. SVEITIR indónesísku óeirðalög- reglunnar skutu í gær að fólki sem safnast hafði saman í Jakarta, höf- uðborg Indónesíu, til að mótmæla sitjandi valdhöfum í Golkar-flokkn- um, á síðasta degi opinberrar kosn- ingabaráttu vegna þingkosninga er fara fram á mánudag. Ríkisútvarp landsins sagði frá því að fimm manns hefðu særst í skothríðinni en gat ekki staðfest þá tölu. Kosningabaráttan hefur að mestu farið friðsamlega fram. Viðbrögð lögi-eglunnar komu í kjölfar þess að æstur múgur manna réðist að stuðningsmönnum Golkar-flokksins sem vora á leið til síðasta útifundar flokksins fyrir kosningarnar. Alls bjóða 48 flokkar fram til þings, en ekki er útlit fyrir að neinn flokkur hljóti afgerandi flest atkvæði. Talið er að flokkur Megawati Sukarnoputri, dóttur Sukamos, íyrrverandi forseta, muni fá mest fylgi. Reuters HÓPUR kvenna, er styðja Þjóðarvakningarflokkinn, kom til útifundar í Pekalonganborg í Indónesíu í gær. Franski gleraugnahönnuðurinn Alain Mikli verður í Linsunni í dag og kynnir nýja hönnunarlínu í gleraugnaumgjörðum. í nýju hönnunarlínunni eru umgjarðir í öllum stærðum, gerðum, litum og formum. Þetta er einstakt tækifæri til að sjá meistarann og nýja hönnun hans. Við bjóðum þér í Linsuna, Aðalstræti í dag, laugardaginn 5. júní. LINSAN Aðalstræti 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.