Morgunblaðið - 05.06.1999, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 05.06.1999, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR VERZIJL, forstjóri Forbo Krommenie B.V., Steinþór Eyþórsson, for- maður Félags veggfóðrara- og dúklagningameistara og Birgir Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri Kjaran, með glerlistaverkin góðu. Kjaran Gólfefni fagna aldarafmæli gólfefnaframleiðanda Einstætt samstarf FJÖLMARGIR sóttu fagnað sem Magnús Kjaran ehf. bauð til f til- efni 100 ára afmælis Forbo Krommenie B.V., stærsta fram- leiðanda linoleum gólfefna í heimi, og fram fór um síðustu helgi. Með- al viðstaddra var Verzijl, forstjóri hins erlenda fyrirtækis. Verzjl sagði í ávarpi að Kjaran væri elsti umboðsaðili fyrirtækis- ins og rekja mætti samstarfið allt aftur til 1930, er fyrirtækin gerðu með sér samning. Birgir Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri Kjar- an, sagði svo Iangt samstarf ein- stætt í síbreytilegum heimi við- skipta, en þess má geta að sam- starfið er jafngamalt heildverslun- inni Magnús Kjaran. Steinþór Eyþórsson, formaður Félags veggfóðrara og dúklagn- ingarmeistara, flutti árnaðaróskir og afhenti Kjaran og Forbo Krommenie glerlistaverk eftir Steindóru B. Fyrirtækin hafa haldið ótal námskeið fyrir fagfólk um tækni og nýjungar er snerta gólfefni og gólflagnir og hafa ís- lenskir dúklagningamenn sýnt það í alþjóðlegnm keppnum að þeir standa framarlega í verktækni og verkvöndun. Steinþór segir gott samstarf framleiðenda og fag- manna undirstöðu verkgæða. „Vistvænt skref til framtíðar" Ný framleiðsluhna, Artoleum, var kynnt við þetta tækifæri undir kjörorðinu „Vistvænt skref til framtíðar,“ en linoleum gólfefni eru talin falla vel að umhverfinu þegar tekið er tillit til þátta á borð við áhrif af framleiðslu, notkun orku og hráefna auk áhrifa gólf- efnisins á heilsufar fólks og um- hverfi eftir að notkun lýkur. Linoleum gólfefni eru framleidd úr náttúrulegum hráefnum, sem eru endurnýjanleg að fullu. Linol- ía er mikið notuð við framleiðsl- una, en hún er unnin úr fræjum hörjurtarinnar, sem áhugi er á að rækta hérlendis. Forbo Krommenie hefur gefið út umfangsmikinn bækling um það hvernig Marmoleum og Artoleum gólfefni fyrirtækisins uppfylla vaxandi kröfur í umhverfismálum. Bæklingurinn er fáanlegur á ís- lensku hjá Kjaran Gólfefni, Síðu- múla 15. Langur laugardagur KAUPMENN við Laugaveg eru á fullri ferð við að undirbúa laugardag- inn, en þá er langur laugardagur og búðir opnar til kl. 17. í fréttatilkynningu frá kaupmönn- um við Laugaveg kemur fram að íþrótta- og tómstundaráð kemur í bæinn og verður með kynningar á sumarstarfi sínu víðs vegar um Laugaveginn, en þar er að venju af mörgu að taka, svo sem leikjanám- skeið, siglinganámskeið, fjallahjóla- námskeið, ævintýranámskeið og sundnámskeið. Námskeiðin eru fyrir Yörur frá Nu Skin á markað VÖRUR frá Nu Skin eru væntanleg- ar á markað hér á landi. I tilkynn- ingu frá Nu Skin segir að fyrirtækið hafi frá stofnun árið 1984 haft það að leiðarljósi að bjóða vörur, sem „end- urspegla bestu eiginleika náttúrunn- ar“. Nú Skin er rekið undir slagorð- inu „Afi til góðs“. I tilkynningunni kemur fram að fyrirtækið starfrækir þrjár deildir sem bjóða upp á yfir 100 vöruteg- undir fyrir andlit, líkama, hár og tennur, auk snyrtivara. börn á aldrinum 6-14 ára. Starfsfólk ÍTR veitir upplýsingar um nám- skeiðin en þau eru haldin í öllum hverfum borgarinnar sumarlangt. „Laugaveginum verður lokað frá Barónsstíg að Skólavörðustíg því sumargrín ÍTR verður vítt og breitt á Laugaveginum, en sumargrínið er skemmtivagn fullur af leiktækjum sem verður á ferðinni um alla borg í sumar. Meðal leiktækja sem verða eru; dósakast, hringjakast, flugvélar, jafnvægisbalar, stangartennis, stult- ur, fjölfætlur, hoppdýna, fellispjöld, mini-golf, trampólín, stultur o.fl. Að auki má gera ráð fyrir að heyrist í hljóðfæraleikurum hér og þar á Laugaveginum. Kaupmenn verða með ýmis kosta- boð í gangi og margir ætla út með vörur sínar til að skapa enn skemmtilegra andrúmsloft. Þótt Laugaveginum verði lokað frá Barónsstíg að Skólavörðustíg viija kaupmenn minna á að allar hlið- argötur eru opnar og frítt er í öll bílastæðahús á laugardögum, en frítt í stöðu- og miðamæla eftir kl. 14. I miðborginni eru um 300 verslan- ir og ótrúlegur fjöldi veitinga- og kaffihúsa," seigr orðrétt í fréttatil- kynningunni. FRIMERKI - UPPBOÐ Thomas Höiland Auktioner a/s í Kaupmannahöfn er stærsta fyrirtækið á Norðurlöndum með uppboð á frímerkjum og öðru skyldu efni. Ráðgert er að fulltrúi frá fyrirtækinu verði á íslandi í lok júní til að skoða, og eftir atvikum taka með sér, frímerkjaefni fyrir næsta uppboð, sem verður í október nk. Það, sem einkum er áhugavert í því sambandi, eru eidri frímerki, heil söfn, og frímerkt umslög og póstkort frá þvf fyrir 1950. Áhugi erlendis á íslensku frímerkjaefni er mikill um þessar mundir. Þeir, sem vilja láta skoða efni til að koma á uppboð geta snúið sér til undirritaðs, sem veitir allar frekari upplýsingar eftir kl. 17.00 á daginn. Össur Kristinsson, Miðvangi 73, Hafnarfirði, sími 555 4991. Sumarsýn- ing í Safni Asgríms Jónssonar í SAFNI Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, var nýlega opnuð sýning á verkum lista- mannsins sem stendur til 29. ágúst. I vinnustofu hans á efri hæð eru landslagsmyndir sem flestar eru unnar með vatnslit- um, en meðal þeirra eru mynd- ir sem listamaðurinn málaði á ferðum sínum um Skaftafells- sýslur. Á heimili hans á neðri hæð eru myndir úr íslenskum þjóðsögum, bæði vatnslita- og olíumyndir auk teikninga. Með- ARNARFELL, 1927, er meðal verka úr safni Ásgríms Jónssonar. al þeirra eru nokkrar af þekkt- gríms. Safnið er opið alla daga, ustu þjóðsagnamyndum Ás- nema mánudaga, kl. 13.30-16. Morgunblaðið/Jim Smart EVA Skotnes Vikjord og Gjer- trud Hals vinna að uppsetningu Cellulóse-sýningarinnar. Verk úr handgerðum pappír í Lista- safni ASÍ SAMSÝNING fjögurra listakvenna verður opnuð í Listasafni ASI í dag kl. 16. Sýningin heitir Cellulose og er farandsýning sem gerð er af Skinn, samtökum um listmiðlun í Norður-Noregi. Sýnendur eru Jane Balsgaard frá Danmörku, Gabriella Göransson sem fædd er á Italíu, Gjertrud Hals og Hilde Hauan John- sen frá Noregi. Þær hafa tekið þátt í fjölda samsýninga, haldið einkasýn- ingar og unnið að gerð listskreyt- inga. Söfn víða um heim hafa keypt verk þeirra. I inngangi sýningarskrár segir Eva Skotnes Vikjord, framkvæmda- stjóri Skinn m.a.: „Cellulósi - listræn tjáning á pappír - er heitið á sýning- unni og vísar til hráefnisins sem for- sendu fyrir hinni listrænu tjáningu og sérkennum listaverksins. Lista- konumar eiga það sameiginlegt, að þær nota handgerðan pappír úr plöntutrefjum og sjá möguleikana í hinum einstöku eiginleikum sem efn- ið býður upp á. í hversdagslífinu notum við pappír í ríkum mæli og við höfum meira eða minna gleymt því að upprunalega var pappír fáséð handgerð vara. Pappír sem listrænn tjámiðill, leggur áherslu á hið fagurfræðilega gildi hins handgerða efnis. Pappír er sam- settur flötur sem er gerður úr cellu- lósa-trefjum. Trefjarnar eru til stað- ar í öllum plöntum og hægt er að nota allar pöntur til að framleiða pappír. Listamennimir sem eiga verk á þessari sýningu nota fjölbreytilega tækni og aðferðir. Þeir kynna jafn- framt mismunandi notkun pappírs sem við sjáum í ýmiss konar formum og flötum í lágmyndum og skúlptúr- um. Verkin bera þess vitni, að lista- mennimir sækja innblástur úr ólík- um áttum og hafa verkin einstaka spennivídd.“ Sýningin stendur til 27. júní og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Þrjár listakonur í Galleríi Listakoti HERBORG Eðvaldsdóttir, Þóra Sigurgeirsdóttir og Þórdís Aðal- steinsdóttir opna sýningu á útskrift- arverkum sínum í Galleríi Listakoti, Laugavegi 70, í dag, laugardag. Herborg og Þóra útskrifuðust báðar úr leirlistadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands í vor en Þórdís úr grafíkdeild skólans. Verk Þóra er innsetning á gólf. Hún bergður á leik með skálaform sem ýmist snúa upp eða em á hvolfi. I sumum skálunum er hráefni til matargerðar, s.s. egg og laukur, og vatn er í fáeinum. Ljóð er á vegg og leiðir það áhorfandann inn í verkið. Herborg hannaði glös úr postulíni sem sum hver era húðuð með latexi. Hún vinnur þau í gifsmót en leikur sér jafnframt með tilvitnun í austur- lenskar aðferðir og hugmyndafræði þar eð postulínið er talið eiga upp- rana sinn þar. Stórmarkaðir og sjálfsalar urðu svo kveikjan að upp- setningu verksins. Þórdís sýnir hluta af verki sem hún sýndi í út- skriftinni í vor. Þetta eru skyggnur af konulíkama, prentaðar á striga. Gallerí Listakot er opið daglega kl. 10-18 virka daga og kl. 10-16 á laugardögum. Sýningin stendur til 19. júní. Ljós yfír land 1 Hús- inu á Eyrarbakka Á SJÓMANNADAGINN, þann 6. júní, kl. 13.30, verður sýningin Ljós yfir land opnuð í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýningunni eru ljósfæri margskonar, m.a. eru ljósberar, þ.m.t. ljósberi frá Bræðratungu sem gefinn var Þjóðminjasafni Is- lands árið 1912. í bókinni Ger- semar og þarfaþing er greint frá ljósbera þessum. Einnig eru sýnd áhöld sem tengjast ljósanotkun í kirkjum fyrrum, s.s. kertastjakar, allt frá smáum altarisstjökum til stórra ljósahjálma og ljósa- skjalda. Elstu gripirnir eru frá 15. öld en yngstu gripirnir voru í notkun fram á þessa öld. Gripirnir koma frá Þjóðminjasafni Islands og Byggðasafni Árnesinga en upphaflega voru þeir í kirkjum í Árnessýslu. Ljósberar, eða ljósker, eru handluktir úr tré eða málmi sem notuð voru til að bera ljós á milli staða og voru þeir algengir fyrr á öldum. Ljósberinn frá Bræðra- tungu var kirkjulukt til að bera ljós frá bæ út í kirkju er kveikja þurfti. Hann er líklega frá 18. eða 19. öld. I kirkjuluktum var ætíð haft kerti, sem fram á 19. öld var munaðarvara og var notkun þeirra einkum tengd kirkjunni og kirkjulegum hátíðum. Notkun ljósbera lagðist af þegar eldspýt- ur urðu algengar skömmu fyrir 1900. Sýningin Ljós yfir land, - ljós- færi úr kirkjum í Árnesþingi, er liður í kristnihátíð í Árnespró- fastsdæmi og er samstarfsverk- efni Byggðasafns Árnesinga og Þjóðminjasafns íslands og lýkur 6. september. Sýningin er opin frá kl. 10-18 alla daga í sumar. Sjóminjasafnið á Eyrarbakka er opið alla daga kl. 13-18 og gildir sameiginlegur að- gangseyrir að söfnunum. Ljósmynci/ívar Bryiijólfsson NOTKUN ljósbera lagðist af skömmu fyrir 1900, en þessi er meðal sýning£irgripa í Húsinu, Eyrarbakka. Ættarmunstr- ið í Listasafni Arnesinga í LISTASAFNI Ámesinga á Sel- fossi verður opnuð sýningin Ættar- munstrið í dag, laugardag, kl. 14. Sýningarárið 1999 er helgað Suður- landinu og sunnlenskum listamönn- um. Að þessu sinni sýna þær Stein- unn Helga Sigurðardóttir og Inga Jónsdóttir, sem báðar eiga rætur á Suðurlandi og á Selfossi. Sýning þeirra fjallar um formæðurnar og það sem þegið var í arf frá þeim. Innsetning Steinunnar Helgu fjallar um íslenska sögu og minning- ar. Síðastliðin sex ár hefur hún unnið með gömul ísaumsmunstur, sem erfðust í fjölskyldunni. Inga Jónsdóttir mótar nöfn formæðra sinna með rauðum lopa í þykkan tólgarskjöld framan á stórum snigli úr steinull, heyi og vikri. Inga notar þessi efni vegna hlýrra tilfinninga um afa sinn og ömmu. Safnið er opið frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14-17 og lýkur sýningunni 27. júní.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.