Morgunblaðið - 05.06.1999, Síða 47

Morgunblaðið - 05.06.1999, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 47 + Abelína Krist- jánsdóttir var fædd á Vatnshömr- um í Andakfls- hreppi 21. janúar 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 31. maí síðast- liðinn eftir skamma sjúkraleg'u. For- eldrar hennar voru Kristján Sæmunds- son frá Grafardal í Skorradalshreppi, f. 1850, d. 1922, og Ingiríður Þorsteins- dóttir frá Gróf í Reykholtsdal, f. 1872, d. 1917, þá vinnuhjú á Vatnshömrum. Systkini Abelínu voru Hjörleif- ur, f. 1901, drukknaði í Skorra- dalsvatni 1919, og Kristín, f. 1904, d. 1986. Abelína ólst upp á Vilmund- arstöðum hjá hjónunum Sigurði Magnússyni og Ragnhildi Jóns- dóttur og síðar hjá börnum þeirra hjóna og tengdabörnum eftir að þau tóku við búinu. Átján ára gömul fór hún í kaupavinnu til uppeldisbróður Hún Lína frænka dó í morgun. Þessi fregn flutti systir mín mér snemma morguns mánudaginn 31. maí. Fleiri orð þurfti ekki í raun. Eg vissi að hverju stefndi, hafði komið að sjúkrabeði frænku minnar dag- inn áður. Snöggur andardráttur og örlitiar viprur kringum annað augað voru eina lífsmarkið. Lína virtist horfín til annarra heima, þótt hjart- að þráaðist ennþá við, vildi ekki gef- ast upp. Abelína hét hún fullu nafni hún Lína frænka, en á mínu heimili var hún sjaldnast nefnd annað en Lína og svo mun hafa verið víðar. Þessi eina systir móður minnar var tíður gestur á heimilinu og reyndar meira en það. Hvert sinn er móðir mín lagðist á sæng kom Lína og annað- ist um heimilið á meðan. Og þá vet- ur sem hún vann í Reykjavík bjó hún heima hjá okkur. Það fór því ekki hjá því að mikil og náin kynni yrðu. Lína var einkar glaðlynd og kunni vel að umgangast börn. Við systkinin fórum á engan hátt á mis við þessa eiginleika hennar þegar hún dvaldi heima hjá okkur. Hún spilaði við okkur, tók þátt í ýmsum leikjum okkar og kenndi okkur nýja. Hún stofnaði með okkur félag um það að ganga snyrtilega um á heimilinu, draga úr stríðni og fækka hrekkjabrögðum svo eitthvað sé nefnt. Þó voru smáhrekkir í lagi ef þeir leiddu ekki til sárinda. Sjálf gat hún líka verið dálítill grallari í sér. Dæmi um það er þegar hún benti á gleiðar tæmar á okkur og reyndi að telja okkur trú um að þetta væri ör- uggt merki þess að við mundum pipra þegar við stækkuðum. Við vorum ekki reiðubúin að kyngja þessu viðstöðulaust og ákváðum að kanna málið. Næsta morgun lædd- umst við inn í herbergið þar sem Lína svaf til að athuga sannleiks- gildi fullyrðingarinnar. Lína var með sængina dregna upp fyrir höf- uð, steinsofandi að því er við töld- um, en út undan sænginni gægðist fótur með útsperrtar tær. Sum systkina minna, og síðar börn þeirra, urðu þess aðnjótandi að vera í sveit í Litlu-Þúfu undii- verndarvæng Línu frænku. Sú vist hefur verið þeim eftirminnileg og ákaflega lærdómsrík, því að hús- bændurnir þar kunnu engu síður að umgangast börn en Lína. Seint verðúr metið hver áhrif dvöl í sveit hjá góðu fólki með jákvæð lífsvið- horf hefur á óharðnaðar sálir barna og unglinga. Og sum þeirra bama sem dvöldu í Litlu-Þúfu hafa haldið sambandi við uppalendurna þar og gefið þeim góðan vitnisburð. Lína var vel ern. Það var gaman að koma til hennar á Dvalarheimilið í Borgarnesi og fræðast af henni um síns, Eiðs Sigurðs- sonar bónda í Hörgsholti í Mikla- holtshreppi á Snæ- fellsnesi, og síðar að Litlu-Þúfu í sömu sveit til Jó- hanns bónda þar Lárussonar. Eftir að Ingveldur Jó- hannsdóttir tók við búinu í Litlu-Þúfu að föður sínum látn- um hélt Abelína áfram störfum við búið uns hún fluttist á Dvalarheimili aldraðra í Borgamesi fyrir all- nokkmm ámm. Abelína nam einn vetur við Húsmæðraskólann að Staðar- felli í Dölum og eftir það vann hún á vetmm við mötuneyti Reykholtsskóla í nokkur ár. Einnig vann hún nokkra vetur sem vinnukona, iðnverkakona og fiskverkunarkona í Reykja- vík. Abelína verður jarðsett frá Fáskrúðarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. sitt af hverju frá liðnum dögum. Síðast kom ég til hennar á páskadag nú í vetur. Þá fór ég að þýfga hana um tiltekna mynd, hvort hún myndi hvenær sú mynd væri tekin. Ekki vildi hún fullyrða um ártalið, en vissi þó um aðdragandann. Og hún notaði tækifærið til að rifja upp at- vik sem gerðist á heimili foreldra minna fyrir sextíu árum. Atvikið var í sjálfu sér ákaflega lítilfjörlegt og varla þess vert að muna það. En nú veit ég að ég og reyndar fleiri systkin mín, gátu verið matvönd á þeim árum. En hugur Línu var ekki aðeins bundinn við löngu liðna atburði. Hún fýlgdist ákaflega vel með því sem var að gerast í nútímanum. Hún fylgdist vel með högum okkar systkinanna og barna okkar. Og það komu margir fleiri til hennar og færðu henni fréttir af sér og sínum. Allt slíkt geymdi hún í glöðum huga. Hún var ákaflega þakklát fyr- ir hverja heimsókn, en var þó ekki tilætlunarsöm. Og ekki sat hún auð- um höndum, þótt komin væri á tí- unda tuginn. Oftar en ekki sat hún niðri í fóndurherbergi Dvalarheim- ilisins er við hjónin heimsóttum hana. Þar lagði hún sitt af mörkum til að skapa þá muni sem seldir voru á haustbasamum. Að leiðarlokum kveð ég Línu frænku mína með söknuði og þakka henni góð og gjöful kynni. Sigurbjöm Guðmundsson. Nú er lífsgöngu hennar Línu lok- ið. Ég veit að hún var orðin þreytt og tilbúin til að kveðja. Á kveðjustund sem þessari rifjast upp kynni mín af þessari einstöku konu sem hafði lifað tímana tvenna. Ég var ellefu ára stelpukrakki þegar leið mín lá til sumardvalar í Litlu-Þúfu. Þar mættu mér tvær gamlar konur, þær Inga og Lína ömmusystir mín. Þær tóku mér opnum örmum og hvor á sinn hátt veittu þær mér hlutdeild í lífi og kjörum sem þá voru mér borgar- barninu framandi og heillandi í senn. Sambýli þeirra var um margt sérstakt og á áreiðanlega engan sinn líka í dag. Ég verð ævinlega þakklát fyrir sumrin þrjú í Litlu- Þúfu því þar öðlaðist ég ómetanlega lífsreynslu. Búskaparhættir voru að mestu með gömlu lagi, túnið slegið að hluta til með orfi og ljá, heyi snú- ið með hrífu og mjólkað með hönd- um. Karlmönnum var ekki til að dreifa á heimilinu og verkefni skipt- ust eftir óskrifuðum reglum milli þessarra tveggja kvenna og þurfti sjaldan að ræða það. Aðrir eru eflaust betur fallnir til að rekja söguna hennar Línu en mig langar þó að raða saman nokkrum minningarbrotum um hana. Bemskuheimili hennar var leyst upp vegna veikinda föður hennar og mamma hennar fór í fyrstu með bömin með sér í vinnumennsku en varð síðan að láta þau frá sér í fóst- ur. Lína var þá mjög ung. Ég veit að hún saknaði mömmu sinnar sárt sem von var og einhverju sinni hafði hún strokið þangað sem mamma hennar var vinnukona. Ég gleymi aldrei sektarkenndinni og sársauk- anum í svip Línu þegar hún sagði mér frá því að mamma hennar hefði þurft að fara með hana til baka að loknum vinnudegi. Leiðin lá yfir á sem ísskarir flutu í og mamma hennar hafði skorist á fótum. Mér skilst að Lína hafi notið góðs uppeldis að hætti þeirra tíma á fóst- urheimilinu á Vilmundarstöðum. Einhvem tíma um sex ára aldurinn henti það óhapp að skæri stungust í annað auga hennar og var dregið að leita til læknis svo hún missti sjón á því auganu. Þetta átti síðar eftir að setja strik í reikninginn því ég veit að hugur hennar stóð til ljósmóður- náms en af því gat ekki orðið með skerta sjón. Seint á ævinni fékk hún reyndar bót á þessu meini þegar græddur var í hana gerviaugasteinn og hún sá aftur skýrt með þessu löngu glataða auga. Lína stundaði nám í húsmæðra- skólanum á Staðarfelli og þar hefur hún trúlega lært vefnað, en hún var snillingur á því sviði. Ég er hrædd um að flestir kjörgripir sem hún óf hafi glatast enda einkum um nytja- hluti að ræða. Lína fór nokkuð víða á sínum yngri árum, um tíma var hún mat- ráðskona í Reykholti, hún aðstoðaði ömmu við heimilishaldið í hvert sinn sem fjölgaði í fjölskyldunni og um tíma vann hún ýmis störf í Reykja- vík. Að lokum lá leið hennar í vinnu- mennsku í Litlu-Þúfu á Snæfells- nesi og þar ílentist hún. Smám sam- an fækkaði á heimilinu uns þær urðu tvær eftir, hún sjálfstæður verktaki fremur en vinnukona. Hún sinnti einkum útistörfum og hafði m.a. með höndum það hlutverk að keyra traktorinn sem var eina far- artækið á bænum. Þegar ég var í Þúfu var Lína komin yfir sextugt en var þó geislandi af fjöri og lífsþrótti. Smám saman náði þó elli kerling yf- irhöndinni, mjaðmirnar biluðu og heilsan þvarr og þá fannst henni tímabært að koma sér í skjól á elli- heimilinu í Borgarnesi. Þar dvaldi hún síðustu árin, naut samvista við kátar konur og karla í handavinnu- stofunni og virtist fai'a vel um hana. Þó lét hún oft í ljósi beint og óbeint að nú væri orðið nóg komið og tími til að kveðja. Kímnin var þó aldrei fjarri því hún hlakkaði yfir að ein- hver myndi seinna rekast á auka- hluti i gröfinni hennar og verða hvumsa. Þar átti hún við mjaðmar- liðina tvo og augasteininn sem læknar höfðu aukið við hana. Ég þakka henni af heilum hug fyrir svo margt sem hún miðlaði mér á sinn hógværa hátt. Hvíli hún í friði. Kristín Arnardéttir. Lína Kristjánsdóttir var mér mjög kær frænka. Þótt oft liði lang- ur tími á milli þess að við hittumst vai- alltaf jafn skemmtilegt og gott að vera í návist hennar. Hún var mjög hjartahlý og glaðsinna og góð- ur vinur í raun. Systkini hennar voru tvö, móðir mín Kristín og bróð- ir sem hét Hjörleifur. Honum kynntist ég aldrei því hann dó ung- ur. Tímamir voru þannig þegar þessi systkini komu í heiminn að ekki voru önnur úrræði en að leysa upp heimili þeii-ra vegna fátæktar og heilsuleysis föður þein-a. Börnin voru send hvert á sitt heimilið til uppeldis. Móðir mín ólst upp í Hrís- um í Flókadal frá eins árs aldri en Lína á Vilmundarstöðum í Reyk- holtsdal frá því að hún var tæpra tveggja ára. Báðar ólust þær upp á góðum heimilum í sama hreppnum en ekki hittust þær oft á æskuárun- um, því vegalengdirnar voru miklar þá, þó nú taki smástund að bruna á milli bæja í bílum. Oft hef ég reynt að setja mig í spor ömmu minnar sem gekk þessi þungu spor með bömin sín. Samverustundir hennar með bömunum vom heldur ekki margar eftir þetta. Hún varð að vinna fyrir sér með störfum í sinni sveit og það þótti ekkert sjálfsagt að gefa henni frí eða lána henni hest til að hitta börnin. Hún dó þegar systurnar vora 10 og 12 ára. Þótt systumar hittust ekki oft á bemskuárunum vora alltaf miklir kærleikar á milli þeirra. Móður minni og fjölskyldu okkar sýndi Lína mikla og óeigingjama hjálp- semi og væntumþykju. Alltaf var það sjálfsagt mál hjá Línu að koma til okkar og sjá um heimilið þegar mikið lá við til dæmis þegar móðir okkar lá á sæng. Lína byrjaði ung að vinna fyrir sér við ýmis störf bæði í sveit og borg. Henni tókst að aura saman fyrir skólavist á Hús- mæðraskólanum á Staðarfelli sem var henni dýrmæt í minningunni. Þar lærði hún vefnað og varð listavefari. Hún eignaðist vefstól sem hún óf margt fallegt í, meðal annars dregil í sóknarkirkjuna sína. Lína giftist ekki og eignaðist ekki böm, en mörg vora bömin sem nutu hjartahlýu hennar þegar þau vora í sumardvöl í Litlu Þúfu. Öll þessi böm hafa haldið tryggð við hana og Ingveldi Jóhannsdóttur sem var bóndi þar. Samvinna Ing- veldar og Línu var farsæl þótt ólík- ar væra og þær góðar heim að sækja. Nokkuð mörg síðustu æviár- in bjó hún á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Þar leið henni vel og með æðraleysi og léttri lund bland- aði hún geði jafnt við starfsfólk og aðra heimilisbúa. Sjónin var orðin mjög léleg og hún fór um í göngu- grind síðustu árin, en niður í handa- vinnustofu fór hún helst daglega og vann þar eftir getu. Nú hefur hún fengið hvíldina eftir langt ævistarf sem oftast var í þágu annarra. Guð blessi minningu hennar. Inga Guðmundsdóttir. Nokkur kveðjuorð vegna fráfalls góðrar vinkonu minnar og sveit- unga, Abelínu Kristjánsdóttur frá Litlu-Þúfu. Lína lést á sjúkrahúsi Akraness 31. maí eftir stutta legu þar. Hún hafði verið heimilismaður á Dvalar- heimih aldraðra i Borgamesi frá vorinu 1991. Lína var orðin 93 ára og aldurinn nokkuð farinn að segja til sín en hún hélt góðri andlegri heilsu, glettnin og kímnigáfan vora enn til staðar. Hún sá ætið bjartar hliðar tilverunnar. Ekki sóttist hún eftir vegtyllum eða sviðsljósi, henni var nóg að sinna störfunum heima. Lína var um áratuga skeið í kvenfélaginu Liljunni og era henni færðar alúð- arþakkir fyrir fómfús störf á vegum þess. Lína kom ung stúlka í sveitina sína. Var kaupakona eða vinnukona víða á bæjum, á nútímamáli heimil- ishjálp. Vera hennar í Litlu-Þúfu hófst með kaupavinnu á sumrin en á veturna vann hún við Héraðsskól- ann í Reykholti í Borgarfirði. Síðan hverfur hún alfarið til bústarfa hjá Ingveldi Jóhannsdóttur, bónda og bústýru í Litlu-Þúfu. Þar nýttust hæfileikar Línu vel. Hún var af- burðalagin við húsdýrin og góð handverkskona. Þegar tími gafst frá öðrum störfum sat hún við vefstólinn uppi á lofti. Þar sprattu fram dreglar og teppi ásamt diska- þurrkunum góðu. Lína hafði gaman af mannfagnaði og þær stöllur báðar, einnig ferða- lögum þótt fá gæfust kannski tæki- færin til þess. Þó fóru þær í bænda- ferð til frlands á sínum tíma. Að lokum vil ég votta ættingjum hennar innilega samúð. Lína mín fær nú hvíldarstað í kirkjugarðinum á Fáskrúðarbakka þai- sem svo margir sveitungar hafa hlotið hinstu hvíld á undanförnum mánuðum. Blessuð sé minning Línu, hafi hún þökk fyrir hlýhug og vináttu við okkur Halldór alla tíð. Inga Guðjónsdóttir. Ég vil með nokkram orðum minnast hennar Abelínu Kristjáns- dóttur frá Litlu-Þúfu í Miklaholts- ABELINA KRIS TJÁNSDÓTTIR hreppi. Þessi einstaklega Ijúfa kona lést síðastliðinn mánudagsmorgun eftir stutt veikindi, komin á tíræðis- aldur. Ég var svo lánsamur að eiga hana að sem eins konar uppeldis- móður í ellefu sumur og tvo vetur að auki. Hún Abelína var ávallt kölluð Lína. Ég var mjög ungur að árum og til einskis gagns þegar ég kom fyrst til sumardvalar í Litlu-Þúfu hjá Línu, Ingu og Jóhanni sem nú eru öll látin. En sjálfur hafði ég ómælt gagn af því góða uppeldi og þeim gefandi samvistum sem ég naut í þeirra hópi. Lína var sérstaklega hjartahlý kona og mátti ekkert aumt sjá. Það var hennar háttur að útskýra fyrir mé afleiðingar skammastrika minna og gera þannig gott úr ávítunum þótt réttmætar væra. Ef einhver okkar í hópi yngra heimilisfólksins var í fylu lét hún hann ekki í friði. Með léttri gamansemi og stríðni, eða jafnvel hrekkjum, kpm hún öll- um í gott skap á ný. Ég held að Lína hafi aldrei átt nein veraldleg verðmæti sem aðrir gátu öfundað hana af. En hún átti samt einmitt það sem allir sækjast eftir og þar á ég við sálarró, lífsgleði og jafnvægi hugans. Það var oft mikið fjör hjá okkur í Litlu-Þúfu og margt brallað. Lína var oft sjálf miðpunkturinn og stóð þá fyrir ýmsum uppákomum sem okkur yngri í hópnum var stundum meiri skemmtun að en þeim eldri. Næturferðir með fúið trollnet út í Mjólkurhyl á fund laxfíska falla undir það. Þegar tæknivæðingin hélt um síð- ir innreið sína í búskaparhættina í Litlu-Þúfu var það Lína sem gerðist traktorstjórinn og vann við slátt og snúning og aðra heyhirðu. Enn fremur sinnti hún viðhaldi dráttar- vélarinnar enda verklagin og tækni- sinnuð og alveg óhrædd við nýjar starfsaðferðir. Líf einstaklinga í lausamennsku var ekki alltaf öfundsvert fyrir og um miðja öldina. Þessu kynntist Lína áður en hún kom í góða vist til Jóhanns og Ingu í Litlu-Þúfu. En engum höfum við hjónin kynnst sem hefur tekið misjöfnu hlutskipti sínu af jafnmiklu æðraleysi og verið jafn laus við öfund í garð annarra. Lína var yndisleg manneskja og hún var ekki kvörtunargjörn. Um- hverfið á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi hlýtur að hafa verið henni framandi, eftir að hafa búið í fámenni allt sitt líf, ef stutt skóla- ganga á húsmæðraskóla er frátalin. En henni leið mjög vel hjá þvi góða fólki síðustu æviárin. Alltaf þegar við hjónin heimsóttum hana var hún alveg aðdáanlega vel til höfð og lýs- ir það bæði því að henni leið vel og að vel var um hana hugsað. Við kveðjum þig nú, Lína mín, og þökkum þér fyrir allar ánægju- stundimar síðastliðin fjörtíu og átta ár. Gylfi og Hjördís. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.