Morgunblaðið - 05.06.1999, Page 59

Morgunblaðið - 05.06.1999, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 59 Sj ómannadagur í Arbæjarsafni BOÐIÐ verður upp á fjölbreytta dagskrá í Árbæjarsafni sunnudag- inn 6. júní. í tilefni sjómannadags- ins munu íbúar Hábæjar og Ný- lendu rifja upp vinnubrögð við salt- fiskverkun og þurrkun. Fiskur verður vaskaður og þurrkaður á heimareit, ef veður leyfir. Krúna, Skjalda og fína fjósið Undanfarið hefur verið unnið að endurbyggingu fjóssins í Arbæ. Unnið var mjög nákvæmlega sam- kvæmt gömlum hefðum. Ekki er vitað með vissu hvenær núverandi fjós var reist en að öllum líkindum var það undir lok nítjándu aldar. Nokkrum sinnum á þessari öld hef- ur verið gert við torfhleðslu fjóssins en nú var svo komið að veggir þess voru að hruni komnir. Ekki er vitað til þess að annars staðar en í Árbæ séu torfhlaðin fjós enn í notkun, segir , í fréttatilkynningu. Kýrin Skjalda og kálfurinn Krúna hafa nú komið sér fyrir í fjósinu og gestir geta fylgst með mjöltum kl. 17 bæði laugardag og sunnudag. Einnig eru til heimilis á safnsvæðinu hryssan Lóa, hesturinn Árni og óskírt folald. Gestir mega gjarnan koma með til- lögur um gott nafn á folaldið okkar. Á sunnudaginn verða einnig bak- aðar lummur í Árbænum, á bað- stofuloftinu saumar Snæbjörg roðskó og Sigurlaug stígur rokkinn. Karl Jónatansson þenur nikkuna og í smiðjunni verður eldsmiður við störf. Börnin fá tækifæri til að kynnast leikföngum og leikjum fyrri tíma í Komhúsinu en þar verður farið í leiki kl. 15. I Dillonshúsi verður boðið upp á ljúffengar veit- ingar. 1 IISl -gj -i: l8p| iJB - ' JU t f PRÁ Sjóminjasafni íslands. Morgunblaðið/RAX 4 s Opið alla daga í Sjóminjasafni Islands Útilífsnám- skeið að hefjast SKÁTAFÉ LAGIÐ Segull og ÍTR minna á námskeið fyrir böm á aldr- inum 9-12 ára sem felst í því að takast á við krefjandi verkefni. Námskeiðið hefst mánudaginn 7. júní kl. 10 í skátaheimilinu að Tindaseli 3. Hvert námskeið stendur yfir í viku og verður sigið, klifrað, fjalla- hjólasport prófað, siglt, synt o.fl. Að lokum verður farið í útilegu þar sem gist verður í tjöldum og tekist á við skáta- og útilíf. Um kvöldið verður grillað og síðla kvölds tekur svo kvöldvaka við með varðeld og söng. Allar nánari upplýsingar era veittar í félagsmiðstöðinni Mið- bergi, Gerðubergi 1, þar sem skrán- ing á námskeiðið fer fram. Ársafmæli Everest EITT ár er liðið í dag, laugardaginn 5. júní, síðan útivistarverslunin Everest var opnuð. „í tilefni tíma- Imótanna verður sérstök dagskrá í versluninni, Skeifunni 6 í Reykja- vík, þar sem nokkur helstu vöra- merki í útivistarbúnaði verða kynnt auk afmælistilboða á fatnaði, skóm og útbúnaði. Eftir hádegi verður m.a. Jan Da- vidson, hönnuður Cintamani-fatnað- ar, með kynningu, Ferðafélagið kynnir sumarferðir sínar og starfs- fólk Everest aðstoðar afmælisgesti við val á hentugum göngubúnaði. IVerðbyltingin, 70% lægra verð á vönduðum útvistarfatnaði frá Sprayway og Skanda, heldur áfram og 150 manna aftnælisterta verður framreidd íyrir gesti og gangandi klukkan 13 með orkudrykk frá Leppin. Verslunin verður opin afmælis- daginn frá kl. 10-17,“ segir í frétta- tilkynningu frá Everest. Esjudagur SPRON og Ferðafélagsins ÁRLEGUR Esjudagur SPRON og Ferðafélags íslands er á morgun, sunnudag. Esjudagur 1999 hefst kl. 11 á bílastæðinu utan við Mógilsá með stuttri athöfn. Þaðan verður lagt í gönguferðir; annars vegar leiða félagar FI Igöngufólk á Esju og upp á Þver- fellshorn og hins vegar býður starfsfólk rannsóknarstöðvar Skógræktarinnar á Mógilsá upp á styttri gönguferðir um skógrækt- arsvæðið. 1 Félagar í Flugbjörgunarsveit- inni verða til aðstoðar eftir þörfum. Sumardvalar- ferð aldraðra á Vestfjörðum Á SÍÐUSTU 15-20 árum hafa Rauða kross deildirnar á Vest- fjörðum staðið fyrir sumardvalar- ferð fyrir aldraða. Þessar ferðir hafa verið afskaplega vinsælar og vel sóttar. Gist hefur verið á hinum ýmsu stöðum um land allt. í ár er ferðinni heitið í Húna- vatnssýslur 17.-23 ágúst, gist verð- ur á Húnavöllum, skoðunarferðir farnar og farið í heimsóknir um sýslurnar. Nánari upplýsingar um ferðina og bókanir era hjá þeim Rauða kross konum Sigrúnu G. Gísladóttur Sólbakka, Sigríði Magnúsdóttur Kirkjubóli og Helgu Jónasdóttur Tálknafirði. Lyklakippur til styrktar Björg- unarbátasjóði Á SJÓMANNADAGINN mun slysavarna- og björgunarsveitar- fólk standa fyrir sölu á lyklakipp- um til styrktar Björgunarbátasjóði Slysavarnafélags íslands. „Félagið á níu björgunarskip sem staðsett eru í öllum landshlut- um, auk fjölda smærri báta, en nýjasta skip félagsins kom til Gr- indavíkur snemma á þessu ári. Áhafnir skipanna eru alltaf í við- bragðsstöðu, allan ársins hring. Björgunarskipin eru nauðsynlegur hlekkur í björgunar- og öryggis- keðju sem félagið hefur byggt upp um land allt“, segir í fréttatilkynn- ingu frá Slysavarnafélaginu. „Lyklakippan verður boðin til sölu víðast hvar á landinu og er sal- an gerð í samráði við sjómanna- dagsráð á hverjum stað. Verð hennar er 500 kr. og rennur allur ágóði sölunnar í Björgunarbáta- sjóðinn sem stendur undir rekstri skipanna." GSM í Sádi- Arabíu og Egyptalandi VIÐSKIPTAVINIR Landssímans geta nú notfært sér GSM-þjónustu í tveimur ríkjum til viðbótar í Aust- urlöndum nær. Annars vegar varð reikisamningur við farsímafélagið MobiNil í Egyptalandi virkur 19. maí sl, hins vegar geta viðskipta- vinir Landssímans notað GSM- þjónustu EAE-Aljawal í Sádi-Ara- bíu frá og með 1. júní nk., segir í fréttatilkynningu frá Landssíman- um. Yfirlit yfir reikisamninga Símans SJÓMINJASAFN íslands, Vest- urgötu 8, Hafnarfirði, er nú opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 30. september. I safninu, sem er á þremur hæðum, eru til sýnis munir og myndir er tengjast fiskveiðum, sjómennsku og siglingum fyrri tíma þ.á m. landhelgisbáturinn Ingjaldur, gömul sjóklæði úr skinni, köfunarbúnaður, klipp- urnar frægu úr þorskastríðinu, skipslíkön, ýmis veiðarfæri, áhöld og tæki. Boðið er upp á SJÖTTA kynslóðin af Honda Accord er nú komin til landsins og verður hann sýndur laugar- daginn 5. júní milli klukkan 10 ogl7. I fréttatilkynningu segir: „Honda Accord er nú fallegri, þægilegri og skemmtilegri í akstri en nokkru sinni fymr og segir það ekki h'tið. Sem GSM við erlend farsímafélög má sjá á vefsíðum Landssímans: http://www.gsm.is/notkun erlend- is.htm Lokafundur Grænu smiðjunnar SÍÐASTI fundur Grænu smiðjunn- ar á þessu misseri verður laugar- daginn 5. júní kl. 15 í Tjarnarbíói í Reykjavík. Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður flytur inngangsorð en á dagskránni eru tónlistaratriði, tveir íyrirlestrar og ein náttúrulífs- mynd. Hugi Ólafsson, deildarstjóri í myndbandasýningu á efstu hæð- inni í sumar auk þess sem aldrað- ir sjómenn kynna verklega sjó- vinnu við sérstök tækifæri. Á sjómannadaginn 6. júní verð- ur opnuð lítil sýning í forsal safnsins á hafrænum málverkum eftir ýmsa íslenska listamenn. Sýningin er samvinnuverkefni á milli Sjóminjasafnsins og Hafnar- borgar, menningar- og listastofn- unar Hafnarfjarðar. Myndimar era úr safni Hafnarborgar. Sjóminjasafn fslands verður tækninýjungar má nefna nýja VTEC vél sem er sérstaklega umhverfisvæn og sparaeytin en skilar samt 136 hestöflum og einnig hið nýja fjöðrunarkerfi (5- link) sem gefiir bflnum einstak- lega akstureiginleika og skapar farþegum mikil þægindi.“ Verið velkomin í reynsluakst- umhverfisráðuneytinu, flytur er- indi sem nefnist „Alþjóðasamning- ar í deiglu". Árni Bragason, for- stjóri Náttúruverndar ríkisins, flytur hitt erindið og nefnir það Brýnustu verkefni í náttúruvernd. Þá verður sýnd ný kvikmynd eftir Magnús Magnússon sem heitir Undir smásjánni: Mývatn, og fjall- ar um lífríki vatnsins og kísilgúr- námið. Magnús hefur gert fjöl- margar myndir og stutta þætti um íslenska náttúru en þessi kvikmynd hefur enn ekki verið sýnd í sjón- varpi. Það er rappdúettinn Supah Syndikal sem sér um tónlistina á lokafundi Grænu smiðjunnar og þangað eru allir velkomnir, segir í fréttatilkynningu. opið frá kl. 10-17 á sjómanna- daginn og er aðgangur ókeypis í tilefni dagsins eins og tíðkast hefur frá því safnið var opnað ár- ið 1986. Þórður Marteinsson leik- ur á harmonikku frá kl. 13 og Sigurbjöm Árnason skipsljóri sýnir gömlu handbrögðin. Sjóminjasafnið og Byggðasafn Hafnarfjarðar hafa frá því í fyrrasumar boðið upp á sameig- inlegan afsláttarmiða sem gildir að báðum söfnunum, Sívertsen- húsi, Smiðjunni og Siggubæ. Sýning véla- deildar Heklu STÓRSÝNING véladeildar Heklu verður haldin helgina 5.-6. júní, segir í fréttatilkynningu. Kynnt verður starfsemi véladeildarinnar og hin ýmsu tæki frá Caterpillar og Scania verða á staðnum ásamt vinnubflum frá Volkswagen, Mitsu- bishi og Skoda. Afhentm- verður 100. Scania-bíll- inn, Magnús Ver mun reyna að draga stærsta trakk á íslandi (36 tonn) kl. 14 á sunnudeginum. Boðið verður upp á reynsluakstur á Scania-bíl og margt fleira. Sýningin verður laugardag og sunnudag kl. 12-17 báða dagana. LEIÐRÉTT Eggert í Hryllingsbúðinni í UMFJÖLLUN um framsýningu Litlu Hryllingsbúðarinnar í gær féll niður nafn Eggerts Þorleifssonar meðal leikenda í sýningunni. Egg- ert leikur hlutverk Markúsar og era hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessu. Þá vantaði nafn Gunnars Ámasonar hljóðmeistara meðal að- standenda sýningarinnar og er 1 beðist velvirðingar á því. Nafn féil niður í formála minningargreina um Sig- urð Ámason á blaðsíðu 45 í Morg- unblaðinu 3. júní féll niður nafn í upptalningu barna hins látna, nafn Rutar Sigurðardóttur, f. 7. ágúst 1960. Hlutaðeigendur era beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Misritun í formála minningargreina í formála minningargreina um Stef- * aníu Guðmundsdóttur í Morgun- blaðinu 4. júní í upptalningu systk- ina hinnar látnu vantar kommu á milli nafnanna Þorgeirs og Sig- tryggs. Þorgeir, bróðir Stefaníu, er meðal eftirlifandi systkina hennar en Sigtryggur er látinn. Hlutaðeig- endur era beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Ný Honda Accord ur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.