Morgunblaðið - 05.06.1999, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 05.06.1999, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 63 Heldur þú að C-vítamm sé rióg ? NATEN -ernógl BRÖÐARGjAFIR í MIRLU ÖRVALI BRÖÐARLISTAR Ingólfsftrœti $ mbl.is AFMÆLI Höfum opnað verslun með vörum úr breska hannyrðalistanum frá CIflZ Craft CoCCection Hamraborg 7, Kópavogl Síml/fax 564 4131 Opið í dag Irá kl.tO-lB Þökkum frábærar móttökur viö póstlistanum á sl. árl! GUÐMUNDUR LÁRUSSON GUÐMUNDUR Lárus- son húsasmíðameistari og athafnamaður er 70 ára í dag. Það er því í alla staði við hæfi og verðugt að færa honum heillaóskir á þessum tímamótum. Guðmund- ur hefur mörgum góð- um málum fylgt til sig- urs um dagana. Hann var til margra ára burðarásinn í atvinnulffi Skagastrandar og rak þar trésmiðju og skipa- smíðastöð. Hann stóð fyrir því að hafin var rækjuvinnsla á staðnum með miklum myndarbrag og byggði verksmiðju yfir þá starfsemi. Þar sýndi hann mikla framsýni, því enn í dag er þessi verksmiðja geysilega þýðingar- mikill hlekkur í keðju atvinnulífs Skagastrandar. Hún hefur nýlega verið endurnýjuð og stækkuð og verður væntanlega um ókomin ár trú sínu stóra hlutverki. Guðmundur var einnig í því ágæta forystuliði sem stóð að stofnun Skagstrendings á sínum tíma. Þar munaði um Guðmund eins og alls staðar þar sem hann kom við sögu. Hann var lífið og sálin í því að byggja upp og örva menn til dáða. Aldrei taldi hann eftir sér að lið- sinna öðrum og margur vandinn hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar hann lagði sín úrræði fram. Það er gæfa hvers byggðarlags að eiga menn eins og Guðmund Lárusson - slíkir menn eru brautryðjendur allra góðra mála. Ég tel Guðmund hik- laust í hópi manna eins og Einars Guðfinnssonar, Haraldar Böðvars- sonar og Aðalsteins Jónssonar - manna sem byggja upp og láta gott af sér leiða. Það er gaman að hugsa til baka og hugleiða allt það mikla mannlíf og alla þá dunandi drift sem var í skipa- smíðastöðinni hjá Guðmundi á árun- um eftir 1970. Bátarnir runnu fram og voru sjósettir hver af öðrum, allir gullfallegir, smíðaðir úr valinni eik. Mannskapurinn var samhentur í þvi að leggja metnað í smíðina og árang- urinn var frábær. Guðmundur var á ferð og flugi í kringum hlutina og eins Olafur Guðmundsson skipa- smiður, sem var hans helsti maður í Stöðinni. Þarna mátti sjá marga garpa Guðmundar ganga að verkum með snerpu og snilli. Þarna voru auk Óla skip, Tóti Flankur (Thor von Flankenstein), Bjartur í Vík, Pálmi Sig, Helgi Gunnars, Kári Lár, Eddi Ingva, Ingi Gríms, Lúlli í Steinholti (Ludvik von Steinholt), Gunnar AI- berts, Kalli Gumm, Siggi í Fjalls- minni, Bjössi Máni, Guðmundur Jóh. og margir margir fleiri. Þetta var lið sem lið var að. Og Guð- mundur var ánægður með sína menn og sýndi það óspart. Já, þetta voru merkilegir tímar og vor í lofti, ekkert eymdarvæl komið á dagskrá um að ekki væri lifandi á lands- byggðinni. Slíkt væl þrífst ekki í umhverfi þar sem menn eins og Guðmundur Lárusson eru. Það var með ólík- indum hvað yfirferð Guðmundar var mikil, hann kom alstaðar að verkum, reiknaði og mældi, sagði fyrir, greip í störfin og dreif hlutina áfram. Vinnudagur hans hefur oft verið langur og oft var lögð nótt við dag þegar þörf krafði. Skagaströnd nýtur enn verka Guðmundar Lárussonar og svo mun lengi verða. Ég veit að starfsmenn Guðmundar, allir fornir Birkibeinar, munu innilega taka undir með mér og óska honum hjartanlega til ham- ingju með daginn. Og það á hann skilið. Að síðustu vil ég geta þess, að Guðmundur hefur ekki staðið einn í sinni lífsbaráttu. Erla konan hans hefur staðið við hlið hans eins og klettur og þau hafa verið samhent og sigur þeirra er stór. Þau hafa komið tíu börnum upp og má af því sjá að Guðmundur hefur ekki vanrækt heimaverkefnin þótt annir hafi jafn- an verið miklar utan heimilisins. Ég þakka Guðmundi vináttu og gróin kynni og megi hann og hans fólk njóta alls hins besta í lffinu um ókomin ár. Rúnar Kristjánsson Orðsending frá Borgarbúðinni ehf., Kópavogi. Þar sem við höfum nú hœtt rekstri búðarinnar eftir 42 ár, þá viljum við þakka með hrœrðum huga öllum þeim fjölmörgu viðskiptavinum og fyrirtœkjum innilega fyrir viðskiptin. Með þakkarkveðjum og blessunaróskum, Hulda og Jóhann Kristjánsson. LÆKJASMARI 100 Opið hús á morgun, laugardag, milli kl. 13 og 16. Skemmtileg 4-5 herb. íbúð með sérinngangi og góðu útsýni. Þá fylgir rúmgott ris með tveim stórum stafngluggum, risið er óinnréttað en með öllum lögnum. Gott stæði í bílageymslu með þvottaaðstöðu. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. LAUFAS Fasteignasala Suðurlandsbraut 12 sím,5331111 fax 5331115 Póstsendum samdægurs T oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 _________ Tegund: B73000 Tegund: 673002 Stærðir: 40-46. Svartir-loftbólstraðir-gúmmísóli v Halli Pé toifœrukappi býður ímat Sinnepslegið lambalæri með rósmarín kartöflum Það lyftist heldur betur brúnin á vöskum aðstoðarmönnum Halla Pé þegar þeir voru að standsetja nýja torfærubílinn fyrir keppni um daginn. Kappinn tók sig nefnilega til og grillaði svo gott lambalæri að þeir eru enn að tala um það. HalliPé Aðferð fetaostur óltfur avókadó grillpinnar Rauávfn: Torres Gran Coronas Hörkuduglegir aðsloðarmenn: F.v. Jói G., Nonni, Ámi, Halli Pé og Jói W. ÍSLENSKIR SAUÐFJARBÆNDUR V mbl l.is LLTAf= T/TTH\SAT> /VÝI /
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.