Morgunblaðið - 05.06.1999, Page 64
64 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HERRASKÓR í
MIKLU ÚRVALI
Götuskór - Spariskór
, Stærðir 41 -46
HflPPY Verð frá kr. 6.990
Kringlunni 8-12,
sími 568 9345.
Kraftnkarlar, kolkrabbar og
alvöru karlmenn í Kolaportinu
Austurlensk
trevaro
raTtiadui
Vorom að fá mikið úrval of FIIBU og Tommy
fatnaði og fótboltatreyjum í öllum stærðum.
Vorum að fó nýja sendingu af austurlenskri
trévöru t.d. fílar, indíónar, grímur, geisladiska-
standar, mótórhjól ó ótrúlega góðu verði.
^ MiUid
•w urval
Sonnir bókgunnendur þessa lands. ÆM8ík= @@J fedtafeásfliíflffQ
á ©0®®8@Off® tkjymniiOff' d®0B áiresiD á IbátoainiMijfalS ostHa Dfl®0@j6oflao
Strandamenn - Vestfirskar aettir - Bergsætt . Kjósamenn
Kollsvíkurætt - Þjóðsögur - Sóknartýsing Vestmannaeyja
Tíminn og votnið - Blanda - Vídalínspostilla, Hólaprent 1776
Svartar Ijaðrir - Árni Óln - Austurland - Vorlöng
A móti Gullfalleg untikhúsgögn í svefnherbergið
pylsuvagnmum og borðstofunu. Einnig bókuhillur og ntikið
úrval af antikvöru. Candyfloss, blöðrur,
hattar og fleira fyrir börnin.
Dömufatnadur
Mlkið úrval af dömufutnuði s.s. Við Kaffi Port
Peysur frú kr. 1900, blússur frú kr. 1500,
bolir frú kr. 990, núttföt frú kr. 1000 og gott úrval of
barnufötum. Einnig útsöluhorn með vörum ú vorði frú kr. 200,-
Kompudótið flæðir um allar götur og alltaf jafnskemmtilegt
uð gramsa og leita. Notaða muni er að finna i miklu úrvali
og oft hægt að goru ótrúlega góð kaup.
LíHu við, sjón er sögu ríkuri!
Kartöflur Síld
jr, b Fiskur Flatkökur Sœlgœti
Ostar m Hákarl^®^ Hangikjöt Rœkja
Harðfiskur Hörpuskel há
Sœlgœti^— Egg "rSilungur
Kjötvara Hörpuskel Saltfiskur
KOLAPORTIÐ
MARKAÐSTORG
í DAG
VELVAKANPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Sammála
Sólveigu Rós
ÉG ER mjög svo innilega
sammála Sólveigu Rós,
sem skrifar í Velvakanda
2. júní, að mun nær sé okk-
ar gestrisnu þjóð að ganga
í að kanna hvort kjör Taí-
lendinga (og ef til vill fleiri
aðfluttra) geti hugsanlega
verið svo slæm að í ein-
hverjum tilfellum neyðist
þetta fólk til að hirða úr
ruslafótum sér til framfær-
is. Þótt staða öryrkja og
ellilífeyrisþega hér á landi
sé í mörgum tilfellum mjög
slæm, þá hafa þessir hópar
þó sín félög sem eru að
berjast fyrir bættum kjör-
um. Nýbúar, hvaðan sem
þeir koma, hafa ekkert
slíkt og eru heldur ekki í
aðstöðu til að berjast.
Þótt taílenskar stúlkur
hafí ekki flust hingað til
lands beinlínis sem flótta-
menn er þó rétt hjá Sól-
veigu að þær hafa komið í
von um betra líf, fátækt
og skortur á framfærslu-
möguleikum í þeirra
heimalandi er langt fyrir
ofan okkar skilning og
reynslu. Það er svo ör-
ugglega allur gangur á
hvernig þessum stúlkum
- og börnum þeim sem
þær svo eignast með ís-
lenskum sambýlismönn-
um eða eiginmönnum -
reiðir af hér og hvort
sambúðin endist.
Þegar ég las greinina
sem birtist nýlega í Vel-
vakanda um viðbjóð kon-
unnar, sem greinina skrif-
aði, á þessu athæfi datt
mér - eins og Sólveigu Rós
- líka strax í hug, hvort
þetta gæti ef til vill hafa
verið fólk sem hreinlega
neyddist til að fara í rusla-
fötur í leit að einhverju að
borða og flöskum til að
selja. Sé svo þarf allt aðrar
aðgerðir en að loka þess-
um einu matarholum þessa
fólks - og við Islendingar
erum vonandi ekki þau lít-
ilmenni að láta viðgangast
að þessar stúlkur og börn
þeirra séu á vergangi.
Ég þakka svo Sólvéigu
Rós fyrir að vekja máls á
þessu máli.
Guðrún Jóhannsdóttir,
(öryrki á sjötugsaldri)
Tal 12
VIÐ hjónin keyptum hjá
Tal GSM-síma og kort,
svokallað Tal 12, sem við
gáfum dóttur okkar. En
síminn eyðilagðist svo við
ætluðum að kaupa nýjan
síma hjá Tal en þá var
okkur sagt að við þyrftum
að kaupa aðra áskrift til að
fá nýjan síma. Þurfum við
þess vegna að kaupa rán-
dýran síma til að geta not-
að Tal 12 áfram. Tal er
ekki með viðgerðarþjón-
ustu fyrir síma, þannig að
þeir sendu okkur annað
með símann og vildu ekk-
ert fyrir okkur gera. Það
er alveg ljóst að við ætlum
að beina viðskiptum okkar
að Islandssíma þegar þess-
ari Tal-áskrift er lokið.
Guðmundur Þorsteinsson,
Reykjabyggð 4.
Um ofbeldi í
kvikmyndum
Vekvakanda barst eftirfar-
andi:
Mig langar að segja
nokkur orð vegna þess
sem Víkverji skrifaði í
Mbl. í morgun, miðviku-
daginn 2. júm', um ofbeldi í
kvikmyndahúsum. Víkveiji
segist vera sannfærður um
að orsakanna að ofbeldi sé
að einhveiju leyti að leita í
þessum kvikmyndum. Ég
er ekki sammála Víkverja -
ég tel að fólk eigi að kenna
bömum sínum muninn á
réttu og röngu en ekki að
kenna kvikmyndum um ef
eitthvað fer úrskeiðis.
Amal Rún.
Hvar fæst ný sfld?
AF hverju er ekki hægt að
fá keypta nýja sfld í físk-
búðum? Á vorin veiðist
óskaplega fín sfld, Matjes-
síld, sem þykir mikill
herramannsmatur. Þessa
sfld er mjög gott að steikja
og ef maður leggur hana í
marineringu er hún orðin
beinlaus eftir tvo daga.
Húsmóðir.
Dýrahald
Högni í óskilum
FYRIR nokkru síðan sett-
ist að hjá mér högni, hvít-
ur og svartflekkóttur að
lit. Hann er hugsanlega
árs gamall eða nálægt því.
Hann er ógeltur en virki-
lega ljúfúr og bh'ður kött-
ur, hreinlegur og kann alla
þá mannasiði sem köttum
ber að kunna. Vegna þess
að ég bý í blokk og sökum
reglna í fjölbýhshúsum er
mér ekki unnt að halda
kisa, þó svo ég gjarnan
vildi.
Ég sé fram á að innan
skamms verð ég að senda
Klóa, en það er nafnið sem
ég gaf honum, upp í Katt-
holt og eru þá örlög hans
ráðin. Ef einhver getur
séð sér fært að veita Klóa
gott heimili væri ég þeim
aðila þakklát. Ef einhver
hefur týnt högnanum sín-
um þá hafi hann samband
við Kattholt eða við
Brynju og Lýð í síma
895 8971.
SKAK
Hmsjón Margeir
Pétnrssun
STAÐAN kom upp á
búigarska meistaramótinu í
maí. Drenchev (2.370) hafði
hvítt og átti leik gegn Mar-
bolev (2.305)
31. Hxg7+ - Dxg7 32.
De6+ - Kh8 33. Hf5 og
svartur gafst upp.
Petar Genov, Vladimir
Georgiev og Vasil Spasov
urðu jafnir og efstir á mót-
inu með 10 v. af 15 mögu-
legum, en sá fyrstnefndi
var úrskurðaður sigurveg-
ari á stigum.
HVÍTUR
leikur og
vinnur
Víkverji skrifar...
SÖNGVAKEPPNI evrópskra
sjónvarpsstöðva er enn að
bögglast fyrir brjóstinu á Víkverja
þótt vika sé nú liðin frá því keppnin
var haldin í Jerúsalem. íslensku
fulltrúamir stóðu sig með prýði og
geta verið fullsæmdir af öðru sæt-
inu, en Víkverji verður þó að játa að
hann var dálítið sár þegar úrslitin
lágu fyrir, því við vorum svo fjandi
nálægt því að hreppa gullið. Vík-
verji gerir sér þó grein fyrir að
svona svekkelsi er ekkert annað en
vanþakklæti, sem menn verða að
vinna sig út úr.
Annað sætið er auðvitað stórkost-
legur árangur og svo má líka hugga
sig við, eins og refurinn forðum
þegar hann náði ekki í vínberin, að
það er ákveðinn súrkeimur af fyrsta
sætinu. Sú þjóð, sem vinnur
Eurovision-keppnina, þarf nefnilega
að halda hana að ári, með tilheyr-
andi kostnaði og veseni, og við Is-
lendingar eigum ekki einu sinni
húsnæði undir svona keppni. Annað
sætið hentar okkur því ágætlega og
við getum vel við unað, ekki síst
vegna þess að menn voru almennt
sammála um að okkar lag hefði ver-
ið best og við „áttum salinn“, eins
og glöggt mátti heyra í sjónvarpsút-
sendingunni. Það kemur líka dagur
eftir þennan dag.
Það vakti athygli Víkverja að nær
eingöngu konur voru í hlutverkum
flytjenda og í sjálfu sér ekkert við
það að athuga enda viðurkennd
sannindi að konur eru fremri körl-
um á flestum sviðum. Eini karlmað-
urinn, sem Víkverji man eftir í
fljótu bragði frá keppninni í Jer-
úsalem, er norski blökkumaðurinn
sem flutti þama dæmigerða norska
rapptónlist með miklum tilþrifum.
Jú, þarna voru líka fjórir piltar frá
Israel, sem Víkverja fannst að vísu
dálítið gamaldags og hallærislegir.
Stúlkumar sem komu þama fram
voru hins vegar hver annarri glæsi-
legri og Selma okkar var flottust.
XXX
VÍKVERJI hefur þó ákveðnar
efasemdir um tilganginn með
þessari keppni. Er hún haldin til að
kynna tónlistarhefðir viðkomandi
landa eða er hún eingöngu haldin
til að koma þeim einstaklingum,
sem taka þátt í keppninni, á fram-
færi á hinum alþjóðlega tónlistar-
markaði? Sé hið fyrmefnda til-
gangurinn er ljóst að mönnum er
farið að förlast og hafa greinilega
misst sjónar á markmiði og leiðum.
Á hinn bóginn fínnst Víkverja út í
hött að ríkið sé að styrkja auglýs-
ingastarfsemi einstaklinga í tón-
listarbransanum.
Sterk arabísk áhrif í mörgum lag-
anna að þessu sinni vöktu Víkveija
einnig til umhugsunar. Eftirminni-
legasta dæmið um þetta er framlag
Þjóðverja til keppninnar. Þjóðverj-
ar tefldu fram tyrkneskum lista-
mönnum, sem skiluðu sínu að vísu
með ágætum, en tónlist þeirra átti
ekkert skylt við þýðverska alþýðu-
tónlist, eins og hún hefur hingað til
hljómað í eyrum okkar. Fyrir
bragðið áttu Tyrkir tvö lög í keppn-
inni að þessu sinni.
Hvað vakti fyrir Þjóðverjum með
þessu útspili er ekki gott að segja.
Hafi þeir ætlað að bæta fyrir slæma
meðferð á tyrknesku farandverka-
fólki í Þýskalandi, með því að leyfa
þeim að taka þátt í keppninni fyrir
sína hönd, orkar það tvímælis svo
ekki sé meira sagt. Slíkt lyktar
nefnilega af hræsni og er stundum
kallað „að snobba niður fyrir sig“.
Væri Þjóðverjum nær að gera ráð-
stafanir til að draga úr atvinnuleys-
inu meðal tyrkneskra farandverka-
manna í Þýskalandi og greiða þeim,
sem hafa einhverja vinnu, hærri
laun.
Víkverji telur þó ekki útilokað að
með „tyrkneska trompinu" hafi
Þjóðverjar verið að senda fólki dul-
búin skilaboð, sem sé þau, að þeir
séu endanlega búnir að „gefa skít“ í
keppnina. Að það sé fyrir neðan
virðingu hreinræktaðra Þjóðverja
að taka þátt í þessari keppni, og að
tyrknesku farandverkamennimir
geti nú tekið við, eins og öðrum
skítverkum, sem Þjóðverjar sjálfir
vilja ekki vinna?
Svíar héldu hins vegar í þjóðlegar
hefðir og sigruðu með dæmigerðri
sænskri ballöðu í anda ABBA-
flokksins. Lagið er í skandinavísk-
um sveiflutakti, ekki ósvipuðum
þeim sem Geirmundur Valtýsson
notar gjaman í „Skagafjarðarsveifl-
unum“ sínum. íslendingar hafa hins
vegar þráast við að senda tónsmíðar
eftir Geirmund í Eurovision-keppn-
ina og hefur það komið þeim í koll.
Víkverji telur hins vegar að ekki sé
fullreynt með Geirmund.