Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Álit EFTA-dómstólsins um bótarétt í umferðarslysum þegar ökumaður er ölvaður
Endurupptöku tveggja
mála líklega krafíst
ENDURUPPTÖKU tveggja dóms-
mála, þar sem farþegum í bílum ölv-
aðra ökumanna var neitað um skaða-
bætur vegna slyss á grundvelli þess
að að þeim hafi verið kunnugt um
ástand ökumannanna, verður líklega
krafist fyrir Hæstarétti vegna nýs
álits EFTA-dómsstólsins, en hæsti-
réttur Noregs leitaði álits dómstóls-
ins í slíku máli.
Par var um að ræða farþega í bíl
sem hlaut 100% örorku en trygg-
ingafélag bílstjórans hafnaði honum
um bætur með vísan í ákvæði norsku
bifreiðalaganna sem segir bótai'étt
vegna slyss falla niður verði það rak-
ið til þess að bílstjóri hafí verið
drukkinn og farþegi vissi eða hefði
mátt vita um ástand hans. Hæsti-
réttur Noregs óskaði eftir ráðgef-
andi áliti EFTA-dómstólsins um
hvort það samræmdist tilskipunum
Evrópusambandsins um bifreiða-
tryggingar að hafa slíkt ákvæði í
landslögum og komst EFTA-dóm-
stóllinn að þeirri niðurstöðu að það
gerði það ekki.
Vilhjálmur H. Vilhjáimsson
hæstaréttarlögmaður fór með mál
manns sem slasaðist þegar bifreið
sem hann var farþegi í fór út af vegi
og valt, en ökumaður hennar var ölv-
aður. Hann hlaut 30% örorku og
stefndi tryggingafélagi eiganda bíls-
ins og krafðist 13 milljóna króna
skaðabóta. Héraðsdómur komst að
þeirri niðurstöðu að hinum slasaða
hefði átt að vera Ijóst að ökumaður-
inn væri ölvaður og gæti ekki borið
við eigin ölvun og minnisleysi því
hann hefði sjálfur komið sér í það
ástand. Hann hefði með ökuferðinni
tekið verulega áhættu og sýnt stór-
kostlegt gáleysi og þar með, sam-
kvæmt umferðarlögum, fyrirgert
bótarétti sínum. Dómnum var áfrýj-
að til Hæstaréttar sem komst að
sömu niðurstöðu nú í janúar.
Vilhjálmur hefur rætt við lögmann
konu sem átti í öðru sambærilegu
máli, sem Hæstiréttur dæmdi einnig
í á þessu ári, og segir hann þá vera
sammála um að reyna að fá málin
endurupptekin. Hann segir að jafn-
vel þótt Hæstiréttur hafni því að
málið verði tekið upp gæti farið svo
að þeir myndu leita skaðabóta írá
ríkinu á þeim forsendum að ákvæði
EES-samningsins um þessi efni hafi
ekki verið komin inn í íslensk lög.
Hann segist þó fremur kjósa að
Hæstiréttur samþykki ný réttarhöld
í málinu, enda yrði það ankannalegt
ef önnur sambærileg mál kæmu upp
fljótlega, þar sem leitað yrði álits
EFTA-dómstólsins og dómum breytt
í samræmi við það, en þeir tveir dóm-
ar sem hefðu fallið í slíkum málum
fyrr á þessu ári stæðu óbreyttir.
Skiptar skoðanir
um þýðingu dómsins
Haraldur Blöndal hæstaréttarlög-
maður segir það almenna skoðun
þeirra sem hafa fengist við skaða-
bótarétt á Islandi að sú áhætta sem
felist í því að setjast upp í bíl með
drukknum ökumanni skuli leiða til
niðurfellinga skaðabóta. Hann segir
að ef núverandi ábyrgðarti-yggingar
bifreiða eigi að ná til vítaverðs gá-
leysis hljóti það að leiða til hækkun-
ar tryggingaiðgjalda.
Haraldur segir álit EFTA-dóms-
stólsins, varðandi málið í Noregi, lík-
lega ekki koma til með að hafa eins
alvarleg áhrif hér á landi og haldið
hafi verið fram. Hann bendir á að
það lagaákvæði sem EFTA-dóm-
stóllinn telur að samrýmist ekki
EES-samningnum, þ.e.a.s. að bóta-
réttur manns falli niður setjist hann
upp í bíl með drukknum ökumanni,
sé ekki til í íslenskum lögum.
„I umferðarlögum segir efnislega
að það megi lækka eða fella niður I
bætur ef tjónþoli hefur sýnt af sér
vítavert gáleysi og hefur Hæstirétt- :
ur svo túlkað það að setjast upp í bfl |
með drukknum ökumanni sem víta- ;
vert gáleysi. Byggt á þeirri túlkun j
hefur það verið regla hér á landi að ■
bótaréttur fellur niður ef tjónþoli
vissi eða hefði mátt vita að ökumaður j
væri undir áhrifum," segir Haraldur. !
Að hans mati getur álit EFTA- ;
dómstólsins varðandi norska málið
ekki haft áhrif á skaðabótarétt hér á
landi því það lagaákvæði sem sé deilt
um þar sé ekki til hér og segir hann
þennan mun á norsku og íslensku
lögunum mjög mikilvægan varðandi
þetta mál. Norska lagaákvæðið sem ■
málið snúist um sé ekki til hér á
landi og þeir dómar sem hafi fallið
hér á þann veg að bótaréttur hafi
verið felldur niður vegna vitneskju
tjónþola um ölvun ökumanns hafi j
verið byggðir á túlkun Hæstaréttar j
á ákvæðinu um vítavert gáleysi.
í umferðarlögum segir einnig að
annaðhvort megi fella niður bætur
éða lækka bætur vegna vítaverð gá-
leysis og segir Haraldur það geti
hins vegar verið hugsanlegt að
Hæstiréttur taki að einhverju leyti
tillit til álits EFTA-dómstólsins, til
dæmis með því að lækka bætur í
stað þess að fella þær alveg niður.
Haraldur segist ekki telja eðlilegt
að aðild íslands að EES hafi áhrif á
réttarkerfi landsins. „Mér finnst sér-
kennilegt að aðild okkar að EES eigi
að breyta skaðabótarétti og vátrygg-
ingarétti á Islandi og er nokkuð viss
um að menn voru ekki að gera þenn-
an samning til þess. En mál sem
þetta sýnir okkur hversu ólíkleg
áhrif samningurinn getur haft. Það
vekur aftur spurningar um stjórn-
skipulegt gildi hans,“ segir Haraldur.
BBKlLi.
ímJÆI 2.990.-
Hrein
skemmtilesning
Höskuldur skipherra bregður
upp svipmyndum frá langri
starfsævi í LandheLgisgæslunni,
björgunarferðum á úthöf í
fárviðri og brotsjó og átökum
við herskip hennar hátignar.
Leiftrandi frásögn þar sem
skoplegu hliðar tilverunnar fá
að njóta sín.
Úáá
Mál og menning ÍKal
malogmenning.is Í|t|I
Laugavegí 18 • Slml 515 2500 • Slðumúla 7 • Sími 510 2500
FRETTIR
Ekki farið að reglum við
meðhöndlun á asbesti
DÆMI eru um að verktakar hafi að
undanförnu tekið að sér að rífa as-
best úr byggingum án tilskilinna
leyfa en slíkt er óheimilt með öllu.
Vinnueftirlitið varar stranglega við
slíkum undanbrögðum þar sem
vinna með asbest geti verið hættu-
leg en vitað er að innöndun asbest-
ryks getur valdið alvarlegum sjúk-
dómum, m.a. krabbameini.
Að sögn Víðis Kristjánssonar,
deildarstjóra efna- og hollustu-
háttadeildar hjá Vinnueftirlitinu, er
asbest enn víða að finna í bygging-
um sem verið er að rífa. „Það er
ekki gerð krafa til þess að efnið sé
fjarlægt ef ekki er talinn hætta á að
það mengi andrúmsloftið. En því
miður eru brögð að því að menn
svíkist undan við frágang og það er
oft erfitt að sanna eftirá hvort
menn hafi vitað af asbestinu eða
ekki.“
Notkun og meðhöndlun á asbesti,
eða vörum sem innihalda efnið, hef-
ur verið bönnuð hérlendis síðan
1983. Um efnið gilda reglur sem
miða að því að fyrirbyggja innönd-
un þess. Við niðurrif eða viðhald á
byggingum, vélum eða öðrum bún-
aði, þar sem asbest er að finna, þarf
að afla leyfis hjá Vinnueftirlitinu.
Verktökum og öllum þeim sem
kunna að vinna með asbest er ráð-
lagt að leita upplýsinga hjá Vinnu-
eftirlitinu en reglurnar er hægt að
nálgast á heimasíðu stofnunarinn-
ar: www.ver.is
Talið er að rekja megi sérstaka
tegund krabbameins (mesóþelíóma)
til asbest-mengunar og auk þess
eykur efnið hættu á lungnaki-abba-
meini.
Sjúkdómstilfellum hefur
fjölgað á undanförnum árum
í könnun sem gerð var á vegum
Vinnueftirlitsins og náði yfir tíma-
bilið 1965-1995 fundust alls 20 sjúk-
lingar með sjúkdóminn. Einnig
kom í ljós að sjúkdómstilfellum hef-
ur fjölgað á síðustu 30 árum. Lík-
legasta skýringin er talin vera mikil
asbest-notkun fyrr á árum en sjúk-
dómurinn kemur oft ekki fram fyrr
en 30-50 árum eftir að viðkomdandi
hefur orðið fyrir asbest-mengun.
Að sögn Víðis freistast menn til
þess að svíkjast undan við með-
höndlun asbests og sækja ekki um
leyfi vegna þess aukakostnaðar
sem hlýst af því að fjarlægja efnið.
„Erlendis er víða sleginn varnagli
við því í tilboðum að asbest kunni
að leynast í byggingum sem standi
til að rífa og leggst þá aukinn
kostnaður ofan á,“ segir Víðir.
Hann segir vandamálið svipað í
Evrópu og hér og sums staðar
meira þar sem efnið hafi verið mik-
ið notað fyrr á árum, t.d. við skipa-
smiðar. „Undanfarin ár hefur kom-
ið kúfur nýrra sjúkdómstilfella er-
lendis. Það er jafnvel talið að aukn-
inguna megi rekja til smíði her-
skipa í stríðinu.“
Beðið
eftir
jólunum
ÞESSI litli snáði bíður jólanna
með mikilli eftirvæntingu eins og
margir af hans kynslóð. Hann
heitir Einar Pálmarsson og var
að skoða sig um á sýningunni
JólahöIIin í LaugardalshöIIinni
þegar Ijósmyndari blaðsins hitti
hann. Þrátt fyrir að á sýningunni
væri á boðstólum hverskyns
glingur og glys var Einar litli
hrifnastur af blöðrunni sem hann
fékk. Enda veit hann eins og önn-
ur börn að til þess að njóta jól-
anna þarf ekki endilega að kosta
miklu til. Sýningin í Laugardals-
höllinni er opin til mánudags
milli kl. 16 og 20. Þar kynna um
100 fyrirtæki og þjónustuaðilar
vorur sinar.
Morgunblaðið/Kristinn
Slapp vel
úr hörðum
árekstri
SAUTJÁN ára piltur var flutt-
ur á slysadeild eftir árekstur á
Digranesvegi í fyrrinótt.
Meiðsli hans reyndust ekki al-
varleg og telur lögreglan í
Kópavogi að hann hafi sloppið
vel miðað við aðstæður.
Pilturinn, sem var einn í
fólksbifreið sinni, var á leið
vestur Digranesveg er hann
sofnaði undir stýri með þeim
afleiðingum að hann ók bifreið-
inni yfir á öfugan vegarhelming
og hafnaði á kyrrstæðum jeppa,
sem færðist eina bfllengd úr
stað við höggið. Báðar bifreið-
irnar voru dregnar á brott með
kranabifreið.
Reynt að
smygla 1 k g
af hassi
LÖGREGLAN í Reykjavík
hefur í vörslu sinni eitt kg af
hassi, sem fannst í síðustu viku
fyrir tilviljun í einu skipa Eim-
skipafélagsins, sem kom frá
Danmörku. Málið er í rannsókn
lögreglunnar en enginn hefur
verið handtekinn vegna máls-
ins.
Tollgæslumenn fundu við
venjubundna leit í öðru skipi
Eimskipafélagins um síðustu
helgi um 60 lítra af sterku áfengi
auk vindlinga, bjórs og kjöts,
sem smygla átti til landsins.
Kviknaði
í feitipotti
SLÖKKVILIÐIÐ var kvatt út
til að reykræsta íbúð við
Fannafold í gærkvöldi. Kviknað
hafði í potti og höfðu húsráð-
endur náð að slökkva eldinn
þegar slökkviliðsmenn mættu á
staðinn. Það tók slökkviliðið tíu
mínútur að reykræsta íbúðina.