Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Margt leynist í hákarlsmaga Hákarlsverkunin í Bjarnarhöfn er löngu landsþekkt. A dögunum tók bóndinn þar við sjö stórum hákörlum og voru sumir með haus og innyflum. Gunnlaugur Arna- son fréttaritari fylgdist með verkuninni og spjallaði um leið við Hildibrand Bjarnason. HILDIBRANDUR Bjamason há- karlsverkandi í Bjarnarhöfn á Snæ- fellsnesi fékk nýlega sjö hákarla af togaranum Breka frá Vestmanna- eyjum. Fjórir voru heilir með haus og innyflum, en áhöfin hafði gert að þremur. Þetta voru stórar skepnur, milli 5-7 metrar á lengd. Hákarl vex ákaflega hægt og hljóta því þessar skepnur að vera fjörgamlar. Fréttaritari heimsótti Hildibrand bónda og fékk að fylgjast með vinnubrögðum hans við að skera og verka þennan mikla feng. Mismunandi verkunaraðferðir Hildibrandur byrjaði á því að rista á kvið skepnunnar og flæddu innyflin þá út. Lifrin er mjög stór og vegur mörg kíló og var hún mjög verðmæt á öldum áður þegar lýsi var notað sem eldsneyti. Ymis- legt kom á óvart sem leyndist í maga hákarlanna. Þar var að finna 10 til 15 fiska í hverjum, þorsk, ýsu og karfa, sem þeir höfðu gleypt í heilu lagi. Þama voru meðal ann- ars 7-9 kg þorskar svo það er gi’einilegt að þessar skepnur hafs- ins eru í mikilli samkeppni við manninn um fæðuna. Næst var hákarlinn skorinn í stykki, í hæfilegar beitur. Kviðhá- karlinn er kallaður glerhákarl þeg- ar hann er tilbúinn til átu og er allt annars eðlis en búkhákarhnn. Næsta stig er að leggja hákarlinn í kös. Aðferðir við að kæsa hákarl eru mismunandi og það jafnvel eft- ir landshlutum. Hildibrandur hefur sína eigin aðferð og vill ekki segja meira um það. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Lilja Sæmundsdóttir frá Hall- dóri Jónssyni hf. kynnir nýjustu línu í hársnyrtingn. Námskeið fyrir hár- snyrtifólk Egilsstaðir - Halldór Jónsson hf., stóð nýverið fyrir námskeiði í hársnyrtingu á Hóteli Héraði á Egilsstöðum. FuIItrúar frá Hall- dóri Jónssyni voru Sólveig Níels- dóttir og Lilja Sæmundsdóttir en þær kynntu vörurnar og notkun þeirra. Þátttakendur á námskeiðinu voru félagar í Hársnyrtifélagi Austurlands. Notaðar voru snyrtivörur frá Wella og Sebasti- an og kynntar voru nýjungar í hárlitun, klippingu og permanenti. Hákarlinn liggur í kösinni að jafnaði í 8 vikur. Kæsingin hefur í för með sér, að eitruð eggjahvítu- efni brotna niður í óskaðlegar am- inósýrur. Nýtt hákarlakjöt er eitr- að og veldur sjóntruflunum, svima, niðurgangi eða krampa og jafnvel dauða. Þegar hákarlinn er orðinn rétt kæstur eru beiturnar hengdar upp í hjall þar sem þær eru látnar þoma í 4 til 5 mánuði. Þá er verkun lokið og afurðin tilbúin til sölu. Þetta er langur og flókinn ferill og gæðin fara eftir því hvemig til hef- ur tekist. Tólf ára gamall í hákarlaróður Af hverju stundar Bjarnarhafn- arbóndinn svo óvenjulegan bú- skap? Hann segist hafa alist upp við það að faðir hans, Bjarni Jóns- son, veiddi og verkaði hákarl á Ströndum þar sem hann bjó á upp- vaxtarárum Hildibrands. Þar hafí hann kynnst hákarlaverkun. Tólf ára gamall fór Hildibrandur með föður sínum í hákarlaróður. Aður fyrr veiddist hákarl á línu eða færi. Nú veiðist hann aðallega í troll. Eftir að togamir stækkuðu gátu þeir geymt hákarlinn um borð og komið með hann að landi. Fyrir 20 áram var farið að bjóða Bjarn- arhafarfeðgum hákarl til verkunar og þeir hófu þá verkun í smáum stíl. Starfsemin hefur aukist jafnt og þétt og sama má segja um neysluna. Fyrir nokkram áram var hákarl aðeins borðaður á þorra með öðr- um þorramat, en á síðustu áram hefur neyslan margfaldast. Það kemur til af því að hægt er að kaupa hákarl allan ársins hring og eins hafa margir trú á lækninga- mætti hans. Hildibrandur hefur selt hákarl í Kolaportinu nærri því frá upphafi þess. Þar er borgarbú- um boðið upp á að smakka og það era alltaf fleiri og fleiri sem kaupa hákarl reglulega og leggur Hildi- brandur áherslu á að hægt sé að treysta gæðum Bjarnarhafnarhá- karlsins. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Þegar Hildibrandur Bjarnason ristir á kvið hákarls- ins vellur út fiskur og kúlulaga egg hákarlsins. Eggin geta skipt hundruðum í hverri „hákerlingu". I fyrstu eru þau á stærð við krækiber, en síðar eins og mávsegg. Ur einni hákarlsmeri gat komið tunna af eggjum og voru þau stundum borðuð áður fyrr. Ekki er gott að lenda í hákarlskjafti enda kjafturinn víður með hvössum tönnum í mörgum röðum. Eftir að búið er að hreinsa út innyflin er hausinn skorinn af. Hann er ekki nýttur, en tennumar vekja athygli. Hann er meira en landsfrægur hákarlabóndinn í Bjarnarhöfn. Nýlega vora franskir sjónvarpsmenn í heimsókn í þeim tilgangi að afla efnis í sjónvarps- þátt. Fimm til sjö milljónir Frakka munu sjá þáttinn í franska sjónvarpinu. Frönsku sjónvarpsmennimir fylgdust grannt með hákarlsbóndauum að störfum og í forgranni sjást nokkrir gamlir hákarlar sem bíða verkunar. Ekki verður skortur á hákarli hjá bóndanum í Bjarnarhöfn í byrjun nýrrar aldar. Hér sjást búkhá- karlsbeitur tilbúnar til kösunar. Sr. Friðrik J. Hjartar kveður Ólafsvíkursöfnuð Ólafsvík - Sr. Friðrik J. Hjartar kvaddi söfnuð sinn í Ólafsvíkur- kirkju sunnudaginn 14. nóvember við húsfylli. Hann hefur sem kunn- ugt er verið skipaður til þjónustu í Garðaprestakalli frá 15. nóvember að telja. Þann dag vora nákvæmlega 12 ár liðin frá_ því að hann tók við embætti hér í Ólafsvík. Sr. Friðrik rakti í kveðjuræðu sinni allt það sem til framfara hefur orðið í starfi safnaðarins og kirkjunn- ar á þessum tólf árum. Hann gat þess einnig að honum og fjölskyldu hans hefði liðið vel í Ólafsvík þessi ár og væru rík af góðum minningum. Eitt barn var skírt við guðsþjónustuna. I byrjun messunnar gat sr. Frið- rik tveggja góðra gjafa. Annars veg- ar var kirkjukórnum færð peninga- gjöf til minningar um Hrefnu Bjarnadóttur og mann hennar, Ólaf Kristjánsson. Hrefna starfaði um langt árabil í kirkjukórnum og var lengi formaður safnaðarnefndar Ólafsvíkurkirkju. Hrefna hefði orðið 75 ára nú í haust, hefði henni enst aldur. Það voru börn Hrefnu og stjúpbörn Ólafs heitins sem færðu kórnum gjöfina. Hins vegar var tekinn í notkun fagur bókarstóll sem hjónin Helga Lárusdóttir og Leó Guðbrandsson gáfu kirkjunnni. Helga hefur safnað í áheitabók meðal ættingja og vina og er þetta ekki fyrsta gjöfin frá henni. Að guðsþjónustunni lokinni var haldið kaffisamsæti í safnaðarheimil- inu til heiðurs og þakkar prestshjón- unum. Flutt voru ávörp og gjafir gefnar. Eitt helsta þakkarefni Ólafsvík- Morgunblaðið/Árni Sæberg Sr. Friðrik J. Hjartar og eiginkona hans, Anna Nilsdúttir. inga gagnvart þeim hjónunum, frú Önnu Nilsdóttur og sr. Friðriki og börnum þeirra er hversu vel þau lög- uðu sig að hinu daglega lífi fólksins í byggðinni jafnt í starfi og leik. Má segja að þau hafi verið elskuð og virt af sóknarbörnum sínum. Þessu er lýst nokkuð í vísu sem eitt sóknarbarnanna færði sr. Frið- riki núna þegar hann er að kveðja Ólafsvíkursöfnuð: Þú hefur kennt um ljós sem lifir og lýsir upp hin dimmu sker. Þú hefúr krossað okkur yfir aftur verður launað þér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.