Morgunblaðið - 20.11.1999, Síða 69

Morgunblaðið - 20.11.1999, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 69 KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Afmælisvika Laugarnes- kirkju UM þessar mundir eru 50 ár liðin | frá vígslu Laugarneskirkju. Laug- arnesbúar eru stoltir af kirkju 1 sinni, sem teiknuð er af Guðjóni Samúelssyni, stílhreint hús með sterka sál. Það er metnaður okkar sem hér störfum, að kirkjan standi hverfisbúum opin á þann hátt að fólk finni sig heima og sjái sig eiga erindi til kirkjunnar. Á tímum sí- aukinnar aðgreiningar ólíkra þjóð- félagshópa leggjum við áherslu á það, að allir aldurshópar og allir Íheilsufarshópar eiga kirkjuna sam- s an. Hún skal vera aðgengileg öllu 1 fólki og þar skulu allir vera jafnir. Á tímum síaukins hraða og tvístrings leggjum við áherslu á það, að kirkj- an er í hverfinu heima. Afmælisvika kirkjunnar hefst við guðsþjónustu á morgun og henni lýkur með aðventukvöldi á fyrsta sunnudegi í aðventu. Við messuna á morgun munum við hvort tveggja minnast áranna fimmtíu og áranna eitt þúsund, en að athöfn lokinni verður opnuð merk myndlistarsýn- ing í safnaðarheimili kirkjunnar sem ber yfirskriftina „Tíminn og trúin“. Hér eru að verki sjö mynd- listarkonur, sem frumunnið hafa verki sín af þessu tilefni, og vísum við til umfjöllunar í Lesbók Morg- unblaðsins í dag. Á þriðjudagskvöldið kl. 20 mun fullorðinsfræðsla Laugarneskirkju bjóða upp á opinn fyrirlestur í safn- aðarheimilinu þar sem dr. Sigur- björn Einarsson fjallar um trúarlíf kristins manns. En kl. 21 er að venju „þriðjudagur með Þorvaldi", lofgjörðar- og bænastund í kirkjuskipi. Miðvikudagar eru fráteknir fyrir börnin og unglingana, þá eru „kirkjuprakkarar" (7-9 ára) kl. 14.30 og TTT (10-12 ára) kl. 16 og unglingastarf um kvöldið í sam- vinnu Laugarneskirkju, Þrótt- Iheima og verslunarinnar Blóma- vals, sem styrkt hefur unglingastarfið myndarlega í vet- ur. Mega barnafjölskyldur í hverf- inu búast við heimsókn frá kirkjunni sinni milli kl. 19-20 á mið- vikudaginn, en þá munu fermingar- börn ásamt mörgu myndugu safn- aðarfólki knýja dyra og gefa fjölskyldunni aðventudagatal sem jafnframt er sögubók fyrir börn. Hér er á ferðinni bókargjöf sem all- Iar þjóðkirkjur Norðurlanda standa saman að í tilefni af árþúsundamót- um og kærkomið tækifæri á afmæl- isári að minna á kirkjuna og trúna. Á fimmtudegi kl. 14 blæs þjón- ÍLJlJLí! I i Laugarneskirkja ustuhópur Laugarneskirkju til af- mælisgleði eldri borgara, þar sem saga kirkju og hverfis verður rakin í máli og myndum. Guðfinna Ragn- arsdóttir menntaskólakennari mun flytja erindi, áður óbirtur kvik- myndabútur frá vígslu Laugar- neskirkju verður sýndur og göml- um myndum úr hverfinu verður varpað upp á vegg til skoðunar og skrafs. Loks eru veitingar í boði eins og ætíð. Plássins vegna mun síðar greint nánar frá glæsilegum afmælistón- leikum Kórs Laugarneskirkju sem haldnir verða laugardaginn 27. kl. 17 og helgihaldi fyrsta sunnudags í aðventu, sem einnig verður með há- tíðarsniði. Loks minnum við á morgunbænir sem haldnar eru hvern virkan dag kl. 6.45-7.05 í kirkjuskipi. Þar er gott að byrja daginn. Hvetjum við allt sóknarfólk og safnaðarfólk til að fjölmenna til kirkju sinnar og efla samstöðuna á tímamótum. Sóknarprestur, starfsfólk og sóknamefnd Laugameskirkju. Kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Á MORGUN, sunnudag kl. 20, verður kvöldvaka við kertaljós í Fríkirkjunni í Hafnarfirði með fjöl- breyttri dagskrá í tali og tónum en slíkar kvöldvökur eru haldnar einu sinni í mánuði. Yfirskrift kvöldvök- unnar að þessu sinni er lífið í gleði og sorg. _ Það er Orn Arnarson sem leiðir tónlistarflutning og undirleik ás- amt Ingu Dóru Hrólfsdóttur, sem leikur á flautu, Hrólfi Hreiðarssyni á gítar, Guðmundi Pálssyni bassa- leikara og Eðvald Einari Stefáns- syni á trommur. Söng leiða þær Kristín Erna Blöndal, Guðrún Finnbjarnardóttir og Edda Möller. Halla Jónsdóttir, fræðslustjóri þjóðkirkjunnar, mun flytja hugleið- ingu um það hvemig við getum byggt upp sjálfsvirðingu okkar og sjálfstraust til þess að geta tekist á við lífið í gleði og sorg. Þessar mánaðarlegu kvöldvökur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði hafa verið vel sóttar og fólk virðist njóta þess að geta átt notalega stund við kertaljós, íhugun og fallega tónlist í kirkjunni sinni. Einar Eyjólfsson. Bandprjónninn og Biblían í FYRRAMÁLIÐ, sunnudag kl. 10, mun dr. Loftur Guttormsson prófessor flytja erindi á fræðslum- orgni í Hallgrímskirkju. Erindið nefnist: Bandprjónninn og Biblían. Þegar þjóðin varð læs. Dr. Loftur hefur umyirabil stundað rannsókn- ir á læsi Islendinga, með sérstakri áherslu á 18. öldina og upphaf þeirrar 19. I kjölfar athugunar þeirra Ludvigs Harboes og Jóns Þorkelssonar á mennta- og menn- ingarástandi þjóðarinnar um miðja 18. öld var gert árak í lestrar- og kristindómsfræðslu sem olli mikl- um umskiptum á skömmum tíma. Biblían og bandprjónninn voru mikilvæg hjálpartæki í þessu átaki. Nýr prestur í Garðaprestakalli Á MORGUN, sunnudag, mun fara fram innsetning sr. Friðriks J. Hjartar, í embætti prests við prestakallið. Sr. Friðrik hefur und- anfarin ár verið sóknarprestur í Ól- afsvík. Mun dr. Gunnar Kristjánsson prófastur setja sr. Friðrik í emb- ættið við guðsþjónustu í Garða- kirkju kl. 14. Er mikið fagnaðarefni að fá sr. Friðrik til samstarfs á akri Drottins sem svo sannarlega er hvítur til uppskeru. Að lokinni at- höfn í Garðakirkju er viðstöddum kirkjugestum boðið til kaffisam- sætis í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju, til heiðurs sr. Friðr- ik og fjölskyldu hans. Garðaprestakall inniheldur þrjár sóknir: Bessastaðasókn, Garðasókn og Kálfatjarnarsókn í Vatnsleys- ustrandarhreppi. Hans Markús Hafsteinsson. Létt sveifla - Kvöldmessa í Neskirkju Sunnudagskvöldið 21. nóvember kl. 20 verður kvöldmessa með léttri sveiflu í Neskirkju. Reynir Jónas- son, harmonikkuleikari og organ- isti, sér um tónlistarflutning ásamt hljómsveit og sönghópnum Einka- vinavæðing. Hljómsveitina skipa Edwin Kaaber, sem leikur á gítar, Ómar Axelsson, á bassa, Sveinn Óli Jónsson, á trommur en sjálfur mun Reynir leika á harmonikku. Hálf- tíma fyrir messu flytur hljómsveit- in tónlist í kirkjunni. Að messu lok- inni verður boðið upp á veitingar í safnaðarheimilinu. Sama dag kl. 14 er hefðbundin guðsþjónusta safnaðarins og ann- ast séra Örn Bárður Jónsson báðar athafnirnar. Sunnudagaskólinn. Fjöldi bama og foreldra kemur til kirkju kl. 11 á sunnudögum. Starfinu er skipt í tvo hópa. Yngri börnin eru í kirkjunni en 8-9 ára börn í safnaðarheimil- inu. Notað er mjög vandað fræðslu- efni. Börnin fá veggspjald og myndir til að líma á spjaldið. Fjall- að er um kristna trú í landinu í þús- und ár. Óhætt er að fullyrða að bæn og trúariðkun er eitt besta vegan- esti sem böm fá fyrir lífsgönguna. Stuðlum að því að bömin fari ekki á mis við að kynnast þeirri lífæð sem trúin er. Æðruleysismessa í Dómkirkjunni Sunnudagskvöldð 21. nóvember kl. 21 verður æðruleysismessa í Dómkirkjunni. Þar mun sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédika og fjalla um trúarlegan bakgrunn 4.-7. spors reynslusporanna tólf. Ein- hver sem hefur náð bata í áfengis- eða vímuefnavanda eftir tólfspora- leiðinni mun segja frá reynslu sinni. Anna Sigi'íður Helgadóttir og Bræðrabandið munu sjá um tónlist- ina sem verður bæði létt og ljúf. Sr. Karl V. Matthíasson mun leiða samkomuna en sr. Anna Sigríður Pálsdóttir mun leiða fyrirbæn og í lokin munu prestarnir veita ein- staklingum fyrirbæn við altarið, leggja hendur yfír þá og veita blessun. Messuheimsókn í Kópavogskirkju Á sunnudaginn kemur Gerðu- bergskórinn og syngur við guðs- þjónustu í Kópavogskirkju kl. 14. Kórinn annast messusöng og flytur einnig lög í lok guðsþjónustunnar. Einnig munu félagar úr félags- starfinu í Gerðubergi taka þátt í guðsþjónustunni, meðhjálpari verður Eyjólfur R. Eyjólfsson og ritningarlestra lesa Ingibjörg Björgvinsdóttir og Sigríður Jóns- dóttir. Stjórnandi kórsins er Kári Friðriksson, en organisti verður Hrönn Helgadóttir. Sóknarprest- ur, sr. Guðni Þór Ólafsson, predik- ar. Heimsókn Gerðubergskórsins er orðinn árlegur viðburður í Kópa- vogskirkju um þetta leyti árs og er öldruðum boðið sérstaklega til guðsþjónustunnar. Rútuferð verð- ur frá þjónustuíbúðum aldraðra við Kópavogsbraut la og lb um kl. 13:30, og frá Skjólbraut litlu síðar, og til baka að lokinni guðsþjónustu. Borgarstjóri á samkomu KFUM & K Á MORGUN, sunnudag, mun borgarstjórinn í Reykjavík, frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, vera gestur á samkomu hjá KFUM & K í aðalstöðvum félaganna við Holta- veg, kl. 17. Mun borgarstjóri flytja ávarp á samkomunni í tilefni af 100 ára af- mælis KFUM & K og heyrst hefur að hún muni koma færandi hendi og afhenda KFUM & K í Reykjavík afmælisgjöf í tilefni 100 ára afmæl- isins. Samkoman verður að öðru leyti í umsjá miðbæjarstarfs KFUM & K og mun Guðmundur Ingi Leifsson skólastjóri verða stjómandi sam- komunnar. Á meðal efnis verður að sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, mið- bæjarprestur KFUM & K, mun segja börnunum sögu, hópur ung- menna sem komið hefur nálægt miðbæjarstarfi félaganna mun syngja, Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri KFUM & K í Reykjavík, mun segja nokkur orð og Einar Pálmi Matthíasson, smið- ur og leiðtogi í miðbæjarstarfi ' KFUM & K, mun flytja hugvekju. Hluta samkomutímans verður boðið upp á sérstakar samvemr fyrir börn við þeirra hæfi. Skipt verður í hópa eftir aldri. Að lokinni samkomunni gefst fólki kostur á að staldra við og fá sér ljúffenga og samfélagseflandi máltíð á sérstaklega fjölskyldu- vænu verði. Allir em velkomnir á samkom- una og vonast er eftir fjölmenni. Sigurbjöm Þorkelsson, fram-- kvæmdastjóri KFUM & K í Reykjavík. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 13. Kvikmyndasýning. Farið í Sýningarsal Vilhjálms Knudsen. Kaffiveitingar í Nonæna húsinu. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Hall- dórsson. KEFAS, Dalvegi 24. Samkoma í dag kl. 14. Björg R. Pálsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir. Þri: Bæn- astund kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnh’. Mið: Samverastund unga fólksins kl. 20.30. Alir hjart- anlega velkomnir. Hvammstangakirkja. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Stjómandi Elín Jóhannsdóttir. Unglingakórinn: Æfing í Safnaðar- heimilinu Vinaminni kl. 14. Stjórn- andi Hannes Baldursson. I I NatU7^i . "‘'"V'., /'fr,- ■ tP ' V 1“ Mantelassí sóíasett 3+1 + 1 með vönduðu ledri eða áklæði Mikið úrval af homsófum með | leðri og aklæói tmm . Nviar sendingaraf glæsilegum sófasettum Við bjóðum nú ótrúlegt úrval af vönduðum borðstofuhúsgögnum á góðu verði frá hinu heimsþekkta fyrirtæki Skovby 4S]hús usgöqn Ármúla 8 - 108 Reykjavík Sími 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.