Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 65
UMRÆÐAN
gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju
hefur vaxið talsvert frá því að
Kyoto-bókunin var samþykkt og
frekari aukning er fyrirsjáanleg.
Þannig er gert ráð fyrir að losun
vegna stóriðju verði liðlega 800 þús.
tonn árið 2000, eða um helmingi
meiri en árið 1995, en þó minni en
árið 1990.
Til skemmri tíma litið virðast
ekki vera tæknilegar forsendur fyr-
ir því að draga úr losun vegna stór-
iðju. Ef ekki fæst sú undanþága
sem íslensk stjómvöld sækjast eft-
ir virðist því aðeins tvennt vera til
ráða; að stöðva frekari vöxt stóriðju
eða tryggja að þau fyrirtæki sem
vilja reisa og reka stóriðju hér á
landi afli sjálf losunarkvóta fyrir
nýja starfsemi. I þessu sambandi
má benda á að áætlað er að það
kosti um 1000 kr. að binda eitt tonn
af koldíoxíði á ári. Það gæti því
kostað um 200 m.kr. á ári að binda
sem svarar árlegri losun 120 þús-
und tonna álvers.
Fiskveiðar
Losun gróðurhúsalofttegunda
við fiskveiðar hefur vaxið um fjórð-
ung frá árinu 1990 en framleiðsla
sjávarafurða óx um 11% frá 1990 til
1996. Þessari þróun þarf að breyta.
Afla þarf meiri verðmæta úr hafinu
með sífellt minni orkunotkun með
því að innleiða frekari hvata til ork-
uspamaðar. Fjölmargar leiðir
koma til greina. Má nefna samn-
inga milli stjórnvalda og útgerðar-
manna um losun, losunarkvóta á
einstaka fyrirtæki eða losunar-
gjöld. Islensk útgerð hefur áður
sýnt mikla aðlögunarhæfni og með
ofangreindum aðgerðum er ekki
óraunhæft að ætla að auka megi
orkunýtni í greininni um 5 til 10% á
næstu 10 árum. Búast má við að
ýmsar tækniframfarir geri þetta
viðráðanlegt þannig að samkeppn-
isstaða greinarinnar verði ekki lak-
ari en hún er í dag. Þá þarf að
tryggja að útgerðin taki umhverfis-
væna kælivökva í notkun. Útgerðin
sjálf virðist hafa tekið það mál föst-
um tökum.
Sameiginlegar aðgerðir með
öðrum ríkjum
í Kyoto-bókuninni er skapað
svigrúm til að þjóðir heims eigi
samstarf um aðgerðir. Þannig
mætti hugsa sér að íslensk stjórn-
völd stofnuðu til samstarfs við ríki í
Austur-Evrópu um aðgerðir til að
beisla jarðhita sem kæmi í stað
kola. Afrakstri slíkra verkefna í
formi minni losunar gróðurhúsa-
lofttegunda má skipta á viðkom-
andi ríki. Binding koltvíoxíðs í
gróðri er annar valkostur sem
Kyoto-bókunin býður upp á.
Markvissar aðgerðir í skógrækt
eru vel fallnar til að ná slíkum
markmiðum.
Spá tekin saman af höfundi á
grundvelli upplýsinga frá umhverf-
isráðuneyti og skýrslu ráðgjafan-
efndar um efnahagsþætti samninga
um minnkun á losun gróðurhúsa-
lofttegunda, 15. febrúar 1999.
Ofangreind tafla endurspeglar
þá staðreynd að Islendingar geta
staðið við skuldbindingar Kyoto-
bókunarinnar án þess að það íþyngi
verulega efnahagslífinu. En for-
senda er sú að tímanlega verði
gripið til raunhæfra aðgerða.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landverndar.
Nordsjö málning
frá 245 kr. lítrinn
C
ÓDÝRI MARKAÐURINN
KNARRARVOGI 4 • S: 568 1190
l ÁLFABORGARHÚSINU
Gróska mót-
mælir Verði
STJÓRN Grósku mótmælir álykt-
un Félags ungra Sjálfstæðismanna
á Akureyri um ísland fyrir Islend-
inga. í frétt frá Grósku segir að
„grundvallarmannréttindi eiga
ekki að snúast um færni fólks í ís-
lensku enda standast ekki allir Is-
lendingar samræmt grunnskóla-
próf í íslensku. Eru þeir minni
Islendingar fyrir vikið?“
í ályktun Grósku segir einnig:
„Við skulum frekar bjóða fólk sem
flyst hingað til lands velkomið með
því að gera því kleift að læra ís-
lensku, vegna þess að við viljum fá
það inn í okkar samfélag, í stað þess
að gera íslenskuna að kvöð.
Við teljum að með ályktun Varð-
ar á Akureyri sé verið að ýta undir
fordóma gagnvart útlendingum og
draga fólk í dilka eftir þjóðerni. Nú
á tímum vaxandi fjölda innflytjenda
á íslandi er slíkt einungis fallið Jil
þess að gera hag þessara nýju ís-
lendinga erfiðari en nauðsynlegt er.
Við teljum að ísland eigi að vera
opið fyrir fólki af öllum þjóðemum
óháð því hvort fólk kemur hingað af
efnahagslegum ástæðum, pólitísk-
um eða af þeirri ástæðu einni að
það vill búa á íslandi."
títilífssýningin
Yetrarlíf 2000
LANDSSAMBAND íslenskra
vélsleðamanna í Reylq'avík heldur
sína árlegu sýningu á nýjum véls-
leðum og fjölbreyttum búnaði til
vetrarútivistar. Sýningin er haldin í
5. skipti nú í húsi Ingvars Helga-
sonar hf. við Sævarhöfða og er að-
gangur ókeypis. Sýningin er opin
laugardag frá kl. 10-18 og sunnu-
dag kl.12-18.
Oll umboð fyrir vélsleða sýna
nýjustu árgerðirnar og tengdan
aukabúnað. A sýningunni verða
einnig um 20 önnur fyrirtæki sem
sýna fjölbreyttan búnað sem teug-
ist ferðamennsku og vetrarútivist.
Verslunin
Parket flytur
PARKET ehf. opnai- nýja verslun í
Bæjarlind 14-15 í Kópavogi í dag,
laugardaginn 20. nóvember. Versl-
unin var áður til húsa á Hringbraut
119, JL-húsinu. í tilefni opnunar-
innar verður opið hús í dag og sér-
stök opnunartilboð á öllum vörum
sem til eru á lager. Allir velkomnir.
Parket var stofnað árið 1991 og
hefur veitt alhliða parketþjónustu
síðan, s.s. slípun, parketlagnir, véla-
leigu o.fl. Ivar Ómar Atlason hefur
verið eigandi verslunarinnar frá
upphafi, fyrst með Orra Vilbergs-
syni, en einn síðan 1996.
I húsnæðinu í Kópavogi er öll
aðstaða fyrir viðskiptavini hin þægi-
legasta og aukið úrval af prufum til
sýnis, segir í fréttatilkynningu.
^mb l.i is
ALL.TAf= E!TTH\SA£J NÝTl
100 fyrirtæki sýna allt til jólanna og jólagjafa, jólasveinarnir
taka sérstaklega vel á móti börnunum allan tímann.
Frábær skemmtidagskrá og uppákomur.
TíttAWClí
Ágóðinn af 100 króna
aðgangseyri rennur til
Barnaspítala hringsins
Opnunartími:
Föstudag 16:00 - 20:00
Laugardag 10:00-20:00
Sunnudag 10:00 -18:00
ljósvirki eht Missið ekki af stórskemmtilegri sýningu - öerið góð kaup fyrirjólin
, UPPLÝSINGASlMI JÓLAHALLARINNAR ER 6987808 EINNIG ER HÆGT AÐ SENDA TÖLVUPÓST A jol@simnet.is
*
it