Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 79 \
I
i
I
p
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Stjörnubíó og Laugarásbíó frumsýna rómantísku spennum-
yndina Örlagavef eða „Random Hearts“ með Harrison Ford og Kristin Scott-
Thomas í leikstjórn Sidney Pollacks.
Flugslys og framhjáhald
DUTCH Van Den Broeck (Harri-
son Ford) starfar við innra eftirlit
lögreglunnar í Washington. Kay
Chandler (Kristin Scott-Thomas)
er þingkona frá New Hampshire.
Makar þeirra farast í flugslysi og
þegar Dutch kannar það betur
kemur í ljós að þeir sátu hlið við
hlið og þóttust vera hjón. Hann fer
með þær upplýsingar til þingkon-
unnar og eftir því sem hann kafar
dýpra í málið verður það æ dular-
fyllra.
Þannig er í stuttu máli sög-
uþráðurinn í rómantísku spennum-
yndinni Örlagavef eða „Random
Hearts", sem Stjömubíó og Laug-
arásbíó frumsýna um helgina. Hún
er með Harrison Ford og Kristin
Scott-Thomas í aðalhlutverkum en
leikstjóri er Sidney Pollack. Aðrir
leikarar era m.a. Charles S. Dut-
ton og Bonnie Hunt.
Myndin er lauslega byggð á
samnefndri skáldsögu frá 1984 eft-
ir Warren Adler. Nokkur handrit
hafa verið gerð eftir sögunni í ára-
nna rás en ekkert orðið úr fram-
leiðslu fyrr en núna. Pollack og
Ford höfðu rætt möguleika á að
gera myndina árið 1995 þegar þeir
unnu saman að rómantísku gam-
anmyndinni Sabrínu en það var
ekki fyrr en Pollack sá handrit er
Kurt Luedtke hafði gert eftir bók-
inni sem áhugi hans kviknaði íyrir
alvöru. Luedtke hafði áður unnið
með leikstjóranum við gerð mynd-
anna „Absence of Malice“ og Jörð í
Afríku og þegar hann var tilbúinn
með handritið sendi Pollack það til
Harrisons Fords, sem samþykkti
að taka að sér hlutverk Dutch.
„Það sem ég hef áhuga á er að
sjá fólk takast á við erfíðleika i líf-
inu og fylgjast með viðbrögðum
Ástarsaga verður til þegar lögreglumaðurinn og þingkonan ranns-
aka flugslys.
Harrison Ford og Sidney Pollack ræða
málin við gerð Örlagavefs.
þess,“ er haft eftir leika-
ranum. „Ég hef gaman af
sögum sem era ekki
endilega um hetjur. Við
getum varla kallað Dutch
hetju en hann kann svo
sannarlega að bjarga
sér.“
Pollack sá strax fyrir
sér bresku leikkonuna
Kristin-Scott Thomas í
aðalkvenhlutverkinu en
hún var útnefnd til Ósk-
arsverðlauna fyrir leik
sinn í Enska sjúklingn-
um og hefur á síðustu
misseram starfað í
Hollywood. „Viðbrögð
hennar við fréttunum af
flugslysinu og framhjá-
haldinu eru mér nokkuð skiljanleg
sem Englendingi,“ segir hún.
„Hún neitar að horfast í augu við
það sem er óþægilegt og reynir að
halda áfram eins og ekkert hafi í
skorist og ekkert hræðilegt hafi
gerst.“
Og síðar segir hún: „Hún er
kona sem þolir ekki lygar en lifir
samt með lyginni." Harrison Ford
er ein vinsælasta kvikmyndast-
jarna samtímans. Hann var í
Stjörnustríðmyndum Georges
Lucas og lék Indiana Jones fyrir
Steven Spielberg en á meðal ann-
arra mynda sem hann hefur leikið
í má nefna „Blade Runner“ eftir
Ridley Scott, „Frantic" eftir Rom-
an Polanski og Uns sekt er sönnuð
eftir Alan J. Pakula.
Frumsýning
Heiðursdagur ungrar listgreinar
SJONVARP A
LAUGARDEGI
SÁ mikli hópur ungs fólks, sem
hefur helgað sig sjónvarpsþátta-
gerð og kvikmyndagerð, kom
saman sl. mánudagskvöld í leik-
húsi Leikfélags Reykjavíkur til að
úthluta verðlaunum fyrir liðið ár
og minnti hátíðin töluvert á þær
kvikmyndahátíðir, sem haldnar
era erlendis og íslensk verk hafa
komið við sögu. í
stuttu máli tókst
verðlaunahátíðin
vel og varð þeim til
sóma, sem að henni
stóðu og hana skipulögðu. Má um
hátíðina segja að hún hafi markað
tímamót, því með henni hafi hafist
sumarið í íslenskri kvikmynda-
gerð miðað við að vorið og ærslin
sem því fylgja sé liðið. ísland var
land fábrotinna starfa framan af
öldinni og líklegast vita fáir, að
þetta land erfiðismanna til sjávar
og sveita hefur þegar framleitt
sextíu kvikmyndir. Þær era auð-
vitað misgóðar eins og önnur
niannanna verk, en sextíu kvik-
myndir á skömmum tíma hjá tvö
hundrað og sjötíu þúsund manna
þjóð er bara ekkert smáræði.
Lengi hafa menn haft í huga, að
gaman væri að sjá áberandi ís-
lenska stefnu í kvikmyndum héð-
an og hennar hefur að nokkra
gætt. íslenskir listamenn, en til
þeirra heyra kvikmyndaleikstjór-
ar, hafa lengi haft löngun til að
verða frægir í útlöndum. Það hef-
ur ekki tekist að neinu marki, þótt
mikið sé látið hér heima hvenær
sem fréttist að íslensk kvikmynd
hafi hlotið viðurkenningu á al-
þjóðasýningum. Þá höfum við
komist upp á það að nýta okkur
erlenda sjóði til kvikmyndagerð-
ar. Eitthvað hefur þetta batnað
hér heima. Þegar vorið byrjaði
fyrir tuttugu áram lét Ragnar
Arnalds, þá ráðherra, ríkið leggja
níu milljónir króna til fyrstu
myndarinnar á því vori. Það var
drengskaparbragð. Kvikmynda-
menn fá eitthvað_meira núna.
Kvikmyndin Úngfrúin góða og
húsið, eftir sögu Halldórs Lax-
ness í leikstjóm Guð-
nýjar dóttur Hall-
dórs, fór sem
sigurvegari út úr
Edduhátíðinni.
Guðný er þekktur leikstjóri og
gerði m.a. ærslamyndina Stella í
orlofi. Hún samdi jafnframt kvik-
myndahandritið að Ungfrúnni, en
það hlýtur að hafa verið mikið
vandaverk. Myndin þykir afbragð
og á henni má sjá handbragð sem
rakið verður til íslenskra sér-
kenna. T.d. era persónur ekki
látnar ganga með skammbyssur,
eins og lenska hefur verið þegar
menn vildu efla amerískan káboj
við hjartarætur. Sæmileg aðsókn
hefur verið að Úngfrúnni, en það
mun vera mest fólk yfir þrítugu,
sem þangað kemur. Er sérkenni-
legt að verða vitni að slíkum kyn-
slóðaskiptum og ætti frekar að
kalla einhvern til ábyrgðar á þeim
en standa í miklu þrefi út af raf-
virkjunum. Verðlaun fyrir sjón-
varpsefni voru veitt og sættu ekki
miklum tíðindum. Það er nú svo
með hvunndagsverkin að þeim er
ekki áskapað að valda miklum tíð-
indum.
Einn af þeim sem kynntu hverj-
ir fengu verðlaun á mánudags-
kvöldið var Ómar Ragnarsson.
Nýbúið var að sýna ágætan sjón-
varpsþátt með honum, sem hét
„Leitin að yogabirni" og var frá
Yellowstone Park. _ Það mætti
taka svo til orða um Ómar að hann
væri mjög náttúravænn maður,
enda vann hann m.a. við þátt um
náttúra landsins á Stöð 2. Þá hef-
ur Ómar sem fréttamaður komið
við sögu virkjunarmála og hlotið
óþægindi fyrir. Austfirðingar eins
og aðrir verða að gæta þess að
fréttamenn era lifandi verar, en
ekki bara málpípur handa hverj-
um og einum. Réttast hefði verið
að Ómar hefði fengið viðurkenn-
ingu fyrir náttúralýsingar sínar,
því þær era ekta. En auðvitað
koma dagar eftir þennan dag og
mætti þá að ósekju bæta við
fréttamannaverðlaunum.
Þrátt fyrir þennan hátíðisdag
sjónmiðlanna bragðu þeir eldd
vana sínum og voru leiðinlegir inn
á milli skárri atriða vikuna sem er
að líða. Hjá ríkiskassanum eru
fimmtudagar áberandi best settir
með dagskrárefni. Þá koma í einni
röð Frasier, Þetta helst... og
Derrick. Það er eins og sjónvarpið
sé að hefna sín með þessari tilhög-
un, af því að í byrjun var sjón-
varpið lokað á fimmtudögum,
vegna þess að landsfeður töldu
samkvæmt margfrægum sósíal-
isma, að veita þyrfti fólki mögu-
leika á að fara á fundi, taka til í
íbúðinni, ala upp börnin, fara á
klósettið og greiða sér. Fólk átti
sem sagt ekki að hafa tíma til
neins eftir að sjónvarpið kæmi og
því væri allur varinn góður. Fólki
var sem sagt skammtaður einn
dagur í viku til að lifa. Nú nær
sjónvarpið sér niðri með því að
vera skemmtilegast á fimmtu-
dagskvöldum ef ekki er þvotta-
dagur.
Indriði G. Þorsteinsson
Æ Dans 9{&turgaCinn \ og skemmtistaður — alltaf lifandi tónlist
í kvöld leika hin frábæru Baldur og Margrét frá ísafirði Hver man ekki eftir BG
Munið sunnudagskántríkvöldin með Viðari Jónssyni V
15% AFSLATTUR
af drögtum og jakkafötum
í dag
Radisson S4S
SAGA HOTEL REYKjAVÍK
HAGATORGI