Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 82
82 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Þegar ástin knýr óvœnt dyra ertu þá tilbúinn aö hleypa henni inn? NÆSTU SYNINGAR: lau 20/11 kl. 20.30 UPPSELT fim 25/11 kl. 20.30 laus sœti lau 27/11 kl. 20.30 örfá sœti laus fös 3/12 kl. 20.30 laus sœti lau 4/12 kl. 20.30 örfá sœti laus Jólakrœsingar og villibráö Muniö 20% afslátt af mat fyrir ieikhúsgesti Veitingahúsið í Iðnó BORÐAPANTANIR ÍSÍMA 562 9700 Miðasala í síma ERLENDAR skrifar um nýjustu plötu Destiny’s Child, „Wríting On the Wall“. Beittari í annað sinn DESTINY’S Child er kvart- ett sem í eru fjórar stúlk- ur frá Houston, Texas, í Bandaríkjunum, þær Beyoncé, Kelly, LaTavia og LeToya. Með- alaldur stúlknanna er aðeins um 18 ár en þær hafa nú þegar gefið út tvær plötur. Sú fyrri (samn- efnd hljómsveitinni) frá árinu 1996 seldist mjög vel og fékk góðar viðtökur gagnrýnenda, enda nutu þær góðrar aðstoðar Wyclef Jean úr Fugees. Hann sá m.a. um upptökur, söng, skrifaði og markaðssetti þær eins og hans er von og vísa. Nú, þremur árum síðar, birt- ast þær án Wyclef með plötuna „Writing’s On The Wall“ og eru öllu beittari ef eitthvað er enda komnar með einn alfærasta upp- tökustjóra R&B-bransans í dag. Sá kallar sig She’kspere en heitir réttu nafni Kevin Briggs. Fyrsta smáskífulag plötunnar var „Bills Bills Bills“ sem allir þekkja, enda eitt mest selda og spilaða lag undanfarnar vikur og mánuði í heiminum. Texti lagsins hefur farið fyrir brjóstið á mörgum karlrembunum líkt og lag TLC „No Scrubs" og fjallar um svip- aða hluti, nefnilega óvandaða karlmenn, að þeirra mati. Næsta smáskífa nefnist „Bug A Boo“ og er með miklu hraðara tempói. Er þaðsérstaklega út- varpsvænt lag sem á eftir að láta að sér kveða á vinsældarlistum á næstu vikum. Geislaplatan inni- heldur einnig smellinn „Get On The Bus“ eftir Timbaland sem var upphaflega saminn fyrir kvik- myndina „Why Do Fools Fall In Love“ en varð svo vinsælt í Evrópu að þær ákváðu að bæta því við á „Writings On The Wall“. Lagið „Confessions11 er í ró- legri kantinum og þar réttir hin óviðjafnanlega Missy Elliott stúlkunum hjálparhönd, en hún semur og syngur og setur mark sitt á þetta einstaka lag sem er seiðandi gott. „Temptation" er frábært lag sem inniheldur bút úr gömlum soul-slagara „This Old Man“, eitt besta lag plötunn- ar. Annars er platan mjög jafn- góð, erfitt að gera upp á milli laga og einstaklega gaman að láta gripinn líða áfram þar sem ekkert skemmir fyrir. „So Good“ er upphafslag plöt- unnar og gefur tóninn fyrir það sem koma skal, eðal R&B-tóna, hæga og hraða, „Now That She’s Gone“ er fyrsta „slow jam“-lagið á plötunni sem kallast á íslensku ballaða, en í mínum huga eru ekki til ballöður í R&B-tónlist heldur vil ég kalla það „slow jam“ sem er rétta skýringin á þessum lögum, ljúfum og í senn hrjúfum. „Where’d You Go“ „Hey Ladies" og „Jumpin Jumpin“ eru öll þétt lög þar sem vandað er til verks í einu og öllu, sama hvort um texta, upptöku eða söng er að ræða. „If you Leave“ er besta „slow jam“ plötunnar og á mikla mögu- leika á að ná fyrsta sæti í Banda- ríkjunum en það eru strákarnir í Next sem Ijá stúlkunum raddir sínar í þessu frábæra lagi. „Say My Name“ er einnig mjög líklegt til vinsælda en það er unnið af Darkchild sem er mjög fær og frægur upptökustjóri. Writing’s On The Wall er að mínu mati ein af fimm bestu R&B-plötum sem komið hafa út á árinu og þeir sem eiga síðustu út- gáfur Lauren Hill, Whitney Huston, R Kelly, Debora Cox og álíka góðra listamanna verða að bæta þessum fjórum stúlkum í safnið sitt. Það er helst hægt að líkja plötunni við TLC diskinn „Fan Mail“ og fyrsta disk En Vouge „Funky Divas“. Fyrir þá sem eru að velta fyrir sér titli plötunnar er verið að vitna í Biblíuna þegar boðorðin tíu voru skrifuð á vegginn fyrir Móses. Þess má að lokum geta að stúlkurnar byrjuðu kornungar sem rappgrúppa, þá aðeins þrjár, árið 1992. Vefsíða þeirra er www.dc-unplugged.com Smelltu þér á bók... www.bnksala.is Má Landsbanki íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.