Morgunblaðið - 20.11.1999, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 20.11.1999, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 DÆGRADVÖL VIKU m Ragnhildur Sigurðardóttir við yfirlitsmynd af holu níu á Coeur d’Alene- vellinum. Morgunblaðið/Ásdís Skemmtilegra en að slá í net Ragnhildur Sigurðardóttir er í hópi fremstu kylfínga landsins. Sveinn Guðjónsson fékk hana til að taka með sér hring á Coeur d’Alene-golfvellinum fræga, sem er á landamærum Bandaríkj- anna og Kanada, að vísu bara í golfhermi, sem reyndist þó hin besta skemmtun. Meistarateigar 64högg Örn Ævar Hjartarson, GS, 7.jan. 1999 Kariateigar 59 högg Jakob Már Böðvarsson, GK, 10. jan. 1999 St. Andrews, Par 72 Kariateigar 62 högg Albert Elísson, GK, 15. nóvember 1998 Karlateigar 62 högg Jakob Már Böðvarsson, GK, 21. feb. 1999 Pebble Beach, Par 72 99_/\ Karlateigar 63högg Jakob Már Böðvarsson, GK, 1. nóv. 1998 Doral Resort, Par 72 Karlateigar 63högg Birgir Guðmundsson, GOB, 25. nóv. 1998 Spyglass Hill, Par 72 Karlateigar 66 högg Þorsteinn Hallgrímsson, GO, 4. feb. 1999 Iron Links, Par 54 (Par 3 völlur) Karlateigar 45högg Guðjón Gunnarsson, GOB, 3. mars 1999 YFIR vetrartímann getur verið erfítt að stunda golfí- þróttina utandyra þótt vita- skuld fari það nokkuð eftir árferði. En í norðangarra og hríðarbyl leita flestir kylfingar inn í hlýjuna og verða þá að láta sér nægja að slá í net, sem flestum þykir heldur þunnur þrettándi. Hinn möguleikinn er að skella sér í golfhermi, sem er tiltölu- lega nýtt fyrirbrigði hér á landi. Golfhermir virkar þannig að þú færð mynd af fögru landslagi upp á tjald, getur jafnvel valið um heims- þekkta golfvelli, sem enginn venju- legur maður á kost á að komast á í raunveruleikanum. Svo sér rafrænn útbúnaður um að mæla út höggin þín og hvar kúlan lendir á vellinum. Óllum er að sjálfsögðu frjálst að leika eftir „sínum reglum“, en þó hljóta flestir að hafa í heiðri þær reglur sem venjulega gilda í golf- inu. Ragnhildur Sigurðardóttir er einn fremsti kylfingur landsins úr hópi kvenþjóðarinnar. Hún segist ekki líkja því saman hversu miklu skemmtilegi-a það sé að leika í golf- hermi en að slá í net. „I golfhermin- um er markmiðið það sama og á venjulegum velli og maður hefur fyr- ir augunum fallegt umhverfí, þótt auðvitað komi þetta þó ekki alveg í staðinn fyrir að spila úti undir beru lofti,“ segir hún. Á Coeur d’Alene í golfherminum í golfverslun Nevada Bob er hægt að velja um sex golfvelli, Saint Andrews í Skotlandi, Pebble Beach og systurvöllinn Spyglass Hill, en þessir vellir eru í Kalifomíu. Þá er það Coeur d’Alene á landamærum Bandaríkjanna og Kanada, og svo valda velli úr svoköll- uðum Doral Resort og Iron Links. Ragnhildur hefur leikið á hinum raunverulega Saint Andrews-velli í Skotlandi og kvaðst hafa haft mikla ángæju af þeirri upplifun, sem von er enda er Saint Andrews-golfvöllurinn einn sá þekktasti í heiminum. Við völdum hins vegar að taka hringinn á Coeur d’AIene-vellinum, en hann er rómaður fyrir ægifagurt umhverfí. Uppi á tjaldinu birtist nú fallegt landslag og okkur er ekkert að van- búnaði að leggja í fyrstu holuna, en áður fáum við upp á tjaldið yfirlits- mynd af legu brautarinnar. Þannig geta menn spáð og spekúlerað í brautinni áður en þeir leggja í hann. Áður en við byrjum lýsir Ragnhild- Hræðilegir draumar DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns , Mynd/Kristján Kristjánsson I bláma draumsins birtast boðflennur. „PABBI! Mig dreymdi svo illa, það var stór ljótur kall að elta mig.“ „Margar nætur hef ég vaknað upp, titrandi af ótta, í svitakófi og ekki náð andanum vegna þyngsla einhvers sem ásækir mig.“ „Mamma, mamma!“. Slæmar draumfarir eiga sér margar orsakir, þær augljósu eru vondu myndirnar í sjónvarpinu sem kvelja bömin, en þau geta ekki hætt að horfa af spenningi og svo er sjaldnast nokkur til að leiðbeina þeim til betri siða. Aðrar ástæður hræðilegra drauma eru ytri árásir á einstaklinginn, ofbeldi sem hann verður fyrir og ristir Ijót sár í sálina. Þær aðstæður skapa draumnum martraðir sem eru leið dreymandans að vinna sig í gegnum reynsluna og græða sárin. Enn aðrar mörur eru þær sem búa á 27 megariðum og kallast framliðnir, það eru verur sem af einhverjum orsökum losna ekki úr því limbói sem er bilið milli þessa heims og annars. Mörur þær eru andar sem geta verið fjörgamlir og hafa dagað uppi í bilinu eða aðrir yngri sem neita að yfirgefa jarðvistina. Þær velja sér einstaklinga sem af einhverjum orsökum eru viðkvæmir fyrir og hrella þá sér til dægrastyttingar. Þetta geta verið illviljaðir venslamenn eða aðrar ragar sálir sem ná ekki upp í nösina á sér og verða því að klípa og kreista mig um miðjar nætur og þig klukkan korter í tvö. Hryllilegir draumar geta verið góðir og gagnlegir fyrir sál og andlega heilsu, einskonar hreinsun en óþarfa uppákomur sjónvarpsins má uppræta sem og uppvakninga þá er kvelja sér til framdráttar og á þá dugar oftast góð og geðþekk bæn. Draumur „Agnesar“ Eg og sonur minn erum stödd inni í stofu þegar stórt blóðugt flykki kemur skyndilega inn um stofugluggann, en glugginn vísar út á svalir. Við áttum okkur ekki fyrst á hvað þetta er en svo sé ég að þetta er fugl og dreg þá ályktun að kötturinn hljóti að hafa veitt fuglinn og komið með hann inn (en kötturinn er inniköttur svo það gat ekki verið). Þetta sérlega ógeðfellda blóðuga flykki líktist dúfu og skyndilega fer hausinn að hreyfa sig og losnar frá búknum. Þessi blóðugi haus flýgur af stað í áttina til mín og ræðst á höfuðið á mér. Eg hleyp öskrandi um íbúðina, skelfingu lostin og reyni að losa þetta af mér en get það ekki. í örvæntingu minni kalla ég á drenginn minn um hjálp og hann reynir að losa hausinn af höfðinu á mér en getur það ekki heldur. Þá tekur hann eitthvert verkfæri, hníf held ég, og reynir þannig að losa hausinn, en tekst það ekki heldur. Loks tekur hann kjöthamar og lemur hausinn af höfðinu á mér og það tekst. Ráðning Þessi ásókn sem þú verður fyrir gæti við fyrstu sýn virst eitthvað illt úr andaheimi en sé betur að gáð kemur annað í ljós. Ásóknin virðist nefnilega vera raunveruleg en rætur hennar og orsök eru óljósar. Raunveruleikinn eða „sendingin" er eitthvað eða einhver utanaðkomandi sem gerir skyndiárás á líf þitt og sundrar þeim friði (dúfa er friðartákn) sem ríkt hefur um hríð. Þessi ógn sækir mjög á andlegt þrek þitt svo þér er fyrirmunað að setja réttar skorður við ásókninni. Þú þarft stuðning og sonur þinn eða það afl sem hann stendur fyrir brýtur ásóknina og eyðir henni. Draumurinn er að vara þig við fyrrnefndri ásókn og styrkja þig fyrir rokið. „Sólu“ dreymdi Ég fann fyrir einhverjum krafti eða bylgjum sem gerði það að verkum að ég gat ekki hreyft mig í rúminu. Ég heyrði manninn minn segja að það þyrfti að opna gluggann (ég var viss um að hann fyndi þetta líka og vildi þess vegna opna gluggann). Inn kom ferskur vindur og ég fann að kraftinum létti. Sjálf gat ég ekki hreyft mig allan tímann og fannst það óþægilegt, sérstaklega hægri höndina. Þegar ferska loftið streymdi inn sagði ég „þetta er allt annað“ og var ánægð með að það þurfti bara að opna gluggann. En þetta varði bara augnablik og strax var herbergið heltekið bylgjum og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.