Morgunblaðið - 20.11.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 20.11.1999, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DV dreift frítt í könnunar- vikunni HAFSTEINN Már Einarsson hjá Gallup vakti í kynningarorðum sín- um um nýja fjölmiðlakönnun Gallups í gær sérstaka athygli á umtals- verðri fjölgun þeirra sem segðust hafa lesið DV eitthvað í könnunar- vikunni, en 70,3% sögðust nú eitt- hvað hafa séð DV en voru 66% í síð- ustu fjölmiðlakönnun Gallups í apríl. Sagði hann hækkunina m.a. skýrast af því DV hefði verið dreift frítt í könnunarvikunni. „Það er rétt að staldra aðeins við þessa niðurstöðu," sagði Hafsteinn Már, „af því að við fengum fljótlega spurnir af því þegar könnunin var hafin. Þá fóru að hringja til okkar þátttakendur og sumir hverjir neit- uðu að taka þátt í könnuninni sökum þess að þeir voru að frá frítt DV heun til sín.“ Hafsteinn Már kvaðst ekki áður hafa upplifað það að fólk hringdi og neitaði að taka þátt í könnunum á svona forsendum en sagði að svo mjög hefði borið á þessu að hann hefði ákveðið að bæta sérstaklega inn spumingu þegar hringt var eftir svörum úr könnuninni. Hljómaði spurningin svo: Hafðir þú fría áskrift eða aðgang að einhverjum fjölmiðli, þá viku sem könnunin fór fram, sem þú hefur ekki undir venjulegum kringumstæðum? „Eg vildi fá að vita þetta, fá þetta á borðið fyrir framan mig í hversu miklum mæli væri verið að dreifa frítt einhverjum fjölmiðlum, alveg sama hvort það væri DV eða annað. Við náðum þarna í 350 manns, þannig að þetta eru alls ekkert allir svarendur en gefur samt góða vís- bendingu um það sem var í gangi,“ sagði Hafsteinn Már. „Við sjáum það að allir miðlarnir eru í kringum eitt prósentið, nema DV, það er í rúmum 8%. Átta pró- sent af úrtakinu sagði það, að þeir væru að fá fría áskrift að DV þá viku sem könnunin fór fram en væru ekki með blaðið undir venjulegum kring- limstiFíðnm t>n goqtÍi* það mór a.m.lt. strax að þessi uppsveifla hjá DV er náttúrulega að einhverju leyti, hversu miklu ætla ég ekki að full- yrða, tilkomin vegna þess að þeir voru að dreifa blaðinu frítt; og í mikl- um mæli þessa viku.“ Sagði Hafsteinn Már að ef þessi átta prósent næðu yfir allt landið mætti gera ráð fyrir að um átta til tíu eða ellefu þúsund eintökum af DV hefði verið dreift frítt í könnun- arvikunni. Varað við megrunar- kiírum fyrir börn BRYNHILDUR Briem, matvæla- og næringarfræðingur við Kennarahá- skóla Islands, varar foreldra og for- ráðamenn barna við því að setja böm í megmn þannig að þau léttist. „Borði böm það lítið að þau fari að léttast er hætta á því að þau fái ekki öll þau næringarefni sem þau þurfa á að halda. Það getur m.a. dregið úr vexti þeirra." Kom þetta m.a. fram í máli Brynhildar á ráðstefnu barna- deildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur en þar hélt hún erindi um aðgerðir til að draga úr líkum á því að börn fitni um of. Brynhildur hefur nýlega lokið rannsókn á hæð og þyngd níu ára skólabarna í Reykjavík frá ámnum 1938 til 1998 og kemur þar í ljós að börn hafa að meðaltali stækkað um fimm sentímetra á þessu tímabili. Á sama tíma hafa þau hins vegar þyngst meira en nemur réttu hlutfalli við þessa hækkun, ekki síst síðustu tvo áratugina. Stelpur hafa að meðal- tali þyngst um 4,6 kg á þessum tíma en strákar að meðaltali um 5,1 kg. Að sögn Brynhildar stjórnar þrennt holdarfari fólks; erfðir, mataræði og hreyfing. í máli hennar kom fram að erfðunum breyti maður ekki en hægt sé að draga úr líkum á offitu með hollu mataræði og meiri hreyfingu. Þá greindi hún m.a. frá því að brjóstagjöf væri einn sá þátt- ur sem drægi úr líkum á offitu síðar á ævinni. „Ef hægt er að halda brjóstagjöfina út í sex mánuði eru minni líkur á því að barnið fitni síð- ar,“ segir hún. Einnig telur hún æskilegt að börn fái tækifæri til að hreyfa sig meira. Sjdnvarpsgláp eykur líkur á offítu Sjónvarpsgláp barna hefur löng- um verið Bandaríkjamönnum um- hugsunarefni og segir Brynhildur að bandarískar rannsóknir sýni að börn sem horfi meira en fjóra tíma á dag á sjónvarp séu fimm sinnum líklegri til þess að verða of þung en börn sem horfi á sjónvarp minna en tvo tíma á dag. Því valdi m.a. lokkandi auglýs- ingar í sjónvarpinu um hvers kyns matvæli sem og tilhneigingu til þess að borða eða narta í mat á meðan horft er á sjónvarp. Lestur blaða í viku í október 1909 60,1% 65,7%______66,1% 47,0% 9,4% 64,9% ;43,3% 9,9% 67,7% íBHiá 9" 49,7% : Mánu- dagur Þriðju- dagur Miðviku- dagur Fitnmtu- dagur Föstu- dagur 10,7% Laugar- Sunnu- dagur dagur l li 63,7% 81,1% 1 43,0% 9,1%. 7,1% $8 Meðallestur á tölublað 19,1% 7,1% □ Eitttivað lesið ívikunni Meðallestur á tölublað skipt eftir aldri 68-80 50-67 ms 35-39 30-34 25-29 20-24 I -161,1 12-19 I — U 152.7% 51,7%l___ 50,1% 51,3% 39,6% 40.2% 38,6% 42,8% 39,5% Uagur : 12o.i %rn 7,4% -114.2% I 18,8% 111,3% I 17,9% I 19,9% □ 3.8% __ I 19,1% □ 5,3% □ 3,9% □ 6,2% S 4.1% □ 5,6% 13,4% □ 3,9% Niðurstöður nýrrar fjölmiðlakönnunar Gallups 63,7% landsmanna lesa Morgunblaðið MORGUNBLAÐIÐ er að jafnaði lesið af 63,7% landsmanna á aldrin- um 12-80 ár-a sérhvern útgáfudag, samkvæmt niðurstöðum fjölmiðla- könnunar Gallups sem gerð var 21.-27. október í samstarfi við helstu fjölmiðla landsins og Sam- band íslenskra auglýsingastofa. Þetta er aukning um eitt prósentu- stig frá síðustu fjölmiðlakönnun Gallups sem gerð var í apríl þegar 62,7% lásu blaðið að jafnaði. Þá sögðust 81,8% hafa lesið Morgun- blaðið eitthvað í könnunarvikunni nú en 81,9% í apríl. Um er að ræða hæstu mælingu fyrir Morgunblaðið frá árinu 1995. Hafsteinn Már Einarsson hjá Gallup sagði í kynningarorðum um könnun- ina helstu breytinguna felast í því að Morgunblaðið styrkti verulega stöðu sína á landsbyggðinni, þar er Morgunblaðið að jafnaði nú lesið af 49,6% en var lesið af 40,7% í apríl. Sérblöð styrkja mjög stöðu sína Sérblöð Morgunblaðsins styrkja mjög stöðu sína samkvæmt könnun- inni en af helstu niðurstöðum má nefna að ferðablað Morgunblaðsins lesa nú 63% en voru 42,5% í apríl. Lesbók Morgunblaðsins lesa nú 56% en voru 38,6% og Viðskiptablaðið lesa nú 40% en voru 27,3% í apríl. í verinu lesa 31% að meðaltali en voru 23,2% í apríl og bílablað lesa nú 41% en voru 34,1% að meðaltali í aprfl. Hins vegar fækkar nokkuð þeim sem lesa fasteignablað Morgun- blaðsins að jafnaði, 37% nú en voru 40,8% í aprfl og einnig fækkar þeim sem lesa dagskrárblað úr 28,9% í 23%. Hins vegar má nefna að nú lesa 65% að meðaltali um fólk í frétt- um en voru 36,6% í apiíl. Af einstökum dögum vikunnar má nefna að mestur var lesturinn á sunnudagsblaði Morgunblaðsins, eða 67%, samanborið við 71% í júní. Samkvæmt könnuninni lesa einnig fleiri DV að jafnaði nú en í aprfl, eða 43% nú en voru 40,2% í aprfl. Hafsteinn Már vakti sérstak- lega athygli á mikilli aukningu þeirra sem sögðust hafa eitthvað lesið DV í vikunni, 70,3% nú en voru 66% í apríl. Þá lesa 9,1% Dag að jafnaði en voru 11% í aprfl. Nú lásu 19,1% Dag eitthvað í könnunai-vikunni en voru 22,6% í apríl. Þá mældist meðallest- ur Viðskiptablaðsins 7,1% en var 6,1% í apríl. Sýn bætir sig mjög mikið Meðaltals sjónvarpsáhorf virka daga á landinu öllu er 66% hjá Sjón- varpinu samanborið við 63% í aprfl og 60% hjá Stöð 2 samanborið við 57% í apríl, 14% hjá Sýn samanborið við 7% í apríl og 6% hjá Skjá einum en var 5% í aprfl. Vakti Hafsteinn Már athygli manna á því í þessu sambandi að könnunarvikan hefði einmitt verið fyrsta útsendingarvika hjá Skjá einum og jafnframt að beinar útsendingar Sýnar frá knatt- spyrnuleikjum í meistaradeild Evr- ópu hefðu veruleg áhrif á áhorf, auk beinnar útsendingar frá hnefaleika- bardaga sem hinn þekkti Prince Na- seem Hamed tók þátt í. Meðaltal áhorfs á helgidögum á landinu öllu er 63% hjá Sjónvarpinu samanborið við 72% í apríl, 57% hjá Stöð 2 samanborið við 56% í apríl, 20% hjá Sýn samanborið við 11% í apríl og 6% hjá Skjá einum saman- borið við 8% í apríl. I heildaryfirliti yfir sjónvarps- stöðvarnar kemur fram að áhorf á Sjónvarpið nemur 93% á landinu öllu þegar vikan er skoðuð í heild sinni og sömuleiðis þegar eingöngu er horft til Faxaflóasvæðisins. Áhorf á Stöð 2 nemur 82% á landinu öllu og sömuleiðis þegar eingöngu er horft til Faxaflóasvæðisins. Áhorf á Sýn nemur 39% á landinu öllu og 40% á Faxaflóasvæðinu og áhorf á Skjá einn nemur 21% á landinu öllu en 28% á Faxaflóasvæðinu. Fréttatímarnir hnífjafnir Barátta fréttatíma sjónvarps- stöðvanna um athygli landsmanna er hnífjöfn en niðurstöðunnar hafði verið beðið með nokkurri eftirvænt- ingu enda er þetta fyrsta dagbókar- könnunin sem mælir útkomu frétta- tímanna eftir tilkomu 7-frétta hjá Rfldssjónvarpinu. Meðaláhorf á fréttatíma Sjón- varpsins yfir vikuna alla er 35,6% en Stöðvar 2 35,1%. Sé vikan greind niður kemur í ljós að Sjónvarpið hef- ur vinninginn um helgar með 35,1% meðaláhorf á móti 33,4% Stöðvar 2, en virka daga vikunnar er meðalá- horf fréttatímanna hins vegar hnífjafnt 35,8% skv. könnuninni. Sé horft framhjá fréttatengdu efni eru vinsælustu sjónvarpsþætt- irnir hjá Sjónvarpinu Bráðavaktin með 36,5% áhorf, hjá Stöð 2 hafði Heilsubælið í Gervahverfi 23,3% meðaláhorf og 13,8% horfðu á box- bardaga með Prince Nassem Ham- ed hjá Sýn. Urtakið í könnuninni var 1.500 manns og svöruðu 842, sem er 60% svarhlutfall, nettó. Var öllum í úr- taki send dagbók og kom fram í máli Hafsteins Más að mjög vel hefði verið ýtt við fólki að svara könnun- inni. Var m.a. hringt tvívegis í þann hluta úrtaksins sem hafði lofað þátt- töku en ekki skilað inn gögnum. Einnig hefði þátttakendum á höfuð- borgarsvæðinu boðist að láta sækja svarbækur heim til sín ef það hent- aði betur. ---------------- Könnun Félagsvís- indastofnunar Fleiri lesa dagblöðin í NÝRRl fjölmiðlakönnun Félags- vísindastofnunar, sem gerð var dag- ana 28. október til 3. nóvember, kemur fram að 68% að meðaltali lesa Morgunblaðið en sambærileg tala í könnun Félagsvísindastofnun- ar í október fyrir ári var 57%. Með- allestur DV hækkar einnig eða úr 42% í 45%. Frá þessu er sagt í frétt á vísir.is í gær. Könnun Félagsvísindastofnunar leiðir ennfremur í Ijós að um 83% lásu Morgunblaðið eitthvað í könn- unarvikunni, samanborið við 74% fyrir ári, og 70% lásu DV einhvern tíma í vikunni, samanborið við 67% fyrir ári. Meðallestur Dags er 13% sam- kvæmt könnuninni og fjölgaði þeim sem lásu Dag einhvern tímann í vik- unni úr 24% í 25%. Ennfremur jókst meðallestur Viðskiptablaðsins úr 5% í 6%.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.