Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 33 Kristilegir demókratar í Þýzkalandi í bobba N ýj ar ásakanir um mútuþægni ASAKANIR um spillingu í röðum Kristilegra demókrata í Þýzkal- andi (CDU) hafa nú blossað upp að nýju, eftir að upplýstist að árið 1991 hefði gjaldkeri flokksins tekið við skjalatösku á bílastæði í Sviss, sem innihélt eina milljón marka í seðlum, andvirði 38 milljóna króna. Það sem veldur CDU mestum áhyggjum er ekki þetta einstaka tilvik, heldur sá möguleiki að í ljós komi að það sé aðeins „toppurinn á ísjakanum" - það sé aðeins eitt dæmi af mörgum um ólöglegar greiðslur í flokkssjóðinn. Karlheinz Schreiber, vopnasali frá Bæjaralandi sem nú er í varð- haldi í Kanada, hefur játað fyrir þýzkum yfirvöldum að hafa afhent féð. Þýzk stjórnvöld hyggjast nú freista þess að fá Schreiber fram- seldan svo að hægt verði að sækja hann til saka fyrir meintar mútur og skattsvik. Hann hefur sagt að féð hafi ver- ið einfalt framlag í flokkssjóð CDU frá ónefndum þriðja aðila og teng- ist ekkert heimild sem ríkisstjóm Helmuts Kohls, þáverandi kanzl- ara og formanns CDU, hafði veitt Thyssen-þungaiðnaðarfyrirtækinu til að selja 36 brynvagna til Sádi- Arabíu. Schreiber átti þátt í að gera þennan samning, sem Kohl- stjórnin neitaði í fyrstu að leggja blessun sína yfir, áður en hún gerði það síðan í febrúar 1991. Frá þessu er greint í nýjasta hefti þýzka fréttatímaritsins Der Spieg- el og í brezka dablaðinu The Daily Telegraph. I opinberu bókhaldi CDU er hvergi getið um milljón marka greiðslu Schreibers, jafnvel þótt hann hefði látið hana beint í hend- ur Horst Weyrauch, bókhaldara og endurskoðanda sem var náinn samstarfsmaður Kohls og er enn þann dag í dag lykilmaður í fjármálastjórn flokksins. Mál fjármálastjórans í rannsókn Walther Leisler Kiep, sem hafði verið fjármálastjóri CDU í 21 ár er hann hætti í því starfi árið 1992, hefur játað fyrir saksóknara að hann hefði einnig verið viðstaddur er milljónin var afhent á bílaplani við verzlunarmiðstöð í Sankt Margrethen í Sviss, fáeina kíló- metra frá þýzku landamærunum við Bodensee. Hjá saksóknara í Augsburg í Bæjaralandi er verið að rannsaka mál Kieps, sem er grunaður um að hafa ekki greitt skatt af fé sem talið er að hann hafi notað til að greiða lögfræðikostnað vegna áfrýjunar hans á dómi sem felldur var yfir honum í tengslum við Flick-málið fræga, en í því sannaðist að CDU og Frjálsir demókratar höfðu tekið við háum peningagreiðslum frá þýzkum iðn- jöfrum á níunda áratugnum. Nefnd á vegum þýzka þingsins er ætlað að hefja opinbera rann- sókn á máli Kieps í næstu viku og mun einnig kanna aðrar fram- komnar vísbendingar um ólögleg- ar greiðslur til CDU. Þýzk lög kveða á um að öll fjárframlög til stjórnmálaflokka hærri en sem nemur 770.000 krónum á ári verði að vera skráð í opinbert bókhald viðkomandi flokks. Verði CDU fundinn sekur um brot á þessum lögum gæti hann þurft að endur- greiða styrki sem hann hefur feng- ið frá ríkinu. Helmut Kohl, sem var formaður CDU frá 1973 til 1998, hefur neitað að hafa haft nokkra vitneskju um hinar meintu ólöglegu greiðslur. „Þú vdt koma af stað óhróðursher- ferð. Ég sé það á þér. Hypjaðu þig,“ sagði Kohl við blaðamann sem gerði tilraun til að leita eftir svörum um þessi mál frá flokksfor- manninum fyrrverandi. Mútur frá Elf? Þingmenn úr röðum jafnaðar- manna og græningja vilja hefja rannsókn á því hvort CDU tók við greiðslum frá Elf, franska olíufyr- irtækinu sem þýzka stjórnin leyfði að taka yfir austur-þýzku Minol- benzínstöðvakeðjuna og olíu- hreinsunarstöðina í Leuna, sem var eina olíuhreinsunarstöð aust- ur-þýzka alþýðulýðveldisins, eftir sameiningu þýzku ríkjanna árið 1990. Þar til CDU tapaði í þing- kosningunum í fyrrahaust gat hann hindrað aðgang að opinber- um skjölum um samningana við Elf. Ríkisstjórn jafnaðarmannsins Gerhards Schröders hefur ærna ástæðu til að sjá til þess að þessi gögn verði gerð opinber, ekki sízt með tilliti til þess að Jafnaðar- mannaflokkurinn stendur um þessar mundir mun verr að vígi í skoðanakönnunum en CDU. ; cJK Ellefu létust er bálköstur hrundi Isþynning á N-íshafi Ósló. AFP. OLAV Orheim, forstöðumað- ur norsku heimskautarann- sóknastofnunarinnar, sagði í gær að samkvæmt upplýsing- um, sem safnað var með hjálp bandarískra herkafbáta og voru áður leynilegar, hefði ís- hellan á Norður-Ishafi þynnzt um heilan metra á sl. 30 árum, sem er um 40% þynning. „Þetta er nýtt dæmi um loftslagsbreytingar," sagði Orheim. „Það er ennfremur mjög sennilegt að þær lofts- lagsbreytingar sem valda þessu sé að miklu leyti hægt að rekja til athafna manna. Is- inn á Norðurheimskautinu er ekki aðeins orðinn þynnri, heldur þekur hann minna svæði,“ sagði hann. AÐ minnsta kosti ellefu ung- menni létust er trjábolir, sem raðað hafði verið upp í bálköst, hrundu á fimmtudag á lóð há- skóla í Texas. Kveikja átti í bálk- estinum á þakkargjörðarhátíðinni 25. nóvember, fyrir árlega viður- eign skólaliðsins við fótboltalið nágrannaskóla. A myndinni sjást björgunarmenn leita í trjábola- hrúgunni. Talið er að um 70 stúdentar hafi verið að vinna við að reisa bálköstinn þegar trjábolirnir hrundu. Ekki er ljóst hvað olli slysinu og er rannsókn hafin. Vitni segjast hafa heyrt bresti skömmu áður en bálkösturinn féll saman, og grunur leikur á að stuðningssúla í honum miðjum hafi brotnað. Um 30 nemendur slösuðust. George W. Bush, ríkisstjóri Texas og hugsanlegur forseta- frambjóðandi repúblikana, sagð- ist harmi sleginn vegna slyssins, enda hefði hann sérstakar tilfinn- ingar til háskólans. Þar er sér- stakt bókasafn nefnt eftir föður hans, George Bush eldri, fyrrver- andi forseta Bandaríkjanna. Blair-hjónin eiga von á fjórða barninu Reuters Cherie Blair fylgdi eiginmanni sínum á leiðtoga- fund Samveldisríkja í Suður Afríku í siðustu viku. London. AFP, The Daily Telegraph. TONY Blair, for- sætisráðherra Bretlands, og Cherie kona hans eiga von á sínu fjórða barni. Tals- maður for- sætisráðherrans staðfesti þetta á fimmtudagskvöld, og sagði að Blair- hjónin væru himin- lifandi. Þungunin mun hafa komið þeim á óvart, en barnið kemur í heiminn í maí á næsta ári. Tony, sem er 46 ára, og Cherie, sem er einu ári yngri, eiga fyrir þijú börn, synina Euan 15áraogNicky 14 ára, og dótturina Kathryn, sem er á 12. ári. Erþettaí fyrsta sinn á þess- ari öld sem for- sætisráðherra Bretlands eignast barn meðan hann situr í embætti. Talsmaður Blairs sagði að hjón- in hefðu ætlað að bíða með að skýra frá þunguninni þar til lengra væri liðið á meðgöngutímann, en að þau hefðu ákveðið að gera mál- ið opinbert eftir að slúðurblaðið The Mirror hafði fengið veður af því. Höfðu þau aðeins greint fáein- um vinum og ættingjum frá þessari gleðifregn. Bresku slúðurblöðin voru ekki sein á sér að reikna út að bamið hefði komið undir er Blair-hjónin voru í sumarfrn í Toscana á Ítalíu í ágiíst. Dvaldi fjölskyldan þá um tveggja vikna skeið í strandhúsi við San Rossore-þjóðgarðinn, nærri borginni Pisa. For- sætisráðherrann mun hafa látið 3.000 pund, eða um 350.000 ísl. kr., af hendi rakna til bamaspítala í nágrenninu. Forsætisráðherraþjónin hafa gætt þess að halda börnum sínum frá kast ljósi fjölmiðla. Haft var eft- ir Tony Blair í júlí sl. að hann vildi gjaman hafa eignast fleiri böm. „Við hefðum eignast fimm ef, tja, ef við hefðum haldið áfram, býst ég við. Mér finnst stórar fjölskyld- ur frábærar," sagði hann í viðtali við menntaskólanema sem hafði unnið samkeppni um að ræða við forsætisráðherrann fyrr BBC. Þröngl um fjölskylduna í Downingstræti 11 Bústaður forstætisráðherra er í Downingstræti 10, en þegar Blair tók.við embætti hafði hann íbúða- skipti við fjármálaráðherrann Gordon Brown. Býr fjölskyldan því í Downingstæti 11, sem er nokkm stærra hús en númer 10. Bresku blöðin velta því nú fyrir sér hvort fjölskyldan þurfi að stækka við sig. Blair-hjónin kynntust á 8. ára- tugnum er þau vom í þjálfun til að hljóta málflutningsréttindi. Cherie er nú mcðal virtustu málflutnings- manna Bretlands og munu tekjur hennar vera töluvert hærri en eig- inmannsins. Þau vom bæði í fram- boði fyrir Verkamannaflokkinn í kosningunum árið 1983, en Cherie náði ekki kjöri og hætti þá afskipt- um af stjómmálum. Vinnufatnabur í yfirstærðum SENDUM UM ALLT LAND Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500 og 800-6288 Opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.