Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 75 BREF TIL BLAÐSINS Aðvörun Frá Methúsalem Þórissyni: í ELLEFUFRÉTTUM sjónvar- psins 16. nóvember var sagt frá að verið væri að setja upp eftirlits- myndavélar á flugvellinum í Vest- mannaeyjum og var tilgangurinn sagður vera að verja eyjarnar gegn eiturlyfjum. ísömu umfjöllun greindi rafeindavirki nokkur frá því að myndavélar af þessu tagi hefðu verið notaðar með góðum árangri í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Hefði in.a. kostnaður vegna rúðubrota lækkað úr 700.000 krónum niður í 50.000. R-listinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefm- einnig látið setja upp eftirlitsmyndavélar víðsvegar um borgina í samvinnu við lög- regluna til að hafa eftirlit með hegðun íbúanna, þó einkum ungs fólks sem safnast saman á nóttunni í miðbænum. Tekið skal fram að ís- lendingar eru engir brautryðjend- ur í að njósna um borgarana því sömu tækni er beitt um víða veröld. Alræðisríki Sovétanna og Þýska- land nasista fylgdust einnig náið með hegðun almennings. Flestum er ljós kúgunin sem nkti í þessum tveimur ríkjum og hvernig stjómvöld þar þurftu að vakta tilraunir þegnanna til að brjótast undan henni jafnt í smáu sem stóru. Kerfíð uppfyllti ekki þrár fólksins eftir hamingjuríku lífi. En hversvegna þarf að vakta fólkið núna? Hversvegna neytir fólk vímuefna? Hér er ekki einungis átt við ólögleg vímuefni heldur öll þau vímuefni sem seld eru á vegum rík- isins, í vínbúðum; apótekum og á veitingahúsum. Islendingar eiga heimsmet í neyslu örvandi lyfja og deyfilyfja sem seld era í lyfjabúð- um. Hversvegna brýtur fólk rúður? Hversvegna ræðst ungt fólk á lög- reglumenn? Einhversstaðar hefur verið sagt að til að geta leyst vandamál þá þurfi fyrst að finna orsök þess. Gæti verið að orsakanna væri að leita í kúgun fólks, þó annarskonar kúgun en átti sér stað við alræði Flokksins í Þýskalandi og í Sovét- ríkjunum. Við búum nú við alræði pening- anna og gildin sem haldið er á lofti (peningar, frægð og frami) eru mannfjandsamleg og skapa innan- tómt líf, kaldhæðni og tilgangsleysi. Sjaldan hefur kúgun mannsandans verið eins lævís og yfirgripsmikil. I rás sögunnar hefur þó mennskan ávallt að lokum brotið sér farveg. Ég heiti á guð og góðar vættir að hjálpa okkur að skapa mennskt þjóðfélag þar sem allir hafa sama rétt, án tillits til eigna, kynferðis, þjóðernis, líkamsburða og aldurs, til að láta hæfileika sína og sérk- enni njóta sín. Þjóðfélag þar sem það er mikilvægast sem tengir okk- ur öll, því ég er til vegna þess að þú erttO. METHÚSALEM ÞÓRISSON, í stjórn Húmanistaflokksins 10 rósir fcr. 990 Full búð af nýjum gjafavörum Gott verð Mikið úrval af jólavörum Opið til kl. 10 öll kvöld Vasi með á *. 650 ‘Datía Fákafeni 11, sími 568 9120 „Eldri ökumenn i umferðinni" Ar aldraðra Málþing um akstur | eldra fólks... " Ð a n s K r á ..verður haldið í Ásgarði, félagsheimili Félags eldri borgara í Glæsibæ, þriðjudaginn 23. nóvember 1999, kl. 13:15-17:00 kl. 13:15 Þórhallur Ólafsson, formaður Umferðarráðs setur málþingið. kl. 13:20 Ávarp dómsmálaráðherra, Sólveigar Pétursdóttur. kl. 13:30 Ávarp Benedikts Davíðssonar, formanns Landssambands eldri borgara. kl. 13:35 Aldursskipting íslensku þjóðarinnar. Þróun undanfarinna ára og áætluð fjölgun aldraðra til ársins 2010. Sigrún Helgadóttir, deildarstjóri manntals- og mannfjöldadeildar Hagstofu íslands. kl. 13:55 Heilbrigðiseftirlit með öldruðum - hvaða heilsufarsleg vandamál koma helst í veg fyrir að aldraðir geti ekið bifreið? Helga Hansdóttir, læknir á öldrunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Landakoti. kl. 14:15 „Gott er heilum vagni heim að aka”, myndband Umferðarráðs. Aðalleikendur Marinó Þorsteinsson og Sólrún Yngvadóttir. kl. 14:35 Hvernig er hægt að auka öryggi bílstjóra á efri árum og lengja þann tíma sem fólk ekur bifreið með sæmd? Sigurður Helgason, upplýsingafulltrúi Umferðarráðs og Guðbrandur Bogason, formaður Ökukennarafélags íslands. kl. 15:00 Kaffihlé. kl. 15:30 Hvers konartjónum lenda eldri ökumenn helst í? Einar Guðmundsson, forvarnafulltrúi Sjóvá-Almennra trygginga hf. kl. 15:50 Hvað er erfiðast fyrir aldraða ökumenn að fást við I akstri? Guðmundur Þorsteinsson, ökukennari. kl. 16:10 Sjónarmið eldri bílstjóra: Guðrún S. Jónsdóttir, húsmóðir, sem ekur ennþá bíi. Páll Gíslason læknir, sem er hættur akstri. kl. 16:25 Hver er besta leiðin til að fá aldraða ökumenn, sem ekki eru lengur færir um að aka, ti,| til þess að láta af því? Hjördís Jónsdóttir yfirlæknir á Reykjalundi. j |il kl. 16:40 Aldraðir ökumenn - takmarkanir - áhætta , sérstakur kostnaður þegar komið er yfir sjötugt. Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara ( Reykjavík og nágrenni. kl. 16:55 Samantekt og málþingsslit: Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs. AA málþinginu standa Félag eldri borgara i Reykjavfk og nágrennl, _________Landssamband eldri borgara og Umferðarráð.____ I Fundarstjóri: Salome Þorkelsdóttir, fyrrv. forseti Alþingis. Hreyfing og teygjur: Soffía Stefánsdóttir, íþróttakennari. Harmoníkuleikur: Ernst F. Backman, íþróttakennari. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Kaffiveitingar í boði Sjóvá-Almennra trygginga hf. FEB FEL4G ELDRI BORGARA L\ LANDSSAMBAND ELDRIBORGARA ^Uuun IUMFERÐAR Iráð ■ d FERÐIR ll>travel Skemmti- og verslunarferð til Liverpool 3.-5. des. Nokkur sæti laus ÍT ferðir, íþróttamiðstöðin í Laugardal, sími 588 9900, ittravel@toto.is Er hárið að grána og þynnast? Þá er Grecian 2000 > hárfroðan lausnin. wiwí 'Jíronij Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiðir og hárið nær sínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískan blæ. ontrolfoam . TREATMLNT FOR ' THlHNlHO HAlfU iiy restores jurtograyíng hair is, condítions rosh scont Einfaidara getur það ekki verið. Haraldur Sigurðsson ehf., heildverslun, Íircar 567 7030 og 894 0952 fax 567 9130 E-mail landbrot@simnet.is Fæst í apótekum og hársnyrtistofum / Kynnum nýju vetrartískuna frá kynningarafsláttur af öllum sokkabuxum Apctekið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.