Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hærri skatt- ar í Noregi en Islandi NORÐMENN greiða lægri skatta en Danir og Svíar, en hærri en Islendingar. A skrá um skatta á Vesturlöndum eru Norðmenn í áttunda sæti og greiða hærri skatta en til dæmis Austurríkismenn að sögn norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv. Auk Svía greiða Danir og Finnar miklu meiri skatta en Norðmenn samkvæmt blað- inu. Af Norðurlöndunum hef- ur aðeins litla Island lægra skatthlutfall en Noregur," segir Dagens Næringsliv. Samkvæmt norskum hag- skýrslum nema skattar í Nor- egi 43,6% af vergri landsfram- leiðslu og af 29 aðildarríkjum OECD, Efnahags- og fram- farastofnunarinnar, er Noreg- ur því í áttunda sæti. Svíþjóð er í fyrsta sæti og nema skattatekjur í Svíþjóð 63% af vergri landsframleiðslu. Til samanburðar eru skatt- ar í Evrópusambandslöndum að meðaltali 41% af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt því væri sambandið í 11. sæti á listanum. Tölurnar ná til tekju- og eignasktta auk fram- leiðsluskatta," það er nær allra opinberra gjalda. Að meðaltali eru skatttekj- ur Norðurlanda 45,1% af vergri landsframleiðslu. Tölur sýna að skattaprósentan í Noregi hefur aukizt jafnt og þétt síðan 1993 þegar hún var 40,1% af vergri landsfram- leiðslu. Skattar hækka ekki aðeins í Noregi. Á árunum 1997-1998 hækkuðu skattar í tíu löndum auk Noregs. í tveimur löndum var skatthlutfallið óbreytt, en skattar voru lækkaðir í 13 löndum á þessum árum. Norðurlöndin að Noregi undanskildum voru meðal þeirra landa, þar sem skattar hækkuðu. í Evrópusamband- inu hækkuðu skattar ýmist eða lækkuðu. V odafone gerir met- tilboð í Mannesmann London. Reuters. BREZKI farsímarisinn Vodafone AirTouch Plc hefur gert 79 millj- arða punda, 9.243 milljarða ís- lenskra króna, tilboð í samstarfsað- ila sinn í Þýzkalandi, Mannesmann AG., hæsta tilboð sem fyrirtæki hefur gert til að komast yfir annað fyrirtæki í óþökk þess. Samkvæmt tilboðinu eru hluta- bréf í Mannesmann metin á 240 evrur hvert og ef tilboðinu verður tekið munu hluthafar Mannesmann eignast 47% hlutabréfa í hinu sam- einaða fyrirtæki. Vodafone, sem er stærsta fars- ímafyrirtæki heims, taldi sig verða að gera tilboðið vegna samruna margra fjarskiptafyrirtækja í Evrópu, þar á meðal margra í hin- um ört vaxandi farsímageira. Tilboðið er 20% hærra en fyrsta tilboð fyrirtækisins, en þótt það hafí verið hækkað getur verið að því verði ekki fagnað vegna þess að fágætt er í Þýzkalandi að fyrirtæki reyni að komast yfir fyrirtæki í óþökk þess. Barizt um yfirráð Barizt er um yfírburði í farsíma- geira Evrópu og Chris Gent beindi máli sínu til hluthafa þegar hann sagði um tilboðið: „Þetta er eina leiðin til þess að við getum kynnt hluthöfum Mannesmann þann kost að fjárfesta í fremsta alþjóðlega farsímafyrirtæki heims.Við berum virðingu fyrir fyrirtækinu og viljum taka skýrt fram að fyrirætlanir okkar eru hluthöfunum fyrir beztu.“ Vodafone segir að með samrun- anum sparist meira en einn millj- arður punda fyrir árið 2005. Stjórn Mannesmanns átti að halda fund um tilboðið um kvöldið, en hafði þegar tekið skýrt fram í bréfi til Vodafone að hún vildi að til- boðið yi’ði tekið til baka. Sum þýzk blöð hafa skorið upp herör gegn tilboðinu og forsíðufyr- irsögn í LWd hljóðaði: „Englending- Manfred Soehnlein, talsmaður þýska fjarskiptafyrirtækisins Mannes- mann AG, tilkynnti fjölmiðlum í gær að yfirstjórn félagsins myndi fara yfír tilboð breska fjarskiptafélagsins, Vodafone. arnir koma með ómótstæðilegt til- boð ... sigrar græðgin í dag?“ Ört vaxandi markaður Vodafone, sem er annað stærsta fyrirtækið á brezkum verðbréfa- markaði, vill færa út kvíarnar í Evrópu á sama tíma og farsíma- markaðurinn heldur áfram að stækka. Með samrunanum yrði komið á fót stærsta fjarskiptafyrir- tæki heims. Mannesmann rekur farsímafyr- irtæki í Þýzkalandi og Frakklandi og 20 milljarða punda tilboði fyrir- tækisins í farsímafélagið Orange í Bretlandi var tekið. Með samrunanum verður komið á fót fyrirtæki, sem hefur fjárhags- legra hagsmuna að gæta á farsíma- sviðinu í 15 Evrópulöndum og við- skiptavinir fyrirtækisins þar verða 30 milljónir. I heiminum sem heild mun fyrirtækið hafa 42 milljónir viðskiptavina. Vodafone hyggst skilja verk- fræði- og bíladeild Mannesmannfrá fyrirtækinu og gera hana að sér- stöku fyrirtæki. Einnig verður að selja Orange til að brjóta ekki sam- keppnisreglur, Vodafone er aðeins 14 ára gamalt fyrirtæki, en Mannesmann er eitt stærsta og virtasta iðnaðarfyrir- tæki þýzkalands. Verð bréfa í Mannesmann lækk- aði í innan við 200 evrur, þótt boðið væri um 18% hærra en verðgildi hlutabréfa fyrirtækisins á föstu- dag. Uffe Ellemann-Jensen stjórnarformaður Royal Greenland Fyrirtækið er að rétta við eftir hallaár Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. UFFE Ellemann-Jensen, fyrrver- andi utanríkisráðherra Dana er orð- inn stjómarformaður í Royal Greenland. Eftir að Ellemann-Jen- sen hætti sem þingmaður og flokksformaður ftjálslynda flokksins, Venstre, eftir kosning- arnar í fyrra hefur hann beint kröft- um sínum að viðskiptalífínu. Utanríkisráðherrann fyrrverandi hefur setið í stjóm Royal Greenland síðan 1993, en er nýlega orðinn stjómarformaður fyrirtækisins. Sjálfur segir hann það aðeins til Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema (Finn ekk 56 Finn ekkert fyrir túrverkjunum - Ótrúlegt! -1- 3 Aðalfundur Amerísk-íslenska verslunarráðsins Miðvikudaginn 24. nóvember 1999, kl. 16:00 - 17:00, Hvammi Grand Hótel Reykjavík SAMSKIPTI ÍSLANDS OG BANDARÍKJANNA Ræöumaður: Halldór Asgrímsson, utanríkisráðherra Aðalfundur Amerísk-íslenska verslunarráðsins verður haldinn miövikudaginn 24. nóvember 1999, kl 16:00-17:00 í Hvammi, Grand Hótel Reykjavík. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun heiðursgestur fundarins, Halldór Ásgrimsson utanríkisráðherra, Qalla um I samskipti íslands og Bandaríkjanna. Að fundi loknum verður móttaka á Grand Hótel í boði bandaríska sendiráðsins á íslandi. Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is. VERSLUNARRAÐ ISLANDS Amerísk-íslenska verslunarráðið 4 bráðabirgða, meðan leitað sé annars stjómarformanns, sem að mati Ellemann-Jensens ætti að búa á Grænlandi. Áhugi hans á málefnum Grænlands, Islands og Færeyja er löngu kunnur. Til Islands kemur hann helst árlega til að veiða lax, en heima fyrir er hann kunnur áhuga- maður um stangveiðar. Auk þess að vera stjórnarformað- ur Royal Greenland situr Elle- mann-Jensen í stjóm ýmissa ann- arra danskra fyrirtækja, meðal annars í ýmsum dótturfyrirtækjum A.P. Mpller- samsteypunnar í Eystrasaltsríkjunum, Póllandi og Þýskalandi. Það er nokkuð um það meðal danskra stjómmálamanna að þeir ljái atvinnulífínu krafta sína eftir að þeir hætta í stjómmálum. Þekktir stjómmálamenn eins og El- lemann-Jensen era eftirsóttir af fyrirtækjum, þar sem þekkt andlit og góð tengsl era álitin geta komið fyrirtækjunum vel. Það er ekki auðvelt verkefni, sem bíður nýja stjórnarformannsins. Royal Greenland hefur á undan- förnum áram safnað skuldum er nema 2,2 milljörðum danskra króna, eða um 24 milljörðum íslenskra króna. Allt bendir þó til að erfiðleik- amir séu að baki því þó að hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári hafi að- eins numið 1 milljón danskra króna var það snöggtum betra en afkoman 1997, þegar tapið nam 157 milljón- um danskra króna. Velta fyrirtæk- isins er þrír milljarðar danskra króna, um 33 milljarðar íslenskra króna. Royal Greenland á rætur að rekja til Konunglegu dönsku Grænlan- dsverslunarinnar, sem var stofnuð 1774. Á síðasta áratug yfirtók græn- lenska heimstjómin fyrirtækið og því var skipt upp í einstök viðskipta- svið. Fyrirtækið er bæði útgerðar-, vinnslu- og sölufyrirtæki. Hjá því vinna um 2.500 manns, það á vinnslustöðvar og fiskiskip og starf- ar á Grænlandi, í Danmörku og Þýskalandi og rekur söluskrifstofur í Bandpríkjunum, Englandi, Frakk- landi, Ítalíu og Japan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.