Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Hærri skatt-
ar í Noregi
en Islandi
NORÐMENN greiða lægri
skatta en Danir og Svíar, en
hærri en Islendingar. A skrá
um skatta á Vesturlöndum eru
Norðmenn í áttunda sæti og
greiða hærri skatta en til
dæmis Austurríkismenn að
sögn norska viðskiptablaðsins
Dagens Næringsliv.
Auk Svía greiða Danir og
Finnar miklu meiri skatta en
Norðmenn samkvæmt blað-
inu. Af Norðurlöndunum hef-
ur aðeins litla Island lægra
skatthlutfall en Noregur,"
segir Dagens Næringsliv.
Samkvæmt norskum hag-
skýrslum nema skattar í Nor-
egi 43,6% af vergri landsfram-
leiðslu og af 29 aðildarríkjum
OECD, Efnahags- og fram-
farastofnunarinnar, er Noreg-
ur því í áttunda sæti. Svíþjóð
er í fyrsta sæti og nema
skattatekjur í Svíþjóð 63% af
vergri landsframleiðslu.
Til samanburðar eru skatt-
ar í Evrópusambandslöndum
að meðaltali 41% af vergri
landsframleiðslu. Samkvæmt
því væri sambandið í 11. sæti á
listanum. Tölurnar ná til
tekju- og eignasktta auk fram-
leiðsluskatta," það er nær
allra opinberra gjalda.
Að meðaltali eru skatttekj-
ur Norðurlanda 45,1% af
vergri landsframleiðslu. Tölur
sýna að skattaprósentan í
Noregi hefur aukizt jafnt og
þétt síðan 1993 þegar hún var
40,1% af vergri landsfram-
leiðslu.
Skattar hækka ekki aðeins í
Noregi. Á árunum 1997-1998
hækkuðu skattar í tíu löndum
auk Noregs. í tveimur löndum
var skatthlutfallið óbreytt, en
skattar voru lækkaðir í 13
löndum á þessum árum.
Norðurlöndin að Noregi
undanskildum voru meðal
þeirra landa, þar sem skattar
hækkuðu. í Evrópusamband-
inu hækkuðu skattar ýmist
eða lækkuðu.
V odafone gerir met-
tilboð í Mannesmann
London. Reuters.
BREZKI farsímarisinn Vodafone
AirTouch Plc hefur gert 79 millj-
arða punda, 9.243 milljarða ís-
lenskra króna, tilboð í samstarfsað-
ila sinn í Þýzkalandi, Mannesmann
AG., hæsta tilboð sem fyrirtæki
hefur gert til að komast yfir annað
fyrirtæki í óþökk þess.
Samkvæmt tilboðinu eru hluta-
bréf í Mannesmann metin á 240
evrur hvert og ef tilboðinu verður
tekið munu hluthafar Mannesmann
eignast 47% hlutabréfa í hinu sam-
einaða fyrirtæki.
Vodafone, sem er stærsta fars-
ímafyrirtæki heims, taldi sig verða
að gera tilboðið vegna samruna
margra fjarskiptafyrirtækja í
Evrópu, þar á meðal margra í hin-
um ört vaxandi farsímageira.
Tilboðið er 20% hærra en fyrsta
tilboð fyrirtækisins, en þótt það
hafí verið hækkað getur verið að
því verði ekki fagnað vegna þess að
fágætt er í Þýzkalandi að fyrirtæki
reyni að komast yfir fyrirtæki í
óþökk þess.
Barizt um yfirráð
Barizt er um yfírburði í farsíma-
geira Evrópu og Chris Gent beindi
máli sínu til hluthafa þegar hann
sagði um tilboðið: „Þetta er eina
leiðin til þess að við getum kynnt
hluthöfum Mannesmann þann kost
að fjárfesta í fremsta alþjóðlega
farsímafyrirtæki heims.Við berum
virðingu fyrir fyrirtækinu og viljum
taka skýrt fram að fyrirætlanir
okkar eru hluthöfunum fyrir
beztu.“
Vodafone segir að með samrun-
anum sparist meira en einn millj-
arður punda fyrir árið 2005.
Stjórn Mannesmanns átti að
halda fund um tilboðið um kvöldið,
en hafði þegar tekið skýrt fram í
bréfi til Vodafone að hún vildi að til-
boðið yi’ði tekið til baka.
Sum þýzk blöð hafa skorið upp
herör gegn tilboðinu og forsíðufyr-
irsögn í LWd hljóðaði: „Englending-
Manfred Soehnlein, talsmaður þýska fjarskiptafyrirtækisins Mannes-
mann AG, tilkynnti fjölmiðlum í gær að yfirstjórn félagsins myndi fara
yfír tilboð breska fjarskiptafélagsins, Vodafone.
arnir koma með ómótstæðilegt til-
boð ... sigrar græðgin í dag?“
Ört vaxandi markaður
Vodafone, sem er annað stærsta
fyrirtækið á brezkum verðbréfa-
markaði, vill færa út kvíarnar í
Evrópu á sama tíma og farsíma-
markaðurinn heldur áfram að
stækka. Með samrunanum yrði
komið á fót stærsta fjarskiptafyrir-
tæki heims.
Mannesmann rekur farsímafyr-
irtæki í Þýzkalandi og Frakklandi
og 20 milljarða punda tilboði fyrir-
tækisins í farsímafélagið Orange í
Bretlandi var tekið.
Með samrunanum verður komið
á fót fyrirtæki, sem hefur fjárhags-
legra hagsmuna að gæta á farsíma-
sviðinu í 15 Evrópulöndum og við-
skiptavinir fyrirtækisins þar verða
30 milljónir. I heiminum sem heild
mun fyrirtækið hafa 42 milljónir
viðskiptavina.
Vodafone hyggst skilja verk-
fræði- og bíladeild Mannesmannfrá
fyrirtækinu og gera hana að sér-
stöku fyrirtæki. Einnig verður að
selja Orange til að brjóta ekki sam-
keppnisreglur,
Vodafone er aðeins 14 ára gamalt
fyrirtæki, en Mannesmann er eitt
stærsta og virtasta iðnaðarfyrir-
tæki þýzkalands.
Verð bréfa í Mannesmann lækk-
aði í innan við 200 evrur, þótt boðið
væri um 18% hærra en verðgildi
hlutabréfa fyrirtækisins á föstu-
dag.
Uffe Ellemann-Jensen stjórnarformaður Royal Greenland
Fyrirtækið er að rétta
við eftir hallaár
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
UFFE Ellemann-Jensen, fyrrver-
andi utanríkisráðherra Dana er orð-
inn stjómarformaður í Royal
Greenland. Eftir að Ellemann-Jen-
sen hætti sem þingmaður
og flokksformaður ftjálslynda
flokksins, Venstre, eftir kosning-
arnar í fyrra hefur hann beint kröft-
um sínum að viðskiptalífínu.
Utanríkisráðherrann fyrrverandi
hefur setið í stjóm Royal Greenland
síðan 1993, en er nýlega orðinn
stjómarformaður fyrirtækisins.
Sjálfur segir hann það aðeins til
Ókeypis lögfræðiaðstoð
öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012
Orator, félag laganema
(Finn ekk
56
Finn ekkert fyrir túrverkjunum - Ótrúlegt!
-1-
3
Aðalfundur Amerísk-íslenska verslunarráðsins
Miðvikudaginn 24. nóvember 1999, kl. 16:00 - 17:00, Hvammi Grand Hótel Reykjavík
SAMSKIPTI
ÍSLANDS OG
BANDARÍKJANNA
Ræöumaður: Halldór Asgrímsson, utanríkisráðherra
Aðalfundur Amerísk-íslenska verslunarráðsins verður haldinn
miövikudaginn 24. nóvember 1999, kl 16:00-17:00
í Hvammi, Grand Hótel Reykjavík.
Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun heiðursgestur
fundarins, Halldór Ásgrimsson utanríkisráðherra, Qalla um
I samskipti íslands og Bandaríkjanna.
Að fundi loknum verður móttaka á Grand Hótel í boði bandaríska sendiráðsins á íslandi.
Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er
að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða
bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is.
VERSLUNARRAÐ ISLANDS
Amerísk-íslenska verslunarráðið
4
bráðabirgða, meðan leitað sé annars
stjómarformanns, sem að mati
Ellemann-Jensens ætti að búa á
Grænlandi. Áhugi hans á málefnum
Grænlands, Islands og Færeyja er
löngu kunnur. Til Islands kemur
hann helst árlega til að veiða lax, en
heima fyrir er hann kunnur áhuga-
maður um stangveiðar.
Auk þess að vera stjórnarformað-
ur Royal Greenland situr Elle-
mann-Jensen í stjóm ýmissa ann-
arra danskra fyrirtækja, meðal
annars í ýmsum dótturfyrirtækjum
A.P. Mpller- samsteypunnar í
Eystrasaltsríkjunum, Póllandi og
Þýskalandi. Það er nokkuð um það
meðal danskra stjómmálamanna að
þeir ljái atvinnulífínu krafta sína
eftir að þeir hætta í stjómmálum.
Þekktir stjómmálamenn eins og El-
lemann-Jensen era eftirsóttir af
fyrirtækjum, þar sem þekkt andlit
og góð tengsl era álitin geta komið
fyrirtækjunum vel.
Það er ekki auðvelt verkefni, sem
bíður nýja stjórnarformannsins.
Royal Greenland hefur á undan-
förnum áram safnað skuldum er
nema 2,2 milljörðum danskra króna,
eða um 24 milljörðum íslenskra
króna. Allt bendir þó til að erfiðleik-
amir séu að baki því þó að hagnaður
fyrirtækisins á síðasta ári hafi að-
eins numið 1 milljón danskra króna
var það snöggtum betra en afkoman
1997, þegar tapið nam 157 milljón-
um danskra króna. Velta fyrirtæk-
isins er þrír milljarðar danskra
króna, um 33 milljarðar íslenskra
króna.
Royal Greenland á rætur að rekja
til Konunglegu dönsku Grænlan-
dsverslunarinnar, sem var stofnuð
1774. Á síðasta áratug yfirtók græn-
lenska heimstjómin fyrirtækið og
því var skipt upp í einstök viðskipta-
svið. Fyrirtækið er bæði útgerðar-,
vinnslu- og sölufyrirtæki. Hjá því
vinna um 2.500 manns, það á
vinnslustöðvar og fiskiskip og starf-
ar á Grænlandi, í Danmörku og
Þýskalandi og rekur söluskrifstofur
í Bandpríkjunum, Englandi, Frakk-
landi, Ítalíu og Japan.