Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Kirkjuafmæli á morgun, sunnu- dag. Sunnudagaskóli kl. 11, há- tíðarmessa kl. 14. Kór Akureyr- arkirkju syngur, Óskar Péturs- son syngur einsöng og barna- og unglingakór Akureyrar- kirkju syngur. Kaffisala Kven- félags Akureyrarkirkju eftir messu, basar og lukkupakka- sala. Fundur í Æskulýðsfélag- inu kl. 17. Biblíulestur á mánu- dag kl. 20 í umsjá sr. Guðmund- ar Guðmundssonar. Morgun- söngur á þriðjudag kl. 9 og mömmumorgunn á miðvikudag frá kl. 10 til 12. GLERÁRKIRKJA: Bamasam- vera og messa kl. 11 á morgun. Sameiginlegt upphaf, Taize- söngvar sungnir. Foreldrar, af- ar og ömmur hvött til að mæta með bömunum. Fundur Æsku- lýðsfélagsins kl. 18. Kyrrðar- og tilbeiðslustund í kirkjunni kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegis- samvera á miðvikudag frá kl. 12 til 13, orgelleikur, fyrirbænir, altarissakramenti og léttur málsverður í safnaðarsal á vægu verði. Opið hús fyrir mæður og börn alla fimmtu- daga frá kl. 10 til 12. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli á morgun kl. 11, bænastund kl. 16.30, al- menn samkoma kl. 17, og ung- lingasamkoma kl. 20 um kvöld- ið. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára á fimmtudag, 11 plús mínus, fyrir 11 til 12 ára á föstudag kl. 17.30. Flóamark- aður alla föstudag frá kl. 10 til 18. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. LAUGALANDSPRESTA- KALL: Messa með sunnudaga- skólaívafi verður í Gmndar- kirkju á sunnudag og hefst hún kl. 13.30. Skúli Torfason sér um sunnudagaskólaþáttinn. Sama dag er messa á Krist- nesspítala kl. 15. SJÓNARHÆÐ: Sunnudaga- skóli í Lundarskóla kl. 13.30 og almenn samkoma á Sjónarhæð kl. 17, allir velkomnir. Bama- fundur kl. 18 á mánudag, allir krakkar velkomnir, sérstak- lega Ástirningar. Basar ÁRLEGUR jólabasar Hjálp- ræðishersins á Akureyri verður haldinn í dag, laugardag, í húsakynnum hersins við Hvannavelli 10 og hefst hann kl. 14. Á boðstólum verða m.a. kökur, laufabrauð og margt fleira. Framkvæmdastjóri verslunarsviðs KEA um byggingu verslunarmiðstöðvar Reyndum allt til að komast í miðbæinn VERSLUNAREIGENDUR í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð hafa sent bæjarráði Akureyrar bréf, vegna nýrrar verslunarmið- stöðvar sem fyrirhugað er að byggja á Gleráreyrum. Pálmi Stefánsson í Tónabúðinni og stjórnarmaður í hússtjórn Sunnu- hlíðar sagði tilganginn með bréf- inu að vekja umræðu um málið. Pálmi sagði það sína skoðun að það væri út í hött að ætla að reisa nýja verslunarmiðstöð á Gler- áreyrum og að með því væru menn að skjóta sig í fótinn. Sig- mundur Ófeigsson, framkvæmda- stjóri verslunarsviðs KEA, sagði menn þar á bæ hafa reynt allt sem í þeirra valdi stæði til að komast í miðbæinn með þessa starfsemi. Nýr miðbær vondur kostur Pálmi sagðist vel geta séð fyrir sér Nettó-verslun KEA og Rúm- fatalagerinn á Gleráreyrum, í því húsnæði sem þar er fyrir en hug- myndir um að byggja upp nýjan miðbæ á svæðinu væri vondur kostur. Það kæmi fyrst og fremst niður á miðbænum en hefði minni áhrif á Kaupang og Sunnuhlíð. Þar fyrir utan væri mikið til af verslun- arrými í bænum sem enginn vildi nýta. „Það hafa verið gerð mörg mis- tök í miðbænum og ef settar verða niður 20 verslanir á Gleráreyrum mun það leiða af sér að einhverjar verslanir munu flytja þangað ög einhverjar hætta. Það er hins veg- ar ekki auðvelt að hlaupa úr hús- næði sem enginn vill kaupa.“ Sigmundur sagði að með því að byggja á miðbæjarsvæðinu hefði gefist tækifæri til að fá fjárfesta að málinu. „Eg benti á þetta á fundi, m.a. með verslunarmönnum og margir þeirra voru á móti því að þessi starfsemi kæmi í miðbæinn. Við skoðuðum þrjú hugsanleg svæði undir þessa starfsemi í mið- bænum, Akureyrárvöllinn, bfla- stæðin við Skipagötu og svæðið neðan Samkomuhússins. Umræðan fór hins vegar svo fljótt á það plan, að maður þorði ekki einu sinni að sýna teikningar af þessu,“ sagði Sigmundur. Hann sagðist vonast til að geta opnað Nettó-verslun á Gleráreyrum næsta haust. Ekki hresst upp á miðbæinn á sama tíma Pálmi sagði að verslunarrými væri laust á 2. hæð í Sunnuhlíð, í Krónunni og Amaro-húsinu í Hafn- arstræti. Hann sagði jafnframt að þrátt fyrir umræður þar um, m.a. í bæjarstjórn, yrði ekki farið í að hressa upp á miðbæinn ef ráðist yrði í að byggja upp verslunarmið- stöð á Gleráreyrum. „Ég hef átt samtöl við bæjarfulltrúa um þetta mál og mér finnst menn vera nokk- uð tvístígandi." Kynbótasvín til landsins KYNBÓTASVÍN af þremur svínakynjum, komu með flugvéi Bulgarian Airlines til Akureyr- ar í gær frá Ósló í Noregi. Svín- in voru flutt frá Akureyri í Ein- angrunarstöð Svínaræktarfé- lags Islands í Hrísey. Svína- ræktarfélagið stendur fyrir þessum innflutningi en alls voru fluttir inn 28 gripir. í fyrsta skipti var nú flutt til landsins svín af Doroc-kyni en þessi svín eru stunduð kölluð brúnu svín- in. Á myndinni er Kristinn Árnason, bússtjóri í einangrun- arstöð SFÍ í Hrísey, með svín af Duroc-kyni. Morgunblaðið/Kristján MÖL & SANDUR HF V/Súluveg - Akureyri - sími 460 2200 - fax 460 2201 ATVINNA Óskum eftir að ráða: Verkstjóra til starfa í hellu- og röradeild fyrirtækisins. Nauðsynlegt er að viðkomandi sé vanur verkstjóri, þekking á vélum og tækjum æskileg (vélvirki - járniðnaðarmaður). Framtíðarstarf. Múrara til starfa í einingaverksmiðju og helludeild fyrir- tækisins. Framtíðarstarf. Nýjar og fullkorinnar helluvélar verða teknar í notkun í vetur. Möl og sandur hf. var stofnað 1946. Fyrirtækið rekur steypustöð, er með umfangsmikla röra- og helluframleiðslu, vinnuvélaleigu, sölu malarefna og annast jarðvegsskipti. Heildarstarfsmannafjöldi er 30-50 manns, eftir árstíðum. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu fyrir- tækisins. Safnaðarheimilið • • Einar og Orn leika á klar- inett og píanó EINAR Jóhannesson klarinettuleik- ari og Örn Magnússon píanóleikari flytja íjölbreytta efnisskrá á fimmtu tónleikum Tónlistarfélags Akureyrar annað kvöld, sunnudagskvöldið 21. nóvember, kl. 20.30. í Safnaðarheimili Aicureyrarkirkj u. Á tónleikunum mun gæt áhrifa allt frá Dimmalimm til djassins auk þess sem heyra má rammíslenskan tón Jón Leifs. Verkin eru sum afar út- hverf eða íhugul eins og heyra má í seiðmagnaðri tónlist Claudes De- bussys og hin rómantíska söngperla Sergeis Rachmaninoffs, Vocalise, gefur svo tóninn fyrir lokaverkið sem flutt verður á tónleikunum, hina meistaralegu sónötu Francis Poulenc en um þessar mundir er haldið upp á hundrað ára ártíð tónskáldsins. Samningar Byggðastofnunar um efl- ingu menningar á landsbyggðinni Óánægja innan menningar- málanefndar MENNINGARMALANEFND Akureyrar fjallaði um starfssvið menningarráðgjafa Þróunarsviðs Byggðastofnunar á Sauðárkróki á fundi sínum á fimmtudag. Fram kemur í samþykkt nefndarinnar að hún sé mjög óánægð með að til þessa hafi menningarfulltrúi Byggðastofnunar einkum leitað samninga við landsstofnanir í Reykjavík í stað þess að beina samningum um slík verkefni til þeirra stofnana sem starfandi eru utan höfuðborgarsvæðisins. I framhaldi af því var rætt um möguleika á því að menningarfull- trúinn kæmi í heimsókn til Akur- eyrar og er verið að kanna hvort af slíkri heimsókn geti orðið 9. des- ember næstkomandi. Fjallað hefur verið um þetta mál á Menningarvef Akureyrar en þar er leitast við að efla umræðu um menningarmál og málefni lands- byggðarinnar. Leitað var eftir því við Guðrúnu Helgadóttur menn- ingarráðgjafa Þróunarsviðs Byggðastofnunar og Hannes Sig- urðsson, forstöðumann Listasafns- ins á Akureyri, að segja álit sitt á verkefnum tengdum eflingu menn- ingar á landsbyggðinni og er Guð- Akureyrarbær auglýsir Um sölutjöld og söluvagna 26. nóv.-24. des. nk. Samkvæmt 8. grein reglna um útimarkaöi og sölutjöld á Akureyri er Miðbæjarsamtökunum heimilað að hafa á hendi skipulag á sölutjöldum og vögnum frá og með 26. nóvem- ber til 24. desember nk. Þeir, sem hafa áhuga á að selja varning í Miðbænum á þessu tímabili, hafi samband við Ólaf í síma 861 4004. Byggingafulltrúi Akureyrar. rún m.a. spurð að því hvers vegna hún hefði fremur leitað samstarfs við stofnanir í Reykjavík en Akur- eyri. Fram kemur í svari hennar að nýgerður samningur milli Byggða- stofnunar og Listaháskóla Islands sé liður í að tengja háskóla og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu við landsbyggðina. Listaháskólinn sé dæmi um stofnun sem eigi að þjóna landinu öllu og hafi forsvars- menn hans lýst yfir sérstökum áhuga á eflingu menningarstarf- semi á landsbyggðinni. Á þeim grundvelli sé eðlilegt að semja við skólann um með hvaða hætti hann leggi þar af mörkum. Einnig kem- ur fram að Byggðastofnun muni eiga samstarf við stofnanir sem starfa á landsvísu um ýmis verk- efni sem menn telja að muni stuðla að markmiðum þingsályktunar um stefnu í byggðamálum árin 1999-2001. Síðbúin viðurkenning Hannes Sigurðsson segir í svari sínu að samvinna milli menningar- stofnana hafi verið af skornum skammti og því beri að fagna öll- um tilraunum til að efla hana. Hann segir að það að Byggða- stofnun hafi ráðið til sín sérlegan menningarráðgjafa sé síðbúin við- urkenning á mildlvægi þess að öfl- ug og fjölbreytt listalíf þrífist úti á landi. Þessi áhersla komi í kjölfar rannsóknar á búsetuháttum þar sem kom í ljós að skortur á menn- ingu og afþreyingu sé ein helsta ástæðan fyrir fólksflótta af lands- byggðinni. Markmiðið með þessari ráðstöfun hljóti að vera að treysta grundvöll menningarlífs utan höf- uðborgarsvæðisins og því skjóti það skökku við að gerður sé samn- ingur við Listaháskóla íslands í Reykjavík. Menningarstofnanir utan Reykjavíkur muni seint öðl- ast meira sjálfstæði og reynslu ef þeim er aldrei treyst fyrir því að skipuleggja hátíðir, ráðstefnur og námskeið á borð við það sem lista- háskólinn vinni nú að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.