Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Valda varasöm prótín í kúa- mjólk sykursýki í börnum? ENN á ný er ástæða til að vara við því að leyfa innflutn- ing á fósturvísum úr norskum kúm. Um- sökn um leyfi til slíks innflutnings bíður nú í landbúnaðarráðuneyt- inu og virðist skammt í afgreiðslu. Þessi end- " Hrtekna aðvörun byggist á því að nýjar upplýsingar um sam- band ákveðinna pró- tína í mjólk og insúlín- háðrar sykursýki í bömum á aldrinum 0- 14 ára hafa nýlega kömið fram í grein í þekktu tímariti um sykursýki (Dia- betologia, nr. 42, 1999, bls. 292- 296). I umræddri grein er rakin dag- leg neysla tveggja varasamra mjólkurprótína, betakaseins A1 og betakaseíns B, í tíu löndum eða landshlutum. Samhliða neyslu á þessum prótínum er sýnd tíðni Ifeésúlínháðrar sykursýki bama á al- drinum 0-14 ára, á 100.000 á ári, í sömu löndum eða landshlutum. I meðfylgjandi línuriti er sýnd neysla prótínanna og tíðni syk- ursýki í sama landi og löndin tíu til- greind. Lönd í rannsókninni vom valin þannig að þar væra fullnægj- andi upplýsingar um hlutföll milli kúakynja, að hlutföll milli prótíng- erða innan hvers kúakyns sem not- að var til mjólkur- framléiðslu væru þekkt og að lítið væri flutt inn af mjólk. A Islandi var heild- arneysla á mjólk lang- hæst allra þessara landa, en neysla óheppilegu kaseín- anna A1 og B og tíðni sykursýki næstlægst allra landa. Aðeins Þýskaland var með lægri tölur, en þar var mjólkumeyslan minnst. Svíþjóð, Finnland og Noregur 'voru í 2., 3. og 4. sæti í mjólkumeyslu, en óheppilegu kaseínin vora miklu al- gengari þar en á Islandi og tíðni sykursýki meira en tvöfalt hærri en hér á landi. Vitað er að þessi kaseín valda sykursýki í tilraunamúsum. A myndinni sést að há tíðni syk- ursýki og mikil neysla á óheppilegu kaseínununum A1 og B fara saman í verulegum mæli. Raðfylgni milli þessara þátta var mjög há (+0.979) og hámarktæk. Af því virðist mega ætla að þarna geti verið um orsaka- samband að ræða. Ef svo er, mega íslendingar búast við veralegri hækkun á insúlínháðri sykursýki með því að flytja inn norska kúa- kynið NRF. Tíðni á þessum óheppi- legu betakaseínum er lág í íslenskri kúamjólk, eins og fram kemur að ofan, en mun hærri í mjólk norsku kúnna. Því miður virðist Þórólfur Sveinsson, formaður Landssam- bands kúabænda, ekki hafa áttað sig á þessum veigamikla mun á kynjunum, en hann segir í viðtali í Degi 11. nóvember s.l. að „Þá séu engar vísbendingar sem benda til þess að mjólkin úr norsku kúnum sé eitthvað öðru vísi en úr þeim ís- lensku“. Þá verður einnig að leið- rétta annan misskilning í máli Þór- ólfs í sama viðtali. Hann virðist halda að þessi mjólkurprótín hafi áhrif á brjóstamjólk við það að mæður með börn á brjósti neyti þeirra, en því er hvergi haldið fram. Þessi prótín era fyrst og fremst tal- in varasöm þegar barnið er hætt á brjósti og fær mikið af þessum pró- tínum úr pelamjólkinni. Rétt er að taka fram, að yfirdýra- Stefán Aðalsteinsson Langliolísvegur 111 Sími 568 6500 www.fondra.is iIíS Hlín, Opídfrókf. 10-18virkfldagaogfrákl. 10-16lauQardo9a. * *. Aðrir útsölustaðin Handraðinn, Akranesi Föndurborg, Borgarnesi Setta, Stykkishólmi AB-búðin, Ákureyri Keriingarkot, Þorlákshöfn 1? Það getur þú gert á auðveldan hátt með PermEnamel litunum. Þeireru fyrstu og einu gler- flísa-, leir- og postulínslitirnir sem ekki þarf að brenna og þola ofn, örbylgju og uppþvottavél. iia if&mmtun! Mjólkurkýr íslensku kýrnar eru vistvænar graskýr, að- lagaðar aðstæðum og fóðri hér. Stefán Aðalsteinsson telur að innflutningur á fóstur- vísum og sæði frá Noregi gæti með tíman- um útrýmt íslensku kúnum. læknir mun hafa gert það að skil- yrði að ekki verði fluttir inn fóstur- vísar undan öðrum foreldrum en þeim sem séu arfhreinir að heppi- lega erfðavísinum A2, sem ekki er talinn valda sykursýki. Það er góðra gjalda vert, en ef tilraunin verður gerð og er talin hafa tekist vel, mun innflutningi haldið afram. Þá gæti ræktun NRF kúa á Islandi að öllu leyti byggst á innfluttu sæði frá Noregi. Þá er óvíst að Islend- ingar ráði því hvaða gen fyrir betakaseíni flytjast til landsins. Auðvelt virðist vera að útrýma geni fyrir betakaseín A1 úr íslensk- um kúm með úrvali (skyndivali). Þá yrðu allar kýr í landinu eingöngu með betakaseín A2, sem ekki veld- ur sykursýki, og betakaseín B finnst ekki í íslenskri mjólk. Þá gæti insúlínháð sykursýki orðið enn sjaldgæfari í landinu en nú er. Þá mætti hugsanlega vinna ís- lenska mjólk í verðmætt barna- mjólkurduft til útflutnings. Byrja mætti á að arfgreina sæðinganaut. Það mun kosta á bilinu 500-1000 krónur á nautið, svo að vel mætti eyða í rannsókn á 500-1000 naut- um. Rannsóknina má gera á frosnu sæði. Margs er að gæta við umbeðinn innflutning á fósturvísum. Engin áætlun liggur fyrir um heildar- ávinning af honum. Að ofan er bent á hættu á aukinni sykursýki. Hætta á nýjum sjúkdómum í kúm virðist geta orðið veraleg. Sumir þeirra leggjast á sauðfé. Færeyjakúnni var útrýmt með sæði frá Noregi og nú búa menn þar við norskar korn- kýr á húsi sumarlangt. Gömlu heimakýrnar era horfnar. íslenskar kýr mjólka vel við gott atlæti. Þær eru vistvænar graskýr, aðlagaðar aðstæðum og fóðri hér. Innflutningur á fósturvísum og sæði frá Noregi gæti með tímanum útrýmt íslensku kúnum. Viljum við láta okkar gömlu heimakýr hverfa á næstu 20 árum? Höfundur er doktor í búfjárvísindum og fyrrverandi forstöðumaður nor- ræns genabanka fyrir búfé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.