Morgunblaðið - 20.11.1999, Side 35

Morgunblaðið - 20.11.1999, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 35 Tollalögum og áfengislögum ber ekki saman um innflutning Avextir í vínlegi geta verið í allt að 20-25% sterkum vökva I HEILSUHUSINU, Blómavali og fleiri verslunum hefur undanfarið verið til sölu vökvi, svokallaður Mir- in-vökvi, sem notaður er í Sushi- matargerð. Þegar lesið er á pakkn- ingamar kemur í ljós að um er að ræða japanskt hrísgrjónavín, Sake, sem búið er að sæta.. Umræddur vökvi inniheldur 8% vínanda. Hann er þó ekki sagður ætlaður til drykkjar heldur matargerðar. Þá hafa verslanir ennfremur flutt inn ávexti í vínlegi sem hefur verið allt að 20-30% að styrkleika. Bannað að flytja inn ávexti í vínlegi Egill Stephensen, saksóknari hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, segir að ef verið sé að selja áfengi í matvöruverslunum sé það and- stætt áfengislögunum. „Það sem er 8% að styrkleika telst áfengi samkvæmt áfengislögum.“ Nú er umræddur vökvi, Mir- in, seldur til matargerðar. Skiptir það einhverju máli? „Nei það skiptir engu máli“ Hvað er gert í tilfellum sem þessum? „Eftir að hafa fengið þessar ábendingar munum við skoða málið.“ Egill segir að dómur í svipuðu málið hafi fallið árið 1985 þegar um var að ræða ávexti í vín- legi. „Niðurstaðan í héraði var að ávextirnir skyldu gerðir upptækir en síðan kloíhaði réttur í af- sinni og vís- meirihluti frá vegna mgalla. stendur var talið áfengis- Hæsti- stöðu aði ákæru for- Eftir að þetta brot gegn lögum.“ Ávextir flokkast sem matvara Svein- bjöm Guð- munds- son aðal- varan flokkuð skrá. kvæmt lýsingu telur hann hæpið að Mirin megi selja nema í versl- unum ÁTVR framhaldi af umfjöllun ættið kynna sér vöruna.. Hann seg- ir að ef í ljós komi að Mirin sé eins og bökunardropar , bragðefni, sem er notað í matargerð eingöngu, sé varan ekki ólögleg. „Samkvæmt tollalögum eru á hinn bóginn engin bannákvæði við innflutningi á ávöxtum í vínlegi. Þeir mega vera í legi sem er allt frá 12-25% að styrkleika. Þetta er þó umdeilt því þótt varan sé flokkuð sem ávextir er lögurinn drykkjar- hæfur. Og það má líka benda á að þótt þetta sé niðurstaða tollalaga getur verið að hún stangist á við niðurstöðu áfengislaga." Matvara en ekki drykkjarvara Öm Svavarsson, eigandi Heilsu- hússins og innflytjandi vömnnar, segir að Mirin sé ekki ætlað nema til matargerðar þótt á því standi að um sé að ræða hrísgrjónavín. „Við höfum einnig verið að flytja inn vín- legna ávexti og tollstjóraembættið gerði könnun á þessum vöram hjá okkur og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera athuga- semdir við þennan innflutning þar sem um matvöra væri að ræða en ekki drykkjarvöra. Við höfum álitið að Mirin flokkaðist undir það sama.“ Hefur mikið verið selt af þessari sósu? ............ „Mirin selst ekki mikið miðað við aðrar og í Sushi-vörur en Sushi-matargerð er þessari greinilega mjög vinsæl um þessar mun emb- mundir.“ deildar- stjóri hjá Tollgæslu Reykjavík- ur segir að þetta fari eftir því hvar er í toll- Sam- Sósan er í raun hrísgrjónavín og inniheldur 8% vínanda Eldhús sannleikans Gestir í sjónvarpsþættinum Eld- húsi sannleikans í gær voru Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur og Paolo Turchi kennari. Bruschetta Uppskriftir frá Paolo Turchi fyrir 4 1 dós Ora Tómatar saxaðir __________(án bragðefna)___________ __________2 ciabatta-brauð_________ 2 hvítlauksrif, afhýdd _______Gróft salt (sjávarsalt)_____ Svartur pipar __________Basillauf, söxuð_________ __________Oregan (þurrkað)_________ __________Virgin-ólífuolía_________ Hitið grillið í ofninum og létt- grillið brauðið báðum megin. Nuddið síðan með hvítlauknum og setjið svo ofan á tómat, salt, pipar og olífuolíu. Setjið aftur í grillið í 3-5 mín. Takið þá brauðin út og kryddið með oregan og basil. Risotto Alla Pescatora (fró Ancona) Handa 4 250 g risotto-hrísgrjón Arborio 1 2 stórar úthafsrækjur / humar (fæst frosið í Hggkaupi og Nýkaupi) Blandaðir sjóvarréttir (fóst frosnir í Hagkaupi og Nýkaupi) _______2 dl hvítvín, þurrt ítalskt_ _______2 hvítlauksrif, gfhýdd______ Gróft salt (sjóvarsalt) __________Svartur pipar____________ Steinselja Virgin-ólífuolía, helst Berio Fínsaxið sjávarréttina svo að úr verði mauk. Hitið olíu á pönnu og setjið hvítlauk og skelfisk út í. Eftir ca. 1 mín.: Kaffærið þetta í hvítvíni og látið malla þar til þetta er orðið að mauki. Takið pönnuna af hellunni og geymið. Sjóðið hrís- grjónin á meðan í potti í söltu vatni og takið þau upp „al dente". Blandið nú grjónunum saman við maukið á pönnunni við mjög lág- an hita. Kryddið með pipar og steinselju og bætið humrinum út í. Dreypið smávegis af hvítvíni yf- ir og berið fram heitt. Kjötsúpa Ólínu Súpukjöt eftir smekk - fituhreinsað __________2 lítrqr vqtn_________ 2 laukar 1 blaðlaukur 5- 6 gulrætur ______________1 rófa____________ 1 /2 steinseljubunt 6- 8 kartöflur __________1 bolli súpujurtir____ __________1 dl hgframjöl________ __________1 dl hrísgrjón________ Sjóvarsalt eftir smekk 1. Grænmetið skorið í bita, kar- töflurnar flysjaðar og skornar í sneiðar, steinseljan fínt söxuð. 2. Vatnið sett í pott ásamt kjöt- inu. Þegar það fer að sjóða er sor- inn veiddur ofan af og fleygt. Þetta er gert nokkrum sinnum þar til soðið er orðið nokkuð hreint. 3. Þá er allt grænmetið sett í pottinn ásamt súpujurtum, hrís- grjónum og haframjöli. 4. Súpan er nú soðin þar til kjöt og grænmeti er orðið hæfilega meyrt. Þá er súpan söltuð eftir smekk. flottari & odýrari s: 552 2270 uk verö okkar verð stakar buxur 6.100 3.900 dragtarbuxur 8.900 3.900 rúskinsbuxur 5.400 2.900 dragtarjakkar 6.100 5.900 töskur frá 1.500 eyrnalokkar frá 900 táhringir 490 toppar frá 2.900 piis frá 2.900 ZARA isma laugavegi 41

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.