Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR __t_______ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 5-3 MAGNUS JÓNSSON + Magnús Jónsson fæddist á Skeggjastöðum í Fellum 27. nóvem- ber 1908. Hann lést á sjúkrahúsinu á Eg- ilsstöðum 13. nóvem- ber siðastliðinn. For- eldrar hans voi-u Jón Sigvaldason smiður, f. 1. nóvember 1875, d. 1936, og Jónbjörg Jónsdóttir, f. 26. október 1883, d. 1958. Magnús var elstur fnnm systkina sem komust til full- orðinsára. Fjölskyldan dvaldi á ýmsum bæjum á Héraði þar til hún settist að í Tunguhaga á Völlum árið 1922. Magnús vann að mestu á búi foreldra sinna þar til hann fluttist að Jaðri 1 í Valla- hreppi á árinu 1937. Hann hóf á árinu 1938 sambúð með Björgu Jónsdóttur, f. 27. júlí 1901, d. 20. október 1988, og gift- ust þau fáeinum árum síðar. Þau eignuðust tvo syni. Þeir eru: 1) Sigurður, f. 19. desember 1938, d. 29. desember 1988. Kona hans var Kristín Áskels- dóttir, f. 30. ágúst 1939, d. 1. desember 1978. 2) Ármann Örn, f. 14. janúar 1941. Fyrri kona hans var Þórdís Sig- urðardóttir, f. 21. september 1941. Síðari kona er Erla Jónasdóttir, f. 15. mars 1936. Barna- börn Magnúsar eru átta og bamabama- börain em 15. Dæt- ur Bjargar af fyrra hjónabandi og stjúp- dætur Magnúsar era Bjarghildur og Oddrún Sigurðardætur. Fóst- urböm Bjargar og Magnúsar era Gerður Guðrún Aradóttir, dóttir Bjarghildar, og að mestu Sigurð- ur Klausen, sonur Oddrúnar. Björg og Magnús bjuggu á Jaðri 1 til ársins 1970 að þau bragðu búi og fluttust að Selási 26 á Egilsstöðum þar sem þau áttuheima síðan. Utför Magnúsar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Afi Magnús er dáinn. Okkur langar að kveðja þig í hinsta sinn þó að minningin um góðan afa lifi áfram með okkur sem vorum svo heppin að eiga þig að. Þótt við viss- um að þú færir að kveðja þetta jarðneska líf var það samt áfall fyr- ir okkur þegar við fréttum að morgni laugardags að þú værir skilinn við. Þú varst svo fullur af elsku til okkar sem fengum að kalla þig afa. Alltaf tókstu okkur opnum örmum og gladdist ef við gáfum þér tíma, sem var þó alltof sjaldan og alltof stuttur tími í einu. Gaman var að gleðjast með þér á níræðisaf- mælinu þínu fyrir tæpu ári. Þú varst svo hress og glaður með hvað margir ættingjar þínir komu til að gleðjast með þér. Gleði þín var svo tær og engan skugga bar þar á. Eklri eru allir jafn heppnir og við systkinin að eiga á fullorðnisárum afa hvað þá bömin okkar sem fengu að njóta þeirrar blessunar að kynn- ast langafa sínum þó að þú værir aldrei kallaður annað en Magnús afi. Við vorum mjög rík að eiga þig að, þar sem margir vinir okkar áttu kannski fáa forfeður á lífi. Elsku afi okkar. Við vonum að við verðum jafn rík af elsku til afkomenda okk- ar og þú sýndir okkur. Minning um góðan afa lifir í hjarta okkar. Ríki- dæmi okkar felst í því að finna væntumþykju til þeirra sem virki- lega þykir vænt um okkur. Þannig kenndir þú okkur krökkunum hvað ríkidæmi virkilega er, með því að vera alltaf til staðar fyrir okkur. Enginn sem kynntist þér kveður þig ósnortinn, því meiri mann- gæsku er vart hægt að finna. Kraftaverki næst tókst þér að sýna okkur öllum hversu sérstök við öll eram. Þú lést okkur alltaf finna að við vorum öll uppáhladsafkomend- ur þínir. Megi það verða okkur öll- um veganesti um ókomna tíð. Elsku afi. Blessuð sé minning þín. Erla Sigrún og Halldór Örvar. Elskulegi afi minn, nú ertu far- inn á vit ljóssins og nú líður þér vel. Allur sársaukinn sem var búinn að þjá þig undanfarið er horfinn. Eg trúi því að þín hafi verið beðið hin- um megin, amma, sonur, ættingjar og vinir. Þótt þú værir búinn að vera lasinn kvartaðir þú aldrei og varst alltaf kátur og hress. Og ekki vantaði myndarskapinn í þig, eld- aðir, prjónaðir, smíðaðir og sást um heimilið með sóma. I garðinum eýddir þú mörgum stundum, varst svo sannarlega með græna fingur. Þú ræktaðir grænmeti, blóm og smíðaðir lítinn bóndabæ svo fátt eitt sé nefnt. Sem krakki var ég hjá ykkur ömmu nokkur sumur og leið manni alltaf vel hjá ykkur, nóg af ást og umhyggju. Ég kveð þig, afi minn, með þökk, virðingu og söknuði. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Pinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þín Alda Björg. Elsku langafi, nú ertu farinn á langþráðan stað. Þú varst búinn að vera mikið veikur undanfarið en kvartaðir aldrei og varst alltaf kát- ur og hress. í hvert skipti sem við komum til þín komst þú alltaf með allt það gott sem þú áttir og varst svo eyðilagður ef ekkert var til, sem gerðist sjaldan. Það verður skrítið að koma upp í Egilsstaði og geta ekki farið í heimsókn til þín. Þú bjóst heima alveg til hins síðasta og sást alveg um þig sjálfur. Þó að við vitum að þér líði miklu betur þarna hinum megin munum við alltaf sakna þín. Ástarkveðjur. Ásdís Helga, Ármann Ora og Sæþór. Liðinn ertu, ljúfvin, í Ijós annað... (M. Joch.) Þá er hann liðinn inn í ljósið Guðs, ljúfvinur minn Magnús Jóns- son. Þangað stefndi líf hann og þrá hugans síðustu misserin, þó varn- arsigur ynnist á meini í sumar er leið. Ekki svo að skilja að hann Magnús vinur minn hafi verið orð- inn lífsleiður eða þakkarvana, síður en svo. Hann hélt sinni léttu lund óskertri og naut daganna í húsinu sínu við Selás 26 á Egilsstöðum. En hann vissi hvert leiðin lá og fannst í sjálfu sér nóg lifað. Enda árin mörg að baki. Níræðisafmælinu sínu fagnaði Magnús með fjölskyldu sinni og fjölmörgum vinum á Hér- aði íyrir rétt tæpu ári, glaður og reifur eins og hans var eðlið. Við systkinin nutum þess heiðurs að fá að kalla Magnús vin okkar afa. Kom það til af nábýli fjölskyldn- anna austur á Völlum á Héraði fyrir hálfum fjórða áratug. Þau heiðurs- hjón frú Björg og afi Magnús + Haraldur S. Gíslason fæddist í Hafnarfírði 15. ágúst 1929. Hann lést á líknardeild Landspítalans _ 9. nóvember sl. Utför Haraldar var gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 16. nóvember sl. Hvað er hægt að segja á svona stundu? Söknuðurinn er mikill og tilfinningarnar allar í ójafnvægi. í bjmjun er reiði óhjákvæmileg tilfinning. Reiði út í óréttlæti lífsins fyrir að taka svo náinn ættingja frá manni, einn sem er manni svo kær. Reiðina verður að yfirstíga því gangi lífsins verður ekki breytt. Söknuðurinn og hin mikla ástai-- og kærleikstilfinn- ing sem ég ber til afa míns mun hins vegar lifa innra með mér að eilífu. Þú kallaðir mig alltaf litla strákinn þinn og mér leið líka þannig. Ég gleymi því aldrei þegar ég sem gutti var alltaf að strjúka af róló og fór til þíní vinnuna eða heim til ykkar ömmu og þá tókstu alltaf brosandi á móti mér þó svo að þú vissir að þú þyrftir að keyra mig aftur til baka. Það var svo gott að koma til ykkar ömmu enda var ég tíður gestur hjá ykkur. Það er kannski ekki hægt að segja gestur þar sem þið lét- uð mig finna það að ég væri hluti af heimilinu. Við brölluðum mikið saman og lifir því margt skemmtilegt í minningunni. Þú smit- aðir mig meðal annars af írægu bfladellunni þinni. Þú studdir mig mikið í íþróttunum og sé ég þig enn- þá fyrir mér þegar þú spilaðir fót- boltaleik á móti mér, þú með pabba og afa liðinu og ég með 6. flokld Snæfells. Afi! Eg naut þess virki- lega að umgangast þig. Þú stóðst alltaf við bakið á mér þegar ég þurfti á þér að halda. Ég sem ætlaði að verða rafvirki eins og þú. Það var þér hjartans mál að ég myndi gera eitthvað úr lífi mínu og þótti þér erfitt þegar ég var ekki ákveðinn í því hvað ég ætlaði að gera að framtíðarstarfi mínu. Ég fann líka hvað þú varðst ánægður þegar ég hafði valið og að það gekk vel í náminu. Það hefur alltaf verið mér mikilvægt að geta vakið hjá þér gleðitilfinningu þar sem þú hefur vakið þær svo margar hjá mér. Mér þótti vænt um hvað þér og Huldu samdi vel og er yndislegt að þú gast upplifað það að við eignuðumst bam í október. Fyrsta langafabamið þitt. Oft þegar ég horfi á strákinn okkar þá sé ég svipi frá þér, þá sér- staklega undirhakan. Hann er með alveg eins undirhöku og þú varðst einu sinni með. Þó svo að þú hafir ekki getað hitt hann vegna fjar- lægðar þá er yndislegt að vita til þess að þú gast séð hann á myndum og við og mamma gátum sagt þér frá honum til að þú gætir upplifað þetta á sem bestan hátt með okkur. Þegar talað var um að þú myndir kannski einungis lifa í eitt ár í við- bót þá hugsaði ég áratug, þegar tal- að var um mánuði hugsaði ég um ár, þegar talað var um vikur hugsaði ég um mánuði þegar talað var um daga hugsaði ég um vikur og þegar talað var um klukkustundir hugsaði ég um daga. Ég vildi ekki sleppa þér. Mamma sagði mér að það hafi verið svo mikill friður yfir þér þegar þú kvaddir þennan heim og get ég ekki annað en huggað mig við það. Ég veit að núna vakir þú yfir okk- ur, elsku afi minn. Aron. HARALDUR GÍSLASON bjuggu enn búi sínu á Jaðri á fyrstu prestsskaparáram foreldra okkar Lárusar í Vallanesi, en aðeins steinsnar er á milli bæjanna. Taldi nágrannabóndinn ekki eftir sér að sitja yfir prestsbörnunum, ef svo bar undir, góður og ljúfur sem besti afi. Frú Björg var organisti í prestakallinu og Magnús í kirkju- kómum, svo tónviss að hann tölti á milli tenórs og bassa eftir þörfum. Þannig lék honum flest í hendi, bóndi var hann góður, fallegt féð og vel hirt í fjósi, og meðhjálparastörf- um sinnti hann af stakri lipurð. Varð fjölskyldunni ungu í Vallanesi mikil eftirsjá í þeim hjónum frú Björgu og Magnúsi er þau fluttu út í Egilsstaði eftir fjögurra ára hjá- stoðar- og vináttutíma á Völlunum. En órofa héldust vinarböndin, einnig eftir að við héldum á vit nýrra fjórðunga og landa, eins og oft verður hlutskipti prestsfjöl- skyldunnar. Og þegar tengslin austur styrktust að nýju fyrir rúm- um áratug urðu árvissar heimsókn- irnar til afa Magnúsar. Þá var frú Björg nýlega látin, en alla tíð hélt Magnús heimili þeiraa fögru af því listfengi og natni, sem einkenndi hann. Afi Magnús var fjölhæfur maður, bæði innanstokks sem utan, enda vinsæll verkmaður fýra, með- al annars á Egilsstaðabúinu. Var gaman að heyra hann segja frá kynnum sínum af fyrri tíðar fólki, síðast nú í byrjun ágúst er leiðin lá austur. Þá eins og endranær var tekið á móti mér og mínum með trakteringum bæði á líkama og sál. Elskusemi afa Magnúsai' var við brugðið, en hún var mærðarlaus, hrein og bein. Var hann góður mannþekkjari og las aðstæður fljótt og rétt, vafningalaust. Þrátt fyrir blindu á hægra auga og ýmsa aðra skavanka hélt hann reisn sinni þann dag sem endranær, nýbúinn að klippa til trén í garðinum, svo allt væri fágað og prýtt. Dýrmætar eru myndir og minn- ingar um góðan vin í rúma þrjá ára- tugi. Og dýrmætt til þess að vita að afi Magnús er nú í lofsöngskómum á himnum, syngjandi Guði vegsemd við undirleik konu sinnar, fagnandi glaður og sjáandi báðum augum dýrð Drottins. Hefirnú Drottins dýrðar geisli ljós þitt lífgað ljósi sínu. Nú eru bjðrt bæði augu ogprýðifáguð hins prúða manns. (M. Joch.) Guð blessi minningu Magnúsar Jónssonar. María Ágústsdóttir. Frá því að mér barst andláts- fregn Magnúsar Jónssonar hafa minningarnar bankað af afli og birst hver af annarri, enda í æsku naut ég þess að vera vinnumaður í sveitinni hjá honum og konu hans, ömmu minni, Björgu Jónsdóttur frá Vaði. I huga mínum er minnig þeirra beggja svo samofin að ekki er hægt að fjalla um annað án þess að minnast á hitt. Ein mín fyrsta minning er á fjós- tröðinni þar sem ég sit á skammeli og amma er að kenna mér að telja kýrnar, meðan hún og Magnús mjólkuðu í höndunum. Minning þessi segir eiginlega allt sem á eftir fór. Við tók hjá mér hvert ábyrgð- arstarfið af öðru, hnýta upp halana, reka kýmar, moka flórinn, sækja kindur, rýja, taka upp kartöflur, sjfcí um silunganetin, smala og síðustu árin snerist allt um vélar og tæki. Ég man að oft var tekist á í fjós- inu um hvemig ætti að syngja hinn eða þennan sálminn, eða einsöngs- lagið sem hafði verið spilað síðast fyrir fréttir. Röddun prófuð og rifj- að upp hver orti og hver söng. Báð- um var tónlistin hugleikin, amma organisti við Vallaneskirkju, Magn- ús í kórnum og síðar meðhjálpari við sömu kirkju. Allar ferðiraar í kirkjuna vegna embætta þeiraa voru mér stundum erfiðar. Fá börn hafa líklega setið eins lengi á bekkj- unum þar og ég. Áhrifin eru engu að síður þau að hátíðleiki kirkjunn- ar og vel sunginn sálmasöngur veit- ir mér vellíðan, en staðið hef ég mig að því að hvarfla augunum til glugganna og kannski ómeðvitandi í þeim tilgangi að telja flugur, eins ogforðum. í minninganna straumi frá Vall- anesi, eins og við tölum alltaf um Jaðar í fjölskyldunni, eru ljúfar og hlýjar minningar, ljúfsárar og sár- ar eins og gengur. Oft var nefnt að þetta eða hitt greri áður en ég gifti mig. Samferð okkar Magnúsar var ekki alltaf án rósturs. Magnús á stundum fljóthuga og ég með Vaðs- þrjóskuna, en þegar á reyndi áttuin við að þann sáttasemjara sem dugði, sem var hún amma. Glað- værð þeiraa beggja, hlýja og innsæi hefur verið mér ómetanlegt farar- nesti í dagsins önn. Ég man hvað við hlógum dátt þegar maginn í mér og þeim hvolfdist á hæðunum rétt fyrir utan Sauðhaga á hraðri leið okkar inn dalinn hennar ömmu, á slóð ættingja og vina. Gestrisni og höfðingsskapur var Magnúsi og ömmu í blóð borinn. Oft var mannmargt í Vallanesi, þótt efnin væru ekki alltaf mikil. OUúíir var tekið opnum örmum og af reisn. Magnús Jónsson var maður vinnu og afkasta, vildi að hlutirnir gengju og ekkert múður. Hann gerði kröfur til sjálfs sín, hann gerði kröfur til annaraa og hann vildi vel unnið verk. Afköst hans við fláningu við Kaupfélagið á Reyðar- firði voru þekkt. I þeim tilvikum sem illa gekk við verkin, heysátan vildi ekki af stað eða járnkallinn sem hélt vagninum hélt ekki, lærði ég að hnýta kjarnyrt saman á ís- lensku. Magnús var hjálpsamur og lagði mikið á sig þegar á reyndi. Seinna þegar hann og amma voru flutt í Egilsstaði var aUtaf gott og uppbyggjandi að koma við á Se2» ásnum. Finna hlýjuna og vakancii umvefjandi áhugann. Seinni árin fækkaði nokkuð heimsóknunum, en samtölin voru einlæg. Ég man gleð- ina þegar Magnús fékk sjónina á ný, þótt hann hefði á orði að óþarfi væri _að púkka upp á svona gömul hró. Ég man gleði Magnúsar yfir að veita, stolti yfir vel fram bornum mat af honum sjálfum, eftir að ömmu naut ekki lengur við. Ég man og fann stolt hans og hamingju yfir fólkinu hans. Hæðirnar á veginum við Sauð- haga eru horfnar, sporin okkar í fljótsmölinni útmáð, en minning- amar eru eftir og eru dýrmætar. Yið Katla, Gunnar Atli og Oddw Áskell þökkum samleiðina. Emil Thóroddsen. t Okkar ástkæra, HERDÍS STEFÁNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 23. nóvember kl. 13.30. Þór Sigurðarson, Stefán Þórsson, Sigurður Þórsson, Þórdís Þórsdóttir, Þuríður Þétursdóttir, Anna Sjöfn Stefánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.