Morgunblaðið - 20.11.1999, Side 66

Morgunblaðið - 20.11.1999, Side 66
66 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ -í Fallegir sgfar SEM ERFITT ER AÐ YFIRGEFA OPIÐ: Mán. - fös. 10:00-18:00 Fimmtud. 10:00-20:00 Laugard. 11:00-16:00 Sunnud. 13:00-16:00 TM ■ HÚSGÖGN Síðumúla 30 -Sími 568 6822 - œvintýri likust W J Parket ehf flytur i glæsilegt húsnæði að Bæjarlind 14-15 Frábær opnunartilboð Opið i dag laugardag frá kl 10-15 Allir sem staðfesta pöntun á borðaparketi í dag fá undirlag og trélím ókeypis Eik 14 mm gegnheil 2.890.- 2.190.- Eik'0 mm gegnhei! 2.300,- 1.790,- Merbau Umm gegnheiit 3.650,- 2.850.- Merbau 10 mm gegnneiít 2.650,- 1.950.- Eik natur borðaparket - ». : 3.500.- 2.890,- Merbau boröaparket iþ>sk frami.) 4.-100.- 3.330,- Fjöldi annarra tegunda á opnunartilboði sem gildirtil 1. desember Verið velkomhi % Parket ehf Bæjarlind 14-16, sfmi 554 7002, fax 554 7012 CHef hald [56 Hef haldið niður mígreni í 2 ár - Frábært! -1- !) UMRÆÐAN ÍSLENSKT MAL FJÖLDAMARGIR menn hafa rætt við mig um málspjöll og hverjar muni vera helstu rætur þeirra. Okkur hefur komið ásamt um að nefna nokkur atriði: 1) vankunnáttu, 2) kæru- leysi eða hugarleti, 3) erlend áhrif, oft vísvitandi, og flokkast þá undir hégómaskap (sbr. nostalgía, gallerí, teater), 4) stríðni eða ögrun, svona til að gera „málstaglendum“ gi'amt í geði. Merkur Reykvíkingur hefur sent mér afar vandað og efnis- mikið bréf, bæði með hugleið- ingum frá eigin brjósti og spurningum sem sumar hverjar eru þungar. Þessi maður hefur beðið mig að dylja nafn sitt, og skal það gert, en hann nefndur með latneskri skammstöfun N.N. (= nomen nescio, það er: ég veit ekki nafnið). Fyrst gefum við N.N. orðið: „Kæri Gísli. Eg þakka fjölbreytta þætti um ísjenskt mál í Morgunblað- inu. Eg vil helst ekki missa af neinum þeirra þó að það gerist stundum. Ég dáist að seiglu þinni og annarra málvina við að benda á gildi góðrar íslensku og hjálpa okkur alþýðufólki að meta hana, læra og varðveita. Astkæra, ylhýra málið er ger- semi. Þess vegna hlýtur okkur að sárna þegar við heyrum jafn- vel vel gefna menn tala kæru- leysislega eða sletta útlendum orðum, meira að segja fólk sem vinnur mikið við að semja á ís- lensku. Sumir tala t.d. sífellt um ímail þegar þeir eiga við tölvu- póst, eða að klikka á hnapp í stað þess að ýta á hann. Þeir nota orðið seifa í stað vista sem íslenskumenn þafa lagt til að notað verði. Ótrúlega margir virðast hættir að gá að, athuga eða kanna, nú tékka þeir á öllu. Síðan er dílað við náungann en ekki samið. Maður með fasta út- varpsþætti tönnlast á orðinu prinsipp. Stjórnandi menning; arþátta slettir útlensku. í barnatíma í sjónvarpinu var tal- að um karakter persónu í teiknimynd. Skilja börnin það? Ég held að þetta stafi oft af hugarleti og flumbruskap. Menn sletta í stað þess að hugsa Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1032. þáttur sig um andartak og tala síðan móðurmálið. A hinn bóginn veitir það mikla ánægju að lesa og heyra fagurt og ljóst mál. Þar eru sumar þjóðsögurnar góð dæmi, einnig Biblían. Biblíuna lesa menn nú yfirleitt ekki fyrst og fremst vegna málfarsins. Þó hljótum við að taka eftir glæsi- legum stílnum t.d. í Gamla testamentinu. Nú er verið að þýða alla Biblíuna upp á nýtt. Ég vona að tign fyrri þýðinga glatist ekki þó að reynt sé að nálgast nútímann í málfari.“ Frá umsjónarmanni. Fyrst þakka ég innilega orð N.N. í minn garð. Um meginefni inn- gangsins fjallaði ég rétt áðan, en þá er eftir mál sem er mér mikið tilfinningaefni, en það er málið á Biblíunni og hversu því hefur verið breytt, að ekki sé talað um beygingu orðsins Jes- tís í ýmsum nýrri ritum. Ég ætla að reyna að stilla mig að þessu sinni. „Ég vona að tign fyrri þýðinga glatist ekki,“ sagði N.N. og það vona ég líka, en er þó logandi hræddur um það. Og hér skal ég gera þá játningu, að mér til heilsubótar les ég stundum Mattheusarguð- spjall á ensku og þýsku, í út- gáfum þar sem málið hefur forna tign. Hitt er annað mál að Markúsarguðspjall á gotnesku er ansi þungt fyrir fæti, en dásamlegt að eiga þá perlu. Kveð ég nú N.N. að sinni. ★ Gunnlaugur er fornnorrænt karlmannsnafn og mun merkja hermaður. Fyrri hlutinn er samur og í orðinu gunnur sem bæði merkir valkyrja og orusta og er þar að auki kvenheiti. Um seinni hluta orðsins Gunnlaug- ur eru mjög skiptar skoðanir. Ég ætla ekki að flækja það meira en orðið er, en fylgi Finni Jónssyni og Vágslid, en þeir setja -laugur í samband við germanska orðrót sem táknar helgun eða vígslu og kemur skýrast fram í gotnesku sögn- inni liugan sem merkir að gift- ast. Liugan - laug væri þá eftir 2. hljóðskiptaröð, og Gunnlaug- ur sá sem vígður væri orustunni = hermaður. Ég læt þar við sitja. Gunnlaugur var býsna al- gengt hér á landi í fomöld, en mönnum með því nafni fækkaði hlutfallslega talsvert mikið á 17. og 18. öld. I fyrstu manntölum er það mjög dreift, en tók fljótt stefnuna á Norðurland, og um miðja 19. öld er það orðið al- gengast í Skagafirði og Eyja- firði. Brátt varð Eyjafjarðar- sýsla kjörsvæði þess. Gunnlaugum hefur fjölgað talsvert, og var svo upp úr þjóð- hátíðinni 1874 um ýmis kappa- nöfn úr Islendingasögunum. Ég ímynda mér að Gunnlaugur 111- ugason ormstunga frá Gils- bakka hafi átt hér hlut að máli. Mönnum hefur fundist saga hans tilkomumikil. A tímabili slepptu menn oft síðari þættinum úr tvíhljóðinu au, hljóðritað öy, og sögðu og skrifuðu „Gunnlögur". Nú er það liðin tíð. ★ Hlymrekur handan kvað: Til vinstri fór Vilhjálmur lægri í velferðarhollustu þægri, ég segi það satt, aðsvogekkhannhratt, að ystur hann er nú til hægri. ★ Fegurra mál á ei veröldin víð, né varðveitt betur á raunanna tíð; og þrátt fyrir tískur og lenskur og lýskur það lifa skal ómengað fyrr og síð. An þess týnast einkenni og þjóðerni mannsins, án þess glatast metnaður landsins. (Einar Benediktsson: Aldamót (brot). ★ Auk þess hefur heyrst að nýir menn væru „sestir við stjórn- völdin í Stoke“. Þetta mun hafa átt að vera stjórnvölinn. Það orð merkir stýri eða stýrishjól. Og í handriti síðasta þáttar féll að hluta til niður nafn Þorkels Jóhannessonar dr.med. Er hann og aðrir beðnir velvirðing- ar á þessum glöpum. Sömuleið- is því að umsjónannaður hafði í ógáti sleppt fáeinum línum úr kaflanum um áttatáknanii'. Þar kom m.a. fram að gamalt fólk í Svarfaðardal sagði utangola, og kannski náði norðangola sér ekki á strik þar fyrr en með veð- urfregnum í útvarpinu. Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema fy'?ir COMPi Sllum WUI ,ri Epson 440 stylus alvöru Ijósmyndaprentari: Sjón er sögu ríkari! • 4 bls. á min i svörtu • Photoreal prentun • 2.5 bls á mfn f lit • 720 pát • Tvö blekhylki! Compaq Presario 5340 heimilstölva: Hvort sem þú ert á netinu eða i þyngri vinnslum þá er þetta vélin. 17* skiár, mikið innra minni og öflugt rnótafd. npaq skjár > 400MHz AMD-K6 með 3Dnow og 512K L2 > 96MB innra minni • 4MB skjákort 2XAGP • 4,3GB UitraDMA diskur > 32 X geisladrif • 56K V90 mótald > JBL 80W hátalarar > Epson 440 prentari og prentkapall A* BT Skeifunni - S: 550-4444 • BT Hafnarfirði - S: 550-4020 • BT Kringlunni - S: 550-4499 • BT Reykjanesbæ - S: 421-4040 • BT Akureyri - S: 461-5500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.