Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samið um 390.000 tonna þorskkvóta í Barentshafí
Hlutur Islendinga
verður 7.254 tonn
SAMKVÆMT ákvörðun Norð-
manna og Rússa um leyfilegan
heildarafla á þorski í Barentshafi á
næsta ári, 390.000 tonn, verður
hlutur okkar Islendinga þar 7.254
tonn eða 1,86%. A þessu ári var
hann 8.900 tonn, en þá var heildar-
kvóti í Barentshafi 480.000 tonn.
Hlutur Norðmanna í loðnuveiðum
hér við land minnkar að sama skapi,
en þeir halda sömu heimildum og
áður í öðrum tegundum.
ísland fær þá 3.627 tonn af þorski
úr norskri lögsögu, en þeir fá veiði-
heimildir hér við land á móti. Við fá-
um annað eins úr þeirri rússnesku,
en þurfum að greiða markaðsverð
fyi’ir 1.360 tonn af því.
Kristján Ragnarsson, formaður
LIU, segir að veiðin á þessu ári hafi
gengið fila, enda hafi dregizt úr
Þjóðarpúls
Gallups
Lítil breyt-
ing á fylgi
flokkanna
EKKI eru miklar breytingar á fylgi
stjórnmálaflokkanna frá síðasta
mánuði, sem fram kemur í frétta-
bréfi Gallups. Heldur fleiri styðja
Samfylkinguna, Vinstrihreyfmguna-
grænt framboð og Framsóknar-
flokkinn núna en fyrir mánuði. Sam-
fylkingin fengi rúmlega 19% at-
kvæða ef gengið væri til kosninga
nú, Framsóknarflokkurinn tæp 18%
og Vinstri-grænir 15%. Frjálslyndi
flokkurinn fengi innan við 1% at-
kvæða. Fylgi Sjálfstæðisflokksins
dalai’ frá síðasta mánuði. Hann er
með rúm 47% fylgi en var með einu
prósentustigi hærra fyrir mánuði.
Stuðningur við ríkisstjórnina er
mikill, en rúmlega 68% myndu
styðja hana samkvæmt könnun
Gallups. Fleiri eru óánægðir með
störf . stjórnarandstöðunnar en
ánægðir. Tæp 40% eru óánægðir en
um 27% ánægðir.
Geir Haarde vinsæll
I könnuninni var spurt um störf
ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Mest
var ánægja með störf Geirs H.
Haarde fjármálaráðherra. Um 70%
þeiiua sem svöruðu voru ánægðir
með störf hans. Næstur í röðinni kom
Davíð Oddsson forsætisráðherra. Um
63% voru ánægðir með störf hans.
50% lýstu ánægju með störf Björns
Bjamasonar menntamálaráðherra og
sama hlutfall lýsti ánægju með störf
Sólveigar Pétursdóttur dómsmála-
ráðherra. 47% lýstu ánægju með
störf Sturlu Böðvarssonar samgöngu-
ráðhen-a. Fæstir voru ánægðir með
störf Árna Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra eða tæplega 45%.
hömlu að ganga formlega frá veiði-
heimildum okkar í Barentshafí. Þá
hafi því aldrei verið svarað hve mik-
ið skyldi greiða fyrir veiðiheimild-
irnar frá Rússum. Fyrir vikið hefði
ekkert verið veitt úr rússneska
kvótanum. Nú komi þessi ákvörðun
miklu fyrr og því séu meiri líkur á
því að það takist að nýta þessar
heimildir.
Litlar líkur á góðri veiði
„Líkurnar á góðri veiði eru
reyndar ekki miklar vegna slakrar
stöðu þorskstofnsins. Eg tel þó að
menn muni sameina veiðiheimildir
til að nýta þennan norska kvóta, ef
eitthvað fiskast,“ segir Kristján.
„Ég er hins vegar mest hissa á
ákvörðun um svona mikla veiði og
að ekkert mark skuli tekið á ráðgjöf
Höfn. Morgunblaðið.
í TILEFNI af því að Svavar
Guðnason listmálari hefði orðið 90
ára hinn 18. nóvember sl. verður í
dag opnuð sameiginleg sýning á
verkum eftir Svavar í eigu Lista-
safns Austur-Skaftafellssýslu og
verkum eftir listmálarann Gunnar
Öm, sem setur sýninguna saman.
Að sögn Gunnars er það nýmæli
að setja saman í eina sýningu verk
eftir tvo málara af tveimur kynslóð-
um, en þessi hugmynd kviknaði hjá
Menningarmálanefnd Homafjarð-
ar. Hann segii’ að því fylgi afskap-
lega góð tilfinning að setja upp
Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Það
er mælt með 110.000 tonnum og
230.000 sem valkosti eftir því hve
hratt eigi að byggja stofninn upp.
Nú setja Norðmenn og Rússar
stofninn í slíka hættu með 390.000
leyfílegum afla, að hann getur
hreinlega hmnið. Sömu sögu er að
segja af ýsunni. Mælt var með há-
marksveiði upp á 35.000 tonn, en
ákveðið er að leyfa veiði á 62.000
tonnum. Þeir fylgdu hins vegar ráð-
leggingum í loðnunni.
Okkur finnst þetta ekki vera
ábyrg fiskveiðistefna og þeim til
mestrar áhættu sjálfum. Við þurf-
um út af fyrir sig ekki að harma
það, nema hvað okkur finnst lítill
skilningur á vísindunum á þessum
bæ,“ segir Kristján Ragnarsson.
myndir með Svavari, enda hefur
Gunnar Öm verið einlægur aðdá-
andi Svavars um langt skeið.
„Svavar var auðvitað þessi litasnill-
ingur og ekki var síðri þessi ljóð-
ræni strengur í verkum hans,“ segir
Gunnar Öm.
Sýningin verður haldin í Pakk-
húsinu á Höfn, en þar réð ríkjum
um skeið Guðni Jónsson, faðir
Svavars, þegar húsið var vöm-
geymsla kaupfélagsins. Svavar
vann einnig sjálfur í húsinu áður en
hann kvaddi heimahagana til að
helga sig málaralistinni.
Svavars Guðnasonar listmálara minnst á Höfn
Morgunblaðið/Sigurður Mar
Á myndinni sést Gunnar Örn með myndir eftir Svavar, sem bíða þess
að fara á vegginn, en í gær var unnið af kappi við að útbúa salinn fyrir
sýninguna, sem verður opnuð kl. 14 í dag.
Sýning á verkum
Svavars í heimabyggð
Morgunblaðið/Kristinn
Sigurður Guðmundsson landlæknir opnaði heilsuvefinn
netdoktor.is með formlegum hætti í gær.
Heilsuvefurinn netdoktor.is opnaður í gær
Itarlegar upplýs-
ingar um heilsufar
SIGURÐUR Guðmundsson land-
læknir opnaði formlega heilsuvefínn
netdoktor.is í gær að viðstöddu fjöl-
menni. Hægt er að komast inn á
heilsuvefinn í gegnum fréttavef
Morgunblaðsins mbl.is.
A vefnum era m.a. tengingar við
stofnanir og félög í heilbrigðiskerf-
inu en vefurinn mun ekki síst nýtast
almenningi í leit að margvíslegum
upplýsingum um lyf, sjúkdóma,
samlíf og kynlíf og margt fleira. A
vefnum er komið á framfæri miklu
magni upplýsinga á „mannamáli"
eins og aðstandendur vefjarins tóku
skýrt fram, enda á vefurinn einkum
að höfða til almennings.
Vefurinn er gerður að danskri
fyrirmynd, netdoktor.dk, sem er
heilsuvefur, sem hefur verið starf-
ræktur í Danmörku í hálft annað ár
og vaxið gríðarlega. Má nefna að
vikulegar heimsóknir á vefinn era
um 100 þúsund og starfsmönnum
hans hefur fjölgað úr einum í á
fimmta tuginn á þessu ári.
Framkvæði að gerð netdoktor.is
átti Vefmiðlun ehf. og vann hugbún-
aðarfyrirtækið Sólver einnig að
gerð hans auk annaira.
Björn Tryggvason svæfingalækn-
ir og formaður Vefmiðlunar sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær, að
netdoktor.is væri m.a. ætlað það
hlutverk að hvetja almenning til
aukinnar ábyrgðar á eigin heilsu.
Hægt að fínna upplýsingar
um fyrirbyggjandi þætti
„Ég tel að heilsuvefurinn muni
sérstaklega gagnast fólki í leit að
fræðslu um hugsanlega kvilla, sem
hrjáir það eða skyldmenni," sagði
Björn. „Einnig er unnt að leita sér
upplýsinga á vefnum um margskon-
ar fyrirbyggjandi þætti sem varða
heilsufar, t.d. hvað unnt sé að gera
til að koma í veg fyrir að fá sjúk-
dóma og hvenær sé tímabært að
leita læknis.“
Á netdoktor.is verður bráðlega
hægt að finna upplýsingar um sili-
kon-brjóastaðgerðir, sem dr. Rafn
Ragnarsson yfirlæknir lýtalækn-
ingadeildar Landspítalans hefur
tekið saman og er það í fyrsta sinn
sem íslensku fræðsluefni af því tagi
er komið á framfæri við almenning
með skipulögðum hætti.
Breytmgum a deiliskipu-
lagi Kvosarinnar frestað
ÚRSKURÐARNEFND skipulags
og byggingamála hefur frestað
breytingum á deiliskipulagi sem
voru gerðar í sumar til þess að
koma í veg fyrir vínveitinga- og
skemmtistaðarekstur í Kvosinni.
Kristján Jósteinsson, eigandi
skemmtistaðarins Club Clinton,
kærði breytingamar á sínum tíma
til Skipulagsstofnunar, en þær
hefðu gert það að verkum að loka
þyrfti staðnum.
Fyi-r í sumar tilkynnti Borgar-
skipulag Reykjavíkur Ki-istjáni Jó-
steinssyni eiganda skemmtistaðar-
ins Club Clinton þessa ákvörðun.
Kristján taldi að aðferð við undir-
búning og kynningu þessarar
ákvörðunar hafi verið ólögmæt og
kærði á þeim forsendum. í niður-
stöðu úrskurðarnefndarinnar segir
meðal annars, að ekki verði framhjá
því litið að nokkrir annmarkar virð-
ast hafa verið á undirbúningi hinnar
kærðu ákvörðunai’ og framkvæmd
grenndarkynningar í málinu og
álitaefni hvort að hin kærða ákvörð-
un sé reist á lögmætum sjónarmið-
um, svo að hvort hún samræmist
jafnræðisreglu.
Sérblöð í dag
www.mbl.is
Á LAUGARDÖGUM
¥ FCDI'^
LLaDun
Með
Morgun-
blaðinu f
dag er
dreift
blaði frá
Spar-
sport,
„Það er
sport að
spara“.
Með
Morgun-
blaðinu
í dag er
dreift
blaði
frá Tal,
„Vetur!“.
Stjörnumenn lögðu Víkinga
í Garðabæ / C2
Birgir Leifur dróst aftur úr
á Costa del Sol / C3