Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 24
24 LAUGAEDAGUR 20. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Fiskiðjusamlag Húsavíkur með 126,4 milljóna tap síðasta rekstrarár
Aukið tap af reglu-
legri starfsemi
Fiskiðjusamlag Húsavíkur h Úr ársreikningi t Li
1. september 1998 - 31. ágúst 1999
Rekstrarreikningur Miiijónir króna 98/99 97/98 Breyting
Rekstrartekjur 2.612,1 2.690,8 ■2,9%
Rekstrarqjöld 2.318,5 2.399,4 -3,4%
Hagnaður fyrir afskriftir 293,6 291,3 +0,8%
Afskriftir Fjármagnsgjöld umfram tekjur 211,2 151,8 194,3 107,7 +8,7% +40,9%
Tap af reglulegri starfsemi Söiutap / hagn. og hlutdeildartekjur -69,3 -57,1 -10,6 78,0 +553,8%
Tap / hagnaður tímabilsins -126,4 67,3 -
Efnahagsreikningur Mimmrmna 31/8 '99 1/9 '98 Breyting
Veitufjármunir 1.553,4 746,5 +108,1%
Fastafjármunir 1.101,4 2.138,1 +51,5%
Eignir samtais 2.654,8 2.884,6 ■8,0%
Skammtímaskuldir 1.341,4 789,6 +69,9%
Langtímaskuldir 708,2 1.336,2 ■47,0%
Eigið fé 605,2 758,8 ■20,2%
Skuldir og eigið fé alls 2.654,8 2.884,6 ■8,0%
Sjóðstreymi og kennitölur 98/99 97/98 Breyting
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 156,0 117,4 ■32,8%
Veltufjárhlutfall 1,16 0,94
Eiginfjárhlutfall 22,79% 26,30%
Innra virði 0,98 1,22
TAP Fiskiðjusamlags Húsavíkur
hf. nam 126,4 milljónum króna
rekstrarárið 1. september 1998 til
31. ágúst 1999. Rekstrarárið á und-
an nam hagnaður félagsins 67,3 mil-
ljónum króna.
Tap af reglulegri starfsemi nam
69,3 milljónum króna en 10,6 mil-
ljónum króna árið á undan. Hagnað-
ur fyrir afskriftir og fjármagn-
skostnað nam 293,6 milljónum
króna en 291,3 milljónum króna
rekstrarárið á undan. Afskriftir
námu 211 milljónum króna. Fjár-
magnskostnaður er 152 milljónir og
hækkaði á milli ára um 44 milljónir
og er meginskýringin gengistap
upp á 71 milljón, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu frá Fisk-
iðjusamlaginu.
Móttekið hráefni hjá Fiskiðju-
samlaginu var 12.510 tonn og afli
skips 2.312 tonn. í heildina gekk
rekstur rækjuveiða og vinnslu illa
en bolfiskvinnslan var umfram
áætlun, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu.
„Framlegð landvinnslunnar í
heild var um 100 milljónum króna
hærri en rekstrarárið á undan.
Bolfiskdeild félagsins skilaði mun
betri árangri en síðasta ár. Byrjað
var að vinna eftir nýju bónuskerfi
sem byggir á einstaidingspremíu á
flæðilínunni. Afköst hafa aukist við
þessa breytingu og laun starfsfólks
hækkað jafnframt. Verðlag hvít-
fiskafurða hefur hækkað verulega
sem kemur FH til góða. Fiskteg-
undum í vinnslu hjá FH hefur verið
fækkað og eingöngu unnið úr
þorski, ýsu og ufsa auk silungs,“ að
því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu.
Mun lakari afkoma
rækjuverksmiðju
Hækkandi hráefnisverð á rækju
kom fram í mun lakari afkomu
rækjuverksmiðja félagsins. Hráefni
var einnig smækkandi í íslensku
lögsögunni sem kom fram í lakari
nýtingu og lægra afurðaverði. Verð
fyrir rækjuafurðir hefur almennt
farið lækkandi síðustu misseri og á
þetta sérstaklega við um stærstu
rækjuna vegna aukins framboðs af
kaldsjávarrækju frá öðrum haf-
svæðum.
Húsvíkingur ÞH-1, rækjufrysti-
togari félagsins, var seldur 15. júní
til sjávarútvegsíyrirtækis í Noregi.
Húsvíkingur ÞH-1 var stærsta eign
félagsins og hefur þessi skipasala
talsverð áhrif á rekstrar og efna-
hagsreikning FH. í ársreikningn-
um er hvorki bókfærður söluhagn-
aður né tap vegna sölu skipsins.
„í kjölfarið kom upp sú staða í
Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. að
ekkert skip var eftir í eigu félagsins.
Þessar aðgerðir opnuðu marga nýja
valkosti fyrir félagið varðandi
skipakost og aukið samstarf við
önnur fyrirtæki sem hefur nú endað
með sameiningu við Ljósavík hf,“ að
því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu.
Skuldir lækka um milljarð
vegna sölu eigna
Rekstur rækjuverksmiðjunnar á
Kópaskeri gekk erfiðlega á síðasta
rekstrarári og þá sérstaklega utan
þess tíma sem innfjarðarvertíð í Öx-
arfirði stóð. Akveðið var 17. mars að
loka verksmiðjunni á milli vertíða
frá maí til október. I framhaldi af
þeirri ákvörðun var stofnað nýtt
hlutafélag Gefla hf. sem keypti
rækjuverksmiðju Fiskiðjusamlags
Húsavíkur hf. á Kópaskeri. Rekstur
hófst hjá Geflu hf. á Kópaskeri 1.
september 1999 en fram að þeim
tíma starfrækti FH rækjuverk-
smiðjuna. Að félaginu standa auk
FH, Öxarfjarðarhreppur og út-
gerðaraðilar sem veiða rækju í Öx-
arfirði ásamt einstaklingum á
Kópaskeri og Raufarhöfn. Akveðið
var að stofna hlutafélag um neta-
gerð FH og miðaðist sú breyting við
1. júní 1999. Félagið heitir Neta-
gerðin Höfði ehf. og var við stofnun
alfarið í eigu Fiskiðjusamlags
Húsavíkur hf. en meirihluti í félag-
inu eða samtals 60% var síðan seld-
ur tO nokkurra aðila í sjávarútvegi.
Meðal kaupenda eru Langanes hf.,
Geiri Péturs ehf. og GPG fiskverk-
un ehf.
„Við ofangreindar eignasölur og
greiðslur skulda munu skuldir Fisk-
iðjusamlags Húsavíkur hf. lækka
um tæpan einn mOljarð króna og af-
skriftir lækka um 100 mOljónir á
ári. Sölutap þessara eigna var í
heOdina um 38 milljónir króna."
Félagið á 12,5% hlut í rækju-
verksmiðju í StAnthony á Ný-
fundnalandi í Kanada. Verksmiðjan
tók tO starfa í maí síðastliðnum og
hefur unnið úr 5.500 tonnum af hrá-
efni frá því rekstur hófst. Gert hef-
ur verið ráð fyríi- tapi á þessu fyrsta
starfsári.
Spáð hagnaði af reglulegri
starfsemi
Heildarumsvif FH verða heldur
minni en árið á undan samkvæmt
rekstraráætlun félagsins. Aætlað er
að framleidd verði rúm 5.000 tonn af
afurðum og hráefni landvinnslu
verði tæp 13.000 tonn. Hagnaður
fyrir afskriftir og fjármagnskostnað
verður samkvæmt rekstraráætlun
1999/2000 um 300 milljónir sem er
svipuð framlegð og síðasta rekstr-
arár. Afskriftir eru áætlaðar 125
mOljónir og fjármagnskostnaður 85
milljónir. Samkvæmt þessu verður
hagnaður rekstrarársins 1999/2000
af reglulegri starfsemi 86 mOljónir
króna. Gert er ráð fyrir því að end-
anleg áætlun sameinaðs félags, FH
og Ljósavikur, verði gefin út að af-
loknum hluthafafundum í janúar en
þá verður formleg samrunaáætlun
lögð íyrir hluthafa. Þó er áætlað að
velta sameinaðs félags á næsta ári
verði um 3,5 mOljarðar króna. Sam-
einað félag hefur yfir að ráða afla-
heimOdum sem nema rúmum 5.200
tonnum, í þorskígildum talið.
Stjóm félagsins leggur ekki til að
greiddur verði arður tO hluthafa að
þessu sinni. Aðalfundur félagsins
verður haldinn á Hótel Húsavík
föstudaginn 26. nóvember.
Að sögn Þorsteins Víglundsson-
ar, yfirmanns greiningardeildar
Kaupþings hf. er afkoma Fiskiðju-
samlagsins nokkuð betri en Kaup-
þing hafi gert ráð fyrir miðað við af-
komu félagsins fyrri hluta
rekstrarái-sins. Jákvætt sé að sjá
veltufé frá rekstri aukast mOli ára
hinsvegar sé ljóst að félagið hefur
ekki sýnt góða afkomu undanfarin
ár.
„Það verður áhugavert að sjá
hver áhrif sameiningarinnar við
Ljósavík verða á rekstur félagsins.
Það er ljóst að þetta er mikilvægt
skref fýrir félögin, sér í lagi í ljósi
þess að félög á borð við FH hafa
orðið undir í þeirri öru þróun sem
átt hefur sér stað á verðbréfamark-
aði þar sem fjárfestingarkostum,
sér í lagi stærri félögum, hefur
fjölgað verulega. Ég held að það sé
ljóst að félög af þessari stærðar-
gráðu verða að leita eftir samein-
ingu við önnur félög ætli þau að
auka áhuga fjárfesta á nýjan leOí,"
að sögn Þorsteins.
Gullsmiðja Óla flutt
GULLSMIÐJA Óla er flutt úr
Hamraborg 5 í Hamraborg 14.
Eigendur hennar eru hjónin Eygló
Sif Steindórsdóttir og Oli Jóhann
Damelsson, gullsmiðameistari.
Gullsmiðja Óla býður upp á alla
þá þjónustu sem er að fínna í fag-
inu s.s. módelsmiði, trúlofunar- og
giftingarhringa, áletrun, viðgerð-
ir o.fl. Verslunin er í dag þrisvar
sinnum stærri en hún var og hefur
vöruúrvalið aukist að sama skapi.
Fjárfest í norrænum Netfynrtækjum
ARCTIC Ventures I, fjárfestingar-
sjóður sem mun einbeita sér að fjár-
festingum í fyrirtækjum á norður-
löndum sem byggja starfsemi sína á
Netinu og möguleikum þráðlausra
fjarskipta, var kynntur á fundi með
mögulegum fjárfestum og aðOum úr
fjármálalífinu í Listasafni Islands í
gær.
Sjóðurinn er í vörslu Búnaðar-
bankans, en að honum standa Bún-
aðarbankinn og sænski Matteus
fjárfestingarbankinn. Sjóðurinn er
ætlaður aðOum sem öðlast hafa
nokkra reynslu í erlendum fjárfest-
ingum en lágmarksfjárfesting eins
aðila er um 7,2 mOljónir króna.
Á fundinum tók meðal annarra tíl
máls Ami Oddur Þórðarson frá
Búnaðarbankanum verðbréfum.
Hann sagði m.a. að forráðamenn
hins nýja sjóðs teldu að Norðurlönd-
in myndu verða í forystu í Netvæð-
ingu athafnalífs í Evrópu.
Morgunblaöið/Ásdís
Robert Ahldin
Ragnar Þórisson, sjóðsstjóri
Arctic Ventures I, sagðist hvetja
hugsanlega fjárfesta til að kynna sér
áhættuþátt fjárfestinganna. Hann
sagði að sjóðurinn myndi taka sér
6-9 mánuði tO fjárfestinga í um 10-
15 fyrirtækjum, en svo væri gert ráð
fyrir því að það tæki um 2-3 ár að
selja eignarhluti úr sjóðnum aftur
Robert Ahldin frá Matteus fjár-
festingarbankanum sagði m.a. að
Svíþjóð hefði að mörgu leiti afar
sterka stöðu á sviði Netsins, þar
sem fyrirtæki þyrftu að hugsa al-
þjóðega vegna smæðar heimamark-
aðar auk þess sem enskuþekking
væri góð.
Hann spurði hvort miklar verð-
hækkanir Netfyrirtækja væru bóla
sem myndi springa, og svaraði því til
að líklega myndu sum fyrirtæki ekki
lifa lengi, en á móti myndu önnur
öðlast góða markaðsstöðu. Hann
benti á að Netið væri í örum vexti og
því væri eðlilegt að verðleggja fyrir-
tæki hátt sem búin væru að koma
sér þar fyrir.
Einnig tóku tO máls Christian
Drougge frá T.I.M.E. Vision og
Patrick Gransáter frá Speed Vent-
ures fjárfestingarfyrirtækjunum,
John Palmer meðstofnandi
Letsbuyit.com og Johan Svanström
framkvæmdastj óri FreeFund.com.
Afmælishátíð laugardag
Bylgjan á staðnum í beinni. Happanjól, tónleikar. Jólasveinn. Afmæliskaka. Pétur
pókus kl. 13, K'NEX byggingasamkeppni Leikbæjar. Keppnin Herra Hafnarfjörður
laugardagskvöld. 24 klst. Æfinga- og söngvamaraþon kórs Flensborgarskóla.
Alltaf eitthvað að gerast til 26. nóvember.
Handverksmarkaður í dag kl. 11-16. Glaumur • gleði • gaman