Morgunblaðið - 20.11.1999, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Nýir evrópskir öryggismálasamningar undirritaðir
Lífsreglur ÖSE á 21. öld
Istanbúl. Reuters, AFP. ^ *
AP
Jacques Chirac Frakkiandsforseti (t.v.) heilsar Gerhard Schröder Þýzkalandskanzlara fram hjá Bill Clin-
ton Bandaríkjaforseta undir lok leiðtogafundar ÖSE í Istanbúl í gær, er leiðtogar 54 ríkja undirrituðu nýja
öryggismálasamninga. Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fylgist með.
LEIÐTOGAR 54 aðildarríkja Ör-
yggis- og samvinnustofnunar
Evrópu, ÖSE, luku tveggja daga
fundi sínum í Istanbúl í gær með
því að undirrita tvo mikilvæga
samninga um evrópsk öryggismál,
auk lokayfirlýsingar Istanbúl-fund-
arins.
Fyrri samninginn undirrituðu
fulltrúar þeirra þrjátíu ríkja sem
aðild eiga að samningnum um nið-
urskurð hefðbundins herafla í
Evrópu, CFE-samningnum svok-
allaða frá árinu 1990. Upprunalegi
CFE-samningurinn var undirritað-
ur af 22 ríkjum og var settur upp
sem tvíhliða samningur milli í-íkja
Atlantshafsbandalagsins annai-s
vegar og Varsjárbandalagsins hins
vegar. Þau ríki sem nú hafa bætzt
við eru flest fyrrverandi Sovétlýð-
veldi.
CFE-samningurinn hefur að
markmiði að lágmarka hættuna af
óvæntri árás yfir landamæri í
Evrópu. I honum er kveðið á um
hámarksfjölda skriðdreka, bryn-
vagna, stórskotaliðsvopna, orrustu-
þotna og árásarþyrlna. Breyting-
arnar fela í sér frekari niðurskurð á
hefðbundnum vígbúnaði í Evrópu
auk þess sem eftirlitskerfi samn-
ingsins er styrkt og ákvæðið um
upplýsingaskyldu hert. Þá gefst
nýjum ríkjum kostur á að gerast
aðilar að samningnum.
„Sáttmáli um öryggi í Evrópu“
En ólíkt samningnum frá 1990 er
sérstaklega tilgreint hver mörkin
eru fyrir hvert einstakt aðildarríki
samningins og kveðið sérstaklega á
um lægri mörk fyrir landamæra-
svæði. I gamla samningnum, sem
gerður var á lokaskeiði kalda
stríðsins, voru aðeins tilgreind slík
mörk fyrir hvora „blokk“ íyrir sig,
NATO-ríkin annars vegar og Aust-
urblokkina hins vegar.
Að hinum samningnum sem leið-
togarnir undirrituðu, „Sáttmála um
öryggi í Evrópu“, hefur verið unnið
í tvö ár og tilgreinir hann hlutverk
ÖSE á 21. öld. Texti þessa samn-
ings var frágenginn strax á fyrsta
degi fundarins, en ágreiningur um
hvort geta bæri Tsjetsjníu í loka-
kafla samningsins, sem er í raun
pólitísk yfirlýsing, hindraði undir-
ritun fram á síðustu stundu. Rússar
viðurkenndu að þeir brytu með
sókn sinni inn í Tsjetsjníu ákvæði
um hámarksherafla á Kákasus-
svæðinu, en Vesturlönd féllust á að
skrifa undir eftir að ráðamenn í
Rússlandi hétu því að draga aftur
úr liðsstyrk sínum á svæðinu um
leið og friður væri kominn á í
Tsjetsjrúu.
I sáttmálanum er lagður grund-
völlur að starfi ÖSE á nýrri öld, þar
sem áhersla er lögð á að styrkja
mannréttindi, sérstaklega réttindi
þjóðernisminnihluta, og aðrar að-
gerðir til að koma í veg fyrir átök.
Itrekað er mikilvægi lýðræðisþró-
unar og reglur réttarríkisins sem
grundvöllur eðlilegra framfara í að-
ildarríkjunum.
Þar er eftirfarandi lýst yfir: „Að-
ildarríkin bera ábyrgð gagnvart
borgurum sínum og hvert öðru, að
því er varðar að standa við aðildar-
skuldbindingar sínar [að ÖSE]. Við
álítum þessar skuldbindingar vera
sameiginlegan ávinning okkar og
teljum þær því varða beina hags-
muni aðildarríkjanna allra.“
Vestrænir erindrekar sögðu
þetta kjamaákvæði vera til þess
ætlað að aftra einstökum aðildar-
löndum frá því að lýsa innanlands-
átök á borð við Tsjetsjníustríðið
vera hreint innanríkismál sem eng-
um öðrum komi við.
Samningur um olíuleiðslu í Mið-Asíu
Hefur mikla pólitíska þýðingu
Istanbul. AP, AFP, The Washington Post.
RÍKISSTJÓRNIR Tyrklands,
Georgíu og Aserbaídsjan undirrit-
uðu á fimmtudag samning um
lagningu olíuleiðslu frá Svartahafi
að austurströnd Miðjarðarhafs.
Samningurinn var undirritaður af
leiðtogum ríkjanna á ráðstefnu Ör-
yggis- og samvinnustofnunar
Evrópu sem nýlega er lokið í Ist-
anbúl í Tyrklandi. Samningurinn
hefur verið lengi í bígerð og mun
ekki aðeins hafa áhrif á efnahagslíí
í samningslöndunum heldur er
hann einnig talinn geta haft mikla
pólitíska þýðingu. Bandaríkin hafa
lengi hvatt ríkin til að ganga frá
samningnum en hann er gerður í
óþökk Rússa og er einnig talinn
vera áfall fyrir stjómvöld í Iran.
Efasemdir um hagkvæmni
Olíuleiðslan mun liggja frá Bakú
höfuðborg Aserbaídsjan um tæp-
lega 2.000 kílómetra leið gegnum
Georgíu að tyrknesku hafnarborg-
inni Ceyhan við Miðjarðarhaf. Um
600.000 tonn af olíu úr olíulindum
við Kaspíahaf munu árlega
streyma um leiðsluna.
Einnig var á leiðtogafundi ÖSE
undirritaður samningur um lagn-
ingu gasleiðslu þvert yfir Kaspía-
haf milli Túrkmenistan og Aserba-
ídsjan. Fyrirhugað er að leggja
gasleiðslu samhliða olíuleiðslunni
alla leið að Miðjarðárhafi.
Samningurinn um olíuleiðsluna
er eins konar viljayfirlýsing ríkis-
stjóma Georgíu, Tyrklands og As-
erbaidsjan um að vinna að smíði
hennar. Olíufélög sem stunda olíu-
vinnslu við Svartahaf, undir for-
ystu BP Amoco, hafa haft uppi efa-
semdir um að lagning leiðslunnar
sé hagkvæm en ljóst er að stjórn-
völd í ríkjunum þremur þurfa að
ná samningum við félögin um fjár-
mögnun framkvæmdanna. Full-
trúar olíufélaganna hafa sagt að
mun meira magn en áætlað er að
fari um leiðsluna þyrfti að fara um
hana til að bygging hennar geti tal-
ist arðvænleg. Ölíuframleiðsla í
Aserbaídsjan er aðeins einn tíundi
hluti þeirrar framleiðslu sem
þyrfti til að olíuleiðslan borgaði
sig, að sögn sérfræðinga. AIls eru
100.000 tunnur af olíu framleiddar
á dag í Aserbaídsjan en til saman-
burðar má nefna að Sádi-Arabía
framleiðir daglega 8 milljónir
tunna.
Markmið Bandaríkjanna
Rússar hafa beitt sér fyrir því að
leiðslan færi skemmri leið að hafn-
arborginni Novorossiisk við
Svartahaf en Tyrkir hafa lýst sig
andvíga því, meðal annars vegna
umhverfissjónarmiða. Iransstjórn
hefur einnig sýnt áhuga á að ann-
ast milligöngu um sölu á olíu frá
Kákasus. íranir hafa haft uppi
áætlanir um að koma upp eins kon-
ar olíumarkaði í norðurhluta lands-
ins en Bandaríkin hafa verið mjög
andvíg þeirri lausn.
Talið er að með því að beita sér
fyrir þeirri lausn sem samningur-
inn frá því á fimmtudag felur í sér
hafi Bandaríkin viljað ná fram fjór-
um markmiðum.
I fyrsta lagi mun væntanleg olíu-
leiðsla verða til þess að Kákasus-
löndin verða minna háð Rússum í
efnahagslegu, og þar með einnig,
pólitísku tilliti. Bandaríkin hafa
viljað tengja löndin nánari böndum
við Vesturlönd og líta má á samn-
inginn sem mikilvægan lið í þeirri
viðleitni. Bandarískir embættis-
menn hafa jafnvel stungið upp á
því að olía verði flutt frá Kasakstan
til Baku og dælt þar gegnum leiðsl-
una vestur á bóginn.
í öðru lagi tekst Bandaríkja-
mönnum með samningum að
spoma gegn auknum áhrifum Ir-
ana á svæðinu sem er þeim ekki
síður mikilvægt.
í þriðja lagi er olíuleiðslan mikil-
væg vegna þess að með henni verð-
ur til ný dreifileið fyrir olíu til
Vesturlanda sem eru, eins og
kunnugt er, mjög háð olíuflutning-
um frá Persaflóasvæðinu um
Hormuzsund.
Að síðustu hefur verið bent á að
stuðning Bandaríkjanna við olíu-
leiðsluna megi rekja til vilja þeirra
til að bæta Tyrkjum upp það efna-
hagslega tjón sem þeir urðu fyrir
þegar olíusölubann á írak gekk í
gildi. Bannið stöðvaði olíuflutninga
um olíuleiðslu sem lá frá írak til
hafnar í Tyrklandi og við það urðu
Tyrkir af mikilvægum tekjum.
Sakar Bandaríkin um
að beita þrýstingi
Igor Ivanoff, utanríkisráðherra
Rússlands, sakaði á fimmtudag
Bandaríkin um að hafa beitt olíufé-
lögin þrýstingi til að fá þau til að
styðja samningana um olíu- og
gasleiðslurnar. Sandy Berger,
þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkja-
forseta, neitaði því hins vegar að
stuðningur Bandaríkjamanna við
samninginn hefði haft nokkuð að
gera með tilraunir þeirra til að
draga úr áhrifum Rússa á svæðinu.
Leiðtogar ríkjanna sem standa
að samningunum hafa þakkað
Bandaríkjunum fyrir að hafa beitt
sér fyrir tilurð þeirra. Vonir ríkja-
leiðtoga á Kákasussvæðinu eru
bundnar við að þeir muni renna
stoðum undir nýfengið sjálfstæði
þeirra og stuðla að efnahagslegri
uppbyggingu með því að skapa
greiðari aðgang að vestrænum
mörkuðum.
Al-Fayed seg-
ir að Hamilton
hefði „selt
móður sína"
London. The Daily Telegraph, Reuters.
MOHAMMED AI-Fayed, eigandi
Harrods-verslunarinnar í London
bar í gær vitni fyrir ddmstól í
London vegna meiðyrðamáls, sem
Neil Hamilton, fyrrverandi þing-
maður íhaldsflokksins, hefur
höfðað á hendur honum. Hamilton
höfðaði málið eftir að Al-Fayed
hélt því fram í sjónvarpsviðtali að
þingmaðurinn hefði tekið við
greiðslum frá honum gegn því að
bera fram fyrirspumir í þinginu.
Al-Fayed ítrekaði í vitnisburði
sínum fyrri yfirlýsingar og bætti
við að Hamilton væri maður er
myndi „selja móður sína gegn
greiðslu".
Hamilton missti þingsæti sitt í
síðustu kosningum árið 1997 og
telur að yfirlýsingar Al-Fayeds
hafi Iagt stjómmálaferil hans í
rúst.
Að sögn Al-Fayeds leit þing-
maðurinn á hann sem „gullgæs"
og sagði að hann hefði reglulega
afhent honum búnt af seðlum og
gjafabréf í Harrods. Þingmaður-
inn hefði ítrekað haft samband við
hann og farið fram á greiðslur, yf-
irleitt um 2.500 pund eða rúmlega
þijú hundmð þúsund krónur í
hvert skipti.
„I mínum augum er hann ekk-
ert, hann er ekki mennskur,"
sagði Al-Fayed. „Hann hefur enga
sjálfsvirðingu, engan heiður, ekk-
ert.“
Þegar hann var spurður hvem-
ig greiðslunum hefði verið háttað
sagði Al-Fayed að yfirleitt hefði
hann hringt í ritara sinn og beðið
hann um að setja 2.500 pund í um-
slag og fara með það niður til
dyravarðarins.
Lögmaður Al-Fayeds, sagði við
upphaf málflutnings í málinu á
mánudag að Hamilton hefði árið
1989 þegið tiu þúsund punda
greiðslu frá olíufyrirtækinu Mobil
fyrir að reyna að knýja í gegn
breytingar á ljárlögum.
-------♦ ♦ ♦------
Ekkja Escobars
fyrir rétt
VICTORIA Henao, ekkja kól-
umbíska eituriyfjabarónsins Pabl-
os Escobars, var
handtekin í Arg-
entínu í vikunni,
og sést á mynd-
inni færð í járn-
um til yfir-
heyrslu í höfuð-
borginni Buenos
Aires. Escobar
var skotinn til
bana í átökum
við fíkniefnalögreglu árið 1993, og
hvarf Victoria með börn þeirra frá
Kólumbíu árið 1996. Fyrr á þessu
ári fannst hún ásamt syni sínum,
Juan Pablo, í Argentínu, þar sem
þau dvöldust undir fölskum nöfn-
um. Hafa þau bæði verið ákærð fyr-
ir peningaþvætti og skjalafals.
-------♦♦♦--------
EgyptAir-slysið
Setningin
aldrei sögð
Washington. Reuters.
EMBÆTTISMAÐUR bandaríska
samgönguöryggisráðsins sagði í
gær að ýmsar ágiskanir sem settar
hefðu verið fram um orsakir
EgyptAir-slyssins væru „allsendis
rangar“. Sagði hann meðal annars
að setningin „Ég hef tekið ákvörð-
un, ég fel örlög mín í hendur guðs,“
sem aðstoðarflugmanninum hefur
verið eignuð, hafi aldrei verið sögð.
Hann hafi aðeins látið nokkur
trúarleg orð falla.
Ákveðið var í gær að rannsókn
slyssins yrði enn um sinn í höndum
samgönguöryggisráðsins.