Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 80
80 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MYNPBONP ■ "■Sjí' Bullock í ham Náttúruöflin Foces of nature ( G a m a n ) ★ ★ Framleiðandi: Susan Arnold. Leik- ^stjóri: Bronwen Hughes. Handrit: Marc Lawrence, Ian Bryce og Donna Roth. Aðalhlutverk: Sandra Bullock, Ben Affleck og Maura Tierney. (102 mín) Bandaríkin. ClC-myndbönd, 1999. Öllum leyfð. Þegar tveir dagar eru í brúðkaup Bens Holmes (Ben Affleck) er líkt og náttúruöflin grípi inní og þröngvi honum til að staldra við og íhuga málið. Sarah (Sandra Bullock), sem kemur askvað- andi inn í líf Bens á skrykkjóttri leið hans frá New York til Savannah þar sem brúðkaupið á að fara fram, er eins konar holdgervingur þessara afla. I þessari rómantísku gaman- mynd er spilað með ofannefnt nátt- úruaflaþema og ágætlega með það farið sem gerir frásögnina örlítið metnaðarfyllri en ella. Engu að síð- ur er kvikmyndin fyrst og fremst létt og afþreyingarkennd sem sést líklega best á þeim tónlistarmynd- bándastíl sem víða bregður fyrir. Myndin hvílir fyrst og fremst á samskiptum aðalpersónanna sem eru lifandi og vel skrifaðar. Bullock og Affleck valda hlutverkunum vel og má segja að Bullock leiki á als oddi í krafmikilli túlkun á kraftmik- illi persónu. Væri það ekki fyrir hennar frammistöðu væri sagan sem sögð er líklega á mörkum þess að ganga upp. Þessi kvikmynd er því hinn mesti fengur fyrir Söndru Bullock-aðdáendur. Heiða Jóhannsdóttir fSLENSBCUR HAGFISKUR 'S#- hagur heimilinna 5677040 Rækja, hunnar, hörpuskel,ýsa,lúða,slungur,laxofl. FRI HEIMSENDING Baneitrað samband á Njálsgötunni i : ' V' _ M - 1; Sjöfn Evertsdóttur, Margréti Pétursdóttur, Gunnari Hanssyni, Kötlu Þorgeirsdóttur, Hildigunni Þráinsdóttur og Sveini Geirssyni tekst að gera samband mæðginanna á Njálsgötunni alveg baneitrað. Mamma tekur mig1 á sálfræðinni Sumir vilja halda því fram að tímarnir breytist og mennirnir með. En á það líka við um unglingana? Mist Rúnarsdóttir ------7------—---------------------- og Asgeir Jónsson fóru með Gunnari Hanssyni leikara og Hildi Loftsdóttur fímmtán ár aftur í tímann. FRANKIE goes to Holly- wood, arabaklútar, kjarn- orkuváin og pylsur eru fastir liðir í tilveru Konráðs, aðalhetju leikritsins Baneitrað samband á Njálsgötunni eftir Auði Haralds sem nú er sýnt hjá Leikfélagi Akur- eyrar og í Islensku óperanni. Þar er átakamiklu sambandi móður og unglingsstráks lýst á gamansaman hátt og með þónokkrum munnleg- um átökum. Þrátt fyrir að hjákátlegir efnis- legir hlutir hafi vikið íyrir öðrum í tímans rás, hafa þá gildi unglings- ins gagnvart áhugamálum og hegð- un eitthvað breyst? Ýkt framkoma Mist Rúnarsdóttir og Ásgeir Jónsson, sem bæði eru í 10. bekk í Vogaskóla, hittu leikarann Gunnar Hansson í búningaaðstöðu Islensku óperunnar og ræddu við hann um unglinga nútímans og gærdagsins. Mist: Okkur finnst Konráð svolít- ið ýktur í framkomu sinni við möm- muna. Gunnar: Miðað við ykkur þá? Ásgeir: Já, hann komst upp með einum of mikið. Gunnar: Komst hann upp með það? Mist: Nei, kannski ekki til lengd- ar. En hún tekur alveg rétt á mál- unum, sem ég get ekki ímyndað mér að aðrar mömmur geri. Ásgeir: Það er frekar að þær tuði bara. Blm: Fannst ykkur Konráð skemmtilegur? Mist: Það er alltaf gaman að léttrugluðu fólki, en ég veit ekki hvort ég myndi vilja eiga hann sem besta vin. Gunnar: Hann var reyndar ekki að rífast við vini sína. Eg átti líka vin sem var mesta ljúfmenni þang- að til að hann kom heim til sín. Þá öskraði hann sig hásan. Hann náði ekki sambandi við foreldra sína. Ásgeir: Við rífumst alveg við for- eldra okkar en ekki alveg svona mikið! En maður þekkir samt alveg krakka sem haga sér svona. Mist: Mér fannst mamman alveg taka rétt á þessu. Mörgum finnst bara best að vera skammaðir, í staðinn fyrir að það sé reynt tala þá tfl. _ Ásgeir: Já, það er alveg óþolandi. VERSLUNIN HÆTTIR ENN MEIRI VERÐLÆKKUN OPIÐ ALLA DAGA Gerið hagstæð jólainnkaup iþrótt OPIÐ: Mán.-fös. 10-18, 1 o lau. 10-1 6, sun. 13-1 7. Skipholti 50d, sími 562 0025. Hvort eru það unglingarnir eða foreldramir sem em óskynsamir? spurðu þau sig. Gunnar: Maður er að fatta að maður vill stjórna sér sjálf- ur og ef maður fær ekki það sem maður vill verður svolítið stríð. Svo finnst for- eldrunum þeir líka vera að missa stjómina. Ég var eins og Konráð inni í mér. Það braust bara ekki jafn mikið út. Blm: Finnst þér þú stíga aftur í tí- mann þegar þú ert að leika Konráð? Gunnar: Það er frábært að fara aftur til þessara ára, maður þekkir svo vel pirringinn. Mér finnst ég svoddan strákur ennþá, en á reynd- ar tvö böm, fjögurra og sex ára, sem mér finnst orðin unglingar. Ég er að reyna að ala þau upp og dáist svo að mömmu Konráðs; hvernig hún heldur ró sinni. Önnur umgjörð Blm: Finnst ykkur Konráð og fé- lagar ólíkir unglingum í dag? Mist: Ekki beint, bara aðeins öðravísi umgjörð. Ásgeir: Fólk er sér kannski ekki svona meðvitandi um heimsmálin. Gunnar: Já, þetta gerist í kald- astríðinu þegar fólk lifði við ógn kjarnorkusprengjunnar og af þeim völdum var t.d. ekki hægt að flytja leikritið til dagsins í dags. Þetta er liðinn tíðarandi. Blm: Ef það yrði gert leikrit eftir 15 ár hvemig haldiði að það yrði? Gunnar: Allir með buxurnar á hælunum. Mist: Það yrði öragglega ansi skrautlegt, en samt bara svipað. Okkur þætti sjálfsagt mjög gaman að sjá svona sýningu eftir fimmtán ár. ^ Ásgeir: Já, að rifja upp þetta tímabil. Gunnar: Þótt maður sé alltaf að berjast fyrir lífi sínu á þessum ár- um, eru þau líka þau skemmtileg- ustu. Maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Prófa nýja hluti, til- hugalífið og svona. Blm: Fannst ykkur þið sjá ykkur í þessu leikriti að einhverju leyti? Ásgeir: Já, stundum. Gunnar: Haldiði að krakkar á ykkar aldri hafi gaman af leikrit- inu? Mist: Já, en ég held samt að full- orðnir hafa meira gaman af því. Það var alveg fyndið, en eldra fólkið hló samt miklu meira. Ásgeir: Já, unglingar og full- orðnir hafa náttúralega ekki sama húmor. Mist: Ég held að það sé líka út af tískunni, hún var svo fríkuð. Fólkið sér í leikritinu hvað það var rosa- lega hallærislegt, alveg eins og við eigum eftir að sjá eftir fimmtán ár. Gunnar: Var ég trúverðugur unglingur? Ásgeir: Svona, jú, jú. Mist: Já, mér fannst það. Gunnar: Ég man að ég hafði for- dóma fyrir því þegar fullorðna fólk- ið var að reyna að höfða til manns. En það hafa samt margir unglingar komið og haft gaman af. Ég er ekki svona brjálaður í alvörunni. Ásgeir: Örugglega ekki, ha, ha, ha. Morgunblaðið/Sverrir Ásgeir og Mist fannst Konráð léttruglaður. Mist: Ef ég væri mamma þá myndin ég taka svona á þessu. Gunnar: Kannski lærir þú upp- eldisaðferðir á þessu leikriti. Verð alveg brjáluð Blm: Mynduð þið vilja eiga svona mömmu? Ásgeir: Já,... nei annars. Mist: Ekki ég. Mamma er byrjuð að nota á mig sálfræðina og ég verð alveg brjáluð. Mildu brjálaðri held- ur en ég er út í hana þegar hún gargar á mig. Maður finnur að hún hefur rétt íyrir sér og svo heldur hún áfram þangað til að maður verður bara að hlaupa út. Blm: Einhver sagði að það væru ekki til unglingavandamál, bara foreldravandamál. Hvað finnst ykkur um það? Mist: Ég er nú ekki alveg sam- mála því. Samt era öragglega margir unglingar sem myndu vilja halda því fram, en það eru bara bæði til unglinga- og foreldra- vandamál. Gunnar: Finnst ykkur unglingar óskynsamir þegar þeir eru í upp- reisn við foreldrana? Mist: Það er oft þannig en ekki alltaf, stundum era það foreldrarn- ir sem eru óskynsamir. /ZSizuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.