Morgunblaðið - 20.11.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.11.1999, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUDBORGARSVÆDIÐ % sawivltttvu m ’E^tó^u árife ISÆtö inu einnig vakin athygli á Sveinshúsi, sem kennt er við listmálarann Svein Bjöms- son. Húsið var byggt árið 1948 fyrir bústjóra, sem átti að reka stórt kúabú, en hann flutti aldrei í húsið og engar kýr voru bundnar á bása í fjósinu. Húsið grotnaði niður og var mjög illa farið er Sveinn fékk það til afnota ár- ið 1974. Hann lagfærði það og kom sér upp vistlegri vinnustofu, þar sem hann starfaði að list sinni þar til hann lést árið 1997. Jón Halldór sagði að þó verkefnið væri nefnt „árþús- undaverkefnið“ væri það í raun hugsað sem langtíma- verkefni tengt skipulagningu ferðaþjónustu og menningar- starfí í Hafnarfírði. Haldið yrði áfram að kynna Krýsu- víkina fyrir ferðamönnum á næstu árum og vinnan nú auðveldaði mönnum fram- haldið, þar sem búið væri að leggja grunninn. J* Arþúsundaverkefni Hafnarfjarðar var kynnt í Hafnarfjarðarkirkju Krýsuvík miðpunktur verkefnisins KRÝSUVÍK - samspil manns og náttúru, hefur verið valin sem sérstakt árþúsundaverk- efni Hafnarfjarðarbæjar, en verkefnið er unnið í samvinnu við Reykjavík, sem er ein af menningarborgum Evrópu árið 2000. Magnús Gunnars- son, bæjarstjóri Hafnarfjarð- ar, og Þórunn Sigurðardóttir, stjómandi menningarborgai- Reykjavíkur, undirrituðu samstarfssamninginn í safn- aðarheimili Hafnarfjarðar- kirkju á fímmtudaginn. „Krýsuvíkin er mikil nátt- úmperla, sem komandi kyn- slóðir verða að fá að njóta,“ sagði Magnús og benti á að ekki væri svo ýkja langt síðan hún hefði látið vita af sér með kröftugum hætti, en í síðasta mánuði varð gufusprenging í tilraunaborholu, svokallaðri Drottningarholu, við Seltún. Jón Halldór Jónasson, ferðamálafulltrúi Hafnar- fjarðar, sagði að tími væri kominn til að hefja Krýsuvík- ina til vegs og virðingar. Með verkefninu vildi bærinn auka þekkingu á menningu og nátt- úra svæðisins og opna augu manna fyrir þessu harðbýla og veðraða landi, Krýsuvíldn hefði verið erfið til búsetu en þeim mun áhugaverðara væri að heimsækja staðinn. Kiýsuvík hefur verið í eigu Hafnarfjai-ðar í 6 áratugi, en áður var þar höfuðból og fjöldi hjáleigna, sem lögðust í eyði í harðindunum á 19. öld. Að sögn Jóns Halldórs var byrjað að vinna í verkefninu síðastliðið vor, en það hefst formlega 10. júní þegar geng- ið verður frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur um gamla þjóð- leið. Verkefninu er skipt gróf- lega upp í þrjá hluta, þ.e. kortagerð, fræðslu og Sveins- hús. Verið er að vinna að gerð korts, þar sem merktar verða gönguleiðir og fomleifar auk þess sem þar verður að finna fróðlegar sögur og ábending- ar um áningarstaði fyrir ferðamenn. Gert er ráð fyrir að kortið fari í prentun rétt eftir áramót og verði tilbúið tO dreifingar í febrúar eða mars. Sérstök fræðsludagski'á verður í boði í sumar, en þá verða skipulagðar ferðir um svæðið. Ferðimar bera yfir- skriftina „Krýs kallar,“ en með því er verið að vísa í tröllskessuna Krýs, sem Krýsuvík er nefnd eftir. í ferðunum verða merkir staðir skoðaðir, m.a. Krýsuvíkur- kirkja, sem reist var á Amar- felli árið 1857; Krýsuvíkur- berg, sem er mesta fuglabjarg Reykjaness, en um 57.000 sjó- fuglapör verpa þar, og hvera- svæðið Seltún, en þar er stór leirhver, sem myndaðist þeg- ar Drottningarhola sprakk í haust. Að sögn Jóns Halldórs verður í árþúsundaverkefn- Kjalarnes Krísuvík Reykjanestá 20 km _ Morgunblaðið/Kristinn ARÞUSUNDAVERKEFNI HafnarQarðar „Krýsuvík - samspil manns og náttúru“ var kynnt í safnaðarheimili Hafnaríjarðarkirkju á fimmtudaginn. Magnús Gunnarsson, bæj- arstjóri Hafnaríjarðar, lýsti yfir mikilli ánægju með verkefnið og sagði Krýsuvíkina vera mikla náttúruperlu. Dregur nafn sitt af tröllskessunni Krýs KRÝSUVÍKURJÖRÐIN er kennd við tröllskess- una Krýs, sem sagan segir að hafi lengi átt í deilum um landamerki við Herdísi í Herdísar- vík. Báðar þóttust kerling- arnar eða tröllskessurn- ar ofbeldi beittar og ákváðu að þær skyldu fara við sólarupprás heiman frá sér og mörk ákveðin þar sem þær mættust. Þegar þær mættust þóttist Krýs þess fullviss að Herdís hefði lagt fyrr af stað en um var samið. Tóku þær að biðja hvor annarri óbæna og jörðum hvor annarrar. Herdís lagði það á Krýsuvíkina að allur sil- ungur í Kleifarvatni skyldi verða að loðsil- ungi og öfugugga. Krýs lagði það á Herdísarvík- ina að ein eða fleiri skipshafnir skyldu drukkna í Herdísarvík- urijörn. Þannig er þjóð- sagan um landaþrætuna og eitt dæmi gamalla sagna sem lifðu með Krýsvikingum. Hafnarfjörður Morgunblaðið/Árni Sæberg VERKEFNI, sem Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hefur unnið að, var kynnt í Hamraskóla í gær, en í tilefni af því að Reykjavík er ein af menningarborgum Evrópu árið 2000 munu 31 listamaður starfa með nemendum að listsköpun og tjáningu. Sigrún Magnúsdóttir, for maður fræðsluráðs borgarinnar, ávarpaði m.a. samkomuna. Listamenn starfa með skólabörnum Reykjavík REYKJAVÍKURBORG hef- ur ráðið 31 listamann til að starfa með nemendum í öll- um 33 grunnskólum Reykja- víkur við listsköpun og tján- ingu. Verkefnið, sem er hluti af verkefnum Reykja- víkur, menningarborgar Evrópu árið 2000, var kynnt í Hamraskóla í Grafarvogi í gær og voru fulltrúar skól- anna, listamennirnir, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Björn Bjarnason memitamálaráð- herra viðstödd kynninguna. „Þetta er eitt af þeim verkefnum sem á eftir að lifa lengi, því verið er að leggja grunn að áhuga ungs fólks á listum og menn- ingu,“ sagði Björn, en meg- ináhersla verkefnisins er víðtæk þátttaka barnanna. Anna Kristín Sigurðar- dóttir, deildarsljóri Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur, sagði að hugmyndin að verk- efninu hefði komið upp á samráðsfundi árið 1997 og að sfðan þá hefði verið unnið að henni. Skólarnir hefðu sjálfir verið beðnir um að koma með hugmyndir að verkefnum, sem þeir vildu vinna að og þeir hefðu skilað hugmyndunum af sér í janú- ar á þessu ári. Hugmyndir skólanna voru síðan skoðaðar og auglýst eftir listamönnum til að vinna með skólunum að nán- ari útfærslu hugmyndanna og framkvæmd. Anna sagði að viðbrögð listamanna hefðu verið miklu betri en hún hefði þorað að vona, en 35 listamenn sóttu um að fá að starfa með skólunum, en einnig var Icitað til nokk- urra annarra. Hún sagði að loks hefði 31 listamanni ver- ið úthlutað verkefni og því hefðu færri fengið en viljað. Yerkefni kynnt á opnunar- degi menningarborgarinnar Vinna við verkefnin, sem eru mjög íjölbreytt og mis- munandi eftir skólum, hefst strax í janúar árið 2000 og stendur út árið. Fyrstu verkefnin verða kynnt á opnunardegi menningar- borgarinnar, þann 29. janú- ar, en það eru verkefni Austurbæjarskóla og Ölduselsskóla. Austurbæjar- skóli verður með lit- skyggnusýningu í skólaport- inu, en Ölduselsskóli mun sýna glerlistaverk. Meðal annarra verkefna má nefna að Foldaskóli mun setja upp íslandsklukku Halldórs Laxness undir leik- stjórn Einars Þorbergsson- ar. I Laugarnesskóla verður unnið með þemað fortíð, nú- tíð og framtíð. I þijá gler- kassa munu nemendur safna pörum af notuðum skóm, sem tákna fortíðina, iitlum Ieikföngum, sem tákna nú- tíðina og steinvölum, sem þeir hafa greypt í óskir sínar um framtiðina. I Vesturbæj- arskóla munu m.a. allir nem- endur vinna sjálfsmyndir, sem verða settar upp á vegg fyrir framan anddyri skól- ans. Aðrir skólar vinna m.a. að kvikmyndagerð, brúðu- gerð og útgáfu ljóðabóka. Nýtt deiliskipulag fyrir Hörðuvelii Byg'gðir verða tveir nýir skólar Hafnarfjörður NÝTT deiliskipulag íyrir um 48.000 fermetra svæði á Hörðuvöllum í Hafnarfirði var lagt fyrir bæjarráð í síðustu viku, en á lóðinni er gert ráð fyrir nýjum grunnskóla, leikskóla, íþróttahúsi og kennslu- sundlaug. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Sigurð Haraldsson, deild- arstjóra byggingardeildar Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarráð frestaði af- greiðslu málsins, en til stendur að efna til sam- keppni um hönnun og skipulag svæðisins og verður verðlaunaféð 8 milljónir króna, sem er með því mesta í svona verkefnum að sögn Sigurð- ar. Sigurður sagði að úrslit samkeppninnar myndu liggja fýrir á næsta ári og þá yrði verkið boðið út. Hann sagði að um svokall- aða einkaframkvæmd yrði að ræða, sem þýðir að þeg- ar framkvæmdum lýkur muni bærinn leigja aðstöð- una af verktakanum. Eins og áður sagði er svæðið sem deiliskipulagið nær til um 48.000 fermetr- ar, en byggingarsvæðið er um 30.000 fermetrar. Skól- inn, sem mun taka við af núverandi Lækjarskóla, verður 5.400 fermetrar, leikskólinn 655 fermetrar, íþróttahúsið 865 fermetrar og kennslusundlaugin 250 fermetrar. Stefnt er að því að ljúka fyrsta áfanga framkvæmd- anna árið 2001, en þá verð- ur leikskólinn tekinn í notkun, sem og hluti af grunnskólanum, en stefnt er að því að ljúka fram- kvæmdum við hann árið 2003. Að sögn Sigurðar er ekki búið að ákveða hvenær ráðist verður í framkvæmdir við sund- laugina og íþróttahúsið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.