Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 49
MARGMIÐLUN
'legt magn af óvinum
Snúist til varnar
SEM vonlegt er hafa kvikmynda-
framleiðendur brugðist illa við því
að tekist hafi að brjóta upg höfund-
arréttarlás DVD-mynda. í kjölfar-
ið hafa þeir og hamast að þeim sem
dreift hafa DeCSS-hugbúnaðinum,
sem brýtur upp DVD-myndir, en
látið þá eiga sig sem taka afritin,
enda ekki stætt á því að amast við
því.
Skammt er síðan lög voru sett
um það vestur í Bandaríkjunum
sem banna mönnum að brjóta upp
höfundarréttarlæsingar eða selja
eða gefa hug- eða vélbúnað sem
gerir það. I skjóli þeirra laga hafa
réttindasamtök kvikmyndafram-
leiðenda hótað þeim sem gefið haf^.
aðgang að DeCSS á síðum sínum
öllu illu. Þrátt fyrir það er hugbún-
aðurinn víða fáanlegur og verður
væntanlega nenni menn að leita.
I löggjöfinni sem kvikmynda-
framleiðendur beita fyrir sig er
ákvæði um að óheimilt sé að afrita
það sem búið er að læsa með dul-
ritun, en það hefur ekki enn tekið
gildi því menn deila um hversu víð-
tækt slíkt bann ætti að verða.
Bannið myndi þannig koma í veg
fyrir að einkaaðailar geti afritað
DVD-diska, þó það sé látið að-
gerðalaust er menn taka afrit af
tónlistardiskum eða snældum.
LEIKIR
Star Wars: The Phantom Menace.
LucasArts gaf nýlega út leik fyrir
PlayStation, leikurinn er byggður
á nýjustu mynd George Lucas og
nefnist Star Wars: The Phantom
Menace, leikurinn er hasarlcikur í
gegn og er á einum diski,
minniskort er nauðsynlegt ef ein-
hver ætlar sér að klára hann.
EFTIR AÐ nýja Star Wars-
myndin kom út voru fá fyrirtæki
sem ekki reyndu að græða á ein-
hvern hátt, frá skólatöskum til
nammis; allir fengu sinn hlut. Ekki
voru þó allir ánægðir með myndina
og meginástæðan fyrir því var að
margra mati að myndin hefði feng-
ið of mikla umfjöllun og stæði því
ekki undir allra vonum.
Leikurinn Star Wars: The
Phantom Menace fylgir söguþræði
myndarinnar niður í minnstu smá-
atriði. Þetta veldur því að fólk sem
hafði ekki gaman af myndinni
sjálfri mun líklega ekki hafa gaman
af leiknum.
Spilendur berjast í gegnum fjöl-
mörg borð sem ein af fjölmörgum
meginsöguhetjum myndarinnar,
þar á meðal Amidala drottning og
Obi Wan Kenobi. Hægt er að
geyma hvar sem er í leiknum, en
án þess væri leikurinn ómöguleg-
ur vegna erfiðleika sumra borð-
anna.
Stjórnin í leiknum er nokkurn-
Talnapúkinn
á margmiðl-
unardiski
veginn eins
einföld og
hún getur
orðið. Það er
sama hvort
barist er við
fjölmarga óvini
í einu eða ein-
faldlega hlaup-
ið í leit að hin-
um ótrúlega
pirrandi Jar Jar
Binks, stjórnin
breytist lítið.
Það getur hins
vegar verið þreytandi að reyna að
hoppa á milli staða þar sem
myndavél leiksins er afar dræm.
Ótrúlegt magn af óvinum fyllir
hvert einasta borð. Spilendur geta
varist óvinaskotum með sverðinu
sínu en eftir fyrstu 300 óvinina get-
ur það orðið ansi pirrandi að ekk-
ert nýtt gerist.
Grafíkin í leiknum er afar góð og
starfsmenn LucasArts eyddu mikl-
um tíma í að fínstilla hvert einasta
smátriði. Þó nær leikurinn ekki
leikjum eins og Tony Hawk eða
NHL 2000 í upplausn.
Rétt eins og myndin er leikurinn
líklega fórnarlamb of mikils umtals
og nær því miður ekki að uppfylla
þær væntingar sem flestir hafa ef-
laust gert til hans. Leikur sem
hefði getað verið betur gerður en
til þess að græða sem mest hefur
hann ekki verið kláraður almenni-
lega fyrir útgáfu.
Ingvi M. Árnason
Handunnin húsgögn
Gamaldags klukkur
Úrval liósa .
og gjafavöru SlgUVSt]aVfia
Opið kl. 12-18, lau. kl. 12-15.
Fákafeni (Bláu húsin),
sími 588 4545.
Nýkomnir hlýir og fallegir
barnakuldaskór
með ekta ullarfóðri
Stærðir 22-35
Litir blátt-rautt-
grænt-vínrautt-gult.
Verð 3.995
TALNAPÚKINN eftir Bergljótu
Arnalds, höfund Stafakarlanna, er
kominn út á margmiðlunardiski, en
sagan er ætluð til að kenna bömum
tölumar og talnagildi. Á diskinum
eru einnig fimm sjálfstæðir leikir
þar sem bamið öðlast meiri fæmi í
reikningi og getur leikið sér með
persónur sögunnar og búið til
myndir.
I fréttatilkynningu frá Japis kem-
ur fram að í bók Bergljótar sé talna-
púkinn vera sem býr í helli í miðju
jarðar. „Frá hellinum liggja mörg
göng, ein að hverju landi. Talnapúk-
inn veit ekkert skemmtilegra en að
telja en þar sem hann getur ekki
talið nema upp að níu þá málar hann
aðra stórutána á sér svarta svo hún
sjáist ekki. Loks ákveður Talnapúk-
inn að leggja af stað út í hinn stóra
heim og læra að þekkja fleiri tölur.
Hann ferðast um allar álfur heims-
ins og bamið lærir ekki aðeins um
tölurnar heldur fræðist örlítið um
önnur lönd í leiðinni."
Bergijót er höfundur bókarinar
og disksins sem byggir á henni.
Gerð hreyfimynda var í höndum
Eydísar Marinósdóttur en mynd-
ii’nar teiknaði Ómar Örn Hauksson.
Um leikraddir sáu Bergur Þór Ing-
ólfsson og Bergljót Arnalds en tón-
listin er eftir Baldur Jóhann Bald-
ursson. Forritun og samsetning er í
höndum Dimon hugbúnaðarhúss en
höfundur sá um listræna stjórnun á
verkinu. Virago sf. gefur diskinn út
en Japís dreifir.
Full búð af nýjum vörum
Kjólar
toppar
pils
jakkar
peysur
buxur
Opið:
mán.-fim. 10-18
föstudaga 10-19
laugardaga 10-18
sunnudaga 13-17
Oxford Street Faxafeni 8 108 Reykjavík sími: 533 1555
OXFORD STREET