Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
• • *
Alþjóðleg ráðstefna um notkun eignarréttar við fískveiðistjórnun haldin í Astralíu
Þróun er í átt til kvóta-
kerfís um allan heim
VIKULANGRI ráðstefnu um notkun eignarréttar við fiskveiði-
stjómun, sem haldin var á vegum FAO, landbúnaðar- og matvæla-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna, lauk í Perth í Vestur-Astralíu í gær.
Þrír íslendingar fluttu erindi á ráðstefnunni, prófessoramir Hannes
Hólmsteinn Gissurarson, Ragnar Arnason og Gísli Pálsson.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson flutti ræðu á alþjóðlegri
ráðstefnu um fiskveiðistjórnun
Erindi Ragnars fjallaði um eignar-
réttarhugmyndina, Gísli Pálsson kom
inn á gagnrýni á kvótakerf og Hannes
flutti erindi um stjórnmálahlið einka-
væðingu almenninga. Var íslenska
sjávarútvegsráðuneytið einn fjöl-
margra aðila eru stóðu að skipulagn-
ingu ráðstefnunnar ásamt FAÖ.
„Þetta var mjög fjölmenn ráð-
stefna, hana sátu á fjórða hundrað
manns," sagði Hannes Hólmsteinn
Gissurarson í samtali við Morgun-
blaðið. „Þarna var fluttur fjöldi er-
Stöðvuðu
losun úr
leiguskipi
FÉLAGAR í Alþjóða flutninga-
mannasambandinu komu í veg
fyrir vinnu við losun úr flutn-
ingaskipinu Nordheim í Sunda-
höfn í gær. Skipið er skráð á
Kýpur en er í leiguverkefnum
fyrir Eimskip. Borgþór Kærne-
sted hjá Alþjóða flutninga-
mannasambandinu segir að
skipstjórinn hafi ekki getað
sýnt fram á að gerðir hafi verið
íslenskir kjarasamningar við
áhöfnina.
Borgþór segir þetta brot á
öllum reglum. Tólf manns eru í
áhöfninni af margvíslegu þjóð-
emi. Hann kvaðst hafa heyrt að
hásetar um borð hafi fengið
greidda 300 dollara á mánuði.
inda og komu ræðumenn úr öllum
heimshornum. Segja má að ótrúlegt
sé hversu fjölbreytileg vandamál er
að finna í fiskveiðum um allan heim.
Þarna voru menn frá Argentínu,
Urugvæ, Indlandi, Filippseyjum, Ma-
dagaskar, ýmsum eyjum Kyrrahafs-
ins, Kína, Ástralíu, Hollandi, Noregi
og Nýja-Sjálandi, svo eitthvað sé
nefnt og mjög fjölbreytileg vandamál
sem blöstu við."
Hannes segir að tvennt siti aðallega
eftir að ráðstefnunni lokinni. I fyrsta
lagi að greinileg þróun sé í þá átt um
allan heim að taka upp kvótakerfi.
Hins vegar sé einnig mikill órói og
andstaða víða við upptöku kvótakerfa.
, Astæðan fyrir því að menn eru víðast
hvar að velta fyrir sér kvótakei'fum er
að þau virðast hafa sannað sig efna-
hagslega en um leið eru margir
hræddir við kvótana. Margir óttast að
þeir muni útrýma hefðbundnum veiði-
aðferðum, t.d. af seglskipum og ára-
bátum líkt og veiðar eru t.d. stundað-
ar víðs vegar í Kyrrahafi. Þetta er
víða sjálfsþurftarbúskapur þar sem
menn róa til fiskjar."
Að sögn Hannesar er þó mjög fjöl-
breytilegt hvemig kvótakerfin eru út-
færð. Sums staðar séu greidd gjöld
en annars staðar ekki.
HeUdstætt kerfí í
tveimur rflq'um
„I erindi mínu sagði ég að kvóta-
kerfi, eða framseljanlegir aflahlut-
deildarkvótar, hafi sannað gildi sitt og
varpaði fram þeirri spumingu hveing
á því stæði að heildstætt kerfi slíkra
kvóta væri einungis að finna í tveimur
ríkjum, þ.e. á íslandi og á Nýja Sjá-
landi.Niðurstaða mín er að þetta er
stjómmálaleg spuming, þar sem að
fiskimiðum er í raun lokað fyrir öðr-
um en handhöfúm kvótanna. Þetta
getur því ekki orðið að veruleika öðm
vísi en með samkomulagi þeirra sem
stunda veiðar og stjómvalda. Eina
leiðin til að ná samkomulagi um upp-
runalega úthlutun er að ná samkomu-
lagi við þá sem stunda veiðar og eiga
hagsmuna að gæta. Það verður að út-
hluta í sarm-æmi við aflareynslu, það
er eina úthlutunarleiðin, sem hægt er
að ná samkomulagi um.”
Sömu rök gegn kvóta
Hann sagði jafnframt að Ragnar
Amason hefði flutt erindi um eignar-
rétt almennt og komist að þeirri nið-
urstöðu að eignarréttur á gæðum
skipti jafnvel meira máli en framsals-
rétturinn. Hagfræðingar hefðu marg-
ir hverjir einblínt á fijáls viðskipti til
þessa en forsendan væri skilgreindur
eignarréttur.
,Því er ekki að leyna að mjög
skiptai' skoðanir era um kvótakerfi
og heiftarleg andstaða hjá sumum.
Margir telja kvóta ógna hefðbundn-
um fiskveiðum og þjóðareign á fiski-
miðum, sem særir réttlætiskennd
fólks, Rökin gegn kvótakerfi víðs veg-
ar um heim era þau sömu og á Is-
landi. Ég hlustaði á mann frá Alaska,
sem stýrir kvótakerfi þar, en hann
rakti rök andstæðinga í erindi sínu.
Þetta voru nákvæmlega sömu rök og
maður heyrir í umræðunni á Islandi.
Einnig er áberandi að íslendingar og
Nýsjálendingar hafa þróað kvótakerfi
lengst allra þjóða en Nýsjálendingar
þó sýnu lengst.
Hannes sagði að lokum að Ragnar
Ámason hefði slegið í gegn með ræðu
sinni á ráðstefnunni. „Ragnar nýtur
mjög mikillar virðingar alþjóðlega og
ég varð var við að menn vora að leita
til hans og biðja um aðstoð við skipu-
lagningu kvótakerfa. Það var mikið
rætt um ræðu hans manna á meðal á
ráðstefnunni en hann þótti slá á nýja
strengi í erindinu."
*
Ný verðskrá hjá Is-
lenska útvarpsfélaginu
Hækkun
um 4% hjá
Stöð 2
NÝ VERÐSKRÁ fyrir áskrift að
sjónvarpsstöðvum tekur gildi hjá
Islenska útvarpsfélaginu um næstu
mánaðamót. Bæði er um verðhækk-
anir og lækkanir að ræða en verð
hækkar hjá þeim sem kaupa færri
rásir en lækkar hjá þeim sem kaupa
fleiri. Verðskrá fyrir sjónvarps-
stöðvar á vegum íslenska útvarpsfé-
lagsins er nokkuð viðamikil því 34
mismunandi verð era í boði, eftir
því hvaða stöð eða stöðvar fólk vill
sjá, en í boði era Stöð tvö, Sýn,
Fjölvarp og Bíórás, einnig er lægra
verð fyrir þá sem greiða áskrift alla
mánuði ársins eða svokallaða M12
áskrifendur.
Lækkun hjá þeim sem
eru með margar stöðvar
Mánaðargjald áskriftar að Stöð
tvö eingöngu hækkar um tæp 4%,
úr 3.750 krónum í 3.895 í lausasölu
og úr 3.450 krónum í 3.585 ef greitt
er fyrir alla mánuði ársins. Mánað-
argjald fyrir bæði Stöð tvö og Sýn
hækkar um rám 6%, úr 5.350 krón-
um í 5.650 í lausasölu og um tæp 6%
eða úr 4.890 krónum í 5.190 ef greitt
er fyrir alla mánuði ársins. Mánað-
argjald fyrir allan pakkann, Stöð
tvö, Sýn, Fjölvarp og Bíórás, lækk-
ar um 4,7%, úr 7.340 krónum í
6.995, í lausasölu og um rám 3,6%,
úr 6.740 krónum í 6.495 ef greitt er
fyrir alla mánuði ársins.
Hilmar Sigurðsson, markaðs-
stjóri Islenska útvarpsfélagsins,
segir ástæðu verðbreytinganna
meðal annars þá að dagskrá Stöðv-
ar tvö hafi verið lengd umtalsvert á
síðustu vikum, bæði með morgun-
sjónvarpi virka daga og auknu
bamaefni um helgar. Síðasta verð-
hækkun hafi verið í september 1998
og síðan hafi orðið nokkrar verð-
lagsbreytingar almennt í þjóðfélag-
inu og þessar breytingar félagsins
eigi einnig að mæta þeim.
Umhverfísmati línu milli Eyvindarár og Eskifjarðar lokið
Fjárðar-
. heiði
Seyðisfjörður
Fyrirhuguð háspennulína
milli Egilsstaða og Eskifjarðar
Neskaupstaður
lppsp
EskifjÖrðuj
fidásskarð
10 km
Skipulagsstjóri fellst
á línulögnina
SKIPULAGSSTOFNUN hefur
fallist á lagningu 132 kV há-
spennulínu milli Eyvindarár og
Eskifjarðar, eftir að niðurstöður
úr frummati umhverfisáhrifum
framkvæmdarinnar liggja fyrir.
Það er mat skipulagsstjóra rík-
isins að fyrirhuguð lagning 132
kV háspennulínu milli Eyvindarár
og Eskifjarðar muni ekki hafa í
för með sér umtalsverð áhrif á
umhverfi, náttúruauðlindir eða
samfélag. Því hefur framkvæmdin
verið samþykkt eins og henni er
lýst í fyrirlagðri frummats-
skýrslu, með því skilyrði að haft
verði samband við Náttúruvernd
ríkisins um tilhögun framkvæmda
og frágang að þeim loknum og
með fyrirvara um samþykki forn-
leifanefndar.
Háspennulínan er 29 kílómetra
löng og nær frá Eyvindará á
Austur-Héraði til Eskifjarðar í
Fjarðarbyggð. Stefnt er að því að
framkvæmdir hefjist í febrúar ár-
ið 2000 og að þeim ljúki í septem-
ber árið 2001.
í niðurstöðu skipulagsstjóra
ríkisins segir að markmið fram-
kvæmdarinnar sé að styrkja raf-
orkukerfíð á sunnanverðum Aust-
fjörðum og auka rekstraröryggi
þess. Tekið er fram að fram-
kvæmdin muni ekki hafa veruleg
áhrif á gróður og fuglalíf þar sem
ekki verði lagðar varanlegar nýj-
ar vegslóðir meðfram háspennu-
línunni, en mikilvægt sé að halda
jarðraski í lágmarki. Á grónu
landi verði staurar eingöngu
reistir að vetrarlagi þegar jörð er
frosin. Einnig segir að ekki sé tal-
in hætta á grunnvatnsmengun
vegna framkvæmdarinnar og að
hún muni ekki hafa áhrif á menn-
ingarminjar.
Samkvæmt lögum má kæra úr-
skurð skipulagsstjóra ríkisins til
umhverfisráðherra og er kæru-
frestur til 17. desember 1999.
Meðalhúsaleiga
31 þúsund
krónur
MEÐALLEIGA var tæplega 31
þúsund krónur á mánuði í mars-
mánuði í vor og greiða um 32%
leigjenda leigu sem er á bilinu 30-40
þúsund krónur á mánuði. Rúmlega
fimmtungur leigjenda greiðir leigu
sem er á bilinu 20-30 þúsund kr. á
mánuði og tæpur fimmtungur
greiðir leigu sem er á bilinu 40-50
þúsund krónur á mánuði. Hins veg-
ar greiða einungis ríflega 2% leigj-
enda leigu sem er hærri en 60 þús-
und krónur á mánuði.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í húsaleigukönnun Hagstofu
íslands sem gerð var í marsmánuði
síðastliðnum, en könnunin náði til
tæplega 700 leigjenda. Fram kemur
að leiga virðist hafa hækkað um-
fram almenna verðlagsþróun frá ár-
inu 1995 þar til könnunin var gerð í
mars 1999 og að síðustu mánuði hafi
borist fréttir af leiguhækkunum og
skorti á leiguhúsnæði. Leigjendur
sem komi nýir inn á leigumarkaðinn
þurfi líklega að greiða leigu sem
geti verið hærri en leigan sem
mældist í könnuninni, en skipting
og eðli leigumarkaðarins geri hann
mjög næman fyrir breytingum við
aðstæður eins og n'kt hafi á hús-
næðismarkaði síðustu mánuði.
í könnuninni kom ennfremur
fram að af leigjendum búa 46% í
fjölbýli, um 29% í einbýlis- eða rað-
húsum og 22% í 2-5 íbúða húsum.
Tæp 50% leigja af einkaaðilum,
þriðjungur hjá opinberam aðilum
og félagasamtökum og 15% leigja
hjá skyldmennum og vinafólki.
Þá kemur fram að hlutfallslega
fleiri leigjendur eða 66% era á höf-
uðborgarsvæði en hluti íbúa sem
býr þar samkvæmt þjóðskrá sem er
61%. 72% húsaleigusamninga era
skriflegir og flestir þeirra ótíma-
settir eða 56% eða til skemmri tíma
en eins árs eða 33%. Tiltölulega fáir
samningar eru til lengri tíma en
eins árs eða 11% af heildinni.
Loks kemur fram að ótímasettir
samningar og skemmri samningar
era langoftast óverðtryggðir, en
samningar til lengri tíma eru oftast
verðtryggðir. Fjórir fimmtu hlutar
samninga einkaaðila eru óverð-
tryggðir, en þegar um opinbera að-
ila eða félagasamtök er að ræða eru
langflestir samningar verðtryggðir.
Einnig kemur fram að 27% þeirra
sem tóku þátt í könnuninni fengu
greiddar húsaleigubætur, sem að
meðaltali námu 10.415 krónum á
mánuði fyrir skatta.