Morgunblaðið - 20.11.1999, Side 8
8 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Eigi var rúm fyrir hann í
Kringíunni heldur
Nei, nei, góði, þetta er minn staður, ég er nú jólasveinninn.
Stúdentaráð minnist 25 ára afmælis framfærslugrunns LÍN
Vilja að gerð verði ný
framfærslukönnun
Morgunblaðið/Sverrir
Háskólastúdentar skoða köku sem er bökuð í mynd
25 ára gamallar framfærslukönnunar.
STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands
hélt 25 ára afmæli framfærslukönn-
unar Lánaðsjóðs íslenskra náms-
manna hátíðlegt í Odda á fimmtu-
dag. Að sögn Eiríks Jónssonar,
fulltrúa Stúdentaráðsins í LIN,
vildi Stúdentaráð með hátíðarhöld-
unum benda á það að á 25 árum
hafi engin framfærsiukönnun verið
gerð þrátt fyrir lagaskyldu sjóðsins
til að annast gagnasöfnun um þörf
námsmanna á námslánum og
byggja upphæð þeirra á raunveru-
legum náms- og framfærslukostn-
aði. „Samkvæmt okkar útreikning-
um ætti framfærslukostnaðurinn í
dag vera um 88 þúsund krónur en
hann er tæpar 63 þúsund,“ segir
Eiríkur.
Samkoman fór fram í hádeginu
og söfnuðust stúdentar saman í
Odda til að taka þátt í afmælisveisl-
unni. Finnur Beck, formaður Stúd-
entaráðs, flutti ræðu í tilefni dags-
ins. Sagði hann meðal annar að Al-
þingi hafi vanrækt lánasjóðskerfið
á undanförnum árum og færði rök
fyrir því að námslánin í dag væru
allt of lág. Sagði hann lagaskyldu
hvfla á sjóðnum til að kanna þörf
námsmanna á námslánum. Því væri
það ótrúleg staðreynd að í 25 ár
Dæmdir
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um 2
og 3 ára fangelsun tveggja manna,
sem voru sakfelldir fyrir skipulögð
milljónasvik. Refsing þriðja manns-
ins var milduð, úr 18 mánaða fang-
elsi í 12 mánaða.
í málinu voru níu menn ákærðir
fyrir stórfelld fjársvik, skjalafals og
hylmingu. Með dómi héraðsdóms í
mars sl. voru sjö hinna ákærðu sak-
felldir fyrir þátttöku í margvísleg-
um fjársvikum og auðgunarbrotum,
að miklu leyti í nafni félaga, sem
hefði ekki verið gerð fram-
færslukönnun meðal námsmanna.
Breytinga að vænta
á næsta ári
Fyrr í þessum mánuði kom það
fram í ræðu Björns Bjarnasonar
menntamálaráðherra í utandag-
skrár umræðum á Alþingi að stjórn
áttu engar eignir og höfðu ekki
tekjur af öðru en svikum. Þrír hinna
dæmdu, sem allir höfðu hlotið óskfl-
orðsbundna fangelsisdóma, áfrýj-
uðu dómnum.
Mennimir þrír héldu því fram að
ómerkja ætti dóminn í héraði, m.a.
af því að hann hefði ekki verið kveð-
inn upp fyrr en sjö vikum eftir að
málflutningi lauk. Þá hefði málið
verið mjög umfangsmikið og hér-
aðsdómur því átt að vera skipaður
þremur dómurum í stað eins.
Hæstiréttur vísaði þessu á bug,
LÍN fól í maí sl. sérstökum starfs-
hópi að skoða framfærslugrunn
námsmanna. Hann á að gera tfllög-
ur um breytingar byggða á megin-
flokkum neyslukönnunar Hagstofu
Islands og tfllögum fulltrúa náms-
mannahreyfingarinnar. Sjóðurinn
stefnir á að stuðst verði við þessar
tillögur frá og með næsta vori.
sagði að dóm í héraði ætti lögum
samkvæmt „að jafnaði" að kveða
upp innan þriggja vikna frá dóm-
töku og auk þess væri í lögum heim-
ild en ekki skylda til að hafa dóm
fjölskipaðan.
Hæstiréttur staðfesti þriggja ára
dóm yfir Erni Karlssyni, 44 ára,
tveggja ára dóm yfir Má Karlssyni,
51 árs, en mildaði dóm yfir þriðja
manninum úr 18 mánaða fangelsi í
12 mánaða, með vísan til þess hlutar
sem hann hefði átt að máli og að
hann hefði ekki gerst brotlegur áður.
fyrir milljónasvik
Bókmenntasíðdegi í Norræna húsinu
Fyrirlestur um
Kalevala
Árdís Sigurðardóttir
MORGUN mun
Lars Huldén, rit-
höfundur og pró-
fessor frá Finnlandi,
halda fyrirlestur í Nor-
ræna húsinu og hefst fyr-
irlesturinn klukkan 17.
Mun Lars Huldén fjalla
um Kalevala-ljóðin, en
nýlega kom út ný þýðing
Huldén á ljóðaflokknum í
heild sinni, en slík heild-
stæð þýðing hefur ekki
verið gefin út á sænsku í
rösklega hundrað ár.
Fyi-irlesturinn er liður í
dagskrá Norræna hú'ss-
ins sem nefnist; Kalevala
um veröld víða. Árdís
Sigui'ðardóttir, starfs-
maður hjá Norræna hús-
inu, var spurð hvað ann-
að en fyrirlesturinn væri
á dagskrá hússins?
„Dagskráin hefur nú staðið í
tvær vikur, hún hófst 8. nóvem-
ber með opnun þriggja sýninga
og eina slíka á eftir að opna sem
mun standa í anddyri Norræna
hússins frá 19. nóvember til 19.
desember. Þær fyrri eru Pre Ka-
levala sem tekin verður niður nú
um helgina, önnur er í kjallaran-
um og heitir: Lifi Kalevala - list
um fínnskt þjóðerni og stendur
hún til 19. desember. Svo er
þriðja sýningin sem heitir Koru,
hún samanstendur af Kalevala-
skartgripum sem gerðir eru úr
gulli, silfri eða bronsi eftir forn-
um fyrirmyndum. Sú sýning
mun einnig standa til 19. desem-
ber. Þá verða á Kalevala-dag-
skránni tvær leiksýningar sem
Q-leikhúsið stendur fyrh', en það
er hópur leikara án fastráðning-
ar, sem starfað hefur frá árinu
1990.“
- Hvað getur þú sagt mér um
Lars Huldén?
„Hann var prófessor í mál-
fræði við háskólann í Helsinki.
Hann fæddist árið 1926 í Jak-
obstad í Austurbotni í Finnlandi.
Þótt hann sé málfræðingur hefur
hann fengist mikið við bók-
menntir, hann er t.d. sérfræð-
ingur í Bellman og hann var beð-
inn sérstaklega ásamt syni sín-
um að þýða Kalevala og hefur
þýðingin fengið mjög góða dóma.
Einnig er hann gott skáld og
hefur gefið út margar ljóðabæk-
ur, skrifað leikrit og fleira. Hann
er mikill íslandsvinur og hefur
komið hingað ótal sinnum og er
heiðursdoktor við heimspeki-
deild Háskóla íslands frá 1996.
Þess má geta að Njörður P.
Njarðvík gaf út bók 1997 með
úrvali ljóða Lars Huldén. Lars
er sænskumælandi
Finni og hefur unnið
mikið að málefnum
þeirra, hann var um
árabil formaður rit-
höfundahóps sænsku-
mælandi Finna og er
enn ákaflega afkastamikill mað-
ur. Það sem gerir hann svo vin-
sælan sem raun ber vitni er að
hann er bæði alþýðlegur og
fræðilegur í skrifum sínum.
Hann kemur hingað nú fyrir til-
stuðlan Norræna hússins,
finnska sendiráðsins og Upplýs-
ingaskrifstofu um finnskar bók-
menntir."
-Hvers vegna eru Kalevala-
ljóðin á dagskrá hjá Norræna
húsinu núna?
„Af því að nú eru liðin 150 ár
frá því hið svokallaða nýja Ka-
levala var gefið út. Það var Finn-
inn Elias Lunnrud sem safnaði
þessum frasögnum saman og
skrifaði hluta af þeim og gaf út.
► Árdís Sigurðardóttir fædd-
ist í Reykjavík 1966. Hún lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1986 og BA-
prófi frá Háskóla íslands í
sænsku og stjórnmálafræði ár-
ið 1995. Hún hefur starfað við
Norræna húsið með hvíldum
undanfarin tíu ár, í rösklega
ár var hún starfandi í Svíþjóð
sem verkefnastjóri mennta-
mála hjá Norræna félaginu
þar. Nú er hún ritstjóri ung-
lingablaðsins Ozon og vinnur
ýmis upplýsingastörf fyrir
Norræna húsið í Reykjavik.
Fyrsta útgáfan, gamla Kalevala,
var gefið út 1835 til ‘36 og voru
það 32 kviður. En svo bætti
hann síðar við og fjölgaði kvið-
unum upp i 50, sú útgáfa er síð-
an 1849. Nýja Kalevala er það
finnska kvæði sem langoftast
hefur verið þýtt. Kalevala-ljóðin
eru frásagnir í ljóðum frá upp-
hafi mannkyns og jarðar og allt
til tíma kristinnar trúar.“
-Eru til margar bækur um
Kalevala-ljóðin í bókasafni Nor-
ræna hússins?
„Já, fjölmargar, það eru meira
að segja til teiknimyndir byggð-
ar á Kalevala, þær og aðrar
bækur um Kalevala, sem eru á
íslensku og öðrum Norðurlanda-
málum, liggja frammi til skoðun-
ar í safninu, svo og bækur Lars
Huldén. I sambandi við þessa
dagskrá notum við tækifærið og
kynnum goðsagnir og ævintýri
frá Eystrasaltsríkjunum. Þær
bækur liggja frammi ásamt með
Kalevala-bókunum."
- Var mikið mál að koma þess-
ari dagskrá Norræna hússins á
laggirnar?
„Það hefur kostað talsverða
vinnu og nánast allir
starfsmenn hér hafa
unnið að þessu verk-
efni hvar sem þeir
annars starfa í hús-
inu. Við höfðum sam-
starf við m.a. Gallen-
Kallella-safnið í Helsinki, það er
listasafn og þaðan komu verkin á
myndlistarsýningarnar hér á
dagskránni. Einnig var góð sam-
vinna við aðra aðila svo sem lett-
nesku vísindaakademíuna og lit-
háensku þjóðarbókhlöðuna.
Yfirumsjón með verkinu hafði
Riitta Heinaamaa. Verkefna-
stjóri var Mervi Sainio.“
- Verða Kalevala-ljóðin fíutt á
íslensku á morgun?
„Já, Svanhildur Óskarsdóttir
mun lesa úr þýðingu Karls ís-
felds. Þess má geta að Hjörtur
Pálsson er að þýða Kalevala-
ljóðin að nýju. Fyrirlestur Lars
Huldén er á sænsku og er öllum
opinn.“
Nú eru 150
ár síðan
nýja Kalevala
kom út