Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 74
74 LAÚGARDAGUR 20. NÖVÉMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens JJO Hundalíf Ljóska Smáfólk LOOK'A LETTER FKOM OUR BROTHER 5PIKE! ZZMt HE WANTS T0 KNOU) WHAT HAPPENEP TO VOU 6UYS.. 'V--- HE 5AYS THE WEATHEKTHEKE HAS BEEN NICE.. THEN HE SAYS. hB-------- " SOME PEOPLE 5AT D065 CAN'T WRITE LETTER5... HAÍWHAT POTHEY THINK THI5 IS?" Sjáiði. Bréf frá Spotta bróður. Hann vill vita hvað varð um ykkur strákar. Hann segir að veðrið sé ágætt og síðan segir hann. „Sumir segja að hundar geti ekki skrifað bréF’. Ha. Þau ættu að sjá þetta. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 I frostinu heyrði Frá Sigrúnu Ármanns Reynisdóttur: LAUGARDAGINN 13. nóvember var ég viðstödd fund sem bar yfir- skriftina “Húsnæðismál eru kjara- mál“. Fulltrúar ýmissa félagasam- taka ásamt tveimur þingmönnum Reykjavíkur og fleirum. Þessi fundur var haldinn til þess að ræða það neyðarástand sem er í húsnæð- ismálum á stór-Reykjavíkursvæð- inu. Astandið hefur oft verið erfitt, en aldrei eins og nú. Verð á húsa- leigu og eignaríbúðum hefur hækk- að mikið. 3-4ra herbergja leigm'- búðir eru allt að 80-90 þúsund á mánuði. Hvernig í ósköpunum á lá- glaunafólk með 60-70 þúsund á mánuði að ráða við þetta? Utburð- armál Félagsbústaða bar á góma. Þar á að bera út þá leigutaka sem ekki hafa borgað leiguna. Starfs- fólk Félagsbústaða benti á að þetta fólk ætti að leita til Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Því miður hef ég heyrt frá mörgu fólki sem erfitt á að það vill heldur fai-a í það neðra en að fara þangað. Fólk er líka hrætt við að böm þess verði tekin af því. Hvers vegna er fólk svona hrætt við að leita þangað? Er það kannski of stofnanalegt og kalt? Væri ekki lausn að þar starfaði líka fólk sem þekkir af eigin raun hvað það er að eiga erfitt? Það hefur verið talað um að þetta sé óreglufólk og fólk sem safni í sjóði sem ekki hefur borgað leiguna hjá Félagsbústöðum. En komið hefur í ljós að þama er líka um ör- yrkja og bamafólk að ræða. Hjá einni konu sem var með veikt barn var búið að loka fyrir hitann. Þetta er grátlegt. Oryrkjar og fleira fátækt fólk einangrast oft félagslega og menn- ingarlega, hefur ekki efni á að hafa sjónvarp né kaupa dagblöð. Það getur ekki farið í leikhús né út að skemmta sér eða farið í ferðalög sem öðrum þykir sjálfsagt. Fólk ég væl sem svona illa er farið með koðnar niður og verður oft enn veikara. Læknir sagði mér að mikið sé um að fólk lendi fársjúkt inn á sjúkra- húsunum. Þar er ekki bara um ör- yrkja að ræða heldur fullvinnandi fólk, sem ekki sér út úr augum því það skemmir heilsuna að geta aldrei litið upp fyrir þrældómi. Þenslan hér er mikii núna, hvað er orðið af stöðugleikanum sem nú- verandi ríkisstjórn hældi sér af fyr- ir síðustu kosningar? I gamla bændasamfélaginu voru leiguliðar hraktir burt af kotjörð- unum þegar þeir gátu ekki lengur borgað leiguna - og böm em enn borin út þótt á annan hátt sé. Hvemig verður sálarlíf barna sem hrekjast um með foreldrum sínum á hinum harða leigumarkaði, þar sem frumskógarlögmálið ræður? Og hvað gerist þegar yfirvaldið bankar upp á og ber þau og for- eldra þeirra út í kuldann? Og nú ætlar borgin að fara að bera fólk út. Ætla þau að útvega þessu fólki áf- allahjálp? Á það að verða framtíðarsýn okkar á nýrri öld að hlusta á neyð- aróp þeirra fátæku og heimilislausu sem era að verða hungrinu og frostinu að bráð? Þetta neyðarást- and sem hér ríkir er kristnu siðuðu samfélagi til háborinnar skammar. Hvar era fögru kosningaloforðin hjá R-listanum, sem ég hlustaði á? Þeir ætluðu að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að hjálpa þeim sem erfitt ættu. Þetta veldur mér stóram vonbrigðum, að heyra að þeir ætli að bera út leigutaka borg- arinnar. Mig langar að síðustu að minnast á skyldur sveitarfélaga - og einnig vil ég skora á félagsmál- aráðherra að kynna sér ástandið sem er hér í húsnæðismálum. SIGRÚN ÁRMANNS REYNIS- DÓTTIR, rithöfundur. Bráðhressar konur! Frá Jóhönnu Sigríði Sigurðardóttur: í MORGUNBLAÐINU í október sl. birtust úrslit í ljósmyndasam- keppni í tilefni af ári aldraðra. Lífið - orkan og árin. Myndin sem fékk 1. verðlaun var tekin af Erling Ó. Aðal- steinssyni ljós- myndara. Þessi mynd er frá- bærlega vel tekin og í henni er mikil gleði og hlýja. Mér þykir full ástæða til að tíunda hvaða bráð- hressu konur þetta era. Þær era hluti leikfimihóps Hallgrímskirkju. Hópurinn hefur starfað í u.þ.b. 15 ár og alla tíð hefur sjúkraþjálfari séð um leikfimina. Hver tími byggist á þjálfun allra helstu vöðvahópa líkamans, þátt- takendur eru ýmist sitjandi á stól- um eða á dýnum á gólfinu. Vöðvat- eygjur era stundaðar og tímarnir enda á öndunaræfmgum og slökun. Skotið er inn fræðslu um líka- msbyggingu. Einn og einn dans er stiginn og gamanmál eru í hávegum höfð og oft hlegið mikið. Þátttaka í leikfiminni er mjög góð, oftast era um það bil 30 manns á aldrinum 67-93 ára. Mikill meiri- hluti er konur, en í vetur era stund- umtveir karlmenn með okkur. Óhætt er að segja að í þessum tímum finnum við að við eram á lífi og höfum orku þótt árin hafi færst yfir. Við endurnæramst á líkama og sál. JÓHANNA SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR sjúkraþjálfari. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að Iútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.