Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ
32 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999
arararftr-tKara
a*
Ergo Pro
Verð frá aðeins kr. 116.700 m/vsk.
TREYSTU fl
TÖLVUNfl ÞINfl
Það sem skiptir einna mestu máli í rekstri fyrirtækja
er að geta treyst á tölvubúnað sinn. Á einungis
tveimur árum hafa Fujitsu tölvurnar rækilega
sannað sig sem afkastamiklar og öruggar tölvur \
sem sameina ekki aðeins áreiðanleika og mjög
lága bilanatíðni heldur einnig fallega hönnun og
ótrúlegt verð. !
Fujitsu er einn af þremur stærstu framleiðendum
PC tölva, fartölva og netþjóna í heiminum.
z
z
<
5
o
Njóttu þess að geta treyst tölvunni þinni.
Ergo Pro
Reykjavfk * Skelfunni 17 * Sfml S50 4000
Akureyri • Furuvöllum 5 • Sfmi 461 5000
Umboösmenn um land allt
Tæknival
FUjlTSU
- óbeislað afl
• 400 MHz Intel Celeron örgjörvi
• 128Mb vinnsluminni
• 4,3GB harður diskur
• 17" skjár
• 10/100 netkort
• Hljóðkort
• Geisladrif
• Hátalarar
• 3 ára ábyrgð
TAKMARKAÐ MAGN
Verð frá kr. 116.700 m/vsk.
ERLENT
Fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans færður fyrir dómara
Sharif kveðst sak-
laus af morðsamsæri
Karachi. AP, AFP.
AP
Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, umkringdur
lögregiumönnum og öryggisvörðum eftir að hafa verið leiddur fyrir
dómara í Karachi í gær.
NAWAZ Sharif, fyrrverandi for-
sætisráðherra Pakistans, var færð-
ur fyrir dómara í gær og úrskurð-
aður í gæsluvarðhald þar til á
föstudag þegar ráðgert er að ákæra
hann formlega fyrir landráð og sam-
særi um að myrða leiðtoga herfor-
ingjastjórnarmnar, Pervez Mus-
harraf hershöfðingja, sem steypti
honum af stóli 12. október. Sharif
kvaðst saklaus af sakargiftunum, en
verði hann fundinn sekur verður
hann annaðhvort dæmdur til dauða
eða í lífstíðarfangelsi.
Sharif hafði verið í haldi hersins
nálægt borginni Rawalpindi og var
fluttur fyrr í vikunni með herflugvél
til borgarinnar Karachi þar sem
réttað verður í málinu. Lögfræðing-
ar Sharifs sögðu að honum hefði
verið haldið í einangrun í litlum
klefa í herstöð í Rawalpindi. „Eg gat
ekki séð nein dagblöð. Mér var ekki
leyft að tala við neinn,“ höfðu þeir
eftir honum.
Sharif er sakaður um landráð,
morðsamsæri, mannrán og flugrán.
Hann er sagður hafa ætlað að verða
Musharraf að bana með því að koma
í veg fyrir að flugvél hans fengi
lendingarleyfi skömmu fyrir valdar-
án hersins. Tæplega 200 manns
voru í flugvélinni og hún gat ekki
lent fyrr en herinn náði flugvellin-
um í Karachi á sitt vald. Að sögn
hersins var flugvélin aðeins með
eldsneyti fyrir tíu mínútna flug þeg-
ar hún lenti. Nokkrum klukku-
stundum síðar tók hershöfðinginn
völdin í sínar hendur og lét fangelsa
Sharif.
Lögreglan kvaðst hafa nægar
sannanir fyrir því að Sharif og sam-
starfsmenn hans hefðu ætlað að
ráða hershöfðingjanum bana. „Vitn-
isburður flugmannanna og starfs-
manna flugmálastjómarinnar sann-
arþetta fyllilega,“ sagði Waqar
Malhan, sem stjórnar rannsókn lög-
reglunnar.
Sharif hélt hins vegar fram sak-
leysi sínu. „Ég tók ekki þátt í sam-
særi um flugrán. Flugræningjar
beita byssum - í þessu máli hefur
allri lýðræðislegu ríldsstjóminni
verið rænt.“
Réttarhaldið í gær stóð í 20 mín-
útur og aðeins var fjallað um gæslu-
varðhaldsbeiðni lögreglunnar.
Sharif kemur aftur fyrir dómarann
á mánudag og hann fær þá að hitta
konu sína og tvær dætur þeirra.
Petta er í fyrsta sinn sem Sharif
sést opinberlega frá því honum var
steypt af stóli. Hundrað lögreglu-
manna vom á varðbergi við dóm-
húsið og sprengjuleitarsveit kann-
aði bygginguna áður en réttarhaldið
hófst.
Sharif stofnaði sjálfur dómstólinn
sem á að fjalla um mál hans. Dóm-
stólnum er ætlað að dæma í hryðju-
verkamálum og réttarhöld hans
standa aðeins í sjö daga. Hann hefur
dæmt rúmlega 50 manns til dauða
fyrir hermdarverk, aðallega félaga í
herskáum stjómmála- eða trúar-
hreyfingum.
Hart tekið á spillingu
Sharif var einnig sagður á meðal
hinna gmnuðu í herferð yfirvalda
gegn spillingu sem hafin var á
fimmtudag. Rúmlega 20 áhrifamikl-
ir iðjuhöldar og stjórnmálamenn
vom handteknir fyrsta daginn.
Musharraf sagði eftir valdaránið
að forgangsverkefni sitt væri að
uppræta spillingu sem hefur verið
landlæg í Pakistan. Herforingjast-
jómin hefur sett lög sem kveða á um
að þeir sem verða fundnir sekir um
spillingu og misnotkun á opinbera
fé verði dæmdir í aUt að fjórtán ára
fangelsi og þeim bannað að gegna
opinberam embættum í 21 ár.
Ennfremur var komið á fót sér-
stakri stofnun, undir stjóm hers-
höfðingja, til að rannsaka spillingar-
málin og nýr dómstóll, sem á að
fjalla um þau, hefur vald til að
leggja hald á eignir þeirra sem
verða fundnir sekir um spillingu.
Seðlabanki Pakistans segir að fá-
mennur hópur iðjuhölda og stjóm-
málamanna hafi fengið lán með
ótryggum veðum fyrir tilstilli
spilltra embættismanna að andvirði
tæpra 300 milljarða króna. Mánað-
arfrestur, sem lántakendunum var
gefinn til að endurgreiða lánin, rann
út á þriðjudag og þeir sem gerðu
það ekld eiga ákæra yfir höfði sér.
Dagblöð í Pakistan segja að lögin
séu mjög ströng og telja að nýju
stofnanirnar, sem eiga að fylgja
þeim eftir, hafi fengið of mikil völd.
„Því strangari sem lögin era þeim
mun meiri hætta er á því að þau
verði misnotuð,“ sagði dagblaðið
The Nation.
Mowat óttast
brjálaða víkinga
Toronto. Morgunblaðið.
„ÞAÐ er með öllu óhugsandi að ég
fari nokkuð að skipta mér af
skandinavískum hátíðahöldum, því
að það fæli í sér hættu á að verða
troðinn undir af hópum bijálaðra
víkinga," sagði kanadíski rit-
höfundurinn Farley Mowat um
þær fullyrðingar ritstjóra banda-
ríska blaðsins The New York Ti-
mes að hann hafi með kenningu
sinni um landnám annarra en nor-
rænna manna í Norður-Ameríku
reynt að spilla fyrirhuguðum há-
tiðahöldum i tilefni af landnámi
Leifs Eiríkssonar í nýja heiminum
fyrir þúsund árum.
I grein sem Mowat skrifaði í
kanadiska blaðið The Globe and
Mail í vikunni sagði liann ennfrem-
ur að hann væri fyllilega sáttur við
að Skandinavar fagni af hjartans
lyst, þótt þeir hafi í rauninni ekki
verið fyrstir Evrópumanna til að
sigla til nýja heimsins. Fjallað var
um nýjustu bók Mowats, er nefnd
hefur verið á íslensku Á undan vík-
ingunum (The Farefarers: Before
the Norse), í New York Times fyrir
skömmu. I bókinni heldur Mowat
því fram að á áttundu öld hafi
evrópskur þjóðflokkur, sem hann
kallar Alban, siglt til Norður-
Ameríku. Ekki eru þó allir fræði-
menn sáttir við kenningar Mowats.
„Sannleikurinn er sá, að víking-
arnir komu tiltölulega seint til
vesturheims, og þegar þeir komust
þangað voru þeir lamdir sundur og
saman af nokkrum frumbyggja-
þjóðum svo að þeir urðu að hverfa
á braut í snatri,“ skrifar Mowat
ennfremur. Hann segir ekki alla
vera sammála sér. Flestir „bók-
stafstrúaðir“ fornleifafræðingar
og sagnfræðingar (jafnvel þeir
sem ekki eru af skandinavísku
bergi brotnir) eru fylgjandi þeirri
hugmynd að víkingarnir hafi fyrst-
ir uppgötvað Norður-Ameríku.
Þetta sé þó ekki nema von, og
stafi af innbyggðum galla í fræði-
greinunum. Mowat bendir á að þar
til fundust mannvistarleifar á ÉAn-
se aux Meadows á Nýfundnalandi
á sjöunda áratugnum hafi háskóla-
sagnfræðingar afdráttarlaust
hafnað og gert lítið úr hugmynd-
um um að Skandinavar hafi orðið á
undan Kristófer Kólumbusi til nýja
heimsins. Flestir fræðinganna hafa
tekið heldur fálega í hugmyndim-
ar sem Mowat setur fram í bókinni
Á undan víkingunum.
„ Aftur á móti hafa sumir sér-
fræðingar, sem ég hef ráðgast við,
þ.á m. virtir, kanadiskir fom-
leifafræðingar, tekið annan pól í
hæðina. Þeir em hrifnir af kenn-
ingum mínum en vilja ekki viður-
kenna það opinberlega því slíkt
gæti komið niður á orðspori
þeirra. Það er allt í lagi að þú sért í
hlutverki guðleysingjans, Mowat;
minn, sagði einn þeirra við mig, en
bætti við að ef hann myndi reyna
þetta sjálfur yrði honum sagt upp
störfum.“
Mowat segir ennfremur að
svona sé málum jafnan háttað með
nýjar hugmyndir. Til dæmis hafi
áhugasagnfræðingurinn W.A.
Munn, sem bjó í St. Johns á Ný-
fundnalandi, komist að þeirri nið-
urstöðu, og greint frá í bók árið
1929, að Leifur Eiríksson, eða ein-
hver samtímamanna hans, hafi
komið til ÉAnse aux Meadows.
Munn hafi meira að segja birt kort
þar sem hann hafi réttilega stað-
sett búðir norrænu mannanna.
Þrátt fyrir þetta sé Munns aldrei
getið, þótt nú sé jafnan viðurkennt
að hann hafi hitt naglann á höfuð-
ið. Viðurkenndir fræðimenn á tíð
Munns hafi álitið hann fúrðufugl
sem ekkert væri að marka.