Morgunblaðið - 20.11.1999, Side 10

Morgunblaðið - 20.11.1999, Side 10
10 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Tekist á um fyrir- komulag við úthlutun lóða í Grafarholti Minni- hlutinn ósáttur við útboð SJÁLFSTÆÐISMENN gagnrýndu tillögur um úthlutun lóða í Grafar- holti harkalega á fundi borgarstjórn- ar í fyrrakvöld. Borgarstjórn sam- þykkti tillögurnar, sem höfðu áður hlotið samþykki borgarráðs, en þær fela meðal annars í sér að bjóða á út byggingarétt á langflestum íbúðar- lóðum í hverfinu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lýsti þeirri skoðun sinni að skipulags- og lóðamál borgarinnar hefðu verið í mestu ógöngum í tíð meirihluta R- listans í borgarstjórn. Hann sagði hægt og bítandi hafa orðið til ástand sem skapaði brask með lóðir og hækkandi íbúða- og leiguverð. Vil- hjálmur telur eðlilegt að miða gatna- gerðargjöld við þann kostnað sem íylgir því að gera hverfí byggingar- hæft en hafnar þeirri leið R-listans að hleypa lóðunum á „uppboðsmark- að“. „Nú er lóðaskortur. Nú eru lok- aðar dyr. Nú er uppboð,“ sagði Vil- hjálmur. Hann segir ljóst að það verði aðallega öflugustu byggingar- fjrirtækin sem taki til sín þær lóðir sem boðnar verða út. Sjálfstæðis- menn lýstu einnig mikilli óánægju með útboðsskilmálana, sem þeir sögðust efast um að stæðust út frá jafnræðissjónarmiðum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segist gera sér vonir um að tiilögurnar um úthlutun lóða í Graf- arholti vísi fram á við. „Við munum, ef það koma upp annmarkar á þeim, sníða þá af síðar meir en ég er sann- færð um það að þetta er farsælli leið og þetta er sanngjarnari leið heldur en hér hefur verið farin hingað til,“ sagði borgarstjóri. Tillaga sjálfstæðismanna felld Breytingartillaga sjálfstæðis- manna um að verð á lóðum fyrir fé- lagslegt og sérhæft húsnæði í Grafar- holti yrði miðað við gatnagerðargjald eins og það er í dag var felld. Sam- kvæmt tillögum meirihluta borgar- stjómar sem samþykktar voru á fundinum í fyrrakvöld verður bygg- ingarétturinn á þessum lóðum seldur á fostu verði; 530 þúsund krónur fyrir íbúð í fjölbýÚ, 1650 þúsund fyrir rað- hús og 2 milljónir og 700 þúsund fyrir einbýlishús. Borgarstjóri óskaði eftir að færð yrði til bókar í borgarstjóm bókun R-listans úr borgarráði þar sem fram kemur að ef þær félagslegu byggingar sem um er að ræða verða til þess að létta á biðlistum hjá Fé- lagsþjónustunni eftir félagslegu leiguhúsnæði eða vistrými fyrir aldr- aða geti borgarráð ákveðið að veita styrk á móti hluta af gjaldinu. --------------- * Utsvar í borg- inni 11,99% ÁLAGNINGARSTUÐULL útsvars verður 11,99% á tekjur Reykvíkinga á árinu 1999. Þetta var samþykkt á fundi borgarstjórnar á fimmtudag gegn atkvæðum minnihlutans. Sjálf- stæðismenn lögðu fram bókun þar sem bent er á að það hljóti að vera skylda borgaryfirvalda að halda álögum á borgarbúa í lágmarki. I bókuninni segir meðal annars: „Nú liggur fyrir að skatttekjur hafa aukist um mörg hundmð milljónir króna umfram áætlanir vegna þessa árs og jafnframt að Orkuveita Reykjavíkur greiðir af eigin fé 4 milljarða króna í borgarsjóð. Þegar þessar staðreyndir um fjár- mál borgarinnar eru hafðar í huga og að fasteignaskattar munu að öll- um líkindum hækka töluvert á næsta ári hlýtur það að vera skylda borgar- yfirvalda að halda álögum á borgar- búa í lágmarki.“ FRÉTTIR Málefni Reykjavíkurflugvallar rædd á fundi sem sjónvarpað var til átta staða Kostnaður af flugi til Akur- eyrar myndi hækka um 15% MÁLEFNI Reykjavíkurflugvallar og innanlandsflugs voru til um- ræðu á fundi samgöngunefndar Al- þingis sem haldinn var í Háskólan- um á Akureyri í gær, en fundinum var sjónvarpað til alls átta staða á landinu, Vestmannaeyja, Reykja- víkur, Akraness, ísafjarðar, Sauð- árkróks, Siglufjarðar, Egilsstaða og Hornafjarðar. Um hálf milljón farþega ferðast með innanlandsflugi árlega og búa 70% notendanna á landsbyggðinni að því er fram kom í erindi Þor- geirs Pálssonar flugmálastjóra, en hann sagði farþegum fjölga jafnt og þétt þótt vegakerfið hafi batnað. Vegna þessa sagði hann mikilvægt að miðstöð farþegaflugsins í Reykjavík væri á góðum stað og einnig vegna sjúkraflugs, þ.e. að flugvöllurinn væri í námunda við sjúkrahúsin í höfuðborginni. Þá nefndi hann að Vatnsmýrin væri heppilegur staður hvað veðurfar snerti. Hvað framtíðina varðar væri um tvo kosti að ræða, að flugvöll- urinn væri áfram í Vatnsmýrinni eða hann yrði fluttur og þá líkleg- ast til Keflavíkur. Nefndi hann ýmsa ókosti við flutning, en hann myndi hafa í för með sér að marg- ar áætlunarleiðir legðust af og farþegum myndi fækka stórlega á öðrum leiðum. Helstu rök fyrir flutningi sem nefnd hefðu verið væri sú mengun sem fylgdi Reykjavíkurflugvelli á núverandi stað, þar með talin hávaðameng- un, en gripið hefði verið til ráð- stafana til að stemma stigu við henni. Þá væri áhætta nefnd fyrir fólk á jörðu niðri, en samkvæmt úttekt breskra sérfræðinga væri hún innan viðunandi marka t.d. samkvæmt breskum viðmiðunum. Nefnt hefði verið að betur mætti nýta þetta landssvæði í hjarta borgarinnar, en að sögn flugmála- stjóra krefðist flugvöllur minna lands en vegakerfið. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, sagði að sú mið- stöð innanlandsflugsins sem Reykjavíkurflugvöllur væri hefði gert landsbyggðarfólki auðveldar fyrir að nýta kosti okkar dreifbýla, fámenna og stóra lands. Yrði þessi samgöngumiðstöð lögð af þyrfti að skilgreina upp á nýtt verkefni og þjónustuhlutverk höfuðborgarinn- ar. Tók Kristján skýrt fram að það væri mál Reykvíkinga hvort þeir vildu hafa flugvöll innan borgar- markanna eða ekki og önnur sveit- arfélög hefðu ekkert um það að segja, en meðan Reykjavík væri höfuðborg landsins, miðstöð stjómsýslu og máttarstöð menn- ingar- og viðskiptalífs og sam- gangna liti hann svo á hún væri að þessu leyti einnig sín. Er mögulegt að fækka flugbrautum? Helgi Hjörvar, forseti borgar- stjómar Reykjavíkur, hvatti til víð- tækrar, málefnalegrar og efnis- legrar umræðu um málið og sagði að slíkri umræðu stefnt áður en til atkvæðagreiðslu meðal Reykvík- inga um framtíð Reykjavíkurflug- vallar kæmi á næsta ári. Þar yrði öllum valkostum velt upp og sjón- armið kynnt. Áður en til atkvæða- greiðslunnar kæmi yrði könnuð af- staða íbúa landsbyggðarinnar til málsins svo borgarbúum yrði hún kunn áður en gengið yrði til at- kvæða. Sagði Helgi að margt hefði verið gert til að auka sátt borgar- búa um flugvöllinn. Helgi sagði það íhugunarefni hvort allt það svæði sem nú væri lagt undir Reykjavíkurflugvöll Fram kom á fundi samgöngunefndar Alþingis um framtíð Reykjavíkurflugvallar að við flutning innanlandsflugs til Keflavík- ur myndi flugleiðin lengjast um 10 mínútur hvora leið og ffugkostnaður hækkaði um 15%. Kostnaður flugfélaganna við bygg- ingu flugskýlis og aðstöðu yrði ekki undir 1,5 milljörðum króna. Morgunblaðið/Sigurður Mar Flugvöllurinn er ekki einkamál Reykvíkinga Hornafírði. Morgunblaðið Á HORNAFIRÐI telja menn að flugvöllurinn í Reykjavík sé alls ekki einkamál Reykvíkinga, heldur sé flugvöllurinn málefni allra landsmanna. Garðar Jóns- son, bæjarsljóri Hornaíjarðar, segir að það sé skýr afstaða Homfírðinga að Reykjavíkur- flugvöllur eigi að vera í höfuð- borginni. Hann bendir á að verði flugvöllurinn færður til Keflavík- ur muni sá tími lengjast talsvert sem fer í að komast til Reykja- víkur. Garðar segir að ekki sé hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að miðstöð stjórnsýsl- unnar í landinu sé í Reykjavík, sem öll sveitarfélög á landinu þurfí að eiga töluverð samskipti við. Samgöngur séu nógu erfiðar til höfuðborgarinnar, að ekki sé farið að lengja ferðalagið með því að færa völlinn út fyrir höf- uðborgarsvæðið. væri nauðsynlegt og velti upp þeim möguleika að fækka flugbrautum. Þær eru nú þrjár, en Helgi vildi að skoðað yrði hvort tvær eða jafnvel ein myndi duga og benti á að ein braut væri nóg á Akureyri. Nefndi hann að á vegum Orkuveitu Reykjavíkur hefði verið skoðað að setja snjóbræðslukerfi undir flug- brautirnar en rekstrarkostnaður við slíkt verkefni gæti numið um 50 milljónum króna á ári. Slíkt kerfi gæti haft mikinn sparnað í för með sér hvað snjómokstur varðar og gerði flugvöllinn einnig öruggari að öllu leyti. Inga Jóna Þórðardóttir, fulltrúi minnihlutans í borgarstjórn, sagði Reykjavík hafa skyldur við landið allt. Enginn vafi væri í sínum huga að ef flugvellinum yrði lokað þýddi það endalok innanlandsflugsins. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði að á þessu ári hefðu sjúkraflug frá Eyj- um til Reykjavík verið 41, nánast eitt á viku að meðaltali. Staðsetn- ing flugvallarins í námunda við sjúkrahúsin skiptu sköpum varð- andi sjúkraflugið. Guðmundur Bjamason, bæjar- stjóri í Fjarðarbyggð, vakti athygli á þeim aukna tíma sem færi í ferðalög farþega í innanlandsflugi yrði það fært til Keflavíkur, en flestir vildu ljúka sínum erindum á sem skemmstum tíma. Það hefði í för með sér mikið óhagræði og kostnað. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði flesta á því að Reykjavíkurflugvöllur yrði víkj- andi mannvirki eftir 2016. Fróð- ustu menn teldu að íslendingar myndu eiga fullt í fangi með að reka einn fullbúinn flugvöll í fram- tíðinni og þá væri staðsetningin augljós, Keflavíkurflugvöllur. Sesselja Jónsdóttir, bæjarstjóri í Olfusi, benti á ákjósanlegt land í sveitarfélaginu undir flugvöll kæmi til flutnings. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Isafjarðarbæ, sagði flutning flugvallarins vera málefni Reykvíkinga, en afar mikilvægt væri fyrir notendur að hann væri innan höfuðborgarsvæðisins. Það yrði þó jákvætt fyrir landsbyggð- ina yrði völlurinn færður nógu langt í burtu, það myndi eflaust flýta fyrir flutningi opinberra starfa út á land. Borgaði sig fyrir flugfélögin að kaupa ReykjavíkurflugvöII Sigurður Aðalsteinsson, flug- rekstrarstjóri Flugfélags íslands, sagði að yrði innanlandsflugið fært til Keflavíkur myndu flugleiðir lengjast, þannig myndi flugleiðin milli Keflavíkur og Akureyrar lengjast um 10 mínútur hvora leið og flugkostnaður hækkaði um 15%. Aukakostnaður legðist á öll flug, alla daga um ókomna framtíð og kostnaði auðvitað velt út í verðlag- ið. Um samnýtingu á Keflavíkur- flugvelli fyrir utanlands- og innan- landsflug sagði Sigurður að sparn- aður yrði ekki mikill. Kostnaður flugfélaganna við byggingu flug- skýlis og aðstöðu yrði ekki undir 1,5 milljörðum króna. Beinn rekstrarkostnaður Flugmála- stjórnar af Reykjavíkurflugvelli sem félli niður í kjölfar flutnings er um 200 milljónir á ári. Árlegur ferðakostnaður flugfarþega í inn- anlandsflugi milli Reykjavíkur og Keflavíkur yrði 315 milljónir á ári og aukinn flugkostnaður um 250 milljónir til viðbótar. „Það myndi því hreinlega borga sig fyrir flugfé- lögin að kaupa Reykjavíkurflugvöll og reka hann fyrir eigin reikning fremur en að flytja til Keflavíkur, ef það stæði til boða,“ sagði Sigurð- ur. Einar Björnsson, flugrekstrar- stjóri hjá Islandsflugi, velti einnig íýrir sér auknum kostnaði ef til flutnings flugvallar kæmi og sagði margt mæla á móti slíkum flutn- ingi, lengri ferðatími, meiri líkur á seinkunum, farþegum myndi fækka verulega eða allt að 150 þús- und á ári, sem væri um það bil sá íjöldi farþega sem ferðaðist með Islandsflugi. Þá taldi hann að landsbyggðin myndi einangrast enn frekar eftir því sem flugferð- um fækkaði. Flugfélögin berðust í bökkum, en afleiðingar flutnings myndu bitna verulega illa á þeim. Pétur H. Armannsson, formaður samtakanna Betri byggð, sagði Reykjavíkurflugvöll hernaðar- mannvirki og byggðan upp á for- sendum stríðs en ekki innanlands- flugs á íslandi. Taldi hann brýna þörf fyrir að finna flugvellinum nýjan stað og sú umræða þyrfti að hefjast nú þegar. Fyrir fundinn sendu samtökin Betri byggð frá sér ályktun þar sem þau gagnrýndu hvernig staðið var að fundi samgöngunefndar, sem hefði verið skipulagður án samráðs við borgaryfirvöld eða al- mannasamtök í borginni. „Tiltæki meirihluta samgöngunefndar er gróf íhlutun í málefni Reykjavíkur og tilraun til þess að svipta höfuð- borgina forræði yfir skipulagsþró- un svæðisins til langrar framtíðar." Óhagræði og kostnaður fyrir farþega Bjarki Brynjarsson í Vest- mannaeyjum, Öm Ingólfsson, ísa- firði, Þórhalla Þórhallsdóttir, Akureyri og Soffía Lárusdóttir, Egilsstöðum, töluðu fyrir hönd far- þega á þessum stöðum og voru sammála um að óhagræði og kostn- aður myndi fylgja flutningi flug- vallar frá núverandi stað fyrir far- þega. Fyrirspurnir sem bárust frá fundarmönnum vítt um landið voru m.a. um hver áhrif flutningur flugvallarins hefði á ferðaþjón- ustu, um sjúkraflug og hvort fyrir- huguð flugstöðvarbygging þyrti ekki að fara í umhverfismat. Þor- geir Pálsson flugmálastjóri sagði flugstöðvarbygginguna ekki þurfa í umhverfismat, ekki væri um að ræða nýtt mannvirki heldur end- urbyggingu á húsi sem staðið hefði í 58 ár. Tveir þingmenn Reykjaness, Kristján Pálsson og Hjálmar Árna- son, bentu á að umræður væru miðaðar við stöðuna nú, en ekki væri vafi á að önnur staða yrði uppi eftir um 20 ár þegar að því kæmi í fyrsta lagi að flytja flugvöllinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.