Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ IJIHT LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 41
i
|
Reuters
Tóbaksfíknin leitar á menn við ýmsar aðstæður en
kannanir sýna að það skaðar reykingamenn tæpast
að neyta e-vítamínríkrar fæðu.
lungnastarfsemina. Vísindamenn telja að ástæðuna
megi rekja til þráavarnarefna í þessum matvælum,
að því er fram kemur í tímaritinu Thorax.
E-vítamín
minnkar líkur á
lungnakrabba
Washington, New York. AP, Reuters.
REYKINGAMENN geta minnkað hættuna á
lungnakrabbameini um 20% með því að neyta
e-vítamínríkrar fæðu, ef marka má nýja rannsókn.
Sérfræðingar leggja þó áherslu á að bindindi á tó-
bak sé enn öruggasta leiðin til að draga úr hætt-
unni á þessum sjúkdómi.
Skýrt er frá rannsókninni í grein í Journal of the
National Cancer Institute í Bandaríkjunum. Rann-
sóknin náði til 29.000 reykingamanna í Finnlandi
og leiddi í ljós að þeir sem neyttu e-vítamínríkrar
fæðu minnkuðu hættuna á lungnakrabbameini um
19-23% að meðaltali. Avinningurinn var mestur
meðal karlmanna undir sextugu og meðal þeirra
sem reyktu lítið og höfðu reykt skemur en í 40 ár. í
þessum hópum minnkaði hættan á lungnakrabba-
meini um 40-50%.
Öruggast að hætta að reykja
Annar greinarhöfundanna, Demetrius Albanes,
við Bandarísku krabbameinsstofnunina, sagði að
þessi niðurstaða breytti því ekki að þeir sem vildu
vernda sig fyrir lungnakrabbameini og Qölmörgum
öðrum sjúkdómum yrðu að hætta að reykja.
Rannsóknin stóð í átta ár og vísindamennirnir
tóku reglulega blóðsýni af reykingamönnum til að
mæla magn alfa-tókóferóls, efnasambands sem er
virkt sem e-vítamín í mönnum. Niðurstöður mæl-
inganna voru síðan bornar saman við upplýsingar
um heilsufar mannanna. 1.144 þeirra greindust
með lungnakrabbamein á þessum tíma.
Vísindamennirnir sögðu að nokkrir mannanna
hefðu tekið inn e-vítamíntöflur en ekki hefði verið
hægt að draga ályktanir af hugsanlegri hollustu
þeirra. Ekki væri víst að vítamíntöflurnar hefðu
sömu áhrif og e-vítamínrík fæða, svo sem sojaolía
og fleiri matarolíur, hnetur, einkum möndlur, hesli-
hnetur og valhnotur, sólblómafræ og kornmeti,
m.a. hveitikím.
Rannsókn á 3.000 karlmönnum í Finnlandi,
Hollandi og á ftalíu bendir einnig til þess að mikil
ávaxta-, grænmetis- og kornbrauðsneysla bæti
Verra að liggja í rúminu
The Daily Telegraph
Reuters
Rúmlegan er oft nauðsynleg en hana en sýnilega er gott að stytta hana
í mörgum tilfellum.
AÐ liggja í rúminu getur gert illt
verra þegar maður er veikur, að
sögn lækna. Sjúklingum sem leggj-
ast í rúmið eftir að hafa gengist
undir uppskurð, eða er gert að
hvflast kann að farnast ver en þeim
sem fara að hreyfa sig um leið og
þeir geta, að því er fram kom ný-
lega í læknaritinu The Lancet.
Það eru ástralskir læknar sem
halda þessu fram, en þeir telja að
ekki hafi verið gerðar fullnægjandi
samanburðartilraunir á rúmlegu
og annarskonar meðferð. Þeir at-
huguðu hvort einhverjar tilraunir,
sem gerðar hafa verið, hefðu borið
saman sjúklinga sem var fyrirskip-
uð rúmlega og sjúklinga sem sagt
var að hreyfa sig.
Þótt nokkrar athuganir hafi
komið í ljós, sem bentu til þess að
rúmlega væri til bóta, var munur-
inn á niðurstöðunum svo lítill að
hann skipti ekki máli. í flestum til-
fellum hafði þeim sjúklingum, sem
hafði verið sagt að hreyfa sig, farn-
ast betur.
Sjúklingar sem eru að ná sér eft-
ir hjartaáfall verða að liggja í rúm-
inu uns þeir hafa jafnað sig nógu
vel til að ekki reyni of mikið á
hjartað. En meiri líkur voru á, að
hjartasjúklingar sem fóru fyrr að
hreyfa sig - frá þrem til tíu dögum
eftir áfallið - væru enn á lífi að ári
liðnu, en þeir sem höfðu haldið sig í
rúminu í þrjár vikur eftir áfallið.
í annarri rannsókn kom í ijós að
giktarsjúklingum, sem hafði verið
ráðlagt að ganga í tíu vikur farnað-
ist betur en sjúklingum sem hafði
verið sagt að hvflast jafn lengi. í
fiestum rannsóknum á mjóbak-
verkjum hafði þeim sem var fyrir-
skipað að liggja í rúminu farnast
verr en þeim sem hafði annaðhvort
verið sagt að stunda líkamsrækt
eða ekki ráðlagt að halda sig í rúm-
inu.
Rúmlega „kann að vera skaðleg
meðferð sem rannsaka þarf nán-
ar,“ segja áströlsku læknarnir.
Dr. Chris Del Mar, við Háskólann
í Queensland, stýrði rannsókn-
inni.
Rannsóknir á hjartasjúkdómum
Hefjast snemma
á ævinni
Medical Tribune News Service.
HJARTASJÚKDÓMAR byrja að
þróast snemma, jafnvel á barns-
aldri, þótt einkennin komi oft ekki í
ljós fyrr en á miðjum aldri, sam-
kvæmt niðurstöðum nýrrar rann-
sóknar. Dr. E. Murat Tuzcu, yfir-
maður æðarannsóknastofnunarinn-
ar við Cleveland heilsugæslustöð-
ina í Bandaríkjunum, sagði að ung-
lingar og foreldrar þeii-ra ættu að
grípa til aðgerða í ljósi þessara nið-
urstaðna til að „hægja á þessum
faraldri“.
Uppsöfnun
kólesteróls og fítu
Vísindamenn rannsökuðu 181
hjartaþega tveim til sex vikum eft-
ir hjartaígræðsluna. Hjörtun komu
úr fólki sem virtist heilbrigt og
sýndi engin merki um hjartasjúk-
dóma, t.d. ekki háan blóðþrýsting.
Samt komu í ljós merki um upp-
söfnun kólesteróls og fitu á æða-
veggjum í hjörtum frá hjartagjöf-
um í öllum aldurshópum.
Sérstaka athygli vöktu hjörtu úr
ungum hjartagjöfum. í einum
sjötta tilfella meðal táninga og ein-
um þriðja tilfella fólks á þrítugs-
aldri fundust merki um uppsöfnun
kólesteróls og fitu, að því er Tuzcu
greindi frá. Þykir þetta benda tfl
þess að hjartasjúkdómar byrji að
þróast snemma á ævi fólks.
Tuzcu sagði að þar eð hjörtun
hefðu verið grædd í þegana nýlega
væru það í rauninni hjartaæðar
hjartagjafanna, fremur en hjarta-
þeganna, sem vísindamennirnir
hefðu verið að skoða. Hann sagði
ráðlegt að fólk gerði ráðstafanir til
að sporna við þessari þróun með
því að forðast offitu, hætta að
reykja og stunda reglulega lík-
amsrækt.
Jól ‘99
Öðruvísi
aðventukransar
Full búð af
gjafavöruin
Þar sem
fagmennskan ræður
blómaverkstæði
__ ‘INNA«
Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090
Bylting
i
Fjölnota byggingaplatan
sem allir hafa beðið eftir!
VIROC byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf.
VIR0C byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin,
höggþolin, frosfþolin og hljóöelnangrandi.
VIR0C byggingaplatan er umhverfisvæn.
VIR0C byggingaplatan er platan sem
verkfræðingurinn getur fyrirskrifað nánast blint.
Staðalstærð: 1200x3000x12 mm.
Aðrar þykktir: 8,10,16,19, 22, 25, 32 & 37 mm.
Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm
Vlroc utanhússklæðnlng
ÞÞ
&co
Leitið upplysinga
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 & 568 6100
Upplýsinga* og fræösiuvefur um heilsu • sjúkdóma • lyf
Hvornig beiti ég blástursaöferð? Hvað get ég gert lil að
hætta aö reykja? Er munur á kynfa*rum karla?
Hvernig bregst ég viö þegar barnið mitt fær mikinn hita?
Hvert er tikilverk vitamína? Al hverju fær maður
bióðnasir? Hvaö er flogaveíki..hvor er orsökin?
Þrisvar sinnum Ivöfall vatf or öþarli