Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 38
LISTIR 38 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Sigurður Flosason, ásamt félögum sinum Lennart Ginnman og Ey- þóri Gunnarssyni við upptökur á plötunni Himnastiginn. Samræður í samspili Kominn er út geisladiskurinn Himnastiginn sem er þriðji sólódiskur Sigurðar Flosason- ar saxófónleikara. Himnastiginn er fyrsti ís- lenski djassdiskurinn frá djassleikara af yngri kynslóðinni þar sem einvörðungu er fengist við „standarda“ og hljóðfæraskipun er óvenjuleg, bassi, píanó og saxófónn. Guðjón Guðmundsson ræddi við Sigurð í tilefni af útkomu geisladisksins. s FYRRI tveimur geisla- diskum Sigurðar, Gengið á lagið (1993) og Gengið á hljóðið (1996), var á efnis- skránni það sem kalla mætti nú- tímabopp. Diskamir fengu góða dóma og margir kynntust þama í fyrsta sinn töfrum danska kontra- bassaleikarans Lennarts Ginman sem leikur einnig á Himnastiganum ásamt Eyþóri Gunnarssyni píanó- leikara. En lá þá beint við að gera plötu með ballöðum og minna þekktum standördum eftir fyrri tvo diskana? Sigurður segir að diskurinn sé beygja af leið en sér hafi fundist kominn tími til að gera eitthvað ann- að. „Það er ákveðinn skyldleiki með eldri plötunum tveimur. I báðum til- vikum er um að ræða kvintetta með trompett og saxófón í forlínunni. Efnið er frumsamið og á nútíma- boppnótum. Það kom í raun margt til greina í framhaldi af þessum plötum en það var þetta sem leitaði sterkast á mig. Ég hef mikla ást á þessari tónlist," segir Sigurður. Á annarri kvintettplötu Sigurðar, Gengið á hljóðið, er eitt tríólag, Lið- in tíð, sem leikið var af Sigurði, Ey- þóri og Lennart. Sigurður segir að þetta lag sé að sumu leyti kveikjan að Himnastiganum. „Þama fann ég að myndaðist sérstök stemning og ég hafði það alltaf bak við eyrað að hægt væri að gera meira af þessu tagi.“ Lúðrasveitin Svanur og stórsveitir Það er líklega vandmeðfamara en margan granar og raunar ekki á all- ra færi að spila þessi bandarísku sönglög sem djasstónlistarmenn af mörgum kynslóðum hafa túlkað hver með sínum hætti. Þess vegna er rétt í upphafi að segja örlítil deili á Sigurði. Hann er einn kunnasti hljóðfæraleikari landsins um þessar mundir og að auki afkastamikill starfsmaður tónlistarskóla Félags íslenskra hljómlistarmanna þar sem hann starfar sem yfirkennari. Hann leikur allar tegundir tónlistar með m.a. danshljómsveitum, í leikhúsi og í klassísku umhverfi en ástríða hans og megináhersla í tónlist er djass. Hann hóf tónlistamám fimm ára gamali í Bamamúsíkskólanum. Þaðan lá leiðin yfir í Lúðrasveitina Svan og ýmis stórsveitarbönd. Hann tók einleikarapróf frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík 1983 en vakti fyrst á sér athygli að ráði sem djasstónlistarmaður í Nýja komp- aníinu snemma á níunda áratugn- um. Hann hélt utan til náms í klass- ískum hljóðfæraleik og djassleik við tónlistarháskólann í Bloomington í Indiana. Þar vann þar til fyrstu verðlauna í tónsmíðakeppni sem kennd var við tónsmiðinn Hoagy Carmichael. Hann var í námi hjá George Coleman í New York um skeið en síðustu árin hefur Sigurður komið víða við og leikið með fjöl- mörgum innlendum og erlendum tónlistarmönnum. Spuni íblæbrigðum Standardar hafa alltaf höfðað til Sigurðar en hann bendir réttilega á að á Himnastiganum er ekki að finna algengustu lögin af þessum skóla. „Mér sýnist af viðbrögðum hlustenda og gagnrýni að ball- öðuspil sé sterkur þáttur í minni spilamennsku og sjálfur hrífst ég af þeim sem eru sterkir á þessu sviði. I ballöðuspih bera menn sál sína og það kemur í ljós hvemig mann þeir hafa að geyma. Það era nokkrar mismunandi aðferðir við að spila ballöður. Sumir era mikið fyrir að skreyta laglínumar. Charlie Parker gerði það til dæmis frábærlega og margir aðrir. Það höfðar hins vegar ekki til mín sem flytjanda. Oft finnst mér lagið týnast sé þetta gert, styrkurinn er nefnilega í laginu sjálfu. I spunanum er pláss fyrir skraut og persónulegri tjáningu. Það er líka að vissu leyti spuni í því að túlka laglínuna vel með blæbr- igðum, styrkleikabreytingum og samspili," segir Sigurður. Á Himnastiganum era margar hægar ballöður og reyndar er þar ekkert lag að finna í hröðu tempói. Þó er þarna að finna tvö lög í suð- uramerískum takti, Gentle Rain eft- ir Louis Bonfa og Only Trast Your Heart sem Stan Getz hljóðritaði á sínum tíma. Sigurður segir að sér þyki lögin hluti af þessari heild og því andrúmi sem hann hafi leitast við að skapa á plötunni. „Ég vildi búa til stemningu sem helst út alla plötuna en leita um leið eftir fjöl- breytni innan formsins; skapa lítinn heim innan hvers lags sem hefui' sína eigin stemningu. Það var líka hluti af meginhugmyndinni að æfa ekkert fyrir upptökuna. Við fóram beint í hljóðverið án nokkurra æf- inga eða tónleika. Maður reynir að vera vel undirbúinn að því leyti að vera í góðu spilaformi og andlegu jafnvægi. En hugmyndin var sú að búa til tónlist saman, halda lífinu í henni og sjá hvað gerðist á staðnum. Við renndum laglínunni kannski einu sinni í gegn og tókum síðan upp eina, tvær eða þrjár tökur og völd- um úr það sem heppnaðist best.“ Standarar eiga sér eilíft b'f Upptökur fóra fram í sal FIH í Rauðagerði og vora gerðar af Ara Daníelssyni af Stafræna hljóðupp- tökufélaginu en Mál og menning gefur út. Sigurður kveðst vera afar ánægður með hljóðupptökumar og hijóminn á plötunni. Hann segir að standardamir eigi sér eilíft líf en galdurinn sé að nálgast viðfangsefn- ið með frjóum huga. „Mikilvægasti hlutinn er samspilið og eftir því sem ég eldist og vitkast finnst mér það mikilvægara. Þegar áhorfendur hrífast með tónlistinni án þess að vita beinlínis hvað það er sem hreyf- ir við þeim þá held ég að ástæðan sé oft sú að þeir skynja að eitthvað er að gerast milli hljóðfæraleikaranna. Það era samræður sem eiga sér stað. Oft leiðist mönnum tónlist ef til vill vegna þess að þessi samskipti verða ekki til eða era ekki á nógu háu plani. Það var algjörlega minn útgangspunktur að setja saman hljómsveit og velja lög sem myndu henta til samspils og samræðna." Sigurður hefur leikið mikið með Eyþór Gunnarssyni í gegnum tíðina og hann hælir honum á hvert reipi. Um Ginman segir Sigurður að þessi danski bassaleikari gefi sér urmul hugmynda í sínum bassaleik. „Sé hlustað einvörðungu eftir því sem ég spila og Ginman spilar á þessari plötu, og reyndar einnig á bútum af fyrri plötum mínum, má heyra hug- myndir fara á milli. Ég stend mig oft að því að hafa í miðjum sólóum tekið lagrænar eða hrym’ænar hug- myndir úr hans bassaleik. Samspilið með Lennart virkar afar sterkt á mig enda fóram við út í það að gera tvö dúó lög, Willow Weep for Me og Gone With the Wind.“ Sigurður er loks spurður að því hvort hann telji vera mikinn hljómgrunn fyrir tónlist af þessu tagi á íslandi. „Ég tel svo vera. Þetta era ekki allt mjög fræg lög en ég sé standardana sem eina stóra gullkistu þar sem er að finna marga gullmola. Ég held að fólk skynji það þegar það heyrir þessi lög hvað það er mikið í þau varið. Einnig held að það sé hljómgrannur fyrir góðri tónlist sem er vel spiluð. Þá gildir einu hvað hún nefnist eða hver stíll- inn er. Eigi sér stað samræður og það er sannfæring í tónlistinni held ég að áheyrandi með opinn hug upp- lifi það sem list sem er einhvers virði.“ LJÓÐABÓKIN Mér líður vel. Þakka þér fyrir, eftir Inga Steinar Gunnlaugsson er nýkomin út. Þetta er önnur ljóðabók Inga Steinars en árið 1996 sendi hann frá sér frumraun sína, bókina Sólskin. Mér líður vel. Þakka þér fyrir, skiptist í þrjá kafla sem nefnast Hvunndagsljóð, Ur stundaglasinu og Þessi heimur. Ingp Steinar kemur víða við í ljóð- um sínum, af sumum er seltu- bragð, önnur byggjast á hugleið- ingum úr daglega lífinu þar sem víða leynist fiskur undir steini þegar betur er að gáð. Allmörg Ijóð bókarinnar sækja tilvísanir sínar í náttúru og útivist eða jafn- vel hreina náttúrudýrkun. ■ „Þessi bók er afrakstur siðustu þriggja ára, það er að segja ljóð frá þeim tíma sem liðinn er síðan ég sendi frá mér fyrstu bókina,“ segir Ingi Steinar Gunnlaugsson. „Mín stefna er að yrkja tiltölulega stutt Ijóð sem flestum ættu að þykja auðskiljanleg. Mér finnst að Ijóð síðustu íjörtíu ára eða svo, séu eftilvill of innhverf og torskilin fyrir lesendur. Mörg Ijóða minna eru einfaldar myndir úr daglega Hljóðlát fegurð sem flest- um er dulin lífinu, önnur sækja efnivið sinn og yrkis- efni í náttúruna, þar sem ég uni mér af- skaplega vel. Inn á milli eru ljóð með ádeiluívafí, þó ekki sé þar stóryrðunum fyrir að fara. Ég held að það sé bara nokkuð létt yf- ir þessari bók, þó að þeir sem lesi hana vel finni fyrir alvöru undir niðri.“ Ljóðin eru vissulega ekki stóryrt en þó líkir þú nútímamanninum við þorsk í neti á einum stað og þama ber smugveiðar á góma í heldur óvæntu samhengi. Þó jjóðin séu stutt eru þau kjamyrt, eru mynd- líkingar þeirra eftilvill sprottnar úr útiveru, eða sjómennsku og sjó- mannalífi? „Það keinur fram í Ijóðunum, allavega sumum þeirra, hvar höfundur þeirra hef- ur alið manninn. Þarna era ljóð frá Akranesi og svo ljóð tengd mínum fæð- ingarbæ sem er Siglufjörður. Mín Iífsviðhorf koma auðvitað fram í ljóð- unum og svo viðhorf mín til þeirra yrkis- efna sem þar birtast. Ég reyni að hafa myndmálið og tung- utakið þannig að það sé sem flestum skilj- anlegt. Vitaskuld spegla ljóðin reynslu mína og upplifanir í lífinu. Það er rétt að ég sæki myndmál Ijóðanna mikið í útivist og veiði- skap. Ég stundaði sjómennsku sumarlangt til fjölda ára og sæki Ingi Steinar Gunnlaugsson þangað líkingar og efnivið. Þó að ljóðin séu eftilvill opin á yfirborð- inu, segir það ekki alla söguna um þau. Víða leyna þau á sér og ýmis- Iegt blundar undir yfirborðinu. Annars er ég ekki hávært skáld og ég hrópa ekki á torgum þó ádeila mín sé eftilvill ofurlítið blandin kaldhæðni. Kannski er ég fyrst og fremst að yrkja um þessa hljóðlátu fegurð sem ég nefni svo í ljóðinu Kaldavermsl11: Kaldavermsl hafa aldrei talist merkileguppspretta Bjartarjúlínætur nærafáeinsilfurtár ljósan dýjamosann ognapravetrardaga bæta strjálir dropar nýrrigáru áþykkasvellhettuna Þessi hljóðláta fegurð erflestumdulin ókunn ogþví teljast kaldavermsl ekki merkileg uppspretta Úr Mér liður vel Old- ungis ruglað LEIKLIST Hátíðasal Verslunar- skólans Leikfélag Verslunar- skólans NÆR ÖLDUNGIS RUGL- AÐUR DRENGUR eftir Larry Shue. Leikstjóri: Ólafur Darri Ólafsson. Leikendur: Ólafur S.K. Þorvaldz, Kári Guðlaugsson, Breki Logason, María Þórðardótt- ir, Daníel T. Danfelsson, Guðbjörg Gylfadóttir, Védís H. Arnadóttir. Sýning 16.11. ÞETTA var þriðja sýning sem ég sá, á þriðjudagskvöldi milli níu og ellefu, og salurinn í Versló sneisa- fullur. Það hlýtur að vera vegna þess að sýningin hefur spurst vel út - áhorfendur hafa látið vel af henni. Og það eitt er víst að oft er hægt að hlæja dátt að þessari sýningu, enda það augljóslega markmið bæði höf- undar, leikstjóra og leikenda. Þama mátti greina á sviði nokkra Versl- inga sem áður hafa komið við sögu í leiklistarsýningum L.V. og halda merki félagsins enn á lofti. Þau standa sig öll prýðilega í hlutverkum sínum, miðað við aðstæður, æfinga- tíma/j.s.fra. og það er vel af sér vikið hjá Olafi Þorvaldz að detta aldrei út úr persónunni Rick Steadmann, sem er sá leiðindagaur sem allt snýst um. Þá tókst Olafi vel að leika af fingram fram þegar smávægilegt óhapp raskaði framvindu sýningarinnar. Sætavísur og -vísar kættu áhorfend- ur áður en sýningin hófst og í hléi og höfðu allir gaman af. Ég þakka einni þeirra fyrir að segja mér söguna af fæðingu sinni meðan hún leiddi mig tvo hringi um salinn og tO sætis. Margt má sér til gamans gera! Guðbrandur Gíslason ♦ ♦ ♦------- Nýjar bækur • SATTvið fyrstu sýn er eft- ir bandaríska rit- höfundinn Ern- est Hemingway í þýðingu Sigurð- ar A. Magnús- sonar. í fréttatil- kynningu segir að þetta sé síð- asta bók Hemingways, sem verið hafi einn af virtustu og áhrifamestu höfund- um aldarinnar, en hann var sæmd- ur bókmenntaverðlaunum Nóbels árið 1954. Bókina samdi Hemin- gway eftir veiðiferð til Kenýa en hann lauk ekki við hana. Sonur hans, Patrick, ritstýrði bókinni. í bókinni blandar Hemingway saman skáldskap og sjálfsævisögu. Hann elskar konu sína en er jafn- framt upptendraður af 18 ára gam- alli afrískri stúlku, sem hann lang- ar til að eignast fyrir hjákonu. Útgefandi er Setberg. Bókin er 320 bls. Verð er 3.890 kr. • SPEGILMYND er eftir Danielle Steel í þýðingu Skúla Jenssonar. í fréttatilkynningu segir að bók- in fjalli um eitt sterkasta og dular- fyllsta samband lífsins - samband eineggja tvíbura og segir frá lífi tveggja systra og ferli þeirra. Þær voru dætur ástríks fóður, sem aidrei hafði jafnað sig eftir missi konu sinnar, sem hafði látist við fæðingu þeirra. Þetta er 41. bók höfundarins. Útgefandi erSetberg. Bókin er 256 bls. Verð: 2.790 kr. Ernest Hemingway
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.