Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 37
Póstmód-
ernískar
gátur
í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar
er glímt við póstmódernískar gátur.
Þröstur Helgason gluggaði meðal annars
í skrif um stúlkur sem báru hann út á
ystu nöf.
Kápumynd Tímarits Máls og menningar er að þessu sinni Svalir
(1996), innsetning eftir franska myndlistarmanninn Philippe Ramette.
ÞAÐ SEM réttlætir tilveru
listar skáldsögunnar, að
mati Milan Kundera, er
að hún reynir að skilja
þann óumflýjanlega ósigur sem við
nefnum líf. Grein eftir Kundera um
Don Kíkóta eftir Cervantes birtist í
nýjasta hefti Tímarits Máls og
menningai'. Hann heldur því fram
að Don Kíkóta sé ekki ætlað að vera
komandi kynslóðum siðferðileg fyr-
irmynd eins og persónur Hómers
og Virgils. „Skáldsagnapersónur
ætlast ekki til þess að fólk dáist að
þeim af siðferðisástæðum. Þær ætl-
ast til að fólk skilji þær, sem er allt
annað mál. Hetjur söguljóðanna
sigra, og halda reisn sinni allt til
hinstu stundar, jafnvel þótt þær
bíði lægri hlut. Don Kíkóti bíður ós-
igur. En það er ekki nokkur einasta
reisn yfir því.“ Það er þetta eðli
skáldsögu nútímans sem réttlætir
tilveru listar hennar. Hún vill ekki
að við bugtum okkur og beygjum
heldur glímum við spumingarnar
sem hún vekur.
~ Kundera er vafalaust einn af
skemmtilegustu og frjóustu kenn-
ingasmiðum um skáldsögu nútím-
ans og ber rit hans List skáldsög-
unnar sem Friðrik Rafnsson,
ritstjóri TMM, hefur nú þýtt á ís-
lensku gleggst merki þess.
Tilvistarblindan og sagnfræðin
Grein Sigrúnar Sigðurðardóttur
um einsögu og hið póstmódemíska
ástand hefst á tilvitnun í Kundera
þar sem hann fjallar um tilvistar-
blindu Don Kíkóta. Sigrún segir að
Don Kíkóti hafi ekki verið sjálfráð-
ur um þá afhjúpun sem tilvistar-
blinda hans leiddi til: „hann var
fangi fyrirframtúlkunarinnar og
því ófær um að sjá í gegnum þann
blekkingarvef sem skynfæri hans
spunnu." Don Kíkóti var með öðr-
um orðum fangi skynfæra sinna og
skilnings, síns eigin heims. Sigrún
rekur hvernig menn hafa orðið
fangar tungumálsins eða orðræð-
unnar á þessari öld. „Mörk heims-
ins hafa verið skilgreind sem mörk
málsins," segir hún, „og veruleiki
mannsins talinn takmarkast af
hugsun hans og þar með af tungum-
álinu.“ Módemisminn einkenndist
af skoðun einstaklingsins sem
óvirks þolanda þessara aðstæðna.
Sagnfræðin skoðaði iðulega ein-
stáklinginn sem hluta af stærri hóp,
sem hinn „dæmigerða" þjóðfélags-
þegn og gat með þvi móti dregið
Námskeið um
Bárðar sögu
BJARKI Bjarnason cand.
mag. heldur þriggja kvölda
námskeið um íslendingasög-
urnar og sér í lagi um Bárðar
sögu Snæfellsáss.
Námskeiðið verður haldið í
Álafoss-föt-bezt í Mosfellsbæ
og hefst mánudaginn 22. nó-
vember.
Að námskeiðinu loknu,
laugardaginn 27. nóvember,
verður farið í dagsferð á slóðir
Bárðar sögu á Snæfellsnesi.
upp einfaldaða mynd af fortíðinni
þar sem gengið var út frá viðbrögð-
um meðalmannsins og hópsins.
Fyrir vikið gleymdust frávikin, ut-
angarðsmennirnir, þeir sem ekki
fylgdu straumnum og voru ef til vill
frjálsir undan ríkjandi viðhorfi og
sýn. Þessa einstaklinga hafa svo-
kallaðir póstmódemistar lagt
áherslu á að skoða, segir Sigrún,
þar á meðal einsögumenn.
Sigrún ræðir aðferðir og vanda
þessarar nýju nálgunai- sem viður-
kennir ófrelsið sem orðræðan setur
hugsun mannsins og leitast því við
að greina hana í sundur til að öðlast
skýrari sýn á heiminn: „Hlutverk
þeirra er ekki ósvipað því sem
Cervantes tók að sér fyrir meira en
þrjú hundruð árum þegar hann
reyndi að koma mönnum í skilning
um þá tilvistarblindu sem þeir væru
slegnir," segir Sigrún. En farar-
tálmarnir era fjölmargir, eins og í
ferð Don Kíkóta, meðal annars
tímarammi tjáningarinnar í nú-
tímasamfélagi sem stjórnað er af
„fjölmiðlaapparati", líkt og franski
fræðimaðurinn Jacques Derrida
hefur bent á. Þessi þröngi tíma-
rammi fjölmiðlanna leitast við að
einfalda flókna hugsun og því geta
fræðimennirnir, sem vilja greina
orðræðu fjölmiðlanna og það ást-
and sem þeir skapa, ekki komið í
veg fyrir að kenningar þeirra verði
mistúlkaðar og misnotaðar. Til þess
að verða ekki uppvís að því að mis-
túlka og misnota orð Sigrúnar frek-
ar en þegar hefur verið gert hér
ætlar undirritaður að láta lesend-
um eftir að lesa sig í gegnum þessa
skilmerkilegu grein Sigrúnar.
Greinin er gott innlegg í þá um-
ræðu um aðferðafræði sagnfræð-
innar sem fram hefur farið hér á
landi á undanfömum árum um leið
og hún varpar ljósi á hið póstmó-
derníska ástand sem ósjaldan hefur
orðið íyrir mistúlkunum og mis-
notkun af versta tagi.
í taugarnar á lesendum
Hugleiðing eða örsaga breska
rithöfundarins Harolds Pinter,
„Stúlkur", fer með lesendur út á
ystu nöf. Sagan skiptist í tvo hluta.
I fyrri hlutanum segir Pinter frá
smásögu sem hann las í tímariti um
stúlku í háskóla sem fer inn á skrif-
stofu kennara síns, sest við skrif-
borð hans og réttir honum miða
sem hann flettir í sundur og á
stendur: „Stúlkur vilja láta flengja
LEIKHÚSTRIJÐARNIR Barbara
og tílfar verða í Listaklúbbur
Þjóðleikhúskjallarans á mánu-
daginn kl. 20.30.
Leikhústrúðarnir stikla á
stóru í leikbókmenntum heims-
ins og íslenskri menningu.
Halldóra Geirharðsdóttir og
Bergur Þór Ingólfsson, nánustu
aðstandendur trúðanna, kynna
sig.“ Pinter hefur hins vegar týnt
tímaritinu og veit ekki hvemig sag-
an endar. Hann brennur í skinninu
að fá að vita hvernig viðskiptum
stúlkunnar og kennarans lyktaði.
Var stúlkan flengd? Hann veltir
fyrir sér ýmsum svöram við þessari
spurningu og um söguna. En þegar
upp er staðið er hann engu nær.
Seinni hlutinn er mun styttri. I
sex línum segir frá manni sem elsk-
ar konu en missir hana, hún hverfur
inn í leigubíl og sést aldrei meir.
Eftir lestur þessara sex lína stend-
ur lesandinn uppi jafnómögulegur
og Pinter sjálfur gagnvart sögunni
um stúlkuna sem gengur inn á
skrifstofu kennara síns, sest við
skrifborðið hans og réttir honum
miða sem hann flettir í sundur og á
stendur: „Stúlkur vilja láta flengja
sig.“ Lesandi síðara brotsins er
heldur engu nær. Þessar sex línur
um mann sem horfir á eftir konu
sem hann elskar upp í leigubíl og
sér aldrei aftur er jafnófullnægj-
andi og pirrandi fyrir lesandann og
týnda tímaritssagan var fyrir Pint-
er. Það vantar í báðar sögumar, að
minnsta kosti endinn í þá fyrri og
upphafið á þeirri seinni.
Ymsar spumingar vakna við lest-
ur þessarar hugleiðingar. Skrifaði
Pinter hana bara til að fara í taug-
arnar á lesendum? Er þetta ein-
hvers konar hefnd? Eða var
kannski ætlunin að segja okkur
eitthvað um það hvað saga er? Eða
fjallar hugleiðingin ef til vill um
stúlkur? Hún heitir jú „Stúlkur".
Og hvað skyldi höfundurinn þá vilja
sagt hafa? Að stúlkur séu eins og
ókláraðar sögur? Að stúlkur séu ór-
áðnar gátur?
Pinter er ólíkindatól.
Hvenær er stúlka stúlka?
Soffía Auður Birgisdóttir bók-
menntafræðingur tekur upp þessar
þessa fornu Ieikhefð fyrir áhorf-
endum og kryQa eðli hennar,
segir í fróttatilkynningu frá
Litaklúbbnum.
Barbara og tílfur:
Halldóra Geirharðsdóttir
og Bergur Þór Ingólfsson.
spumingar í grein sinni um skáld-
söguna Saga af stúlku eftir Mikael
Torfason. Grein Soffíu, sem nefnist
„Hvenær er stúlka stúlka?", ræðir
sögu Mikaels út frá feminískri
(póstmódemískri) umræðu síðustu
áratuga um eðlishyggju og mótun-
arhyggju, það er hvort til sé eitt-
hvað sem kalla má náttúrulegt eðli
kvenna og karla eða hvort kyn-
bundin hegðun kynjanna sé lærð og
mótuð af umhverfi, samfélagi og
öðram. Greining Soffíu er athyglis-
verð og leiðir í ljós að bók Mikaels
er í áhugaverðum samræðum við
þær skáldsögur sem á undanföm-
um árum hafa tekið tilui’ð kynsins
til umfjöllunar.
Grein Kristínar Viðarsdóttur
bókmenntafræðings um skáldsög-
una Oriando eftir Virginiu Woolf
kallast á við Pinter og umfjöllun
Soffíu. Kristín segir þessa sögu sem
kom út árið 1928 eiga fullt er- indi
við lesendur dagsins í dag, ekki síð-
ur en önnur verk Woolf og þá ekki
síst vegna skarprar greiningar á
stöðu kvenna sem að sumu leyti eigi
enn við. Ennfremur finn- ur Kristín
tengingu við umræðu dagsins í Ori-
ando þar sem kynsk- ipti, klæð-
skipti og kynusla ýmiss konar ber
víða á góma.
Æbetratímarit
Hlutverk TMM er umfram allt að
endurspegla menningaramræðu
hvers tíma. Þetta hefur tekist æ
betur á undanfömum áram. Aukinn
þáttur þýðinga á erlendum grein-
um og viðtölum hafa auðgað tímari-
tið og á sama tíma hefur það tekið
aukinn þátt í þeirri gerjun sem á
sér nú stað hér á landi í hugvísind-
um. Þær greinar sem hér hefur ver-
ið drepið á era allar dæmi um þetta.
Viðfang þeirra allra era póstmó-
demískar gátur sem tíminn er jú
fullur af.
Barbara og Ulfar
í Listaklúbbnum
Kaffi-
leikhús
á Tálkna-
fírði
Morgunblaðið. TálknaQörður.
NÝLEGA var leiklistardeild
UMF. með kaffileihús í
íþrótta- og félagsheimli
Tálknafjarðar. Að þessu
sinni var samkoman haldin í
samvinnu við Leikfélagið
Baldur á Bíldudal. Flutt
voru lög og stuttir leikþættir
eftir þá bræður Jónas og
Jón Múla Arnasyni. Þá var
frumfluttur stuttur leikþátt-
ur eftir Stefán Jóhannes
Sigurðsson, en dagskráin
var tileinkuð miningu hans.
Stefán lést að slysförum 23.
janúar sl. I leikþættinum
söng Bjarni Snæbjörnsson
einsöng, m.a. lagið Yfir bæn-
um heima, sem var i miklu
uppáhaldi hjá Stefáni.
Leikþáttinn hafði Stefán
samið í fyrra haust, en þá
stóð til að setja upp svona
sýningu, sem ekkert varð
svo af. Hann starfaði mikið
með LUMFT, lék í leikritum
og síðustu árin sem ljósa-
maður. Verk þeirra bræðra
voru honum alltaf hugleikin
og því þótti það við hæfi að
tileinka þessa sýningu minn-
ingu hans.
Þetta var í fyrsta skipti
sem leikfélögin á Tálknafírði
og Bíldudal sameina krafta
sína og ríkti mikil ánægja í
herbúðum beggja félaganna
með samstarfið og vænta
menn þess að um frekara
samstarf geti orðið að ræða.
Stofnuð var hljómsveit til
þess að sjá um undirleik í
sýningunni, en hana skipuðu
sr. Sveinn Valgeirsson, Tálk-
nafirði, Viðar Astvaldsson og
Matthías Agústsson á Bíldu-
dal. U.þ.b. 35 manns komu
að framkvæmd þessa kaffi-
leikhúss, þar af voru 26 leik-
arar og tónlistarmenn.
Aðsóknarmet var slegið,
en rúmlega 200 gestir
mættu til þess að njóta
þægilegrar kvöldstundar,
þar sem kaffi og konfekt var
á borðum en söngur og leik-
ur á sviði. I lokin færðu börn
og ekkja Stefáns þátttak-
endum í sýningunni blóm og
þakkir. Þegar lokatónarnir
dóu út var leikurum og öðr-
um þátttakendum fagnað
með löngu lófataki.
Smásögur
á Súfíst-
anum
SMÁSAGNAUPPLESTUR verð-
ur á kaffihúsinu Súfistanum í
Bókabúð Máls og menningar,
Laugavegi á sunnudagskvöld, kl.
20.
Lesið verður úr fjórum smá-
sagnasöfnum sem koma út fyrir
jólin: Ágúst Borgþór Sverrisson
les úr bók sinni Hringstiginn;
Oskar Árni Oskarsson, les úr þýð-
ingum sínum á smásögum Willi-
am Soroya Kæra Greta Garbo;
Elín Ebba Gunnarsdóttir, les úr
bók sinni Ystu brún og Sigfús
Bjartmannsson les úr þýðingum
sínum á verkum frumbyggja
norðurhjaraAmeríku, Kajakfylli
af draugum.
Kynnir er Kristján Franklín
Magnús.