Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 45
44 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 45
PltrgawMirlfilí
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
LEIÐTOGAFUNDUR
ÖSE
FUNDUR leiðtoga Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu
lauk í Istanbúl í Tyrklandi í gær með undirritun tveggja
mikilvægra sáttmála. Annars vegar Öryggissáttmála fyrir
Evrópu, þar sem lagður er grundvöllur að starfi stofnunar-
innar á nýrri öld. Megináherslan er lögð á mannréttindi og þá
ekki síst réttindi þjóðernisminnihluta auk mikilvægi lýðræðis-
þróunar.
Einnig voru samþykktar breytingar á samningnum um nið-
urskurð hefðbundins herafla í Evrópu (CFE), sem upphaflega
var samþykktur árið 1990. Er þar kveðið á um enn frekari
niðurskurð hefðbundinna vopna í álfunni auk þess sem lögð er
ríkari áhersla á upplýsingaskyldu aðildarríkja samningsins.
Deilur um hernaðaraðgerðir Rússa í Tsjetsjníu settu mark
sitt á fundinn og urðu þess m.a. valdandi að Borís Jeltsín
Rússlandsforseti fór heim degi fyrr en áætlað var. Hins vegar
náðist að lokum málamiðlun um hlutverk ÖSE í Tsjetsjníu og
féllust Rússar á að ÖSE hefði milligöngu um að reyna að ná
pólitískri lausn á deilunni auk þess að sinna mannúðarmálum
í tengslum við átökin.
Ahyggjur flestra ríkja af átökunum í Tsjetsjníu fara vax-
andi dag frá degi, enda virðist ljóst að aðgerðir Rússa séu
komnar langt út fyrir þau mörk, sem eðlileg megi telja í sam-
ræmi við hið upprunalega markmið íhlutunarinnar, þ.e. að
berjast gegn hryðjuverkum. ÖSE er líklega sú alþjóðastofn-
un, sem best er til þess fallin að reyna að finna lausn á þess-
um málum. Þá má taka undir þau orð Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra, í Morgunblaðinu í gær, að það hafi verið
„Rússum hollt að heyra þau sjónarmið“ er komu fram á ráð-
stefnunni.
Það er þó áhyggjuefni að þrátt fyrir fundinn í Istanbúl
heldur hernaður Rússa í Tsjetsjníu áfram af fullum krafti og
enginn augljós lausn virðist í sjónmáli. Þá hefur Bandaríkja-
forseti lýst því yfir að hann muni ekki senda breytingarnar á
CFE-sáttmálanum til öldungadeildar Bandaríkjaþings til
staðfestingar fyrr en Rússar hafi dregið úr herafla sínum á
Kákasus-svæðinu í samræmi við ákvæði samningsins.
Þeir samningar er undirritaðir voru í Istanbúl í gær munu
vonandi gera ÖSE kleift að sinna hlutverki sínu af auknum
krafti, en það hefur þegar sýnt sig, ekki síst í tengslum við
Júgóslavíustríðin, að þrátt fyrir að kalda stríðinu sé lokið er
brýn nauðsyn á vettvangi þar sem hægt er að miðla málum
þegar til átaka kemur í Evrópu og helst afstýra þeim í tæka
tíð.
GOTT ÁSTAND
FISKISTOFNA
FRÉTTIRNAR, sem Hafrannsóknarstofnun flytur þjóð-
inni af ástandi fiskistofna við ísland, hafa orðið betri og
betri síðustu misseri. Umskiptin eru mikil frá því sem áður
var, þegar stöðug tíðindi af litlum og hrakandi stofnum,
einkum bolfísks, boðuðu áframhaldandi niðurskurð á afla-
kvótum. Nú er öldin önnur, því í ágústlok skýrði Hafrann-
sóknarstofnun frá því, að mælingar sýndu meiri fjölda
þorskseiða við iandið en nokkru sinni áður, næstmesta
fjölda ýsuseiða og sjötta sterkasta seiðaárgang loðnu. Þetta
er þriðja árið í röð, sem sterkir árgangar þorskseiða mæl-
ast, en ellefu árin þar á undan voru þeir lélegir.
Hafrannsóknarstofnun hefur nú skýrt frá bráðabirgðanið-
urstöðum svonefnds haustralls. Það sýnir, að ástand helztu
fískistofna við landið er gott. Stofnar þorsks, ýsu, gullkarfa
og grálúðu eru á uppleið. í tilkynningu Hafrannsóknarstofn-
unar segir m.a., að þetta sé fjórða árið, sem slíkt haustrall
fari fram með núverandi sniði og „því má vænta að niður-
stöður verkefnisins fari að skila árangri við úttekt helztu
nytjastofna á næstu árum, jafnvel á komandi vori“. Þessi
ummæli geta boðað auknar veiðiheimildir á Islandsmiðum.
Tíðindin eru því sérstakt fagnaðarefni fyrir sjávarútveginn
og þjóðina í heild.
Tálsverð umræða hefur verið um það, að þorskurinn
stundi sjálfrán vegna fæðuskorts og mikillar fískgengdar á
einstökum svæðum. Haustrallið sýndi engin merki um aukið
sjálfrán og er þar vísað til skoðunar á fjölda sýna úr þorsk-
mögum til að fá sem bezta mynd af fæðuvali. Þetta eru
einnig góð tíðindi.
Þjóðin getur glaðst yfir því, að efnahagslegar þrengingar,
sem hún tók á sig til verndar fiskistofnum, hafa borið svo
mikinn árangur, þótt þar hafí einnig komið til bætt ástand
sjávar. Af þessu má draga lærdóm til framtíðar.
✓
Islenska leiðin til umræðu á þriðja ársfundi Tryggingastofnunar ríkisins
Vandi íslenska velferðarkerf-
isins er lágur grunnlífeyrir
Morgunblaðið/Kristinn
Stefán Ólafsson ræddi um almannatryggingar í ýmsum löndum en hann hefur stjórnað verkefni Félagsvísinda-
stofnunar í samvinnu við TR um velferðarkerfið.
Tryggingayfirlæknir
sagði á ársfundi
Tryggingastofnunar
ríkisins í gær að lágir
sjúkradagpeningar og
ónóg endurhæfíngarúr-
ræði gætu leitt til þess
að menn festust í því
sem hann nefndi örorku-
gildruna. Heilbrigðis-
ráðherra segir TR sem
nýja stofnun eftir upp-
stokkun síðustu missera.
S
ISLENSKA leiðin í almanna-
tryggingum var erindi Stefáns
Ólafssonar prófessors á þriðja
ársfundi Tryggingastofnunar
ríkisins í gær og kom þar fram að ís-
lenska leiðin í velferðarmálum væri
ólík leið frændþjóðanna á Norður-
löndum. Sagði hann styrkleika vel-
ferðarkerfisins fólginn í litlum út-
gjaldavanda miðað við aðrar þjóðir,
lítilli skattheimtu og litlum vanda
vegna fólksfjöldabreytinga.
Stefán hefur ásamt aðstoðarfólki
tekið saman í bók efni rannsóknar-
verkefnis sem Félagsvísindastofnun
hefur unnið í samvinnu við TR og
samið var um fyrir þremur árum.
Lagði TR til hvers konar gögn en
Háskólinn vísindamenn og aðstöðu.
Verkefnið nefnist „Islenska leiðin:
Almannatryggingar og velferð í fjöl-
þjóðlegum samanburði". Er þar far-
ið yfir þróun almannatrygginga í
nokkrum ríkjum, mótun almanna-
trygginga á Islandi, kenningar um
þróun velferðarríkjanna, árangur og
endurskoðun velferðarkerfis á Vest-
urlöndum.
I erindi sínu á ársfundinum stikl-
aði Stefán á stóru um einkenni ólíkra
almannatryggingakerfa og bar sam-
an kerfí í nokkrum löndum. Nefndi
hann sem dæmi að í Bandaríkjunum
væri hlutverk hins opinbera í al-
mannatryggingum lítið, en nokkurt
eða mikið í Þýskalandi og á Norður-
löndunum; velferðarútgjöld væru lít-
il í Bandaríkjunum en mikil eða tals-
verð í hinum löndunum og nefndi
tölur um útgjöld almannatrygginga-
kerfa sem hlutfall af vergri lands-
framleiðslu. I Bandaríkjunum er það
16,4%, 29,8% í Þýskalandi, 19,2% á
Islandi en 38,5% á hinum Norður-
löndunum. Stefán sagði áhrif kerf-
anna misjöfn í því að jafna lífskjör,
þau væru lítil í Bandaríkjunum en
nokkur eða mikil í hinum löndunum.
Umfang fátæktar væri einnig mikið í
Bandaríkjunum, nokkurt í Þýska-
landi og Islandi en lítið á öðrum
Norðurlöndum.
Fátækt meiri en á hinum
Norðurlöndunum
Vanda í íslenska velferðarkerfinu
sagði Stefán vera lágan grunnlífeyri,
fátækt væri heldur meiri en á hinum
Norðurlöndunum, afkoma lágtekju-
fólks lakari en þar og tekjur ójafn-
ari. Styi'kleika kerfisins sagði hann
felast í litlum útgjaldavanda, lítilli
skattheimtu og litlum vanda vegna
fólksfjöldabreytinga. Slíkur vandi
væri víða mikill en hann kæmi ekki
fram strax hérlendis. Þá sagði hann
það einnig styrkleika kerfisins að
vinnuletjandi áhrif þess væru lítil en
víða erlendis væri fólki ýtt út af
vinnumarkaði. Einnig sagði hann líf-
eyristökualdur hérlendis háan og að
hér væri skynsamlegt og hagstætt
kerfi lífeyrissjóða. Stefán kom einnig
inn á að tekjutenging vegna bóta al-
mannatrygginga væri umdeild.
Bolli Héðinsson, formaður trygg-
ingaráðs, ávarpaði einnig
fundinn og kvað miklar breyting-
ar hafa orðið á starfi TR þau tæpu
10 ár sem hann hefði setið í ráðinu.
Hann sagði ýmislegt ekki hafa verið
þá í takt við tímann, þeir sem leit-
uðu til stofnunarinnar hefðu verið
sendir milli hæða með pappíra og
eftir nýjum pappírum en á því hefði
orðið gjörbreyting. Einnig hefðu
orðið ýmsar breytingar til einfóld-
unar í kerfinu og þakkaði hann með-
al annars heilbrigðisráðherra fyrir
stuðning við stofnunina á þessu
breytingaskeiði.
fgildi nýrrar stofnunar
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis-
ráðherra sagði í ávarpi sínu á árs-
fundinum að miklar breytingar
hefðu orðið hjá stofnuninni. Upp-
stokkunin væri ígildi þess að fram
væri komin ný stofnun sem veitti
nýja þjónustu. Hún væri til fyrir
fólkið sem þangað leitaði en ekki öf-
ugt. Hún sagði almannatrygging-
ingakerfið fyrst og fremst fyrir þá
sem ekki gætu séð um sín mál sjálf-
ir. Ráðherra sagði ljóst að lífeyris-
þegum myndi fjölga mjög á næstu
10-15-20 árum og búa yrði TR undir
það að geta sinnt þessum stækkandi
hópi.
Sigurður Thorlacius tryggingayf-
irlæknir ræddi um örorkugildruna
og sagði að lágir sjúkradagpeningar
og ónóg endurhæfingarúrræði
leiddu m.a. til þess að of margir fest-
ust í því sem hann nefndi örorku-
gildruna. Hann sagði oft reynast
erfitt að stuðla að því að fólk hæfi
störf á ný eftir að hafa verið marga
mánuði frá vinnu, hætt væri við að
fólk glataði sjálfstrausti og sjálfs-
bjargarviðleitni. Því væri brýnt að
geta gripið fljótt inn í þann víta-
hring. Meðal úrræða nefndi hann að
hægt væri að hækka sjúkradagpen-
inga eða bjóða bráðabirgðalífeyri í
ákveðnum tilvikum en einna brýnast
sagði hann að gera endurhæfingar-
átak.
Skortur á endurhæfingu á
ákveðnum sviðum
Hann sagði vel séð fyrir endur-
hæfingu fyrir öryrkja en skortur
hefði verið á endurhæfingarmögu-
leikum fyrir þá sem hefðu verið
óvinnufærir í nokkra mánuði. Mætti
bæta úr því með endurhæfingar-
átaki TR.
Margrét Jónsdóttir félagsráðgjafi
ræddi í erindi sínu um hlutverk fé-
lagsráðgjafa og í lokin talaði Karl
Steinar Guðnason, forstjóri TR.
Nefndi hann að komin væri út gæða-
handbók fyrir lífeyrissvið stofnunar-
innar og að slíkar bækur væru
einnig í smíðum fyrir fleiri svið.
Hann nefndi að meðal nýjunga
framundan væri til dæmis nám-
skeiðahald fyrir þá sem eru metnir
sem öryrkjar í fyrsta sinn og á næst-
unni yrðu örorkukort gefin út í nýju
formi.
Nauðsynlegt að
endurmeta
sj úkradagpeninga
SJÚKRADAGPENINGAR eru
sem komið er hvorki fugl né
fískur og nauðsynlegt að endur-
meta frá grunni tilgang þeirra
og hverjum þeir eiga að koma til
góða. Þetta kom m.a. fram í máli
Kristjáns Guðmundssonar, fram-
kvæmdastjóra sjúkratrygginga-
sviðs Tryggingastofnunar ríkis-
ins, á ársfundi stofnunarinnar.
Erindi Kristjáns nefndist: Eru
sjúkradagpeningar fslenskar
ölmusugreiðslur? Hvernig má
það vera? Krislján sagði að ís-
lenska leiðin, sem farin væri til
að bæta missi atvinnutekna í
veikindaforföllum og væri marg-
samsett, næði ekki alltaf tilgangi
sínum. Setja yrði ný markmið,
einfalda kerfíð og tryggja að
einstakir hlutar þess vinni betur
saman. Kristján sagði sjö kerfí í
gangi og taldi þau upp eftir mik-
ilvægi: Réttur til launa sem
byggðist á kjarasamningum eða
lögum; sjúkra- og styrktarsjóðir
stéttarfélaga; sjúkradagpening-
ar almannatrygginga; lífeyris-
sjóðir; skyldutrygging hjá vá-
tryggingafélagi; ívilnanir skatta-
laga og félagsleg aðstoð sveitar-
félaga.
Kristján fór yfír einstök atriði
í nokkrum kerfanna og staldraði
einkum við sjúkradagpeninga al-
mannatrygginga. Þeir sem eiga
rétt til sjúkradagpeninga eru
launþegar og atvinnurekendur
eða verktakar ef laun þeirra
falla niður; þeir sem stunda
heimilisstörf og námsmenn sem
missa úr námsáfanga. Eru
greiddir fullir dagpeningar fyrir
fullt starf, 20.400 kr. á mánuði,
en hálfír fyrir hlutastarf. Greidd
er 5.500 kr. viðbót á mánuði fyr-
ir hvert barn. Biðtími er 14 dag-
ar og lágmarksveikindatími 21
dagur.
Verktökum fjölgar
Kristján sagði að útgjöld
sjúkrasamlaga og TR til sjúkra-
dagpeninga hefðu verið tæpar
400 milljónir árið 1983, fært til
núvirðis, 301 milljón árið 1995 en
í fyrra 188 milljónir, sem er að-
eins 47% af því sem var árið
1983. f ágúst til október í ár hef-
ur TR samþykkt 415 umsóknir
um sjúkradagpeninga og eru
75% þeirra frá launþegum, 6,5%
frá atvinnurekendum eða verk-
tökum, 7% frá heimavinnandi og
1,2% frá námsmönnum. Hann
sagði ljóst að sá hópur færi sífellt
stækkandi sem nyti ekki annarra
greiðslna en sjúkradagpeninga,
t..d verktaka sem hann sagði að
værioft ungt fólk.
Kristján sagði að afleiðingar
lágra greiðslna í sjúkradagpen-
ingakerfinu leiddu til þess að
fólk sækti um að komast strax á
örorkulífeyri eða endurhæfíngar-
lífeyri þar sem það hefði ekki
nægar tekjur sér til framfærslu.
Einnig reyndu menn að hefja
vinnu sem fyrst á ný ineð tilheyr-
andi heilsubresti og gæti það aft-
ur leitt af sér heilsubrest, svo
sem kvíða og þunglyndi.
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra ræddi
við bandarísk stjórnvöld um fíkniefnamál
Ræddu
samstarf í
baráttunni
gegn fíkni-
efnum
Fíkniefnavandinn og baráttan gegn honum
var meðal þess helsta sem Sólveig Péturs-
dóttir dómsmálaráðherra ræddi um á tveim-
ur fundum sínum við bandarísk stjórnvöld í
vikunni. Þá ræddi hún aukið samstarf Is-
lendinga og Bandaríkjamanna á þessu sviði
og tók Janet Reno, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, vel í þá tillögu.
ÓLVEIG Pétursdóttir
dómsmálaráðherra kveður í
samtali við Morgunblaðið að
fundimir tveir sem hún átti
með ráða- og embættismönnum í
Washington DC, um m.a. fíkniefna-
vandann, í vikunni hafi verið mjög
málefnalegir og góðir. Fyrri fundinn
átti ráðherra með yfirmönnum
þeirrar skrifstofu forseta Banda-
ríkjanna sem mótar stefnu ríkisins í
baráttunni við fíkniefnavandann en
síðari fundinn átti hún með Janet
Reno, dómsmálaráðherra Banda-
ríkjanna, og aðstoðarmönnum henn-
ar. „Á fyiri fundinum var margt
rætt, m.a. um aðferðir til þess að
fyrirbyggja og upplýsa fíkniefna-
smygl, skipulagningu þess eftirlits
og þann tækjabúnað sem best nýtist
í því.“
Dómsmálaráðherra segir að
Bandarikjamenn hafi í raun og veru
náð talsverðum árangri í baráttunni
gegn fíkniefnum á undanförnum ár-
um og bendir á að dregið hafi úr
neyslu fíkniefna, sérstaklega í yngri
aldurshópunum. „Hér á íslandi hef-
ur lögreglan að undanförnu náð
verulegum árangri við
uppljóstrun fíkniefna-
brota. Engu síður gerir
þessi árangur og reynsla
Bandaríkjanna það eftir-
sóknarvert fyrir okkur að
hafa við þá samstarf til
þess að efla starfið hér heima enn
frekar. Fundurinn var því mjög
gagnlegur og sú vinna sem á sér
stað í Bandaríkjunum hvað varðar
alla stefnumótun í fíkniefnamálum
er afar áhugaverð.“
Á fundinum með Janet Reno,
dómsmálaráðherra Bandaríkjanna,
var sömuleiðis rætt um margs konar
málefni svo sem nýjungar í skipu-
lagi lögreglu, menntun lögreglu-
manna og baráttuna við fíkniefna-
neyslu. „Það var mjög ánægjulegt
að fá að hitta bandaríska dómsmála-
ráðherrann en hún hefur verið mjög
áhrifamikil í sínu embætti og náð
árangri á mörgum sviðum,“ segir
Sólveig. Umræddur fundur fór fram
í húsakynnum bandaríska dóms-
málaráðuneytisins í Washington DC
og má geta þess að hann er fyrsti
formlegi einkafundur íslensks og
bandarísks dómsmálaráðherra.
Áhugavert að heyra
um grenndarlöggæslu
Sólveig skýrir frá því að töluvert
hafi verið fjallað um grenndarlög-
gæslu í Bandaríkjunum að undan-
fórnu og segir að sér hafi þótt
áhugavert a'ð heyra nánar um skipu-
lag og uppbyggingu hennar og
sömuleiðis hvort Bandaríkjamenn
hefðu rekist á sérstaka vankanta á
henni. „Ég hef sjálf mikinn áhuga á
þessu máli og er það mikils virði fyr-
ir okkur íslendinga að njóta aðstoð-
ar og samvinnu við Bandaríkjamenn
við skipulagningu löggæslu á íslandi
að þessu leyti,“ segir hún. „Reno
hefur lagt mikla áherslu á grennd-
arlöggæslu og setti fram þá skoðun
á fundinum að með því að standa
rétt að grenndarlöggæslunni gæti
hún orðið til góðs fyrir samfélagið.
Hún sagði að traust milli lögreglu
og almennings væri afar mikilvægt
og að það væri ekki síður mikilvægt
að lögreglan ynni traust og jafnvel
vinnáttu unga fólksins í skólunum."
Dómsmálaráðherrarnir
ræddu einnig um aukið
samstarf ríkjanna um efl-
ingu lögreglunáms á Is-
landi og segir Sólveig að
íslendingar hafi þegar átt
góða samvinnu við Banda-
ríkjamenn um menntun og þjálfun
lögreglumanna. „Má í því sambandi
nefna að íslenskum lögreglumönn-
um hefur reglulega gefist kostur á
að læra við FBI-akademíuna,“ segir
hún og kveðst ennfremur hafa mik-
inn áhuga á því að efla lögreglunám
á Islandi m.a. með því að stækka
lögregluskólann í landinu. ,Að mínu
mati kæmu upplýsingar um skipu-
lag lögreglunáms í Bandaríkjunum
og áhersluatriði í menntun þar án
efa að gagni við þær breytingar.
Ymiss konar náms- og kynnisferðir
gætu einnig verið mikilvægur liður í
símenntun lögreglunnar. Eg bað um
viðhorf Reno til þessara mála og
hvort mögulegt væri að auka sam-
vinnu á þessu sviði og kvaðst hún
tilbúin til þess.“
Eins og áður var getið um ræddu
Dregið hefur
úr neyslu fíkni
efna í Banda-
ríkjunum
Reuters
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra og Haraldur Johannessen ríkis-
lögreglustjóri á fundi með Thomas Umberg, aðstoðarframkvæmdastjóra
stofnunar sem heyrir undir forsetaskrifstofu Bandaríkjanna og framfylg-
ir stefnu forsetans í fíkniefnamálum.
Á fundi með Janet Reno dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, en hún situr
beint á móti Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra. Við hlið Sólveigar
er Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Auk þeirra voru á fundinum
m.a. aðstoðarfólk Reno.
dómsmálaráðherrarnir sérstaklega
um fíkniefnavandann og segir Sól-
veig að þeim vanda beri að mæta
með samvinnu ríkja og alþjóðlegum
aðgerðum. „Þessi vandi er alþjóð-
legur og þess vegna tel ég að aukin
samvinna á þessu sviði með þjóðum
okkar sé sameiginlegt hagsmuna-
mál.“ Sólveig segir ennfremur að
sér hafi fundist áhugavert að vita
hvort íslendingar gætu lagt Banda-
rílgamönnum lið í þessum efnum og
þá með hvaða hætti og bætir því við
að án efa væri mjög gagnlegt fyrir
okkur að fá upplýsingar og aðstoð
frá Bandaríkjunum til þess að efla
baráttuna gegn fíkniefnum hér á
landi.
Netið hefur engin
landamæri
„Ég vakti athygli á því að Island
undirbýr nú þátttöku í Schengen-
samstarfi ríkja Evrópusambandsins
um afnám persónueftirlits á innri
landamærum ríkjanna og
sýndi bandaríski dóms-
málaráðherrann þessu
fyrirhugaða samstarfi
talsverðan áhuga og
möguleikum á upplýsinga-
flæði milli landanna í því
sambandi. Schengen-samstarfið fel-
ur ekki aðeins í sér breytingar á eft-
irliti með förum fólks milli samn-
ingsríkjanna heldur mun lögreglu-
samvinna einnig verða nánari meðal
þessara ríkja en áður hefur tíðkast.
Er Ijóst að efla þarf verulega
landamæragæslu vegna breyttra að-
stæðna ekki síst vegna hugsanlegr-
ar aukningar á innflutningi ólög-
legra fíkniefna. Við endurskipulagn-
ingu á þessu sviði myndi þekking og
reynsla Bandaríkjamanna koma sér
vel. Við höfum mikinn áhuga á ráð-
leggingum um aðferðir til að fyrir-
byggja og upplýsa fíkniefnasmygl,
skipulagningu eftirlitsins og þann
tækjabúnað sem best nýtist í því
starfi. ísland er mitt á milli Banda-
ríkjanna og Evrópu og því bæði eðli-
legt og nauðsynlegt að leitað sé eftir
samstarfi í báðar áttir.“
Sólveig leggur áherslu á að hafa
beri í huga að tækninýjungar og
breytingar í samfélaginu kalli á
breyttar áherslur og aðferðir lög-
reglunnar og kveðst hún hafa rætt
við Reno sérstaklega um nýjar teg-
undir brota sem tengjast upplýs-
ingatækninni og Netinu svo sem
dreifíngu á barnaklámi, upplýsing-
um um framleiðsluaðferðir eitur-
lyfja, höfundaiTéttarbrotum og^
fleira. „Netið hefur engin landa-
mæri og því þurfa aðgerðir gegn
tölvuglæpum að vera alþjóðlegar
öðrum þræði. Því ætti að auka sam-
vinnu á þessu sviði að mínu mati og
tók Janet Reno heilshugar undir
það enda hefur hún sérstaklega
beitt sér í þessum málum.“
Reno boðið
til Islands
Sólveig segist á fundinum með
Reno hafa nefnt möguleikana á tví-
hliða samningum milli
ríkjanna í þessum efnum
og kvaðst í framhaldinu
hafa boðið Reno að heim-
sækja Island. „Tók hún
vel í að athuga möguleik-
ann á slíkri heimsókn.
Hún sagðist aðeins einu sinni hafa
komið hér við en hefði heyrt mikið
af landinu og náttúrafegurð þess.“
Sólveig sagði að síðustu að Janet
Reno hefði lagt til að samvinna ríkj-
anna í fíkniefnavörnum og samstarf-
ið að öðra lejdi yrði sett í formlegan
farveg til þess að tryggja mætti
áframhaldandi samvinnu og gott
upplýsingaflæði. „Hún lagði jafn-
framt til að ráðherrarnir hefðu
áfram óformlega persónulega sam-*
vinnu þegar á þyrfti að halda. Þessi
fundur var því afar mikilvægur og
mun án efa leggja grundvöll að nán-
ari samvinnu ríkjanna, ekki síst í
baráttunni gegn fíkniefnavandan-
um. Ég er ekki í nokkrum vafa um
að þau tengsl sem skapast hafa
munu efla það starf sem við vinnum
hér heima,“ segir Sólveig að lokum.
Auka þarf
samvinnu
gegn tölvu-
glæpum