Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 Erfðafræði Vísindamenn herða leitina að geðklofageninu í Bandaríkjunum. Reykingar E-vítamínrík fæða sýnist minnka líkur á lungnakrabba * Hjartveiki Hjartasjúkdómar byrja að þróast snemma á ævinni Veikindi Rúmlega getur í vissum tilfellum gert illt verra Kapphlaup erfðafræðibyltingarinnar Sigur í leitinni að geðklofageninu? Hormónin að verki á heitum sumardegi? Reuters Hormón kallar á hamborgara Washington. AP. BANDARÍSKA fyrirtækið Johnson & Johnson og franskt samstarfsfyr- irtæki þess, Genset, virðast nú ná- lægt sigi'i í einu af æsilegustu kapp- hlaupum erfðafræðibyltingarinnar - leitinni að geninu sem veldur geð- klofa, að sögn The Wall Street Jo- urnal. Bandaríska fyrirtækið hóf fyrir nokkrum árum leit að dularfullu geni sem virtist valda geðklofa í einangr- uðu samfélagi í Quebec í Kanada. Johnson & Johnson og Genset hertu leitina fyrir þremur árum og til- kynntu nýlega að vísindamenn þeirra hefðu fundið gen sem virtist tengjast sjúkdómnum. Hraðari þróun lyfja? Pascal Brandys, forstjóri Genset, spáði því að rannsóknin gæti greitt fyrir „hraðri þróun nýrra og betri geðklofalyfja og greiningarprófa" og sagði að fyrirtækið hefði hafíð rann- sókn á eiginleikum gensins til að ákvarða nákvæmlega tengsl þess við sjúkdóminn. Vísindamenn Genset vöruðu þó við of mikilli bjartsýni og sögðu að rann- sóknin á því hvort genið valdi geð- klofa gæti tekið nokkra mánuði. Jafnvel þótt rannsóknin staðfesti að svo væri gæti það tekið allt að ára- tug að þróa lyf sem hugsanlega gæti læknað geðklofa, ef það tækist nokkurn tíma. Geðklofasérfræðingar bíða þó nið- urstöðu rannsóknarinnar með eftir- væntingu, enda er ekki enn vitað um orsakir sjúkdómsins, sem hrjáir tugi milljóna manna út um allan heim. „Við erum vongóðir - eitthvað mjög mikilvægt er að gerast en um leið mjög erfitt,“ sagði Daniel Cohen, sem stjórnar genarannsóknum Gen- set. „En við verðum að vera mjög orðvör; við höfum ekki enn komist að neinni afdráttarlausri niðurstöðu. Við eigum enn eftir að komast að því hvemig genið starfar nákvæmlega - og sýna hvernig það tengist geð- klofa. En góðu fréttirnar era þær að þegar við vitum hvernig genið starfar getum við einnig sagt hvað hægt er að gera til að lækna geð- klofa.“ Miklir hagsmunir í veði Miklir viðskiptahagsmunir eru í veði. Janssen Pharmaceutica, lyfja- fyrirtæki Johnson & Johnson í Belgíu, hefur verið í fararbroddi á sviði geðklofarannsókna í áratugi með lyfjum eins og Haldol og Risperdal en hefur misst forskotið vegna tilkomu nýs lyfs, Zyprexa, sem fyrirtækið Eli Lilly & Co fram- leiðir. Öll þau lyf sem notuð eru við geðklofa draga þó aðeins úr ein- kennum sjúkdómsins og takist að þróa lyf, sem læknar geðklofa, þótt ekki sé nema lítinn hluta þeirra, er viðbúið að hagnaðurinn verði gífur- legur. Fleiri á slóð gensins? Genset og Johnson & Johnson hafa sótt um einkaleyfí á hagnýtingu rannsóknarinnar á geðklofageninu en Cohen segir að ekki sé líklegt að niðurstaða hennar verði birt á næst- unni þar sem fyrirtækin vilji ekki veita upplýsingar sem keppinautar þeirra geti notfært sér. Keppinautar á borð við Hoffman la Roche og Rho- ne-Poulenc hafa hafið eigin erfða- rannsóknir á geðklofa. The Wall Street Joumal hefur eftir heimildar- mönnum, sem hafa fylgst með rann- sóknasamstarfi Roche og DeCode Genetics, móðurfyrirtæki Islenskrar erfðagreiningar, að ekki sé langt í að vísindamenn þeirra fínni gen sem virðist gera þá sem bera það mót- tækilega fyrir geðklofa. LANGAR þig í ostborgara eða rjóma- ís? Pessi löngun er bara í höfðinu á þér, sérstaklega í tilfelli unglinga á kynþroskaaldri, samkvæmt niðurstöð- um nýrrar rannsóknar. Kenningin er sú að hormón komi af stað framleiðslu efnis er nefnist galanín sem hvetur til neyslu fíturíkrar fæðu - og kemur af stað vítahring því þessi fæða eykur enn galanínframleiðsluna, sérstaklega hjá konum. Enn sem komið er hefur rann- sóknin einungis beinst að rottum, en niðurstöðurnar voru kynntar í byrj- un nóvember á ráðstefnu bandaríska landbúnaðarráðueytisins um það hvers vegna fólk borðar það sem það borðar. „Heilinn og fæðan eru óhjá- kvæmilega nátengd," sagði höfundur rannsóknarinnar, Sarah Liebowitz, taugalíffræðingur við Rockefeller- háskóla í Bandaríkjunum. Offita er sívaxandi vandamál með- al Bandaríkjamanna, og telst nú einn af hverjum fimm vera of feitur, sam- kvæmt nýlegri rannsókn. Hafa sér- fræðingar í heilbrigðismálum sér- stakar áhyggjur af börnum og ung- lingum þar í landi. Liebowitz segir að helsta vandamálið sé einhæft fæðuval. Vitað er að leptín er eitt þeirra hormóna sem stjórna fæðuneyslu dýra, og hefur áhrif á galanínfram- leiðslu. En rannsóknir á leptíni í fólki hafa ekki leitt til óyggjandi nið- urstaðna og það mun ekki verða töfralausnin á offítuvandanum, sagði Adam Drewnowski, sérfræðingur í næringarfræði við Háskólann í Was- hington. Hann kvaðst ekki telja lík- legt að rannsóknir á efnaferlum í heila mundi gagnast nema í fáum til- fellum. Hvað er þá til ráða? Hvetja þarf börn til að stunda líkamsrækt og borða fjölbreytt fæði. Rannsóknh hafa leitt í ljós að það skilar engum árangri að hindra aðgang bama og unglinga að sælgæti. Slíkt leiðir ein- ungis til þess að börnin eru líklegri til sælgætisáts þegai' tækifæri gefst. Ósjálfráðir kippir MAGNÚS JÓHANNSSON SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Ég hef að undanfómu fundið fyrir ósjálfráðum kippum í munnvikum og fingrum og auk þess stundum pirringi í fótunum. Þess ber að geta að ég tek reglu- lega þunglyndislyf samkvæmt læknisráði, en þessi lyf eru m.a. Cipramil, Litarex og Sinquan. Er hugsanlega eitthvað samband á milli þessarar lyfjainntöku og þessara ósjálfráðu kippa í munni, fíngrum og fótum? Svar: Ýmis lyf geta valdið ósjálf- ráðum hreyfingum en þessi lýsing er ekki dæmigerð fyrir neitt sér- stakt lyf. Lyfin sem nefnd eru í bréfinu eru öll notuð við þung- lyndi og eru þekkt að því að geta valdið fíngerðum handskjálfta eða jafnvel ósamhæfingu í hreyfingum en ekki ósjálfráðum kippum eins og bréfritari lýsir. Sumar auka- verkanir lyfja eru hins vegar svo sjaldgæfar að þær hafa aldrei komist á blað og þess vegna er erfitt að fullyrða að ekki geti verið um aukaverkun lyfs að ræða þó að það sé afar ósennilegt. Bréfritari ætti að snúa sér til þess læknis sem sér um þunglyndismeðferðina og ræða málið við hann. Ósjálfráðar hreyfingar fylgja ýmsum sjúkdómum í taugakerfí og innkirtlum. Þær geta verið með ýmsu móti, taktfastar eða óreglulegar. Taktfastar hreyfing- ar eru t.d. skjálfti sem getur verið grófur eða fíngerður og óregluleg- ar hreyfingar eru t.d. óreglulegir kippir (á ensku ,,tics“) eða kækir. Hvíldarskjálfti er skjálfti, t.d. í höndum, sem er mest áberandi í hvíld en minnkar við starf. Þannig skjálfti kemur fyrir í Parkinsons- Aukaverkanir? veiki og getur einnig komið sem aukaverkun af sterkum geðlyfjum (sefandi lyfjum) sem notuð eru við geðveiki eða sturlun (psychosis). Stöðuskjálfti er mest áberandi ef útlim er haldið stöðugum í ein- hverri stellingu en minnkar í hvíld. Stöðuskjálfti kemur m.a. fyrir við streitu og ofstarfsemi skjaldkirtils. Þriðja tegund skjálfta er starfs- skjálfti sem er mest áberandi við hreyfingar en hverfur venjulega í hvíld eða kyrrstöðu. Þannig skjálfti er oft merki um sjúkdóm eða skemmd í litlaheila. Ýmsar fleiri gerðir eru til af ósjálfráðum hreyfingum eins og þær sem verða við Tourettes heilkenni (kippir, kækir, grettur, hljóð) og Huntingtonsveiki (hreyfingar sem stundum líkjast dansi). Sefandi lyf geta valdið einkennum sem líkjast Tourettes heilkenni eða Hunt- ingtonsveiki og einnig óregluleg- um hreyfingum eins og t.d. augn- lokakrampa eða skyndilegum handasveiílum. Allar slíkar aukaverkanir sef- andi lyfja hverfa tiltölulega fljótt ef skammtar eru minnkaðir eða hætt er að gefa lyfið. Enn er ótal- in sú aukaverkun sefandi lyfja sem margir óttast mest en það er síðkomin hreyfitruflun (tardive dyskinesia). Hún er kölluð síð- komin vegna þess að oftast þarf að taka viðkomandi lyf lengur en í 6 mánuði áður en einkenni gera vart við sig. Síðkomin hreyfitrufl- un getur lýst sér á marga vegu en oft er um að ræða fettur og grett- ur í andliti og umhverfis munn, útlimahreyfingar eða augnloka- krampa. Hjá bömum og ungu fólki er þessi aukaverkun sem bet- ur fer mjög sjaldgæf og gengur oftast til baka þegar hætt er að nota viðkomandi lyf. Algengi eykst hins vegar með aldri og hjá eldra fólki hverfa einkennin iðu- lega ekki þó hætt sé að nota lyfið. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum í st'ma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt Vikulok, Fax: 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóbannssonar: eImag@botmail.com iuí)iAii»á~atyttiWiaM<Íl~i(Tð»;rT.-....... ~:^r''ti "tir- n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.