Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Meiriháttar borðstofuhúsgögn húsgögn Ármúla 44 sími 553 2035 Falleg og eiguleg borðstofuhúsgögn húsgögn Ármúla 44 sfmi 553 2035 Merkileg um- ræða um fast- eignaskatta AÐ undanförnu hafa ýmsir farið mik- inn á síðum dagblaða og skælt mikið yfir reglum um álagninu fasteignaskatta. Hefur þar m.a. verið slegið fram að í gangi sé mik- il svikamylla sem felist í því að til álagningar sé notað afskrifað end- urstofnverð fasteigna margfaldað með markaðsstuðli fast- eigna í Reykjavík sam- kvæmt matsreglum Fasteignamats ríkis- Skattar Með fasteignasköttum, segir Gísli Gislason, eru sveitarfélögin að afla tekna til þess að standa undir síaukinni þjónustu ins. Nú þegar nokkur hækkun verð- ur á fasteignamati í Reykjavík reka ýmsir upp óp og vilja slá sig til ridd- ara með því að verja landsbyggðina fyrir hækkun skatta. Minnist ég þess ekki að greinar hafi verið skrif- aðar og yfirlýsingar gefnar þegar fasteignamat hækkaði minna en al- mennur tilkostnaður í samfélaginu. Nokkur atriði hafa gleymst í þess- ari umræðu, sem rétt er að minna á. Þegar umrædd álagningarregla var tekin upp var m.a. bent á nauð- syn þess að grunnur álagningar fasteignaskatts væri samræmdur. Á eftir útsvarinu er fasteignaskatt- ur næststærsti tekjustofn sveitarfé- laganna og því ekki óeðlilegt að álagningargrunnurinn sé sambæri- legur óháð staðsetningu fasteignar. Þess vegna er m.a. unnt að bera saman álagningarprósentur sveit- arfélaga í þessu efni án nokkurs fyr- irvara. Ef grunnurinn væri mis- munandi, eins og reyndar gilti hér í eina tíð, þá er deginum ljósara að álagningarhlutfall fasteignaskatts væri mun hærra úti á landi en er í Reykjavík - til þess að sveitasjóð- ir nái sambærilegum tekjum og nú er. Sú ályktun yrði þá dregin að skattar væru hærri á landsbyggðinni en í Reykjavík. Kjarni málsins er sá að með fasteignasköttum eru sveitarfélögin að afla tekna til þess að standa undir síaukinni þjónustu og hefur af hálfu sveitarstjórnar- manna heldur verið kvartað yfir of lágum tekjum en of háum. Það er ágætt að menn beri um- hyggju fyrir landsbyggðinni og vilji henni vel með lægri sköttum. Hins vegar er dálítið skondið þegar litið er til fjárhags sveitarfélaga, sér- staklega utan höfuðborgarsvæðis- ins, að menn telji að unnt sé að lækka tekjur þeiiTa án þess að það hafi áhrif á þá þjónustu sem þau veita íbúufn sinum. Verður kannski fátt um svör hvernig bjarga eigi því smáræði - ekki síst þegar menn geta verið sammála um þá forsendu að góð þjónusta í heimabyggð styrki samfélagið. Þá er bara spuming hver á að borga og hvern- ig- Tilgangur minn með þessum fáu línum er að vekja athygli á að ef menn setja fram skoðanir sínar um ósanngirni í skattheimtu sveitarfé- laga utan Reykjavíkur þá verður að skoða heildarmyndina. Sjálfsagt finnst sömu aðilum eðlilegt að fast- eignaskattur hækki í Reykjavík um einhverjar prósentur en að sú prós- enta eigi að vera lægri þegar komið er út fyrir borgarmörkin. Lands- byggðasveitai'félögin eigi sem sagt að veita góða þjónustu en fá lægri tekjur ef miðað er við íbúafjölda. Það er sjálfsagt og reyndar nauð- synlegt að fjalla um tekjustofna sveitarfélaga, en það er óviðunandi þegar umfjöllunin er svo takmörk- uð sem raun ber vitni. Höfundur er bæjarstjóri á Akranesi. Sjónvarpssófinn er ein skemmtilegasta nýjung í húsgögnum hin síðari ár. Hann er sérstaklega hannaður til að mæta kröfum nútímans um aukin þægindi, og er góð leið til þess að láta fara vel um sig við sjónvarpið og slappa af. Siónvarpssófinn er með innbyggðu skammeli í báðum endasætum. Sjónvarpsófinn er með niðurfellanlegu baki í miðju sem breytist í borð með einu handtaki. Sjónvarpssófinn er fáanlegur í mörgum tegundum, áklæðum og litum. Siónvarpssófinn er húsgagn sem þú vilt ekki vera án. Teg. Journey HUSGAGNAHOLLfN Bíldshöfðí 20 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.