Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999
MARGMIÐLUN
MORGUNBLADIÐ
Hverjum er
mismunað?
„Þeir sem ekki eiga því að venjast að þurfa
sífellt að velta fyrir sér samspili ólíkra kyn-
þátta í þjóðfélagi geta átt í erfiðleikum með
að átta sig á deilum um aðgengi að há-
skóla, og mikilvœgi þessara mála yfirhöjuð. “
Eftir Hönnu
Katrínu
Friðriksen
Meðal sýnilegustu
breytinga sem
vestræn þjóðfélög
standa frammi
fyrir nú undir lok
tuttugustu aldarinnar er aukinn
fjölbreytileiki þar sem hver þjóð
endurspeglar fjölda kynþátta og
trúarbragða. Jafnvel á litla Is-
landi hefur þessa orðið vart, þó í
litlum mæli sé, sé miðað við önn-
irn Vesturlönd, jafnveþnágranna
okkar hér í norðrinu. Á hinum
enda skalans eru síðan Bandarík-
in þar sem mannlífið verður fjöl-
skrúðugra með hverju árinu sem
líður og umræðan um kynþátta-
fordóma er sívakandi.
Þeir, sem þykir of lítið hafa
miðað í jafnréttisátt, hafa gjarnan
gagnrýnt fjöl-
VIÐHORF miðla fyrir þátt
þeirra í því að
viðhalda mis-
munun fólks
vegna kynþátt-
ar. Minnihlutahópa skorti fyrir-
myndir í fjölmiðlun og litlu virðist
skipta hversu stór hluti þjóðar
þeir séu, fjölmiðlar virðist al-
mennt hafa aðrar viðmiðunartöl-
ur og bregðist þannig því hlut-
verki sínu að endurspegla fjöl-
breytileika þjóðar. I Bandaríkj-
unum er til dæmis bent á að á
meðan ellefti hver Bandaríkja-
maður sé af suður-amerískum
uppruna, sé aðeins einn hundrað-
asti þeirra sem fram komi í kap-
alsjónvarpi þar vestra af suður-
amerísku bergi brotinn. For-
svarsmenn fjölda fjölmiðla hafa
m.a. brugðist við þessari gagn-
rýni með ákveðnum „kvótum“
starfsfólks af sem flestum kyn-
þáttum, auk þess sem þeir viður-
kenna að aukinn fjölbreytileiki í
þjóðfélaginu kalli á aukinn fjöl-
breytileika í umfjöllun.
Á sama tíma eru aðrar áhrifa-
miklar stofnanir innan Bandaríkj-
anna að draga saman seglin í
þessu tilliti. Frá því að hugmynd-
ir um svokallaða jákvæða mis-
munun innan æðri menntastiga
komu fram í Bandaríkjunum á
sjöunda áratugnum, hafa þær
notið víðtæks stuðnings fólks úr
öllum þjóðfélagsþrepum og
stjórnmálaflokkum. Hugmyndirn-
ar náðu til kvenna, til að tryggja
aðgang þeirra að menntun og
störfum, en ekki síður ýmissa
minnihlutahópa. Með jákvæðri
mismunun átti að ýta undir að
svartir íbúar Bandaríkjanna, íbú-
ar af suður-amerísku eða asísku
bergi brotnir, fengju sömu mögu-
leika til menntunar og þar með
starfa og hvítir. Ef allir, óháð
kyni eða kynþætti, ættu völ á
bestu menntun hlyti það að hafa í
för með sér að síðar yrði landinu
ekki nánast eingöngu stjómað af
hvítum karlmönnum, heldur af
fuhtrúum allra íbúa þess.
Á síðustu árum hefur þeirri
skoðun hins vegar vaxið fískur
um hrygg, að jákvæð mismunun
innan skólakerfísins sé óréttlát.
Hvítir nemendur þyrftu til dæmis
að sæta því að komast ekki inn í
virta háskóla, af því að aðrir
hefðu komist þar inn á „kvóta“
þrátt fyrir lakari námsárangur.
Kaliforníuháskóli, sem hefur inn-
an vébanda sinna fjölda skóla,
ákvað fyrir þremur árum að
hætta jákvæðri mismunun, sem
hafði þá verið framfylgt í rúm 30
ár. Akvörðunin var meðal annars
rakin til mótmælabréfs frá hvít-
um pilti, sem hafði verið meinað-
ur aðgangur að læknanámi innan
Kaliforníuháskóla. Hann sagði að
reglur skólans væru beinlínis
andsnúnar hvítum nemendum.
Ári eftir að þessi ákvörðun var
tekin hafði svörtum laganemum
innan háskólans í Los Angeles
fækkað um 80%.
Á svipuðum tíma og Kaliforníu-
háskóli tók ákvörðun sína, sem
gekk í gildi haustið 1996, komst
dómstóll í Texas að þeirri niður-
stöðu að háskólar mættu ekki
láta kynþátt ráða vali sínu á nem-
endum. I raun kom þessi niður-
staða í veg fyrir að minnihluta-
hópar kæmust að „á kostnað"
hvítra. Ári síðar hafði svörtum 1.
árs nemum og nemum af suður-
amerískum uppruna fækkað um
20% frá árinu áður.
Þó svo að forsvarsmenn háskól-
anna í Kalifomíu og Texas hafí
tekið ákvörðun sína undir þrýst-
ingi aðila sem þótti nóg komið af
aðstoð við minnihlutahópa þjóðfé-
lagsins á kostnað hins hvíta meiri-
hluta er langur vegur frá því að
einhugur ríki um þessa breytingu
innan skólakerfisins. Samtök
bandarískra háskólaprófessora
segja einstaklingshyggju undan-
farins áratugar, sem sé undanfari
þessara breytinga, hafa gert mikið
ógagn. Þeir benda á að grunnhug-
myndin á bak við jákvæða mis-
munun hafi verið sú, að hverjum
háskóla bæri að endurspegla íbúa
fylkisins þar sem hann væri stað-
settur, honum bæri siðferðileg
skylda til að veita öllum tækifæri
til menntunar og til að vinna gegn
mismunun. Ein veigamesta ástæð-
an var þó það almenna álit skóla-
manna að sem fjölbreyttastur hóp-
ur nemenda kæmi öllum til góða,
ekki síst háskólunum sjálfum.
Sumir háskólanna innan stofn-
unar Kaliforníuháskóla þurftu
ekki að velta þessum reglum mik-
ið fyrir sér; þeir gátu tekið við
nánast öllum þeim sem sóttu um.
Aðrir skólar þurftu að velja og
hafna. Reglurnar sem þeir unnu
eftir voru þannig að meirihluti
nemenda fékk aðgang eingöngu
út frá einkunnum, hjá öðrum hópi
var að auki litið sérstaklega til
efnahagslegs bakgrunns eða sér-
stakra verkefna í menntaskóla,
enn aðrir komust að vegna list-
rænna hæfíleika, vegna árangurs
í íþróttum, fötlunar eða kynþátt-
ar. Allt var þetta fólk með ein-
kunnir sem stóðust kröfur háskól-
ans. Loks var svo hópur, mest 6%
eitt árið, sem komst að þrátt fyrir
að uppfylla ekki kröfur skólans
um menntun, en sýndi vilja til
æðri menntunar þrátt fyrir mis-
munun, s.s. vegna kynþáttar.
Þeir sem ekki eiga því að venj-
ast að þurfa sífellt að velta fyrir
sér samspili ólíkra kynþátta í
þjóðfélagi geta átt í erfiðleikum
með að átta sig á deilum um að-
gengi að háskóla, og mikilvægi
þessara mála yfirhöfuð. í raun
snýst þetta um hvort samfélags-
leg ábyrgð háskóla nái til þess að
vinna að því að fulltrúar allra
íbúa landsins komist til æðstu
mennta. Hvort háskóli eigi að
endurspegla þjóðfélagið sem
hann starfar í og hvort hann eigi
að grípa til aðgerða til að taka
þátt í að útrýma þar því óréttlæti
sem fulltrúar minnihlutahópa búa
gjarnan við. Jafnvel þó slíkar að-
gerðir kosti mismunun gagnvart
öðrum hópi þjóðfélagsins.
Spyro snýr aftur
legu raddir, munu sinna verkefni
bamfóstrunnar næstu mánuðina.
Myndavél leiksins er í algjörri
þrívídd og geta spilendur lagað
hana með R1 og L2. Eftir um 1/3 af
leiknum geta þeir einnig hraðað
henni og gert hana betri. Þá er það
talið sem er gott við hana. Það er
hins vegar margt sem er óendan-
lega pirrandi líka. Hvað á spUand-
inn til dæmis að gera þegar hann
veit að það er óvinur einhvers stað-
ar fyrir framan hann en sér bara
fjólublátt andlitið á sér og ekkert
annað á skjánum? Það er spurning
hvort Insomniac hefði ekki átt að
gefa sér aðeins meiri tíma í hönnun
þessa hluta leiksins.
Grafík leiksins minnir afar mikið
á grafík síðasta Spyro-leiks. Það
þarf aftur á móti ekki að vera slæm-
ur hlutur þar sem Insomniac
stækkaði borðin ótrúlega mikið og
bætti við ótrúlega miklu af hlutum
eins og vatni, glitrandi töfrahlutum
og alls konar flottum tæknibrellum
inn á milli.
Hljóð leiksins er afar gott og hef-
ur Steve Copeland, fyrrverandi
trommuleikari hljómsveitarinnar
The Police, staðið sig ótrúlega vel í
hönnun þess.
Spyro the Dragon er skemmtUeg-
ur leikur. Þó Spyro sjálfur sé ekki
jafn skemmtUegur og til dæmis
Crash Bandicoot eru það smáatriðin
sem skipta máli. Spyro sjálfur lítur
út eins og asni og hundur límdir
saman og málaðir fjólubláir með
horn og svo er hægt að brenna
kindur, hvað meira þarf nokkur
maður fá út úr einum tölvuleik?
Ingvi M. Árnason
LEIKIR
Spyro: Ripto’s Rage. Annan ndvem-
ber siðastliðinn gaf Sony út leik er
Insomniac Games hannaði. Leikur-
inn, sem er fyrir PlayStation, nefn-
ist Spyro: Ripto’s Rage og er fram-
hald hins geysivinsæla Spyro the
Dragon sem kom ut í byrjun sept-
ember á síðasta ári.
SPYRO the Dragon var greini-
lega leikur fyrir afar unga leikend-
ur, enda státaði hann ekki af mjög
góðum söguþræði en var þess í stað
ótrúlega spilanlegur og alls ekki all-
fr sammála um að hann væri aðeins
fyrir böm. Insomniac hefur nú bætt
vel úr því með þessu framhaldi,
leikurinn er það sem upprunalegi
leikurinn hefði átt að vera, státar af
frábærum söguþræði og stjóm sem
slær hvergi slöku við.
Þeir sem ekki spiluðu uppruna-
lega leikinn vita líldega ekki hvað
var þar í gangi, en Ripto’s Rage
tekur við þar sem hinn endaði og er
hlutverk Spyro að þessu sinni að
bjarga landinu Avalor frá hinum illa
Ripto sem er við það að steypa
landinu og íbúum þess í glötun.
Stjórn leiksins er afar einföld en
þó getur spilandinn ekki bara tekið
upp fjarstýringuna og búist við að
geta gert hluti eins og að synda í
vatni eða fljúga, á sumum stoðum í
leiknum eru nefnilega vinalegir
þjónar sem geta kennt Spyro að tO-
einka sér alls konar hæfileika fyrir
visst gjald. Gjaldið er í flestum til-
fellum kristallar sem þjónar Riptos
hafa stolið og Spyro verður að
finna. Fyrir vikið er allt sem Spyro
lærir fyrirfram ofið inn i söguþráð-
inn. Það gæti ekki verið betra.
Borðin í leiknum em afar mörg
og í hverju borði em fjölmargar
persónur. Þessar persónur eiga það
sameiginlegt að flestar tala við leik-
andann, hvort sem það er til að
reyna að svindla á honum, kenna
honum eitthvað eða reyna að selja
honum eitthvað. Þetta veldur því að
litlir krakkar munu hafa ótrúlega
gaman af leiknum, allar þessar
skrýtnu persónur, með sínar asna-
Alvöru bófar
LEIKJAFRAMLEIÐENDUR grípa til ýmissa ráða til að
koma varningi sínum á framfæri og ekki em þeir alltaf
vandir að meðulum. Mikið hefur verið fjallað um ofbeldi í
leikjum og oft orðið til að auka sölu frekar en draga úr
henni. Nýjasta sölubragðið er að tengja nafn leiksins
umdeildum persónum eða glæpamönnum.
Frægt varð þegar rappflokkurinn Cypress Hill
lagði framleiðendum leiksins Kingpin nokkur lög, en
þeir eru meðal annars þekktir fyrir að mæra kanna-
bisneyslu í lögum sínum. Kingpin-leikurinn sjálfur
þótti venju fremur ofbeldisfullur, enda gekk hann út á það
að ná árangri í bófaflokki og vera þá sem duglegastur
við að drepa og meiða. Álíka er á seyði í leiknum Grand
Theft Auto, sem var umdeildur á sínum tíuma, en þegar
framhald hans kom út fyrir skemmstu beitti framleið-
endinn fyrir sig dæmdum glæpamönnum í auglýsing-
um sínum.
Rappflokkurinn Wu-Tang Clan er meðal annars
þekktur fyrir skrautlegt líferni og liðsmenns hans
hafa margoft verið teknir fyrir ýmsa glæpi, allt frá
því að aka undir áhrifum í vopnaburð, fíkniefna-
neyslu og ofbeldi ýmisskonar. Þeir leggja til
raddir og tónlist í nýjum slagsmálaleik frá Act-
ivision sem kallast Taste the Pain, en fram-
lámenn fyrirtækisins gera því skóna að
hann eigi eftir að seljast eins og heit-
ar lummur fyrir jólin.
Nýjasta innlegg í þessa umræðu
er að lestarræninginn alræmdi
Ronnie Biggs, sem verið hef-
ur á flótta undan réttvís-
inni í áratugi, kemur að
gerð og kynningu á
leiknum The Great
Train Robbery og
þykir mörgum nóg
um að hann sé kynnt-
ur nýjum kynslóðum
sem hetja, en ekki
ótíndur skúrkur.