Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ BURNHAM INTERNATIONAL VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI SÍMI 510 1600 UR VERINU Brunaslöngur Noha brunaslöngur með eða án skáps. Ýmsar útfærslur. Noha Viðurkennd brunavörn. TCdGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089 Fást í byggingavöruverslunum um land allt www.mbl l.is Ágreiningur sjómanna og útgerðarmanna um verðlagningu á ferskri sfld Urskurðarnefnd hækkaði síldarverð um 17 til 43% URSKURÐARNEFND sjómanna og útvegsmanna hefui’ úrskurðað að Skinney-Þinganes hf. skuli við upp- gjör til áhafna skipanna Húnarastar SF og Jónu Edvalds SF miða \ið mun hærra síldarverð en boðið var. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Islands, fagnar úrskurðinum en Kristján Ragnar- sson, framkvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, segir málið alvarlegt. Vegna ágreinings um verðlag- ningu á ferskri síld var málinu vísað til úrskurðamefndarinnar. Kaup- endur á Austurlandi hafa boðið 6,30 kr. á vertíðinni fyrir kg af 200 g síld og minni (verðið er 6 kr. hjá Strand- arsíld hf. Seyðisfirði), 8,50 kr. fyrír 200 til'300 g síld, 9,50 kr. fyrir sfld yfír 300 g (10 kr. hjá Skagstrendingi hf., Seyðisfirði) og 6 kr. fyrir kg af sfld í bræðslu. Fulltrúar sjómanna fóru fram á 11,30 kr. fyrir kg í minnsta flokki (var 11 kr. á fyrri vertíð), 11,25 kr. fyrir miðflokkinn (var 12 kr.) og 12,60 kr. fyrir efsta flokkinn (var 13,50 kr.) en 6,60 fyrir kg af sfld í bræðslu (var 11,60 kr./kg til Húnarastar). Nefndin úrskurðaði í fyrradag að verðið skyldi vera 9 kr./kg fyrir sfld minni en 200 g, 10 kr. fyrir 200 til 300 g sfld og 11,50 kr. fyrir sfld yfir 300 g en vísaði verð- lagningu á bræðslusíld frá. Ursk- urðurinn skal gilda frá 1. nóvember til 1. janúar 2000. Um er að ræða 42,8% hækkun frá tilboði í minnsta flokíd, 17,6% hækk- un í miðflokknum og 21,1% hækkun í þyngsta flokki og segir Kristján ..Ragnarsson, framkvæmdastjóri LIU, málið alvarlégt. „Við erum í erfiðleikum í sam- keppni við Norðmenn, sem undir- bjóða sitt lögákvæðaverð með því að drýgja það með meiri sfld sem er tekin framhjá vigt. Það er afleitur kostur og ég vona að þetta leiði ekki til þess að menn fari að leita slíkra lausna hér. En ég hef óttast það vegna þess að við erum í svo harðri samkeppni og sfldaiTnarkaðimir eru svo erfiðir að þetta getur leitt til þess að minna verður unnið af sfld en ella.“ Hann segir óeðlilegt að tekið hafi verið mið af verðinu í fyrra sem hafi verið einstakt vegna þess að þá hafi verð á mjöli og lýsi verið hátt og sfldarkíló, sem nú væri 6 til 6,50 kr., hefði verið 12 krónur. „Þá var vinnslan að reyna að elta það til að halda við mörkuðunum og halda-sér inni í myndinni. Nú tekur oddamað- ur það sem viðmiðun en ekki það sem hefur verið greitt í haust. Mér finnst það vera röng aðkoma að mál- inu en dæmi það ekki frekar. Vinnslan verður að meta það hveiju sinni. En við hörmum það að menn skuli ekld geta leyst þessi mál á heimavettvangi og þurfi að senda þau til úrskurðamefndar, sem er neyðarráðstöfun." Sigur Sævar Gunnarsson, fonnaður Sjómannasambandsins, segir að sjómenn hafi tekið á sig um 15% lækkun frá fyrra ári og það sé ekki sigur að þurfa að lækka verð en að sínu mati hafi verið haft samráð um verðlagningu og í því máli hafi rétt- lætið sigrað. „Eg legg höfuðáherslu á það að sfldarkaupendur á Austurlandi höfðu haft með sér samráð, að mínu mati, um að lækka verðið frá því í fyrra um plús/mínus 40%. Þetta samráð er alveg óviðunandi og úrsk- urðamefndin komst að þeirri niður- stöðu að það væm engin rök fyrir þessu. Við höfðum boðið 15% lækk- un á hráefnisverði frá því í fyrra líkt og afurðaverðið hafði lækkað sam- kvæmt upplýsingum frá Þjóðhags- stofnun og Verðlagsstofu. Það gátu kaupendur ekki fallist á og odda- maður fór með okkur í þessa um það bil 15% verðlækkun. Það er enginn sigur að þurfa að lækka verð hjá sjó- mönnum en sigurinn felst í því að við brutum upp samráðið. Þetta samráð er miklu víðar, en þama var það svo bersýnilegt og augljóst að okkur tókst að að brjóta það upp og það er stóri sigui-inn. Niðurstaðan er augljós vísbending um að þetta er leið til að bijóta upp samráð og ég vona að fleiri komi á eftir.“ Sævar segir úrskurðinn ekki draga dilk á eftir sér. „Ég óttast ekki afleiðingamar í þessu sam- bandi einfaldlega vegna þess að samkvæmt því sem fulltrúar út- vegsmanna í úrskurðamefndinni segja okkur er mest af þessum minnsta flokki, sem hækkaði mest, notað í beitu og fer jafnvel í bræðslu en milliflokkurinn er aðalflokkur- inn. Ég hef enga ástæðu til að ætla að þeir hafi verið með yfirverð á hráefni í fyrra því þá höfðu þeir sömu ástæðu til að sammælast og nú.“ HfiLASTJARNAN KEMUR Myml öyggð á sögfl Tove Janssons tm MmnáKana 'Á meöan birgðir endast Hagamel, Reykjavík • Seljabraut, Reykjavík • Miðbœ, Akranesi • Crundargötu, Crundarfirði • Ólafsbraut, Ólafsvík • Lcekjargötu, Siglufirði • Aðalgötu, Ólafsfirði • Álaugarvegi, Höfn • Tryggvagötu, Selfossi • Breiðumörk, Hveragerði • Hólmgarði, Keflavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.