Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BERGLJÓT ■' GUÐBJÖRG GESTSDÓTTIR + Bergljót Guð- björg Gestsdóttir fæddist 9. ágúst 1928. Hún lést 11. nóvember 1999. For- eldrar hennar voru Arilíus Gestur Sólbj- artsson og Jakobína Helga Jakobsdóttir ''frá Hrappsey. Utför Bergljótar fer fram frá Grundar- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Þriðjudaginn 9. þ.m. var ég stödd hjá Stellu (eins og hún var kölluð) í herbergi hennar á dvalarheimilinu Fellaskjóli, mér fannst hún heldur hressari en vanalega að undan- förnu. Hún fór að rifja upp atburði liðinna ára, sagði hún mér margt sem gaman var að hlusta á, meðal annars rifjaði hún upp bernsku- og unglingsárin. - «3tella var dugleg til allra verka og ósérhlífin, hún var bæði fljót og vandvirk. Þá var hún mjög hjálp- söm við móður okkar sem lengi hafði átt við vanheilsu að stríða en hún eignaðist níu böm og ættleiddi dótturson. Stella rifjaði upp þann tíma er hún var í vinnumennsku á Helga- felli í Helgafellssveit og ég minntist þess þá er hún kom heim í einu fríi sínu og gaf mér stóra mynd- skreytta dós sem í leyndist allra be,sta sælgæti sem ég hef smakkað. L’Stella var um tíma vinnukona í Gröf í Miklaholtshreppi, þá vann hún sem vinnukona á Mosfelli hjá prestshjónunum Ingólfi Ástmars- syni og Rósu B. Blöndal. Stella minntist þess oft hversu henni leið vel í þeirri vist en þá hafði hún eign- ast dótturina Jakobínu og var hún með hana með sér. Við rifjuðum upp þann tíma er ég kom í heim- sókn til hennar er hún dvaldi í vist- inni á Mosfelli og hversu Rósa prestsfrú var geðgóð og hlý mann- eskja. Þá rifjuðum við upp alla leikina sem við höfðum farið í saman þegar við komum heim í Hrappsey á jól- um eða í sumarfríum. Þegar Stella vá-E heima sat hún oft uppi í meyja- skemmu, en það kallaðist herbergi stúlknanna, með handavinnu sína og söng, ég man að ég sat oft og hlustaði, en mér fannst hún syngja svo vel. Eg man eftir sumrinu sem við systurnar fengum lánaðan ára- bát hjá pabba og rerum fram fyrir Dagmálaeyna, þar sem Stella fékk 10 eða 12 karfa en ég fékk 24 mar- hnúta, en að þessu hentum við seinna meir gaman. Stella fór í vinnu- mennsku í Naustum í Eyrarsveit hjá Hall- grími Péturssyni sem síðar varð eiginmaður hennar. Seinna meir fluttu þau út í Grund- arfjörð að Grundar- götu 37, sem var heimili hennar þar til hún flutti að Dvalar- heimilinu Fellaskjóli fyrr á þessu ári. Eig- inmaður hennar Hall- grímur lést árið 1989. Eftir að þau fluttust út í Grundarfjörð dvöldu þau oft með böm sín lítil að sumri til í sum- arhúsi á Höfða. Var þá oft glatt á hjalla í heyskapnum. Nú ert þú horfin sjónum og minningamar verða skýrari, þín verður sárt saknað, elsku systir. Þegar ég sit ein heima reikar hug- urinn til jólanna þegar þú og fjöl- skyldan komuð í heimsókn og spil- að var fram undir morgun. Elsku Stella, ég þakka þér allar samveru- stundimar, þótt við höfum ekki alltaf verið sammála þótti okkur vænt hvorri um aðra. Nú veit ég að þér líður vel. Guð blessi minningu þína. Starfsfólki Fellaskjóls þakka ég fyrir umönnun Stellu þann tíma sem hún dvaldi þar. Jónína Gestsdóttir, Höfða. Nú er hún Stella frænka mín dá- in, hún dó 11. nóvember á Sjúkra- húsi Reykjavíkur, sú fregn kom mér nú ekki á óvart miðað við heilsu hennar síðustu daga. Mér þykir það fjarstæðukennt að hún sé dáin, því hún hefur verið það stór hlekkur í stórri keðju hingað til að hennar er sárt saknað af mér og mínum. Mig langar að minnast hennar hér með fáum orðum. Stellu kynntist ég snemma æv- innar, ég ólst upp í hennar foreldra- húsum. Stella var þriðja elst af níu systkinum. Þau era talin eftir aldri: Jakob, Bryndís, Bergljót, Olafur, Ingibjörg, Jósef, Sólbjört, Berg- sveinn og Jónína. Foreldrar hennar búa í Svefneyjum þegar hún fæðist, þaðan lá leiðin í Bjarneyjar svo í Hrappsey. Sjálfur elst ég upp í Hrappsey hjá afa og ömmu og er systursonur Stellu, þar era mín fyrstu kynni af henni, þau era að- eins á einn veg, hjálpsemi, dpgnað- ur, umhyggja fyrir öðram. Á þess- um tíma fer hún að vinna fyrir sér, var í vist í Reykjavík, á Helgafelli, Isafirði, Dröngum, Rifgirðingum, Gröf og Mosfelli. Amma var frekar ERLA HÖSKULDSDÓTTIR i + Erla Bergþóra Höskuldsdóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1934. Hún lést í sjúkra- húsi í Kent í Eng- landi 11. október sl. Útför Erlu var gerð frá Fossvogskirkju 22. október sl. Við minnumst dótt- ur minnar, systur Skar og mágkonu, íu Höskuldsdóttur, með hlýhug. Erla var falleg og gædd mörg- um kostum og hæfileikum. Hún var elst af fimm systkinum og með réttu er hægt að segja að hún hafi haft mikil áhrif á yngri systkini sín. Sem ung kona flutti Erla til Randaríkjanna og giftist þar Gal Gnbb og eignuðust þau einn son, Daníel Gribb. Eftir lát eiginmanns sín sneri Erla aftur til íslands, þar sem hún giftist Hrafni Jóns- syni. Þau eignuðust þrjú börn, þau Ólöfu Hrefnu, Guðbjörgu og Svein Þór. Bæði Hrafn og Erla voru mjög stolt af sínum börnum og veittu þeim stuðning. Við dáðumst að og virtum Erlu og hennar fjöl- skyldu og eram mjög stolt af velgengni þeirra. Augasteinn Erlu var sonarsonur hennar, Jóhann Hrafn Sveinsson, sem hún ættleiddi. Hann varð stór hluti af lífi hennar og batt hún von- ir við hann. Erlu er sárt saknað og -mun hún lifa í minningunni. Guðbjörg, Agnar, Ólöfog Bobby. heilsulítil og það var sama hvenær eitthvað bjátaði á heima fyrir, þá var Stella boðin og búin að koma til hjálpar til að annast heimilið fyrir móður sína. Frá Mosfelli lá leiðin að Naust- um í Eyrarsveit sem ráðskona, þar hitti hún fyrir verðandi mannsefni sitt Hallgrím Pétursson og fór að búa þar. Það var með ólíkindum hverju þessi smávaxna kona gat áorkað, t.d. á Nausta-árunum stundaði hún féð á vetram og sá um slátt á sumrin ásamt hússtörfum og því að annast börnin, því bóndinn var á vertíð á veturna og síld á sumrin. Það var einhvem veginn þannig að það var alltaf fullt af fólki í kringum hana og allt bjargaðist vel, krakkar sem vora þama í sveit á sumrin vildu hvergi annars staðar vera. Það var eitthvað í fari hennar sem hafði þessi áhrfif. Sjálfur kynntist ég þessu, var á Naustum hluta úr sumri, þar var gott að vera. Frá Naustum fluttu þau hjón í Grandarfjörð, fyrst á Eyrarveg og svo á Grandargötu. Stella og Hall- grímur eignuðust þrjú börn, Gest Jens, Gísla og Bergsvein Björn. Fyrir átti Stella dótturina Jak- obínu. Hallgrímur hélt áfram á sjó en Stella vann um tíma í frystihús- inu. Nú er engin Stella í eldhúsglugg- anum á Grundargötunni að horfa út á fjörð og fylgjast með bátum koma og fara, stundum með kíkinn að rýna út í myrkrið og sortann hvort hún sæi ljósglætu, þegar henni fór að leiðast biðin. Fyrst Hallgrímur og seinna fór svo að allir strákarnir urðu sjómenn svo von var að mín reyndi að fylgjast með út um glugg- ann sinn. Eldhúsglugginn var hluti af tilveranni, án hans hefði hún ekki getað verið. Varla fór maður svo í Grundarfjörð að ekki væri komið við á Grandargötunni, það var sjálf- sögð skylda, aldrei komu nokkrir í heimsókn þó alltaf væri fullt af fólki eins og á umferðarmiðstöð, bæði böm og fullorðnir því bamabörnin sóttu mikið til ömmu og vissu alveg hvar þau höfðu hana, hún var þeirra maður. Ileilu bæjar- og þjóðmálin voru leyst við eldhúsborðið. Þegar mað- ur kom var að hennar áliti aldrei neitt til með kaffinu þótt allir sætu og röðuðu í sig, þarna var lítillát kona sem vildi ekki berast mikið á, en hún leyndi á sér, blessunin. Þeg- ar ég var kominn með fjölskyldu bættust sjálfkrafa mín börn í henn- ar ömmubarnahóp, hana munaði ekkert um að bæta þeim við. Stella mín, ég vil segja þetta, þér verður aldrei þakkað það sem þú lagðir á þig tO að vera með og hjálpa afa og ömmu síðustu árin sem þau lifðu, þá ræktarsemi og hjálpfýsi sem þú inntir af hendi þeim til hjálpar, þar lágu mörg dagsverkin og launin voru ánægjan af að fá að gera góðverk. Eg vil hér með þessum fátæk- legu orðum kveðja frænku bless- aða, nú er hún farin yfir móðuna miklu, trúlega búin að hitta móður sína, þar hafa orðið fagnaðarfundir því þær voru mjög samrýndar og á margan hátt mjög líkar. Eg og mínir hafa fengið margs að njóta af þínum manngildisbrunni gegnum tíðina, það verður seint endurgoldið að fullu. Að leiðarlokum kveðjum við fjöl- skyldan Lágholti 16, hana Stellu frænku með virðingu og þökk og ámum henni heilla á nýrri vegferð. Ég veit að hún skilur eftir bjarta og fagra minningu í huga allra sem þekktu hana og áttu með henni samleið. Elsku Bína, Gestur, Gísli og Beggi við sendum ykkur og fjöl- skyldum ykkar einlægar samúðar- kveðjur og biðjum góðan guð að styrkja ykkur á stund sorgar og saknaðar. Blessuð sé minning þín, Stella mín. Gestur Már Gunnarsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. HELGA * * ARNADOTTIR BACHMANN + Helga Á. Bachm- ann fæddist í Vestmannaeyjum 26. júlí 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 16. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Þuríður Þorkelsdóttir frá Sandprýði og Árni Bachmann, bæði lát- in. Þau skildu er Helga var mjög ung og var hún alin upp hjá móðurömmu sinni og -afa, hjón- unum Guðbjörgu Jónsdóttur og Þorkeli Þórðarsyni. Helga var einkabam móður sinnar en á ijögur systkini frá föðurnum. Hinn 14. september 1950 giftist Helga Guðfínni Sigurjónssyni, f. 26.9. 1929, d. 23.5. 1994. Þau eignuðust þrjú böm. 1) Þorkell Sævar, f. 1950, búsettur í Reykjavík, kvæntur Eddu Snorradóttur, og eiga þau tvo syni, Snorra Hafstein, f. 1971, sem kvæntur er Björgu Skúla- dóttur. Þau eiga eina dóttur, Eddu Björgu, f. 1996. 2) Guð- björg Antonía, f. 1958, búsett í Vestmannaeyjum. Hún er gift Jóh. Magna Jóhannssyni og eiga þau þijá syni, Jóhann Magna, f. 1983, Guðfínn Sævald, f. 1985, og Anton Jarl, f. 1991. 3) Siguijón Örn, f. 1961, búsett- ur í Keflavík. Hann er kvæntur Kristínu Birgisdóttur og eiga þau þijú börn, Sævar Örn, f. 1982, Hafþór Ægi, f. 1986, og Helgu Dagnýju, f. 1988. Helga bjó með fjölskyldu sinni í Vestmannaeyj- um til ársins 1973, er eldgos braust út þar og fluttust þau þá búferlum til Keflavíkur og bjuggu þar til ársins 1984 er þau fluttu til Reykjavíkur. Helga vann lengst af á Landspítalanum sem aðstoðarræstingarstjóri eft- ir að þau fluttu þangað. Hún flutti síðan til Vestmannaeyja eftir lát eiginmanns síns. Útför Helgu fer fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Að lifa er að elska, og sá sem einhver elskar, geturaldrei dáið. (Gunnar Dal) Það er gleði í hjarta mínu og það átt þú. Það er gæfan yfir því að hafa átt þig fyrir móður, fá að njóta þinnar elsku, heimilið alltaf skín- andi hreint, þú raulandi á meðan þú naust þess að gera heimilið hreint og fínt, þú stjanaðir við okkur, þú varst nákvæmlega eins og ég ósk- aði mér, yndisleg, gjafmild, fómfús, reglusöm, ákveðin, gestrisin og góður uppaldandi. Það er sorg í hjarta mínu og það átt þú. Það er þegar dundu yfir okkur áföllin, pabbi veiktist, hann deyr, þú flytur hingað til Eyja, þú náðir ekki að jafna þig, þú veikist, þér er ekki gefin mikil von, ekki hægt að skera meinið í burtu, allt hrynur, ég veikist, en er heppin, mér batnar, þú veikist meira. En það er þakklæti í hjarta mínu og það átt þú. Það er allt sem þú hefur gert fyrir mig og það er ekki lítið, einnig fyrir að þú skyldir þó fá nokkuð þolanlega 6 mánuði, mér fannst það kraftaverki líkast, er þú fluttir á Hraunbúðir þar sem við kynntumst yndislegu fólki og þú áttir virkilega góðar stundir, og vil ég þakka vinum okkar á Hraunbúð- um fyrir þeiira elsku og vináttu. Það er myrkur í hjarta mínu og það átt þú. Aftur tekur meinið sig upp, þú veikist, þarft að fara á sjúkrahúsið, við reynum að halda í vonina, getur það verið að það verði kraftaverk aftur, að þú komist til að sjá nýja herbergið þitt á Hraunbúð- um? En þú hættir að komast fram í hjólastólnum, hættir að borða, ert með verki, það versnar, þú verður þreytt, ég verð þreytt, þú kvelst, ég kvelst, þú grætur, ég græt. Þú skilur við, ég verð tóm. Það er ljós í hjarta mínu og það átt þú. Því þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókmna tíð og þó svíði sorg í mínu hjarta, þá er einnig léttir að vita að þú ert nú laus við allar kval- irnar. Bið ég að Guð leiði elsku mömmu mína áfram í ljósinu og sendi ég hugheilar þakkir til þeirra sem glöddu hana með heimsóknum og gjöfum á meðan á þessari bar- áttu stóð, og þá sérstaklega til Öllu systur hennar, Gísla og Sigga, Boga og Gunnu, Eriu, Ragnheiðar og Emils. Læknum, hjúkranarfólki og starfsfólki B-deildar sjúkrahúss Vestmannaeyja vil ég einnig þakka hjartanlega fyrir þeirra kærleik í verki, ástúð, hlýju og skilning, bæði gagnvart mömmu minni og mér, það er ómetanlegt. Elsku mamma: „Þín heOög elska höndli mig, og haldi mér svo fast við sig, að eigi ég um eilífð þig.“ (B.H) Að liðnum öllum þessum þrautum Þessum þrotlausu erfiðleikum Þessum endurteknu vonbrigðum Þessum hverfulu gleðistundum Spyrjum við þrátt fyrir allt Þegar því er lokið: Hvers vegna ekki einn dag enn, aðeins einn dag? (H.B.B) Það er kærleikur í hjarta mínu og það átt þú, elsku mamma. Guð gefi þér góða nótt. Þín dóttir, Guðbjörg Antonía. Fái ég ekki að faðma þig, fógnuð þannégmissi. Frelsarinn Jesú fyrir mig faðmi þig og kyssi. Amma mín, þú ert dáin og komin til afa, svo nú era tvær stjörnur upgi í himninum að passa okkur. Eg elska þig, amma, þú ert besta amma í heimi. Það er leitt að þú sért dáin, ég er leiður því þú varst svo góð, þú varst svo góð við mig. Ég elska þig svo heitt og ég sakna þín svo mikið að ég er að gráta. Guð geymi þig, amma mín, ástarkveðja. Þinn ömmustrákur, Anton Jarl Jóhannsson. Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.