Morgunblaðið - 20.11.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
_____________________________LÁÚGARDAGÚR 20, NÓVEMBER 1999 ‘ 39
LISTIR
Salurinn,
Kópavogi
Trompet og
básúna í
aðalhlut-
verkum
EIRÍKUR Öm Pálsson trompet-
leikari og Sigurður Þorbergsson
básúnuleikari halda einleikstón-
leika í Salnum sunnudagskvöldið
21. nóvember kl. 20.30.
Eiríkur Öm og Sigurður leika
verk eftir nokkur af þekktustu tón-
skáldum líðandi aldar svo sem
Karlheinz Stockhausen og Paul
Hindemith auk verka eftir Eirík
Öm, Folke Rabe, W. Kraft, Toro
Takemitsu og Boris Blacher. Aðrir
flytjendur á tónleikunum em þau
Judith Þorbergsson píanó, Pétur
Grétarsson slagverk, Asgeir H.
Steingrímsson trompet og Einar S.
Jónsson trompet.
Tónleikarnir em hluti af röð ein-
leikstónleika sem CAPUT-hópur-
inn stendur fyrir.Miðaverð er kr.
1.200.
------♦ ♦♦------
Tnö Óla Stef.
á Múlanum
TRÍÓ Ólafs Stephensen leikur á
Múlanum á Sóloni Islandusi í kvöld,
sunnudagskvöld kl. 21. f tríóinu
leika þeir Guðmundur R.
Einarsson á trommur og Tómas
R. Einarsson á bassa, auk píanó-
leikarans Ólafs Stephensen píanó-
leikara.
Tríóið er helst þekkt fyrir að
leika tónlist tengda New York
sjötta áratugarins. A tónleikunum
munu þeir m.a. leika lög af nýjum
geisladiski sínum, Betren annað
verra, en einnig bregða þeir fyrir
sig þjóðlögum, sálmum og íslensk-
um sönglögum og leika þau með
sinni eigin sveiflu, segir í fréttatil-
kynningu.
Tríóið hefur ferðast víða að und-
anfömu, t.d. til Argentínu, Fær-
eyja og Malasíu. í næsta mánuði
verða þeir væntanlega á Hornafirði
og í Washington DC.
Miðaverð 1000 kr. en 500 fyrir
nema og eldri borgara.
------♦-♦-♦----
Gler og ull í
Safnhúsi Borg-
arfjarðar
SÝNING á verkum Ólafar Sig.
Davíðsdóttur og Snjólaugar Guð-
mundsdóttur verður opnuð á morg-
un, sunnudag, kl. 16 í Safnhúsi
Borgarfjarðar, Borgarnesi. A sýn-
ingunni em verk unnin úr ull og
gleri.
Snjólaug Guðmundsdóttir er vef-
ari, en hún vinnur jafnframt verk í
flóka, aðallega landslagsmyndir og
ýmsa aðra muni. Hún hefur haldið
þrjár einkasýningar auk þess að
taka þátt í samsýningum og ýmsum
handverkssýningum.
Ólöf Sig. Davíðsdóttir glerlista-
kona vinnur öll sín verk úr endur-
unnu gleri. Hún hefur haldið þrjár
einkasýningar og tekið þátt í þrem-
ur samsýningum.
Á opnunardaginn kl. 16.15
fremja listakonurnar gjörning.
Sýningin stendur til 3. desember
og er opin alla virka daga kl. 13-18.
------♦ ♦ ♦-----
Land og litir í
Árskógum
MARÍA Lofts opnar mynd-
listarsýningu í félagsmiðstöðinni
Árskógum 4 á sunnudag.
Sýningin er opin frá kl. 9-16.30
virka daga.
Morgunblaðið/Ásdís
Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík, ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur,
á æfingu.
Hátíðartónleikar
í Fríkirkjunni
HÁTÍÐARTÓNLEIKAR verða í
Fríkirkjunni í Reykjavík annað
kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.
Tónleikarnir em í tilefni ald-
arafmælis Fríkirkjusafnaðarins í
Reykjavík.
A efnisskránni verður Messa
heilagrar Sesselju, eða Missa Cell-
ensis eftir Josef Haydn, fyrir fjóra
einsöngvara, kór og hljómsveit.
Þessi messa er ein sú um-
fangsmesta sem Haydn samdi um
dagana en dagur heilagrar Ses-
selju, verndara blindra og tónlist-
arinnar, er 22. nóvember.
Messan hefur aðeins einu sinni
verið flutt áður hór á landi, og var
það árið 1993, með kór Langholts-
kirkju, segir í frétt frá kómum.
Einsöngvarar era Sigrún
Hjálmtýsdótlir sópran, Soffia
Stefánsdóttir alt, Þorbjöm Rúnar-
sson tenór og Eiríkur Hreinn
Helgason bassi.
Aðgangur: kr. 1000,500 fyrir
ellilífeyrisþega.
Nýjar bækur
Inn í ljóðtímann
• LJÓÐTÍMASKYN er tíunda
ljóðabók Sigurðar Pálssonar.
í kynningu segir: „Bókin skipt-
ist í fimm þætti sem heita Ljóð-
tímaskyn, Burt, Söngtími, Svart-
hvítt og Stundir. I þeim orðum er
hluti af galdri verksins fólginn: Sá
sem nálgast þessi ljóð mun sann-
reyna hvernig hægt er að komast
burt frá svart-hvítum stundum, inn
í veröld söngsins, inn í ljóðtímann.“
Auk ljóðabóka hefur Sigurður
sent frá sér leikrit fyrir leiksvið og
sjónvarp og þýtt frönsk bók-
menntaverk. I fyrra kom út
skáldsagan Parísarhjólið eftir Sig-
urð. Menningar-
málaráðherra
Frakklands
sæmdi Sigurð
riddaraorðu
bókmennta og
lista árið 1990
og kom úrval
ljóða Sigurðar
út í franskri
þýðingu í París
árið 1994. Út-
gefandi er For-
lagið. Bókin er 70 bls. prentuð í
Odda. Kápuhönnun: Hunang.Verð:
2.680 kr.
Tríó Romance
hleypur í skarðið
TÓNLEIKUM píanóleikarans
Liene Circene frá Lettlandi, sem
áttu að vera á Tíbrártónleikum í
Salnum á þriðjudagskvöld, er frest-
að. Þess í stað verða tónleikar með
Tríó Romance kl. 20.30. Tríóið
skipa þau Guðrún Birgisdóttir og
Martial Nardeau flautuleikarar, ás-
amt píanóleikaranum Peter Maté.
Á efnisskrá Trio Romance eru
bæði klassísk, rómantísk og yngri
verk.
Aðgangseyrir er 1.500 kr. og það
er Islandsbanki sem styrkir þessa
tónleikaröð.
%
Aukahlutur á mynd: stærri dekk
FULL
E
1.830.000 te
Rétta verðið fyrir rétta veðrið!
Suzuki Vitara - raunhæft ráð gegn íslenskum vetri
Traustur, upphækkanlegur, alvöru 4x4 jeppi á ÓTRÚLEGU verði • Hátt og lágt drif
Byggður á grind • Kraftmikil og hljóðlát vél • Einstaklega góður í endursölu
ALLIR SUZUKI BlLAR ERU MEÐ:
• vökvastýri • 2 loftpúða •
• aflmiklar vélar • samlæsingar •
• rafmagn I rúðum og speglum •
• styrktarbita f hurðum •
Sjálfskipting kostar 150.000 KR.
$ SUZUKI
SUZUKIBILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www. suzukibilar. is